Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 23. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 108.54 109.06 108.8 Sterlingspund 144.2 144.9 144.55 Kanadadalur 81.66 82.14 81.9 Dönsk króna 16.937 17.037 16.987 Norsk króna 13.373 13.451 13.412 Sænsk króna 12.245 12.317 12.281 Svissn. franki 109.54 110.16 109.85 Japanskt jen 0.9847 0.9905 0.9876 SDR 153.08 154.0 153.54 Evra 126.25 126.95 126.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.7129 Hrávöruverð Gull 1263.7 ($/únsa) Ál 2178.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.46 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á FRÉTTASKÝRING Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Samrunasaga Kviku banka er um- fangsmikil, þó að í árum talið sé hún ekki löng. Nýjasti kaflinn í sögu bankans var skrifaður í vik- unni þegar tilkynnt var um áform Kviku um að kaupa allt hlutafé Gamma Capital Management, eins stærsta sjóðafyrirtækis landsins. Sögu Kviku má rekja til um tug- ar fjármálafyrirtækja sem runnið hafa inn í fyrirtækið á undanförn- um árum. Kvika verður til Einn forveri Kviku, MP Banki, varð til upp úr MP Verðbréfum, en árið 2003 fékk félagið fjárfestinga- bankaleyfi og bauð í kjölfarið upp á alhliða fjárfestingabankaþjónustu. Í júní 2011 keypti MP banki ALFA verðbréf og tók Sigurður Atli Jónsson, þáverandi forstjóri yfirtekna félagsins, við sem for- stjóri MP banka. ALFA var á þeim tíma með í kringum 15 milljarða í eignastýringu fyrir viðskiptavini sína. Í október sama ár keypti MP banki Júpíter rekstrarfélag, sem að hluta hafði verið í eigu bankans áður. Júpíter var með 10,5 millj- arða króna í stýringu á þessum tíma. Í júní 2015 sameinuðust MP Banki og Straumur fjárfestinga- banki eftir nokkurn aðdraganda og til varð Kvika. Sigurður Atli Jóns- son varð forstjóri sameinaðs banka. Í apríl í fyrra lét svo Sigurður Atli af störfum og við tók Ármann Þorvaldsson, sem gegnt hafði starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjaráð- gjafar Virðingar um skeið. Með kvenlegar áherslur Auður Capital var stofnað árið 2007 af Höllu Tómasdóttur og Kristínu Pétursdóttur, sem varð forstjóri félagsins. Markmið Auðar var meðal annars að auka kven- legar áherslur innan fjármála- heimsins. Í nóvember 2011 var greint frá því að stjórnir Auðar og Tinda verðbréfa hefðu komist að sam- komulagi um að sameina starfsemi þeirra undir merkjum Auðar Capi- tal, en Hannes Frímann Hrólfsson var einn stofnenda Tinda. Það var síðan í byrjun árs 2014 sem að Auður og Virðing samein- uðust undir merkjum síðarnefnda félagsins. Kristín Pétursdóttir var kjörin stjórnarformaður sameinaðs félags en Hannes Frímann var ráð- inn forstjóri þess, eftir að hafa gegnt starfi forstjóra Auðar í tæpt ár. Kvika og Virðing sameinast Á síðasta ári sameinuðust Kvika banki og Virðing undir nafni Kviku. Eftir samrunann í nóvem- ber það ár voru um 285 milljarðar í stýringu hjá félaginu. Með samein- ingunni varð Hannes Frímann framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku en Ármann Þorvaldsson var áfram forstjóri fyrir sameinað fé- lag. Í ágúst í fyrra keypti Kvika allt hlutafé í Öldu sjóðum, en Alda var með 45 milljarða króna í stýringu. Mánuði seinna var jafnframt til- kynnt um kaup Kviku á fyrirtækja- ráðgjöf Beringer Finance á Ís- landi. Kvika banki varð fyrsti bankinn frá hruni til þess að vera tekinn til viðskipta á hlutabréfamarkaði, þegar að hlutabréf bankans voru skráð á First North markaðinn í mars á þessu ári. Markaðsvirði Kviku við skráninguna var ríflega 12 milljarðar króna. Gamma markar kaflaskil Fyrir þremur dögum tilkynntu svo Kvika og hluthafar sjóðastýr- ingarfyrirtækisins Gamma að búið væri að undirrita viljayfirlýsingu um kaup Kviku á öllu hlutafé Gamma. Í viljayfirlýsingunni kem- ur fram að kaupverð fyrir allt úti- standandi hlutafé Gamma nemi um 3,75 milljörðum króna. Gamma er eitt af öflugri sjóða- stýringafélögunum hér á landi en eignir í stýringu Gamma námu 138 milljörðum króna um áramótin. Samkvæmt tilkynningu munu sam- anlagðar eignir hjá Kviku og rekstrarfélögum bankans verða um 400 milljarðar við kaupin. Að auki veitir sameinað félag víðtæka fjár- festingarbankaþjónustu, sérhæfða lánastarfsemi og einkabankaþjón- ustu. Kvika stendur á öxlum tíu mismunandi fyrirtækja Eignastýring » Samanlagðar eignir í stýr- ingu hjá Kviku banka og rekstrarfélögum í eigu bank- ans verða um 400 milljarðar króna gangi kaupin á GAMMA eftir, samkvæmt fréttatilkynn- ingu. » Stefnir er með um 350 milljarða króna í stýringu, Ís- landssjóðir með um 200 millj- arða króna, Landsbréf með 184 milljarða og Íslensk verð- bréf með um 125 milljarða í stýringu, samkvæmt heima- síðum fyrirtækjanna.  Gamma og Kvika banki mynda eitt stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins Fjármálafyrirtæki sem runnið hafa inn í Kviku 2011 2011 2011 2014 2015 2017 2017 2017 2018 MP banki Auður Tindar Virðing Alda Gamma Beringer fyrirtækjaráðgjöf Straumur Júpíter Alfa Breski vogunarsjóðurinn Lans- downe Partners virðist hafa fengið stærstu úthlutunina í hlutafjárút- boði Arion banka í tengslum við skráningu bankans. Heldur sjóður á vegum fyrirtækisins á 2,48% hlut í bankanum samkvæmt nýjum hluthafalista á vefsíðu Arion banka. Næst stærsti hluturinn féll í hlut sjóðs á vegum breska eigna- stýringarfyrirtækisins Miton Group, eða 1,22%, samkvæmt listanum. Sænski bankinn SEB er skráður fyrir 29,17% hlut fyrir hönd sænskra heimildarskírteinishafa (SDR). Takmarkaðar upplýsingar eru um endanlega eigendur þessara skírteina, en tekið er fram að stærsta úthlutunin í hlutafjárútboð- inu í formi SDR bréfa nam 1,15% af heildar útgefnum bréfum bankans. Jafnframt kemur fram að Kaupskil eigi 15,42% hlutdeildarskírteinanna sem skráð eru á SEB, þannig að tæplega 14% þeirra eru skráð á aðra fjárfesta. Rétt er að taka fram að Arion banki heldur á 9,52% hlut í eigi bréf- um svo eignarhlutur annarra hlut- hafa í útistandandi bréfum er meiri sem því nemur. sn@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Nýir hluthafar Hlutabréf í nýaf- stöðnu útboði Arion dreifðust víða. Lansdowne og Miton fengu mest í útboðinu Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.