Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 ✝ Páll SigurjónIngvarsson fæddist í Flatey á Mýrum í Horna- firði 2. júní 1931. Hann lést 10. júní 2018 á Hjúkr- unarheimilinu á Höfn. Faðir Páls var Ingvar Jónsson bóndi í Flatey, fæddur í Einholts- sókn í Austur-Skaftafellssýslu 1888, lést 1948. Móðir Páls var Halldóra Pálína Pálsdóttir hús- freyja í Flatey, fædd á Svínafelli í Öræfum 1892. Hún lést 1966. Páll tók við búi eftir föður sinn í Flatey og var þar bóndi lengst af. Hann var ógiftur og barnlaus. Útförin fór fram frá Brunnhólskirkju á Mýrum 19. júní 2018. Fallinn er frá frændi minn og góður vinur, Páll Ingvarsson frá Flatey á Mýrum, Hornafirði. Palli fæddist í Flatey 2. júní 1931 og lést 10. júní sl. á Hjúkr- unarheimilinu á Höfn. Nú er síðasti Flateyingurinn fallinn frá, 87 ára. Minningar um það góða fólk sem í Flatey bjó eru ótrúlega skýrar enda var þetta sem annað heimili margra okkar. Foreldrar Palla voru Ingvar Jónsson frá Flatey og Halldóra Pálsdóttir frá Svína- felli í Öræfum. Systkini Ingvars voru Guðrún og Halldór. Fóst- bræðurnir Bergur og Siggi og móðir mín Halldóra Nanna frá Viðborði voru allt heimilisfólk í Flatey. Þetta var allt mikið önd- vegisfólk og þar var gott að dvelja. Í Flatey ólst Palli upp og bjó allan sinn búskap en þegar Flateyjarjörðin var seld var húsið á Silfurbraut 2 á Höfn keypt, og þar bjó Palli sér fal- legt heimili og undi sér vel. Á þessum tíma vann hann hjá út- gerðarfyrirtæki á Höfn og var talað um hversu samviskusam- lega hann gekk til allrar vinnu og var talinn frábær starfsmað- ur. Uppvaxtarárin í Flatey hafa sjálfsagt verið erfið þar sem ein- göngu var fullorðið fólk og hann eini unglingurinn, fyrir utan börn sem sóttust eftir að komast í sveitina yfir sumartímann. Góðan vin og félaga á svipuðum aldri átti Palli, sem var Siggi Villa, uppalinn hjá Guðjóni í austurbænum í Flatey. Mikið lagðist á herðar Palla strax, þar sem öll vélavinna og keyrsla varðandi heimilið var á hans höndum. Allar viðgerðir á vélum fórust honum vel úr hendi. Hann var ótrúlega sam- viskusamur og traustur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Einstaklega vel liðinn maður af öllu sínu samferðafólki nær og fjær. Fjárglöggur með eindæm- um, þekkti allt heimafé langar leiðir, nöfn þess og eigendur. Við smalamennsku til fjalla valdist hann ávallt til að fara þar sem hæst og erfiðast var að fara um, ótrúlega léttur og lipur. Palli slasaðist mjög illa á unga aldri, sem setti honum viss mörk, þótt aldrei heyrðist hann kvarta. Palli var hjá foreldrum mínum í nokkurn tíma í Reykja- vík og naut hann þess að komast í nálægð við sína jafnaldra. Minningar um góðan dreng lifa. Þakka þér, kæri frændi, fyrir allt, megi Guð þig geyma. Gunndór. Ljúft og gott er að láta hug- ann reika til baka og rifja upp ljúfar minningar og samveru við fráfall Páls Ingvarssonar, fyrr- verandi bónda í Flatey. Það voru mikil forréttindi að fá að dvelja nokkur sumur sem barn og unglingur í Flatey. Palli tók okkur sumarkrökk- unum af einstakri ljúfmennsku og umhyggjusemi, einnig var ætíð stutt í grín og glens hjá Palla. Hann var einstaklega bónlipur og það voru margar fjöruferðirnar sem hann fór með okkur til að kanna hvort eitt- hvað spennandi hefði rekið. Það var föst regla í Flatey að ekki var unnið á sunnudögum og var Palli ætíð tilbúinn að gera eitt- hvað skemmtilegt með okkur krökkunum. Einstakur vinskap- ur myndaðist milli Palla og þeirra sem dvöldu á sumrin í Flatey og hélst óslitinn. For- eldrar mínir höfðu sterkar taugar til Flateyjar og þó