Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 6
6 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Nígería er stórkostlegt land með alveg ótrúlega mörg tækifæri,“ seg- ir Guðni Albert Einarsson, forstjóri Klofnings, sem undanfarin ár hefur átt í miklum viðskiptum í Nígeríu. Fyrirtækið hefur stundað útflutning á þurrkuðum fiskhausum til Nígeríu í rúmlega 20 ár. Guðni er nú stadd- ur í Rússlandi og var á leik Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í gær. Spurður hvort hann hafi þekkt marga Nígeríumenn á leiknum í gær kveður Guðni já við. „Það eru auðvitað mjög margir Nígeríumenn hérna í Rússlandi í tengslum við mótið. Það var einn viðskiptavinur á leiknum í gær sem ég kannast ágætlega við,“ segir Guðni sem þekkir vel til í Nígeríu eftir viðskipti sín þar. Stelpa skírð í höfuðið á Guðna Alls eru ferðir Guðna til Nígeríu nú orðnar um 60 talsins. „Þetta er alveg frábær þjóð og ótrúlega gott fólk. Ég hef farið oft þangað og kann alveg ótrúlega vel við mig þar,“ segir Guðni og bætir við að ef fólk ætlar að ferðast til Nígeríu þurfi það að vera með góðar teng- ingar. Þá sé hætta á því að ef ekki er farið rétt að geti fólk lent í vand- ræðum. „Þetta er svo sem ekkert mikið öðruvísi en þegar fólk fer til annarra landa. Hér þarftu að vera með tengingar, haga þér almenni- lega og passa þig á að vera á réttum stöðum. Langstærstur hluti fólksins er í lagi en þetta er svo gríðarlegur fjöldi að það leynast alltaf einhverjir svartir sauðir,“ segir hann. Á ferðum Guðna í Nígeríu hefur hann að mestu dvalið í Abiriba- þorpinu sunnarlega í Nígeríu. Þar er Guðni í miklum metum og er með svokallaðan höfðingjatitil. „Ég hef verið að selja þeim þurrkaða fisk- hausa og þeir eru mjög ánægðir með það. Í kjölfarið var mér veittur höfðingjatitill fyrir mitt framlag,“ segir Guðni og bætir við að þar að auki hafi nígerísk hjón í þorpinu skírt dóttur sína í höfuðið á honum. „Þetta er fjölskylda sem ég var að aðstoða við að komast í gegnum nám og í þakkarskyni fékk dóttir þeirra nafnið Guðný,“ segir Guðni. Í Rússlandi Guðni ásamt vinum og vandamönnum í Rússlandi en hann fylgdist með leik Íslands og Nígeríu í gær. Guðni þekkir vel til í Nígeríu. Guðni er álitinn höfðingi í Nígeríu  Ferðir hans orðnar um 60 talsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 „Stemningin er alveg geðveik. Ég er að upplifa þetta í fyrsta skipti en ég var úti á öllum leikjum Íslands á EM. Mér finnst frábært hvað það eru margir mættir hérna.“ Svona hljómaði Sveinn Ásgeirsson, vara- formaður Tólfunnar, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í hálfleik í gær. Hann var þá staddur í Hljómskálagarðinum en liðsmenn Tólfunnar sáu um bumbuslátt og baráttuöskur í garðinum meðan á leik stóð. Sveinn var eins og flestir Íslendingar vongóður í hálfleik og minnti á hvað stuðningur við lands- liðið væri mikilvægur þáttur í leiknum. „Við erum hérna til að styðja landsliðið og vonum auðvitað það besta,“ sagði Sveinn og bætti við: „Við erum miklu betri. Við er- um að sækja miklu betur. Ég spái tvö-núll fyrir Ísland.“ Það kvað þó við annan tón þegar Morgunblaðið ræddi við Svein eftir leik en eins og flestir vita töpuðu Ís- lendingar gegn Nígeríu tvö-núll. „Tvö-núll, bara í vitlausa átt,“ sagði Sveinn, þó hann telji ekki tapið hafa áhrif á baráttuandann. „Nú tekur bara við „recovery“ hjá strákunum og „recovery“ hjá okkur,“ sagði Sveinn og vísaði þar til þess að liðið og stuðningsmenn þyrftu nú að hvílast, en liðsmenn Tólfunnar höfðu þá dansað og öskrað í um tvo tíma óslitið. teitur@mbl.is „Vissulega tvö-núll, bara í vitlausa átt“ Morgunblaðið/Valli Stuðbolti Tólfan sá um að halda uppi stemningu í Hljómskálagarði. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Ég held að þeim hafi hreinlega bara verið svolítið heitt. Þeir virk- uðu dálítið þungir á mig. Einbeit- ingin er hins vegar fyrir hendi og þessar síðustu mínútur í fyrri hálf- leik lofa góðu.“ Þetta sagði Björn Áki Jósteinsson, einn af þeim stuðn- ingsmönnum íslenska landsliðsins sem fylgdust með leiknum í Hljómskálagarðinum, í hálfleik í gær. Stuðningsmenn Íslands voru margir í Hljómskálagarðinum og mikil stemning sem fylgdi þeim enda höfðu margir spáð Íslend- ingum góðu gengi í leiknum. Þrátt fyrir súld og stöku skúrir voru áhorfendur margir með réttu svala- drykkina við hönd og glaðir í bragði þegar flautað var til leiks. Íslend- ingar litu betur út á fyrstu mínútum leiksins og hélst stemningin í hend- ur við það. Stuttu seinna hafði leik- urinn þó róast og mátti þá meðal áhorfenda heyra ummæli eins og: „Þessi leikur fær nú engin fegurð- arverðlaun.“ Gylfi gefinn upp á bátinn Íslendingar þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta áfallinu í seinni hálfleik en eins og flestir vita var það Ahmed Musa sem skoraði strax á 49. mínútu fyrir Nígeríu. Markið kom eins og blaut tuska framan í spennta stuðningsmenn í Hljóm- skálagarðinum en í um sekúndubrot mátti heyra saumnál detta meðal mannfjöldans. Áföllin urðu þó fleiri, en óvinur ís- lendinga, Ahmed Musa, var aftur á ferðinni á 75. mínútu og gerði glæsi- legt mark fyrir Nígeríumenn. Í þetta skiptið var markinu ekki fylgt eftir með þögn heldur blóti og öskr- um í átt að risaskjánum á túninu. Það var svo þegar Gylfi Sigurðs- son klúðraði víti sem flest stuðn- ingsfólk í Hljómskálagarðinum missti vonina endanlega. „Djöfull er þetta lélegt! Hann hittir ekki einu sinni á markið,“ mátti þá heyra í einum bláklæddum stuðningsmanni en fleiri sambærileg ummæli fylgdu á eftir. Aðrir röltu heim á leið þrátt fyrir að nokkrar mínútur væru eftir af leiknum. Morgunblaðið/Valli Brjálaður Margir létu dómgæsluna, vítaspyrnuna hans Gylfa og Ahmed Musa fara í taugarnar á sér í gær. Vonbrigðin voru augljós Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Þeir báru höfuðið hátt að leik lokn- um, stuðningsmenn íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu víðsvegar um landið, að loknum leik Íslands og Nígeríu á HM í gær. Viðburðahaldarar sem héldu uppi dagskrá í tilefni af leiknum og sýndu á risaskjám eru einróma og segja ís- lenska stuðningsmenn tvíeflda fyrir leikinn gegn Króatíu á þriðjudag. Liðið uppskar lófatak í leikslok Vel viðraði til útiveru í gær síð- degis, þegar leikurinn fór fram og talið er að fleiri hafi almennt horft á leikinn undir berum himni heldur en þegar Íslendingar mættu Argentínu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir gáfu starfsfólki sínu frí meðan á leiknum stóð og af þessum sökum myndaðist umferðarteppa á höfuð- borgarsvæðinu milli klukkan tvö og þrjú í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Umferð um verslunar- miðstöðina Kringluna minnkaði nokkuð, en þó ekki þannig gangar hennar tæmdust. HM-stofa Kringl- unnar troðfylltist þó, en þar verða allir leikir heimsmeistaramótsins sýndir á breiðtjaldi og nokkrum sjónvörpum til viðbótar. Áætlað er að yfir þrjú þúsund manns hafi fylgst með leiknum á risaskjá í Hljómskálagarðinum, en þar var sérstök fjölskyldudagskrá fyrir leikinn. Nokkur fjöldi erlendra ferðamanna var þar staddur til að virða fyrir sér íslenska fótbolta- undrið á risaskjá. „Því miður fengu þeir ekki alveg það sem þeir ætluðu sér að upplifa, en svona getur þetta farið. Það var mikil stemning, sung- ið, trallað og klappað,“ segir Felix Bergsson, kynnir á skemmtuninni í gær. Á Ingólfstorgi, þar sem líka var risaskjár, var einnig þétt setið. