Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 VIÐTAL Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Þórarinn Jónsson, oftast þekktur sem Póri, fagnar um þessar mundir 50 ára starfsafmæli fyrirtækis síns, Laxness. Hestaleigan á Laxnesi í Mosfellsdal hefur í áratugi boðið upp á reiðtúra fyrir innlenda og erlenda ferðamenn en Póri hefur allan þann tíma verið ötull kynningarmaður ís- lenska hestsins. Á tíunda áratugnum fór hann nokkrar ferðir með hesta- sýningar til Bandaríkjanna og kom á fót þolreiðakeppnum í Evrópu. Póri og eiginkonan Ragnheiður Bergs- dóttir Gíslason fluttu að Laxnesi 1967 og stofnuðu fyrirtækið Laxnes ári seinna. Í fyrstu var þar margt annað en reiðtúrar í boði. Póri mætir blaðamanni í einkenn- isbúningnum; reiðbuxum, reiðskóm og vindjakka. Rak Playboy-klúbbinn „Ég byrjaði í læknisfræði. Pabbi var læknir,“ segir Póri þegar hann er beðinn að rifja upp tímann sem leiddi að stofnun Hestaleigunnar í Laxnesi. „Það átti ekki við mig svo ég fór að fljúga. Ég kláraði stóran hluta af því líka en það átti ekki heldur við mig. Þá byrjaði ég í viðskiptum í Reykjavík og var meðal annars með fyrsta næturklúbbinn í Reykjavík sem hét „Playboy-klúbburinn“ og upp úr því ákvað ég að stofna sveita- klúbb,“ segir hann. „Hugmyndin var að hafa hérna svona prívatklúbb eða „Country- club“,“ segir Póri en þau hjónin hugðust útbúa svæði með golfvelli, minigolfi, hestaleigu og fleiru í þeim dúr. „Það þótti brjálæðislegt að fara alla þessa leið úr Reykjavík og hing- að. Fólk hélt ég væri klikkaður,“ segir Póri en bærinn Laxnes stend- ur um 20 kílómetra fyrir utan Reykjavík. Eftir nokkurt skeið var orðið ljóst að hestaleiga Póra væri sá hluti fyr- irtækisins sem stæði undir sér og einbeitti hann sér því að þeim rekstri. Þegar fyrirtækið fór af stað var Póri með sex hesta til útleigu en í dag eru þeir um 120. Margir hópar ferðamanna koma við í Laxnesi á hverjum degi en yfir 15.000 ferða- menn ríða þaðan út á ári hverju. Sendiherra íslenska hestsins Aðspurður hvort hann hafi alltaf verið mikill hestamaður segir Póri: „Nei, ekki beint, en ég er svo hepp- inn að vera uppalinn á þessum tíma þegar maður var sendur í sveit. Þar vaknaði áhugi minn á dýrum, sér- staklega hestum. Það sem vakti fyrir mér var að mér fannst æðislega gaman á hest- baki og gaman að eiga góðan hest,“ segir Póri en hann hefur í gegnum árin verið öflugur sendiherra ís- lenska hestsins og borið hróður hans víða. „Það sat alltaf í mér þol og þrek íslenska hestsins. Upp úr því kom ég af stað þolreiðakeppni,“ segir hann en eins og kom fram í Morg- unblaðinu degi seinna fór fyrsta þol- reiðin á Íslandi fram frá Laxnesi hinn 23. júlí 1988. Þrátt fyrir að þol- reið hafi hérlendis ekki náð eins miklum vinsældum og margar aðrar greinar hestaíþrótta hefur verið keppt í þolreið að íslenskri fyrir- mynd í Þýskalandi, Svíþjóð, Dan- mörku og víðar og gáfu Hestaleigan Laxnesi og Flugleiðir verðlaun í einni slíkri keppni árið 2006. „Íslendingar hafa bara elskað að horfa á hesta hlaupa í hringi. Ég hef aldrei verið í því,“ segir Póri og hlær. Hann hélt heiðri íslenska hestsins á loft víðar en í febrúar 1992 fór hann með liðsmönnum úr landsliðinu í hestaíþróttum vestur um haf til Hollywood í Los Angeles og tók þar þátt í hestasýningu. Hann fór svo síðar fleiri ferðir þangað vestur og flutti íslenska hestinn út til fleiri landa. Hvergi nærri hættur Eins og flestir sem starfa í ferða- mannaiðnaði er Póri hæstánægður með þá sprengingu í ferðamanna- fjölda sem hefur átt sér stað hér- lendis á síðustu árum. Aðspurður hvort Íslendingar þurfi að gera eitt- hvað öðruvísi í þeim málum segir hann svo ekki vera, en bendir þó á að íslenskir viðskiptamenn í ferðaiðnaði láti gjarnan hugmyndina um skjótan gróða ráða för við uppbyggingu nýrra fyrirtækja, sem sé ekki endi- lega til framdráttar. Póri starfar ennþá daglega við hestaleiguna, sækir erlenda ferða- menn inn í Reykjavík á rútu og ríður út á hverjum degi. Aðspurður hvort hann sé alltaf jafn áhugasamur um starfið segir Póri að endingu: „Já. Ég er rétt að byrja!“ Póri í Laxnesi er rétt að byrja  50 ár frá stofnun hestaleigunnar Laxness  „Sat í mér þol og þrek hestsins“ 15.000 ferðamenn á ári  Þótti brjálæðislegt að fara svo langt út úr Reykjavík  Ferðaðist með hesta til Hollywood Morgunblaðið/RAX Samhent Hjónin Þórarinn Jónsson og Ragnheiður Bergsdóttir Gíslason fluttu að Laxnesi 1967 og stofnuðu fyrirtækið Laxnes ári seinna. Póri var einn af fyrstu Íslendingunum til að hefja útflutning á ís- lenska hestinum til N- Ameríku og tók m.a. þátt í hestasýningum í Burbank og víðar í Kali- forníu. Það var vegna vin- skapar Póra við Michael Jay Solomon, fyrrver- andi forstjóra Warner Bros, sem Póri komst í kynni við hestamenn í Bandaríkjunum en Michael hafði komið í margar laxveiðiferðir til Ís- lands. Póri og félagar á Laxnesi hafa þjónustað ýmsa aðra heimsfræga ein- staklinga í gegnum tíðina. Má þar sem dæmi nefna hljómsveitina Metal- lica, leikarana Marisu Tomei og Viggo Mortensen, bardagakappann Con- or McGregor og tónlistarmanninn Nick Cave. PÓRI HEFUR Á LÖNGUM FERLI FARIÐ UM VÍÐAN VÖLL Metallica Hljómsveitin hefur komið í Laxnes. Hefur riðið út með Metallica Morgunblaðið/ÞÖK Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is NISSAN JUKE ACENTA nýskr. 07/2016, ekinn 11 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Einkabíll, einn eigandi!Verð 2.880.000 kr. Raðnúmer 256729 FORD FOCUS TITANIUM nýskr. 07/2016, ekinn 21 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Einkabíll, eigandi! Verð 2.950.000 kr. Raðnúmer 287776 ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI RENAULTMASTER DCI125 L2H2 nýskr. 01/2015, ekinn 47 Þ.km, dísel, beinskiptur 6 gíra. TILBOÐSVERÐ 2.499.000 kr. + vsk Raðnúmer 257494. 2 stk. til! FORDTRANSIT TREND 6MANNA 310 L2H2 NÝR BÍLL, dísel, 6 gíra, 6manna. Verð 4.490.000+vsk. Raðnúmer 257586 TOYOTA LAND CRUISER 150 GX nýskr. 05/2012, ekinn 125 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 5.190.000 kr. Raðnúmer 258080 Bílafjármögnun Landsbankans ÁFRAM ÍSLAND!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.