sér- staklega móðir mín þar sem hún ólst þar upp að hluta. Við bræð- urnir höfum allir notið þess að fá að vera í Flatey sem börn og unglingar. Yfirleitt var farið að telja dagana á vorin þegar skól- anum var að ljúka, eftirvænting- in var svo mikil að komast sem fyrst í sveitina. Fyrsta árið eftir að ég fór að vinna í bænum tók ég mér sumarfrí og fór austur í Flatey í heyskapinn en þá gerð- ist það að Palli slasaðist illa á andliti þegar hann var að hlaða böggum á vagn með bændum af Mýrunum uppi í svokallaðri auragirðingu. Þessi áverki háði Palla alla tíð þó hann talaði ekki mikið um það. Hörður bróðir og Palli höfðu mikið og stöðugt samband, þ.e. þeir töluðu saman í síma á föstudögum á sama tíma í um 30 ár. Sonur okkar Magnús var í Flatey hjá Palla í nokkur sumur og minnist þess tíma með ánægju. Oft lá leið okkar hjóna í sumarfríum austur í Flatey og síðan á Höfn eftir að Palli flutti þangað. Páll var mikið ljúfmenni og höfðingi heim að sækja, við hjónin kveðjum hann með sökn- uði en þökk í hjarta. Valþór og Guðrún. Það eru algjör forréttindi að hafa fengið að vera í Flatey sem barn og unglingur. Á þeim tíma þegar ekkert rafmagn var í Flatey hlustaði unga fólkið á handsnúna plötuspilarann hans Palla. Það var ótrúlega gaman og mikið fjör. Palli var einstakur maður sem alla tíð var fyrst og fremst vinur okkar. Orðið „nei“ var ekki til í hans orðaforða. Ein- hverju sinni spurðum við hann hvort við mættum taka hálf- tunnurnar úr fjárhúsinu til að sigla þeim á ánni. Já, endilega gerið þið það, svaraði Palli og þá var ekki eftir neinu að bíða. Palli var alltaf léttur og skemmtilegur og við munum ekki eftir honum í vondu skapi eða reiðum og við vorum aldrei skömmuð. Hann var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt eins og skreppa á fjöru til að leita að fjársjóði eða fara inn að Heinabergi, þeim dularfulla stað. Þrátt fyrir miklar vegalengd- ir var hann alltaf tilbúinn að keyra okkur á þau böll sem í boði voru og okkur langaði að fara á. En hvað skyldi nú hafa beðið okkar þegar heim var komið? Allt í niðamyrkri því Palli var búinn að skrúfa úr allar ljósaperur og maka klístri á hurðarhúninn. Ganginn var hann búinn að fylla af alls kyns dóti, fötum og gærum. Þrátt fyr- ir hindranir var áfram læðst upp stigann og lagst í rúmið. En ekki var allt búið því að í rúminu lá maður! Eða eitthvað sem í fyrstu virtist vera maður en reyndist þó vera eitthvað sem Palli var búinn að vefja saman og átti að líkjast manni. Það var algjörlega bannað að öskra því Gunna frænka var sofandi en fyrir utan dyrnar beið Palli eftir viðbrögðunum. Hann var svo ótrúlega stríðinn. Samt á þann hátt að það gaf lífinu okkar í Flatey gildi. Það var alltaf gam- an og eitthvað óvænt að gerast. Þrátt fyrir að vera sífellt að hugsa upp einhver prakkara- strik stakk það svolítið í stúf hversu viðkvæmur hann sjálfur gat verið. Hann var t.d. ótrúlega hræddur við mýs og passaði sig alltaf að gera vart við sig áður en hann fór inn í skemmuna svo mýsnar gætu skotist í felur. Palli frændi var alla tíð mikill fjölskylduvinur og voru ófáar ferðir farnar þangað. Allir sem voru í Flatey með Palla hafa sín- ar sögur að segja. Ekki hægt að hugsa sér betri fyrirmynd í líf- inu en hann og það er fyrst og fremst þakklæti og væntum- þykja sem er okkur efst í huga á þessari stundu. Gyða og Gréta Vigfúsdætur. Páll Ingvarsson Við skyndilegt andlát kærrar vin- konu og frænku streyma minningarnar fram. Við Systa höfum þekkst frá æskuárum, hún og systkini hennar komu á hverju vori í sveitina okkar til sumardvalar hjá afa og ömmu. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fá þessa leikfélaga. Systa stjórnaði leikjum okk- ar, samdi leikrit og raðaði í hlutverk, þetta voru leikir sem tengdust daglegum störfum því auðvitað þurftum við að taka þátt í verkunum. Fast starf okkar var að sækja hestana og svo kýrnar til mjalta kvölds og morgna og koma svo í haga að mjöltum loknum. Svo lékum við okkur í Litla búi, bökuðum drullukökur sem við skreyttum með berjum og héldum veislur. Þegar við fundum dauða fugla voru þeir jarðsettir í kirkjugarðinum við Steinkirkju með viðeigandi hátíðleika og söng. Þá var alltaf sól. Kristín R. Thorlacius ✝ Kristín R.Thorlacius, kennari og þýð- andi, var fædd 30. mars 1933. Hún lést 4. júní 2018. Útför Kristínar fór fram 15. júní 2018. Svo liðu árin og samverustundum fækkaði en er við náðum virðulegum aldri tókum við upp þráðinn að nýju. Fórum sam- an í Fremstafell, gengum um gamlar slóðir og fórum í berjamó út í brekkur. Og nú síðustu ár höguðu örlögin því svo að við bjuggum í sama húsi fyrir heldri borgara. Við sátum sam- an með prjónana okkar með kaffi og kleinur, spjölluðum og lífið lék við okkur. Nú er hún komin í sumar- landið og eftir er sár söknuður en líka þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þær gleymast ekki. Elsku Systa, hjartans þökk fyrir allt. Ásdís Jónsdóttir. „Má ég kynna þig fyrir ömmu minni?“ „Þetta er hún amma mín – hafið þið hist?“ Fátt hefur verið betra síðustu tíu árin sem ég hef verið búsett á Íslandi en að geta kynnt hana ömmu mína fyrir fólkinu í um- hverfinu sem ég hrærist í, öll- um til ánægju. Síðast tók hún þátt í ráðstefnu sem ég stóð fyrir, „Rætur og vængir“, sem var haldin í Veröld – húsi Vig- dísar í lok maí. Þar, eins og alltaf og alls staðar, hreifst fólk af henni, hvernig hún tók virk- an þátt í umræðunum og hvað hún var brosmild með góða nærveru. Hún var alltaf tilbúin að læra eitthvað nýtt og miðla öðrum af eigin reynslu og þekkingu. Ég var svo heppin að síðustu árin áður en hún flutti úr Borg- arnesi bjó hún hjá mér þegar hún kom í bæinn. Það var alltaf eitt lítið ömmuhorn, sjöl, bækur eða gleraugu sem urðu eftir og fannst mér það afar notalegt. Nú er stórt ömmuhorn í hjart- anu sem geymir fallegar minn- ingar um samtöl okkar og ferð- ir sem við fórum í saman. Við upplifðum Mið-Austurlönd, hittumst á Kúbu þegar ég bjó ennþá í Danmörku og hún kom- in á áttræðisaldur og heimsótt- um París í nokkur skipti. Síðast vorum við saman þar vorið 2015 þegar við ætluðum að klára sameiginlega bók, smá- sögur sem gerast hér og þar í heiminum og á hinum og þess- um tímum. Í staðinn fyrir að vinna nutum við lífsins í görð- um og á kaffihúsum Parísar og var planið að binda síðustu slaufuna á smásagnasafnið okk- ar núna í vor eftir að ég út- skrifaðist úr mastersnámi við Háskóla Íslands. Amma var auðvitað búin að vera hörku- dugleg og auðveldar það mér núna að sjá til þess að þetta síðasta ævintýri okkar saman verði að veruleika, fái vængi og geti orðið íslenskum börnum til gleði og ánægju. „Og sólin, já sólin er hin sama hvar sem er, í austri og vestri, norðri og suðri. Ef sólin er líka besti vinur þinn þá átt þú vin hvert sem leið þín liggur í veröldinni. Sólin er sama sólin alls staðar í heiminum, í öllum löndum.