Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Með framleiðslu- stjórnun á raforku- kerfinu er átt við að orkufyrirtækin reisi stór orkuver og bjóði raforku til sölu sam- kvæmt gjaldskrám. Orkufyrirtækin eru ósjaldan í eigu hins op- inbera. Þetta fyrir- komulag er talið gam- aldags, stirt í meðförum og bjóða stundum upp á óeðlilega viðskiptahætti í formi markaðsráðandi stöðu. Með markaðsstjórnun er raforka boðin til sölu á uppboðsmarkaði (framboð) þar sem einnig koma fram kauptilboð frá væntanlegum kaupendum (eftirspurn). Þetta við- skiptaform, sem er í anda frjáls- hyggju, var fyrst innleitt í Síle í Suður-Ameríku árið 1981 af svoköll- uðum „Chicago-boys“-hópi undir forystu Miltons Friedman o.fl. Flest samfélög í heiminum hafa nú skipt úr framleiðslustjórnun yfir í markaðsstjórnun í viðskiptum með raforku, þ. á m. öll lönd í Efnahags- bandalagi Evrópu, EBE. Ísland hefur áformað að fara sömu leið og fyrsti áfangi var mark- aður með setningu raforkulaga 2003, sem höfðu til hliðsjónar fyrsta og annan orkupakka EBE. Búið er að innleiða flest ákvæði laganna nema sjálfan markaðinn, sem á að vera uppboðsmarkaður. Landsnet áformar að koma honum á fót ekki síðar en 2020. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um að taka upp þriðja orku- pakka EBE, þar á meðal ákvæði um aðild EFTA-ríkjanna að orkusam- bandi Evrópu, ACER. Ísland væri þá þar í hópi. Hin EFTA-ríkin sem aðild eiga að EES-samningnum, Noregur og Liechtenstein, hafa þegar og hvort fyrir sig samþykkt aðild. Gagnrýni Elíasar B. Elíassonar Í Morgunblaðsgrein Elíasar B. Elíssonar 19. júní 2018 fer hann hamförum í að vara við upptöku þriðja orku- pakkans á Alþingi. Helstu rök hans eru að verðlagning raforku í Evrópu, sem mótist af „steinrunnu eldsneyti“, mundi ráða of miklu í verðlagningu raforku á Íslandi. Að mínu mati tekur Elías þarna of djúpt í árinni og beitir fyrir sig óþarfa drama- tískum tilburðum í frá- sögninni. Um er að ræða tvenns konar að- stæður, sem þarf að skoða, þ.e. án eða með sæstreng frá Íslandi til Evrópu. Án sæstrengs mundi verðlagning á uppboðsmarkaði á Íslandi ein- göngu stjórnast af staðbundnum að- stæðum, en hvernig tekið verði tillit til þeirra er í vinnslu hjá Landsneti við undirbúning á uppboðsmarkaði. Sæstrengur mundi ekki breyta fyrirkomulagi markaðarins nema opna fyrir nýjan viðskiptaaðila með sína sérstöðu eins og gengur og ger- ist, að vísu í stærra lagi. Ef mark- aðurinn er settur rétt upp, þá á hann að geta beitt fyrir sig nægjan- legri varúð og vörnum eins og tíðk- ast á öðrum sams konar og marg- prófuðum mörkuðum erlendis. Uppboðsmarkaðir Á uppboðsmörkuðum fyrir raf- orku stjórnast viðskiptin af fram- boði raforku frá hinum ýmsu fram- leiðendum og eftirspurn frá væntanlegum notendum. Á mörkuðum erlendis skiptir verð á eldsneyti, einkum kolum og jarð- gasi, oftast mestu um verðtilboð framleiðenda í orkusölu. Það er samt ekki nóg því á endanum þurfa þeir einnig að taka tillit til fjár- magnskostnaðar og fasts kostnaðar vegna rekstrar og viðhalds. Hvernig þeir spila á markaðinn í amstri dagsins vita þeir einir, en þegar upp er staðið verður hver og einn til- boðsgjafi að hugsa um eigin fyrir- tæki. Á hverju 5-60 mínútna upp- gjörstímabili stjórnast verðlagning af uppgjöri milli framboðs og eftir- spurnar. Sem dæmi þá er rekstur kjarn- orkuvera þannig að ef þau eru stöðvuð þá gengur á eldsneytið með sama hraða og ef orkuverið væri í fullri vinnslu. Þess vegna gæti þeim hentað að bjóða raforku á undir- verði til að tryggja þátttöku í raf- orkuframleiðslunni. Þeir fá í sinn hlut uppgjörsverð markaðarins hverju sinni, sem þá aðrir framleið- endur ákvarða. Á Íslandi er nánast um enga raf- orkuframleiðslu með jarðefnaelds- neyti að ræða við verðmyndun á uppboðsmarkaði. Það sem mundi þá ráða væri framboð á vatni við hinar ýmsu virkjanir, staða miðlana og horfur á raforkumarkaði. Þannig er gert ráð fyrir að staðbundnar að- stæður ráði verði á raforkumarkaði og það komi fram í verðlagningunni bæði án og með sæstreng. Rekstrarlíkön skila svokölluðum skuggagildum sem meta verðmæti takmarkaðra aðfanga um allt raf- orkukerfið, hvort sem aðföngin eru í formi framboðs á eldsneyti/vatni eða eftirspurnar frá orkunotendum. Þessi gildi mætti nota við gerð til- boða bæði fyrir framboð og eft- irspurn. Góð hönnun á raforkumörkuðum hefur alltaf verið mikilvæg. Mistök