Morgunblaðið - 09.06.2018, Page 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2018
VIÐAR
HÁGÆÐA VIÐARVÖRN
Fáanleg í PALLAOLÍU, TRÉVÖRN,
GRUNNMÁLNINGU, HÁLFÞEKJANDI
og ÞEKJANDI viðarvörn.
Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá
sérblandaða hjá okkur.
Komdu til okkar og spurðu um VIÐAR!
Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík • Dalshrauni 11, Hafnarfirði • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ
Gleráreyrum 2, Akureyri • Sími 588 8000 • Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga
ICQC 2018-20
Söngvaskáldið Svavar Knútur held-
ur tónleika í Hannesarholti í dag,
laugardag, kl. 16. Flytur hann sí-
gildar íslenskar söngperlur með
sínu nefi, en meðal efnis eru lög eft-
ir Sigfús Halldórsson, Jón Nordal,
Pál Ísólfsson og Sigvalda Kalda-
lóns. Svavar Knútur sér sjálfur um
undirleik á gítar og ukulele. Al-
mennt tiðaverð er 3.000 krónur og
2.000 kr. fyrir lífeyrisþega og
námsmenn, en frítt er fyrir börn í
fylgd með fullorðnum.
Sígildar perlur
í Hannesarholti
Söngvaskáld Svavar Knútur.
Kristjana Stef-
ánsdóttir söng-
kona kemur
ásamt kvartetti
sínum fram á öðr-
um tónleikum
sumardjasstón-
leikaraðar veit-
ingahússins
Jómfrúarinnar
við Lækjargötu í
dag, laugardag,
kl. 15.
Kvartettinn skipa auk Kristjönu
þeir Guðmundur Pétursson á gítar,
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á
kontrabassa og Kristofer Rodriguez
Svönuson á trommur. Á efnisskránni
verða þekkir djassstandardar og
önnur uppáhaldslög söngkonunnar í
djassútsetningum. Tónleikarnir fara
fram utandyra á Jómfrúartorginu.
Aðgangur er ókeypis.
Kvartett Kristjönu
á Jómfrúnni í dag
Kristjana
Stefánsdóttir.
Sönglög Jórunnar Viðar fá kærleiks-
ríka meðferð hjá hópi ungra, ís-
lenskra tónlistarmanna á tónleik-
unum Vökuró – Sönglög Jórunnar
Viðar í nýjum litum, sem haldnir
verða kl. 20 í Gamla bíói á sunnu-
dagskvöld. Saman og hvert í sínu
lagi ljá listamennirnir verkum Jór-
unnar persónulegan blæ með á
stundum óvæntri hljóðfæraskipan
og mörgum fögrum söngröddum.
Flytjendur á tónleikunum eru:
Sóley Stefánsdóttir, Sigríður
Thorlacius, Katrína Mogensen,
Alexandra Baldursdóttir, Högni
Egilsson, Snorri Helgason, Mr.
Silla, Ólöf Arnalds, Skúli Sverrisson,
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og
Margrét Arnardóttir.
Tónleikarnir eru á dagskrá
Listahátíðar í Reykjavík.
Jórunn Viðar, sem lést í fyrra,
hefði fagnað aldarafmæli sínu í nóv-
ember. Um tveggja áratuga skeið
var hún eina konan í Tónskálda-
félaginu. Það þótti býsna merkilegt,
en sjálf mun hún hafa beðið um að
vera ekki kölluð kventónskáld. „Ég
tala aldrei um karltónskáld,“ var
haft eftir henni. Jórunn nam píanó-
leik í Þýskalandi en varð frá að
hverfa vegna seinni heimsstyrjald-
arinnar. Síðar stundaði hún nám í
tónsmíðum við Juilliard í Bandaríkj-
unum. Hún var frumkvöðull á sviði
ballett- og kvikmyndatónlistar hér á
landi auk þess sem hún samdi fjöl-
mörg þjóðþekkt sönglög. Yfirskrift
tónleika unga fólksins, Vökuró, vísar
í ljóð með undurblíðum tóni eftir
Jakobínu Sigurðardóttur, sem Jór-
unn samdi lag við. Björk söng lagið
inn á plötuna Medúlla árið 2004 og
þá má segja að lagið hafi orðið frægt
á alþjóðavísu.
Sönglög Jórunnar
í kærleiksbúningi
Morgunblaðið/Golli
Tónskáldið Jórunn Viðar, sem lést í
fyrra, hefði orðið 100 ára í ár.
AF TÓNLEIKUM
Þorgerður Anna Gunnarsd.
thorgerdur@mbl.is
Eins oft og drottningin Jessie J tal-
aði um hversu mikið hún elskar að
syngja hefði kona haldið að hún
myndi þá syngja meira á tónleikum
sínum í Laugardalshöll á miðviku-
dagskvöld, 6. júní. Íslenskir aðdá-
endur söngkonunnar höfðu beðið eft-
ir henni mánuðum saman eftir að
tónleikunum hafði verið frestað
vegna þátttöku hennar í hæfileika-
keppni í Kína. Þeir þurftu að bíða
enn lengur þegar mætt var í Laugar-
dalshöll, en dívan steig ekki á svið
fyrr en klukkustund eftir að
skemmtilegri upphitun Karítasar
Hörpu hafði lokið.
Söngkona eða lífsstílsþjálfi?
Jessie J steig loks á svið og kom
inn af ágætum krafti, þó hún hafi
hægt talsvert á laginu „Who You
Are“. Undirrituð fór einnig á tónleika
söngkonunnar þegar hún var hér á
landi árið 2015 og þá hafði Jessie J
einmitt hægt talsvert á flestum lög-
um sínum. Svipað var uppi á ten-
ingnum á miðvikudagskvöldið.
Raunar fór um helmingur tón-
leikanna í sögustund og uppörvandi
ræður. Jessie hefur greinilega átt
erfitt með að velja á milli þess að
verða söngkona eða lífsstílsþjálfi,
slíkar voru klisjurnar sem ultu upp
úr henni á milli laga. Vissulega er
hún mjög góð fyrirmynd ungra
stúlkna, sem einmitt voru meirihluti
gesta í Laugardalshöll þetta kvöld.
Drjúgur tími fór einnig í að leyfa
ungum upprennandi söngvurum sem
stóðu næst sviðinu að spreyta sig
Syngja meira, tala minna
Morgunblaðið/Eggert
Hress Jessie J var eldhress og talaði mikið á tónleikum sínum í Laugardalshöll.
með míkrófóninn og þó að það hafi
verið gaman fyrir þau útvöldu verður
að segjast að það var ekki mjög gam-
an fyrir alla hina.
Jessie stóð sig með prýðu á með-
an hún söng en að þriggja og hálfrar
klukkustundar löngum tónleikum
loknum voru eflaust margir fegnir að
komast aftur út í blíðviðriskvöldið.
Tilfinningaflóð Jessie hreyfði mjög við gest-
um með tónum sínum og tali, eins og sjá má.
»Drjúgur tími fóreinnig í að leyfa ung-
um upprennandi söngv-
urum sem stóðu næst
sviðinu að spreyta sig
með míkrófóninn og þó
að það hafi verið gaman
fyrir þau útvöldu verður
að segjast að það var
ekki mjög gaman fyrir
alla hina.
Stuð Tónleikagestir voru að meirihluta ungar stúlkur.