Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi. ÁRNI FALUR ÓLAFSSON flugstjóri, Háalind 7, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. júní. Útför fer fram frá Lindakirkju 29. júní klukkan 13. Gréta Hulda Hjartardóttir Hjörtur Árnason Elín Guðmundsdóttir Ólafur Árnason Sigrún A. Hjörleifsdóttir Guðbjörg S. Árnadóttir Sigurður Zoëga Einarsson Árni Árnason barnabörn og langafabörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN SIGRÍÐUR MARKÚSDÓTTIR frá Rofabæ, Meðallandi, lést miðvikudaginn 20. júní á Hrafnistu, Kópavogi. Útför fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 25. júní klukkan 13. Guðleif Bender Guðm. A. Gunnarsson Friðrik Örn Guðmundsson Eva Dögg Guðmundsdóttir Brynjar Freyr Guðmundsson Marteinn Steinar Þórsson Guðrún Eva Mínervudóttir barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÞURÍÐUR S. HOLM GEORGSDÓTTIR, varð bráðkvödd mánudaginn 11. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Jakob Daníelsson Emilía Katrín Leifsdóttir Harpa Ragnhildur Jakobsdóttir Dagný Lind Jakobsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR HÁKONARSON, Arnarási 1, Garðabæ, lést miðvikudaginn 13. júní, hann verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 27. júní klukkan 13.00. Lilja Bragadóttir Bragi Sigþórsson Guðrún S. Hlöðversdóttir Hörður Sigþórsson Hákon Sigþórsson Kristín Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Dásamlegur sonur okkar, bróðir, mágur, föðurbróðir og barnabarn, EINAR HUGI GEIRSSON, lést í návist fjölskyldu og vina á gjörgæsludeild LSH Hringbraut, 19. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 28. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, njóta þess. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, Geir Oddsson Oddur Geirsson Sandra Ýrr Sonjudóttir og sonur Heiðar Ingi Geirsson Margrét Einarsdóttir Edda Einarsdóttir ✝ Jónas Helga-son Sigurðsson fæddist á Ísafirði 20. ágúst 1944. Hann lést á Land- spítalanum 16. júní 2018. Foreldrar hans voru Sigurður H. Jónasson, f. 15.9. 1906, d. 2.1. 1977 og Elísabet Jóns- dóttir, f. 7.11. 1912, d. 2.1. 1977. Systkini Jón- asar eru Valgerður, f. 19.9. 1940, Sigrún Jóna Guðmunda, f. 29.10. 1941, Katrín, f. 20.10. 1942, Hjálmar Hafþór, f. 22. 3. 1949, d. 2. 10. 2014, Sigurður Rósi, f. 22.4. 1950 og Kristján Hallgrímur, f. 16.5. 1952, d. 2.1. 1977. Jónas kvæntist þann 2. mars 1968 Lóu Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 1.3. 1941. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Halldórsson, f. 15. 2. 1906 og Kristborg Jónsdóttir, f. 8. 1. 1923. Börn Jónasar og Lóu eru: a) Sigrún Ásta, f. 28. 5. 1968. Synir hennar eru Magnús Hagalín, f. 1989, Krist- inn Ingi, f. 1991 og Grétar Geir, f. 1998. b) Sigurður Hreinn, f. 20.8. 1969, í sambúð með Ólöfu Gísla- dóttur, f. 1971. Dóttir þeirra er Guðrún Dagbjört, f. 2005. c) Kolbrún Elsa, f. 14.3. 1973, gift Valtý Gísla- syni, f. 1973. Sam- an eiga þau dæt- urnar Ellen Ósk, f. 2001 og Rakel Ósk, f. 2004. Af fyrra sambandi átti Kol- brún soninn Ágúst Inga, f. 1992 og Valtýr synina Gísla, f. 1997 og Símon Frey, f. 1999. d) Kristín Ósk Jónasdóttir, f. 14. 3. 