gætu kostað neytendur gríðarlega fjármuni, eins og raunin varð í raf- orkukreppu Kaliforníu 2000-2001. Sem betur fer, og vegna góðrar stjórnunar og tækniframfara, hefur virkni uppboðsmarkaða batnað með tímanum. Gallar hafa verið greindir og að miklu leyti lagfærðir. Starfsemi raforkumarkaða er í stöðugri þróun. Nýjar áskoranir koma fram með áframhaldandi um- breytingu á innviðum raforkukerfa. Hvatinn að því er aðallega stóraukin þátttaka óstöðugra orkugjafa svo sem vind- og sólarorku í raforku- framleiðslunni, dreifð orkuvinnsla, tilkoma stórra rafhlaða sem varaafl og þróun á snjallnetum (Smart- Grid) fyrir notendastýringar. Og að lokum Það er sjálfsagt að samþykkja þriðja orkupakkann á Alþingi, sem næsta áfanga í að stuðla að betra raforkukerfi á Íslandi og nýta reynsluna frá útlöndum. Uppboðsmarkaður og sæstrengur Eftir Skúla Jóhannsson » Sjálfsagt er að sam- þykkja þriðja orku- pakkann á Alþingi, sem næsta áfanga í að stuðla að betra raforkukerfi á Íslandi og nýta reynsl- una frá útlöndum. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur skuli@veldi.is Þann 23. júní ár hvert er haldið upp á ólympíudaginn í 206 löndum sem eru með ólympíunefndir. Á Ís- landi skipuleggur Íþrótta- og ólympíu- samband Íslands (ÍSÍ) þennan dag sérstaka golfkeppni fyrir ól- ympíufara og fjöl- skyldur þeirra í sam- starfi við Samtök íslenskra ólympíufara (SÍÓ), Golf- samband Íslands og Golfklúbb Ness á Seltjarnarnesi. Fyrirhugað er að skipuleggja fleiri „ólympíuviðburði“ á árinu. Alþjóðaólympíunefndin ákvað á fundi sínun 1948 í Sorbonne í París að halda skyldi árlega ólympíudag um allan heim til að minnast sam- þykktar 23. júní 1894 um endur- vakningu nútíma Ólympíuleika í Grikklandi 1896. Markmiðið var að hvetja til þátttöku í íþróttum um all- an heim óháð aldri, kyni eða íþrótta- legri getu. Því er 23. júní 2018 sjötíu ára afmæli ólympíudagsins! Ólympíudagarnir hafa hjálpað til að kynna ólympíuhugsjónina um all- an heim með ólíkum viðburðum á sviði íþrótta, menningar, lista og menntunar. Ólympíuhlaupið er sér- staklega vinsælt þennan dag. Sein- ustu árin hafa ólympíudagarnir þróast meir og meir í átt að almennri hreyfingu, lærdómi og nýsköpun. Þannig hafa ólympíunefndir í mörg- um löndum skipulagt ólympíu- dagana í nánu samstarfi við bæjar- félög, íþróttafélög og skóla víða um landið þar sem ungt fólk hittir afreksíþróttafólk landa sinna. Svíar skipuleggja ár hvert all- marga ólympíudaga víða um Svíþjóð og á mismunandi stöðum í samstarfi við bæjarfélög, íþróttafélög og skóla. Danir munu í ár skipuleggja ólympíudag í Hróarskeldu þar sem höfninni verðu breytt í ólympíuþorp og kynnt- ar verða nokkrar mis- munandi íþróttagrein- ar. Fulltrúi Samtaka íslenskra ólympíufara mun fylgjast með þess- um viðburði því sam- tímis er fundur stjórna norrænna ólympíufara. Á 100 ára fullveldis- afmælinu hafa Samtök íslenskra ólympíufara hafið viðræður við ÍSÍ um að fjölga ólympíu- dögum hérlendis ár hvert í samstarfi við bæjarfélög, íþróttafélög og skóla um land allt og hvetja áhugasama aðila að hafa samband. ÍSÍ og SÍÓ eru þegar í viðræðum við Frjáls- íþróttaráð Reykjavíkur um að gera grunnskólamótið í frjálsum í sept- ember að ólympíudegi sem gæti orð- ið fastur viðburður. Samtök íslenskra ólympíufara (SÍÓ) voru stofnuð 1995 og eru allir þeir Íslendingar sem hafa keppt á Ólympíuleikum félagar. Samtals hafa 305 Íslendingar keppt á Ólymp- íuleikum frá upphafi en 55 þeirra eru látnir. SÍÓ er aðili að Alþjóða- samtökum ólympíufara (WOA; World Olympians Association) en samtals hafa um 100.000 ein- staklingar frá 206 löndum keppt á Sumar- og Vetrarólympíuleikum frá upphafi. Ólympíudagurinn 23. júní hefur verið haldinn í sjötíu ár Eftir Jón Hjaltalín Magnússon Jón Hjaltalín Magnússon » Ólympíudagarnir hafa hjálpað til að kynna ólympíuhugsjón- ina um allan heim með ólíkum viðburðum á sviði íþrótta, menning- ar, lista og menntunar. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra ólympíufara. jhm@simnet.is Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Með þér í liði Alfreð Finnbogason Landsliðsmaðu attspyrnu „Tækifærið er núna.“ r í kn Registered trademark licensed by Bioiberica Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Gæða plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð! Sjá verðlista á: www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.