“ Svona endar ein smásagan okkar. Það hefur veitt mér gleði og stolt að vera undir sömu sól og amma öll mín 45 ár, alltaf hvetjandi og til staðar á stærstu og erfiðustu stundun- um. Hún hafði auga fyrir feg- urð, sá alltaf til þess að hafa fallegt í kringum sig og setja á sig litríka silkiklúta á leiðinni út til að taka þátt í mannlífinu og menningunni. Hún amma mín var ein mik- ilvægasta manneskjan í lífi mínu, bæði öll þau mörgu ár sem ég bjó erlendis og síðast- liðin tíu ár sem ég fékk að njóta með henni hér á Íslandi. Hún sá til þess að íslensku ræt- urnar mínar slitnuðu aldrei, meðal annars í gegnum bréfa- skriftir okkar. Í bréfunum, sem ég var svo lánsöm að finna á dögunum, lýsir hún hversdags- atriðum á Staðastað þar sem hún og afi bjuggu lengst og öll mín æskuár, og alls staðar og í gegnum öll árin sem við skrif- umst á talar hún um börn og barnabörn, hvað hver er að fást við og hvar í heiminum þau séu stödd. „Barnabörnin eru kór- ónur öldunganna,“ sagði amma um daginn þegar rætt var við hana í tilefni 85 ára afmælis hennar. Ég held að ég snúi þessu við og segi að hún hafi verið kóróna okkar. Kristín R. Vilhjálmsdóttir. Margs er að minnast og margs er að sakna nú þegar við kveðjum Möggu Ágústu sem hefur verið hluti af lífi okkar systkina frá því við fæddumst. Hún var gift Steina móðurbróður okkar og milli fjöl- skyldnanna hefur alltaf verið ná- inn og mikill vinskapur. Framan af bjuggum við í sama húsi og síð- an í næsta nágrenni. Fjölskyld- urnar byggðu sér einnig sumar- bústaði hlið við hlið á Þingvöllum. Yfir sumarið var dvalið þar flestar helgar við leik og veiðar, voru það miklar gleðistundir og oft voru af- ar og ömmur með í för. Þegar fað- ir okkar veiktist ungur að aldri Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir ✝ MargrétÁgústa Þor- valdsdóttir fæddist í Reykjavík 14. apr- íl 1929. Hún and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 7. júní 2018. Útför Margrétar fór fram frá Foss- vogskirkju 15. júní 2018. reyndust Magga og Steini honum afar vel og voru mikill styrkur fyrir mömmu og okkur systkinin. Þær mág- konurnar voru al- nöfnur og olli það oft misskilningi sem þær báðar höfðu gaman af. Með árun- um urðu samskiptin jafnvel enn meiri og þær töluðust við á hverjum degi, annaðhvort í síma eða hittust. Þær brölluðu ýmislegt saman; fóru á skemmtanir, í ferðalög innan lands og utan og ýmislegt fleira. Ekki er langt síðan Magga keyrði ennþá bíl og kom hún þá oft í heimsókn til mömmu. Var þá glatt á hjalla enda báðar alla tíð mjög jákvæðar og glaðlyndar. Við systkinin og fjölskyldur okkar minnumst með þakklæti góðra samverustunda og vottum bræðrunum og þeirra fólki samúð. Elín Lovísa, Sveinbjörn, Þorvaldur, Guðríður og Þorsteinn Egilson. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN Ó. KRISTINSSON, Stigahlíð 44, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 17. júní. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 25. júní klukkan 13. Fanney Erna Magnúsdóttir Magnhildur Sigurbjörnsd. Þór Hauksson Sigurbjörn Þór Þórsson Edda Garðarsdóttir Magnús Örn Þórsson Andrea Vestmann Guðmundur Már Þórsson Una Dögg Sigurbjörnsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN BERNHARÐSDÓTTIR, Krókeyrarnöf 24, Akureyri, er látin. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Okkar innilegustu þakkir til Guðrúnar F. Hjartardóttur og stúlknanna í Heimahlynningu fyrir alúðleg störf og hlýhug. Valur Baldvinsson Bernharð Valsson Eva María Káradóttir Hilmir Valsson Gunnhildur Magnúsdóttir Vala Valsdóttir Jóhann Grímsson Breki og Starri Bernharðssynir Hugi, Selma, Hrund, Harpa og Hrafn Hilmisbörn Faðir minn og bróðir okkar, PÉTUR FILIPP JÖRUNDSSON, lést miðvikudaginn 6. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Óttar Filipp, systkin og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.