Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 25. júní. Landsmót hestamanna Veglegt sérblað tileinkað Landsmóti hestamanna fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. júní Blaðið mun gera mótinu, og hestamennsku góð skil með efni fyrir unnendur íslenska hestsins. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 siggahvonn@mbl.is SÉRBLAÐ Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hafðu augun hjá þér og gríptu tæki- færið þegar það gefst. Þú hefur unnið myrkranna á milli og nú er komið að fríi. Fyrir alla muni njóttu þess. 20. apríl - 20. maí  Naut Óvænt daður fær hjarta þitt til þess að slá hraðar í dag. Ef þér finnst þú vera að gera mistök, getur fólkið í kringum þig veitt þér stuðning. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Leystu úr þínum málum sjálf/ur, þú ert alveg fær um það. Þú gefur ein- hverjum reisupassann. Þú kemst inn fyrir skelina hjá einhverjum sem er þér mjög kær. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er nauðsynlegt að staldra við og gefa sér tíma til að skoða hlutina vand- lega. Hafðu ekki áhyggjur af þeim sem eru dómharðir í þinn garð því það er ekki þess virði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að leggja þig alla/n fram í samskiptum þínum við ástvini í dag. Þá er gott að geta siglt á milli skers og báru eins og þér er einum/einni lagið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sannfæringarkraftur þinn er mikill og einnig mælgi. Ekki hika við að sinna rann- sóknum eða leita nýrra lausna á vanda- málum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gefstu ekki upp þótt á móti blási og ekki láta vaða yfir þig á skítugum skónum. Þú iðar í skinninu eftir að fara í sumarfrí. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fyrr eða seinna þarftu að mæta þeim sem þú hefur forðast. Illu er best aflokið. Þú átt það til að vera upp á kant við fólk. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur einstæðan hæfileika til að umgangast fólk og hjálpa því til að koma auga á hæfileika sína. Það kemur enginn að tómum kofunum hjá þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hæfileikar þínir eru ótvíræðir og vekja aðdáun annarra og stundum öfund. Nú ættir þú að einbeita þér að heimilinu og fjölskyldunni næstu vikurnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér hentar oft að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér. Orðið einmana er ekki til í þinni orðabók. Þér er margt til lista lagt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekki smámuni fara í taugarnar á þér. Þú færð mörg prik fyrir jákvæðni þína og góð ráð í vinnunni. Það er fátt annað sem kemst að hjáíslensku þjóðinni og milljónum fótboltaaðdáenda um allan heim en heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu. Þvílík skemmtun sem strák- arnir okkar færðu löndum sínum í leiknum síðasta laugardag. Fyrsta mark Íslands í höfn og Hannes Hall- dórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Ógleymanlegt. x x x Þetta var slagur smáþjóðar ogstórþjóðar en margir Íslend- ingar upplifðu jafnteflið sem sigur. Um netið gekk mynd sem sýndi Lio- nel Messi sem Gúlliver og íslenska landsliðið voru putarnir sem bundu hann niður. Það dugar ekki að vera einhver frægasti fótboltamaður í heimi til að skora hjá Íslandi, það hefði Ronaldo vel getað frætt Messi um. x x x Strákarnir hafa stáltaugar en fólk-ið heima var orðið ansi tauga- strekkt í sófanum; Víkverji hitti nokkra sem voru með óstöðuga hönd í nokkurn tíma eftir leikinn. Smá handskjálfti er ekki hátt verð fyrir slíkan tilfinningarússíbana. x x x Þessi pistill er skrifaður fyrir leikÍslands og Nígeríu en Víkverji er stoltur af frammistöðu strákanna, sama hvernig fer. Það er þessi frá- bæra liðsheild og stemning sem liðið hefur sýnt sem skilar þeim svona langt. Fótbolti er liðakeppni en það virðist til dæmis þurfa að minna Neymar, dýrasta leikmann í heimi, á það. Hann langar að vera sá sem vinnur leikinn en það er liðið sem gerir það og það er úrslitaatriði að spila vel saman. x x x Viðar Halldórsson félagsfræðingurbenti í nýrri grein á Kjarnanum á að íslensku leikmennirnir hefðu verið mun virkari en þeir argentísku í jákvæðum boðskiptum sín á milli. Það er mjög áhugavert. Enginn hug- hreysti Messi eftir vítið og hann seg- ir að allir virðist bara hafa verið að hugsa um sjálfa sig. Það þurfa nefni- lega allir á hvatningu að halda, líka stórstjörnur. vikverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh. 1.12) Atvinna Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arfinnsson: Fuglinn þessi fagurt syngur. Fremsti hluti vettling á. Nefnist þetta nýgræðingur. Nettir hnoðrar til og frá. Helgi Seljan svarar: Stundum kölluð er lóan ló, ló á vettling fremsta skal. Við nýgræðinginn skal nostra þó, núna á hnoðrum á ég val. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Ló er fugl, sem fagurt syngur. Fremsti hluti vettlings ló. Ló er nefndur nýgræðingur. Nóg er ló í fjárhúskró. Þá er limra: Bella Donna er mittismjó, í meira lagi digur þó og lappalöng um leynigöng klöngrast hún Bella köngurló. Og að lokum er ný gáta eftir Guð- mund: Ljómar sól um lönd og ver, lengur ekki drolla má, gerð í skyndi gátan er, greið mun svör við henni fá: Margan hrellir Móri sá. Maður, sem er latur víst. Viðarbolur vera má. Á vegi grind í hliði snýst. „Eins dags sumarið í Reykjavík,“ skrifar Sigurlín Hermannsdóttir í Leirinn á fimmtudag: Sól var hæst á lofti og lýsti skær því lengsti dagur ársins var í gær en aftur horfin bæði blíða og lygna og byrjar strax að dimma sem og rigna. Jónas Frímannsson sendi mér þessar stökur á miðvikudag: Með eitt á móti einu marki við Argentínu jöfnuðum. Meistari þó Messi sparki mætir Hannes garpinum. Við Nigeríu næst skal keppa, núna verður barist hart. Víkingarnir vinning hreppa. Í Volgograd er heitt og bjart. „Hægri ? Vinstri? – Hvað er það?“ spyr Ármann Þorgrímsson og heldur áfram: Eyþór býður öllum skjól, aka á breiðum vegi, sem vilja ekki varahjól vera undir Degi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ló, ló mín lappa Í klípu „VIÐ GETUM EKKI LENGUR PÓSTAÐ Á NETINU. FRÍMERKIN ERU BÚIN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER PENNINN OKKAR!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fullkomlega þess virði! OG HANN ER EKKI AÐ TEYGJA ÚR SÉR ÞETTA VERÐUR ÞRENGRA MEÐ HVERJU ÁRINU ÞÚ ÞARFT AÐ VÍKKA STILKINN HELDURÐU AÐ VIÐ FÖRUM Á BETRI STAÐ ÞEGAR VIÐ DEYJUM? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI... ÞAÐ VERÐUR ERFITT AÐ FINNA STAÐ MEÐ BETRI BORGARA EN HÉRNA! JÓN ER AÐ UNDIRBÚA HINN ÁRLEGA VORDANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.