Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Þessa dagana eru nýir meiri-hlutar í óðaönn að ráða nýja bæjarstjóra. Oft eru það kjörnir fulltrúar sem taka starfið að sér en iðulega veljast ókjörnir í starfið. Misjafnt er hvernig að því er staðið en gjarnan með því að auglýsa starfið fyrst laust til umsóknar og ráða svo þann sem talinn er hæf- astur.    Svo er ekki óþekkt að ráðið sé ánauglýsingar, sem getur verið eðlilegt, enda snýst starfið öðrum þræði um náið trúnaðarsamband við bæjarfulltrúana, ekki síst meiri- hlutann, þannig að stundum er heppilegast að finna bæjarstjóra- efni án auglýsingar.    En svo eru ýmsar aðrar stöður ávegum bæjarstjórna, sem oft- ast eru auglýstar en þó ekki alltaf. Þetta geta verið stöður á mismun- andi stigum í stjórnkerfinu og ein slík er staða kynningar- og mark- aðsstjóra Menningarfélags Ak- ureyrar, sem er sameiginlegur vettvangur Leikfélags Akureyrar, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs.    Síðast þegar þessi staða var lausvar hún auglýst og ráðið í hana í framhaldinu.    En stundum hittist svo vel á aðbæjarfulltrúi Samfylking- arinnar hefur tekið að sér for- mennsku í stjórn Akureyrarstofu að kosningum loknum og á sama tíma vill svo vel til að kosn- ingastjóri Samfylkingarinnar á Ak- ureyri er á lausu. Þá er til dæmis al- veg óþarfi að auglýsa starfið og hægt að ráða í það umhugs- unarlaust. Stundum er alveg óþarfi að auglýsa STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 súld Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 17 skýjað Nuuk 6 rigning Þórshöfn 10 rigning Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 11 skúrir Lúxemborg 16 skýjað Brussel 15 skýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 21 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 14 skýjað Hamborg 15 skúrir Berlín 17 heiðskírt Vín 17 heiðskírt Moskva 28 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 25 skýjað Montreal 20 léttskýjað New York 21 alskýjað Chicago 16 súld Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:56 24:05 ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35 SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18 DJÚPIVOGUR 2:11 23:49 Nýr fallturn sem átti að rísa í hús- dýragarðinum þann 20. júní, hefur ekki enn verið settur upp. „Því mið- ur varð ófyrirsjáanleg töf á smíði turnsins og fer hann ekki af stað frá Ítalíu fyrr en í lok júní,“ segir Þor- kell Heiðarsson, verkefnisstjóri hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Turninn mun líklega rísa í garð- inum um miðjan júlí en ferlinu seinkaði vegna tafar á hlutum leik- tækisins. „Það er auðvitað mjög mið- ur en það er lítið hægt að gera. Hann er náttúrlega framleiddur á Ítalíu þannig að það þarf að koma honum til landsins og það tekur tíma,“ segir Þorkell. Minni aðsókn vegna veðurs Aðrar nýjungar í garðinum hafa hins vegar verið teknar í notkun, að frátöldum leikkastala sem verður settur upp á næstu dögum. ,,Ef við förum yfir nýjungarnar í garðinum þá er nýr ökuskóli með nýjum tveggja manna bílum kominn í gang. Svo hafa gagnvirk leiktæki verið tekin í notkun sem eiga það sameig- inlegt að sækja raforku frá hreyfi- orku notandans.“ Miklar úrbætur hafa verið gerðar á garðinum, þar má nefna nýjar hellulagnir og torg, málningarvinnu og endurbætur á fallundirlagi. Þrátt fyrir þær úrbætur skal engan undra að færri sæki garðinn en áður, í ljósi þeirrar vætutíðar sem stendur yfir: ,,Veðrið er ekkert að hjálpa okkur, búið að rigna stanslaust í allan maí og júní líka. En það koma sólardagar inn á milli og þá er nóg að gera,“ segir Þorkell. veronika@mbl.is Fallturn rís mánuði á eftir áætlun Fjölskyldugarður Nýr fallturn rís þar brátt, mánuði á eftir áætlun. Morgunblaðið/Kristinn Bústaðnum, þar sem vígslubiskup í Skálholti hefur ávallt haft búsetu, verður breytt í þjónustuhús fyrir ferðamenn og gesti Skálholtskirkju. Biskup fær í staðinn aðsetur í svoköll- uðu rektorshúsi. Þjónustuhúsið, sem verður fyrir gesti kirkjunnar og ferðamenn, kem- ur í stað gestastofu. ,,Það var sett upp gestastofa á hlaðinu sem hefur ekki virkað nægilega vel, þess vegna var farið í þessar breytingar núna,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslu- biskup í Skálholti. Hann vonar að hægt verði að byrja framkvæmdir í haust. Þá verði þeim lokið næsta sumar. Önnur þjónusta er enn til taks á svæðinu. ,,Skólahúsið er alltaf opið þar sem er veitingasala, opin salerni og gisting. Annars fara menn í kirkj- una og þar verður tekið á móti þeim, þar er hægt að kaupa minjagripi og fleira.“ Jarðvegur milli bílastæðisins og kirkjunnar á svæðinu verður einnig fjarlægður, til að greiða leiðina frá bílastæðinu beint að þjónustu- miðstöðinni. Verkið þarf að vinna í samstarfi við Minjastofnun svo forn- minjum sé ekki spillt. ,,Við erum á stað þar sem mikið er af fornminjum. Það þarf að gera þetta með fornleifa- fræðingum.“ veronika@mbl.is Bústaður biskups fluttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.