1973, í sambúð með Berg- steini Gunnarssyni, f. 1964. Af fyrra sambandi á Kristín son- inn Hannes Hólm, f. 1995 og Bergsteinn börnin Særúnu Lind, f. 1994 og Helga Snæ, f. 1996. Jónas starfaði lengst af sem verkstjóri hjá Ísafjarðarbæ, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Síðastliðin 14 ár var hann virkur í félagsstarfi Karlakórsins Ernis. Útför Jónasar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 23. júní 2018, og hefst athöfnin klukk- an 14. Skjótt skipast veður í lofti og óraunverulegar aðstæður blasa við. Ekki hefði mann órað fyrir því fyrir nokkrum dögum að sú staða kæmi upp að pabbi félli svo skyndilega frá. En í sorginni fylgja manni hlýjar minningar um yndislegan föður og afa. Forréttindi okkar eru að hafa alist upp á jafn ástríku heimili og raun ber vitni. Þar sem ávallt var tekið á móti manni með opinn faðm, maður hvattur áfram til að sinna því sem maður hafði áhuga á og raunverulegur áhugi sýndur öllum viðfangsefnum manns, hvort sem það var nám, áhugamál eða störf. Að auki var Hlíðarvegurinn ávallt skjól, ekki bara okkar og barna okkar heldur líka vina okk- ar og vina barnanna okkar. Það þótti aldrei neitt óeðlilegt við það að það bættust nokkrir við í mat eða jafnvel að vinir fengju að búa á heimilinu svo mánuðum skipti. Forréttindi barnanna okkar eru að hafa upplifað alla þá ástúð sem mögulegt er að fá frá ömmu og afa. Endalaust tími til að lesa, hlusta, skutla, leika, hjóla eða bara hanga saman. Pabbi var alltaf tilbúinn til að aðstoða við það sem við þurftum aðstoð við, hvort sem það var að mála hús, passa börn eða skipta um dekk. Hann veigraði sér ekki við að taka frí úr vinnu til að aðstoða okkur. Hann til að mynda tók sér tveggja vikna afaorlof við fæðingu eins barnabarnsins til að móðirin kæmist í skólann, eins veikinda- daga afabarna, fór með í skóla- ferðir barnabarna og fylgdist með íþróttaiðkun þeirra. Leit á þetta sem forréttindi sín, að fá tækifæri til að kynnast þess- um gullmolum sínum almennilega en um leið veita foreldrunum ómetanlega hjálp. Pabbi var afi af lífi og sál og barnabörnin áttu svo sannarlega stóran sess í hjarta hans. Hjarta hans var stórt og því nóg pláss fyr- ir þau barnabörn sem fylgdu með tengdabörnum. Pabbi hafði mjög gaman af því að ferðast og í dag er ómetanlegt að eiga sameiginlegar minningar frá þeim ferðum. Af mörgum skemmtilegum ferðum stendur þó óneitanlega upp úr ferð er við systur fórum með foreldrum okk- ar og 9 af 10 barnabörnunum þeirra í hálfsmánáðar frí til Lanz- arote árið 2007. Hlíðarvegurinn verður áfram skjól okkar allra, en nú stendur mamma vaktina ein. Elsku pabbi, minning þín mun lifa með okkur. Kolbrún og Kristín. Elsku Jónas okkar bróðir og móðurbróðir, þú varst tekinn of fljótt frá okkur. Þín er sárt saknað. Hvíldu í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá frá Presthólun) Elsku Lóa og fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu samúð. Katrín Sigurðardóttir (Katý) og Elísabet Katrínar Sig- marsdóttir. Jónas Sigurðsson söng 1. tenór í karlakórnum Erni síðustu 14 ár ævinnar. Byrjaði seint, en naut hverrar mínútu, elskaði fé- lagsskapinn. Mætti manna best á æfingar, jafnt sem hvers konar bras eða uppákomur sem kórinn tók sér fyrir hendur. Tónleikar kórsins í vor voru þeir fyrstu frá því hann byrjaði sem Jónas stóð ekki á sinni hillu á söngpöllunum. Röddin var eitthvað ekki í lagi fannst honum og ákvað því að sitja á áhorfendabekkjum. Þetta varð honum reyndar frábær upplifun því þá heyrði hann fyrst almenni- lega í kórnum. „Ég vissi að ég væri í góðum kór,“ sagði hann að tónleikunum loknum: „En að hann væri svona góður!