Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Tónlistin er svo tær og fögur að það er sama í hversu vondu skapi maður getur verið þegar maður byrjar að æfa, maður fer alltaf brosandi út af æfingunum.“ Þetta segir Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari um tónlist Mozarts. Í ár heldur Guðný, sem kalla má einn ástsælasta fiðluleikara lands- ins, upp á sjötugsafmæli sitt með eigin tónleikaröð. Alls verða tón- leikarnir tíu talsins en Guðný mun mun á þeim flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu. „Mozart var náttúrulega algjör snillingur. Það er undravert hvað hann gat samið sem svona ungt barn. Það er alveg með ólíkindum,“ segir Guðný en fjöldi píanóleikara mun taka þátt í tónleikaröðinni. Á sunnudaginn kl. 12.15 fara fimmtu tónleikarnir í röðinni fram þar sem Delana Thompson frá New York leikur með Guðnýju. Næstu tónleikar verða haldnir á síðasta sunnudegi hvers mánaðar, einnig í Hannesarholti. Vildi gera eitthvað sérstakt Guðný hefur tónleikana á sunnu- dag með sónötu í Es-dúr KV 26 sem Mozart samdi þegar hann var tíu ára.„Þetta er ein af þeim són- ötum sem hann samdi þegar hann var kornungur. Ég byrja alla tón- leika á verkum sem hann samdi á milli sex og tíu ára aldurs,“ segir Guðný en sónatan sem Guðný hef- ur leika með á sunnudag er frá árinu 1766. Guðný segist ekki hafa verið bú- in að vera með hugmyndina um tónleikaröðina lengi í kollinum þrátt fyrir að Mozart hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá henni. „Mann langar stundum til að gera eitthvað sérstakt á svona tímamótum. Fyrir tíu árum ætlaði ég að flytja öll verk Beethoven en fékk bara ekki pían- ista með mér. Þannig að ég hélt bara svolítið af glæsilegum tón- leikum þá og fór svo til Taílands og skemmti mér,“ segir Guðný og bætir við: „Svo datt mér þetta bara í hug þegar ég var að vafra á net- inu og sá að það var komin ný út- gáfa af öllum sónötum og öllum verkum eftir Mozart. Það er alltaf verið að rannsaka þessi verk. Þarna voru þau komin í heild sinni, hvert og eitt einasta, ekki bara all- ar sónöturnar fyrir fiðlu og píanó heldur líka brot úr verkum sem höfðu fundist og líka verk sem höfðu verið kláruð af öðrum sem Mozart hafði ekki náð að klára.“ Glöð í bragði segir Guðný að eft- ir langan feril sé hún fyrir löngu búin að læra að tónlist sé meira en hennar eigin einleikur. „Þetta hef- ur svolítið setið á hakanum því fiðluhlutinn í þessum verkum er ekki eins afgerandi og oft í öðrum sónötum. Þetta eru stór píanóverk og fiðlan flýtur með en stundum tekur hún á rás og er aðalatriðið. Ég er löngu búin að læra það að fiðlan er bara eitt af hljóðfær- unum,“ segir Guðný hlæjandi. Morgunblaðið/Hari Hæfileikarík Guðný fagnaði 70 ára afmæli í janúar og leikur því Mozart. Mozart-maraþon Guð- nýjar heldur áfram Sýningin Surrounded By verður í dag, laugardag, kl. 14 opnuð hjá Gilfélaginu Akureyri en þar gefur að líta verk eftir myndlistarmenn- ina Dana Neilson og Tuomo Savo- lainen. Sá síðarnefndi sýnir lands- lagsteikningar í anda 36 sjónarhorna á Fuji eftir Katsushika Hokusai en sýningin heitir 15 sjón- arhorn á Súlur. Sýning Dana Neil- son heitir Portrett af sjávarbæ og er athugun á notkun fundins efnis í keramiki, að því er kemur fram á heimasíðu Gilfélagsins. Báðir listamenn starfa í Finn- landi en Savolainen er þaðan. Dana Neilson og Tuomo Savolainen sýna hjá Gilfélaginu á Akureyri Ljósmynd/Aðsend Surrounded By Hluti úr einu af verk- unum á sýningu listamannanna. Um síðustu helgi opnaði fjöl- listamaðurinn Katrin Hahner sýn- inguna Suchness í Gallery Port á Laugavegi. Suchness er fyrsta myndlistarsýning Hahner á Íslandi en í fyrravetur var hún í gesta- vinnustofu á vegum SÍM í Reykja- vík auk þess að stjórna tónlistinni fyrir sýninguna Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Hahner notar sjónlist, tónlist, ljóðlist og fleiri listform í öðrum verkum sínum en hún starfar í Berlín og er með meistaragráðu í myndlist frá listaháskólanum í Stuttgart og Berlin Weissensee. Katrin Hahner heldur sína fyrstu myndasýningu á Íslandi í Gallery Port Fjöllistakona Katrin Hahner festir sig ekki við eitthvert eitt listform. Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þeir grípa til þess ráðs að smygla dópi. Erik skipulegg- ur verkefnið og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 20.00 Undir trénu 12 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 18.00 Svanurinn 12 Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 20.00 Mýrin 12 Bíó Paradís 22.00 Síðasta áminningin Bíó Paradís 18.00 In the Fade 12 Metacritic 64/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.00 The Big Sick Bíó Paradís 17.45 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Bíó Paradís 22.00 Doktor Proktor og tímabaðkarið Bíó Paradís 16.00 Krummi Klóki Bíó Paradís 16.00 Solo: A Star Wars Story 12 Ævintýri Han Solo og Chew- bacca áður en þeir gengu til liðs við uppreisnina, þar á meðal kynni þeirra af Lando Calrissian. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 16.50, 19.40, 22.30 Sambíóin Egilshöll 19.00, 22.00 Sambíóin Akureyri 22.30 Ocean’s 8 Debbie Ocean safnar saman liði til að fremja rán á Met Gala-samkomunni í New York. Metacritic 60/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 14.15, 15.00, 16.50, 17.30, 19.10, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 14.30, 17.00, 19.40, 21.00 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Terminal 16 Myndin fjallar um tvo leigu- morðingja í illum erinda- gjörðum, forvitna þjón- ustustúlku sem spilar með alla sem hún kemst í tæri við, kennara sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og íhugar sjálfsmorð og hús- verði sem býr yfir vægast sagt hættulegu leyndarmáli. Metacritic 26/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Kringlunni 22.00 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Líf fjögurra góðra vinkvenna breytist til frambúðar, eftir að þær lesa söguna 50 Sha- des of Grey í bókaklúbbnum sínum. Smárabíó 14.00, 16.30, 17.30, 19.10, 19.50, 22.10 Háskólabíó 18.20, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30 Deadpool 2 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 19.30, 22.30 Avengers: Infinity War 12 Avengers og bandamenn þeirra verða að vera klárir í að fórna öllu til að sigra hinn öfluga Thanos. áður en eyði- leggingarmáttur hans leggur alheiminn í rúst. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 68/100 IMDb 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 21.50 Midnight Sun Metacritic 38/100 IMDb 6,4/10 Myndin fjallar um 17 ára gamla stelpu, Katie. Hún er með sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir hana ofur- viðkvæma fyrir sólarljósi. Sambíóin Álfabakka 19.30 Bókmennta- og kartöflubökufélagið Metacritic 64/100 IMDb 7,1/10 Háskólabíó 18.10 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Laugarásbíó 14.00, 14.30, 16.30, 17.20 Sambíóin Álfabakka 12.30, 14.00, 14.30, 15.00, 17.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 13.30, 14.30, 16.00, 17.00, 18.30, 19.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 14.00, 15.00, 16.30, 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 14.00, 14.50, 16.30, 17.20, 19.50, 22.20 Háskólabíó 15.30, 18.10 Draumur Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Smárabíó 13.00, 15.20 Háskólabíó 15.40 Borgarbíó 15.00 Pétur Kanína Smárabíó 12.50, 15.10 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 12.50, 15.00 Víti í Vestmannaeyjum Morgunblaðið bbbbn Sambíóin Álfabakka 12.40 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 14.00, 19.50, 22.25 Sambíóin Álfabakka 16.45, 19.30, 21.30, 22.15 Sambíóin Egilshöll 13.00, 16.00, 20.00, 22.30 Smárabíó 13.30, 16.40, 19.40, 22.30 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 15.00, 21.30 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar- verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há- lendi Íslands þar til mun- aðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Laugarásbíó 19.50, 22.00 Smárabíó 17.10 Háskólabíó 15.50, 18.00, 20.40 Bíó Paradís 20.00 Adrift 12 Metacritic 56/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 14.40, 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 17.30, 20.00, 21.40, 22.20 Háskólabíó 15.40, 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30, 21.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.