“ og ljómaði allur. Eitt var það hlutverk sem Jón- as gegndi af einstakri alúð og kostgæfni fyrir okkur félagana. Það var að sitja í afmælisnefnd. Hann, öðrum fremur, sá til þess að enginn kæmist upp með að eiga afmæli án þess að eftir því væri tekið. Stórafmælum félaga er sér- staklega fagnað með viðeigandi gjöf frá kórnum. Jónas gætti þess vandlega að allir fengju sína heim- sókn frá nefndinni. Við Ernismenn kveðjum nú þennan ljúfa dreng með trega og munum sakna hans hlýja hand- taks og yndislegu nærveru. Lóu, börnum þeirra Jónasar og öðrum aðstandendum biðjum við guðs blessunar og styrks í þessum harmi. Fyrir hönd KK Ernis, Viðar, Andrés og Hlynur. Það voru erfið skilaboð sem við vinkonurnar fengum að morgni laugardagsins 16. júní sl. Jónas pabbi Kollu og Kristínar var lát- inn. Við krakkarnir í vinahóp Kollu og Kristínar vorum alltaf velkomin á Hliðarveg 22 til Lóu og Jónasar og það voru ekki alltaf ró- legheit í kringum okkur. Við feng- um að halda heilu matarboðin, baka bleikar pönnukökur, leggja undir okkur stofuna og horfa sam- an á mynd í einni hrúgu og ósjald- an gistum við allar stelpurnar. Jónas hló gjarnan að okkur en við munum aldrei eftir því að hann hafi nokkurn tímann skammað okkur eða sett okkur lífsreglurn- ar. Hjá honum mættum við alltaf jákvæðni, brosi og hlýju. Hann var aldrei fyrir okkur, brosti, sló á létta strengi og sagði kannski: „Þið eruð nú meiri kerlingarnar.“ Hann lét okkur aldrei finna það ef hann var pirraður á okkur, ekki einu sinni þegar Sandra og Kristín rændu rúmteppi þeirra hjóna og saumuðu síamstvíburabúninginn úr því. Í seinni tíð hefur ekkert breyst. Þegar við komum í heimsókn á Hlíðarveginn hefur okkur alltaf verið tekið fagnandi í fullt hús af hlýju. Síðast komum við stelpurn- ar allar þar inn í hóp þegar við vorum á árgangsmóti á Ísafirði fyrir nokkrum árum. Nóttina áður hafði geisað stormur og eitt stærsta tréð í garðinum hafði svo gott sem fallið. Hann talaði mikið um tréð og storminn og sýndi okk- ur hvernig það stóð rammskakkt á lóðinni. Vildi heyra hvað við vær- um búnar að vera að gera okkur til skemmtunar og hvað væri fram- undan á dagskránni. Síðar um kvöldið komumst við að því að bróðir hans hafði látist nóttina áð- ur. Hann vildi ekki að það skyggði á gleðina okkar og hafði því þagað um það. Það lýsir Jónasi svo vel, hann verndaði sína. Við erum allar sérstaklega þakklátar fyrir að hafa kynnst þeim hjónum og fyrir að hafa allt- af átt þau að sem unglingar. Heimili þeirra hefur verið fyrir- mynd okkar allra og þaðan eigum við góðar og dýrmætar minning- ar. Elsku Jónas, takk fyrir góð- mennskuna og takk fyrir okkur. Við viljum votta Lóu, börnum og fjölskyldum þeirra innilegrar samúðar. Megi góður Guð og allt það góða í heiminum gefa ykkur styrk í sorginni. Minning um góð- an mann mun lifa um ókomin ár. Halldóra Björk Norðdahl, Kristjana Bjarnþórsdóttir, Lára Sverrisdóttir og Sandra Kristjánsdóttir. Góðar minningar koma upp þegar við kveðjum Jónas, minn- ingar frá þeim tíma þegar við bjuggum á Ísafirði og þegar þau Lóa komu austur á land í heim- sókn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með þessum orðum kveðjum við Jónas. Samúðarkveðjur til ykkar, elsku Lóa og fjölskylda. Hvíl í friði, kæri Jónas. Halldór og Ingibjörg. Það var árið 1991 sem ég stóð á tröppunum við Hlíðarveg 22 og knúði dyra. Ég var þangað kom- inn til að heimsækja aðra heima- sætuna. Ekki er laust við að ég hafi verið nokkuð stressaður og feiminn enda hafði ég ekki hitt föður hennar áður. Ég hafði að vísu hitt móður hennar nokkrum sinnum því hún starfaði í mennta- skólanum þar sem ég var við nám. Ég kveið því nokkuð að hitta föður hennar, eins og ungt fólk kvíðir kannski oft fyrir að hitta foreldra unnustu eða unnusta í fyrsta sinn. En þegar opnað var og mér var boðið inn hvarf stressið fljótt sem og feimnin. Þarna var ég kominn inn á heimili gæðafólks, hjónanna Jónasar og Lóu. Jónas kom vel fyrir frá fyrstu stundu enda ekki hægt annað en að falla vel við hann. Rólegur, skemmtilegur, við- ræðugóður og einstakt ljúfmenni í alla staði. Ekki skemmdi fyrir að hann studdi Arsenal í enska bolt- anum eins og ég. Þetta var árið 1991 og næstu árin var nær dag- legur samgangur hjá okkur. Eftir að leiðir okkar dóttur hans skildi skömmu fyrir aldamót heyrði ég öðru hvoru frá honum og hitti, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Ísafirði og eftir að Facebook kom til sögunnar heyrði ég öðru hvoru í honum í gegnum þann ágæta sam- félagsmiðil. Alltaf var Jónas eins, rólegur og skemmtilegur viðræðu. Jónas mun ávallt vera í minn- ingunni enda ekki oft sem maður kynnist fólki sem er gætt jafn miklum mannkostum og hann var. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða okkur unga fólkið við eitt og annað sem þurfti að gera, jafnvel þótt hann væri oft örugglega mjög þreyttur enda vinnudagarnir langir og margir hjá honum. Kurt- eisi er nokkuð sem ég tengi mjög við Jónas enda var hann kurteis með eindæmum. Hann tók öllum vel og kom fram við fólk af mikilli virðingu. Jónas var mikill jafnaðarmaður en þó mátti greina íhaldsmann í honum þegar kom að mat, hann var ekki hrifinn af öllum mat og ófáanlegur til að borða sumt, sér- staklega kjúkling og svínakjöt, en það sem má kalla þjóðlegan ís- lenskan mat borðaði hann af bestu lyst. Þá var kaffi í miklu uppáhaldi hjá honum. Í starfi mínu hjá lögreglunni á Ísafirði þurfti ég oft að hafa sam- band við starfsmenn áhaldahúss bæjarins en þar starfaði Jónas sem verkstjóri og staðgengill bæj- arverkstjóra. Mér er sérstaklega minnisstætt hina skelfilegu nótt þegar snjóflóð féll á Flateyri og varð 20 manns að bana. Þá var ég á næturvakt og margt þurfti að gera eftir að fréttir bárust af snjó- flóðinu. Kolófært var innanbæjar á Ísafirði enda veðurhamurinn óhugnanlegur. Ég vissi að Jónas var starfandi bæjarverkstjóri þessa dagana og hringdi í hann um miðja nótt. Þegar hann svaraði sagði ég honum aðeins að snjóflóð hefði fallið á Flateyri og nú þyrfti að moka innanbæjar svo hægt væri að koma björgunarliði til Flateyrar. Hann spurði engra spurninga, sagðist bara fara í mál- ið. Tuttugu mínútum síðar voru fyrstu moksturstæki bæjarins komin út til starfa. Svona var Jón- as, málum var sinnt og brugðist hratt og örugglega við. Barnabörnin voru Jónasi ofar- lega í huga og hann var í góðu sambandi við þau og lagði mikla rækt við þau. Það var ekki slæmt fyrir þau að eiga slíkan gæða- mann, sem Jónas var, fyrir afa. Ég votta Lóu og öðrum ætt- ingjum Jónasar mína dýpstu sam- úð. Meira: mbl.is/minningar Kristján Ágúst Kristjánsson. Jónas Helgason Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.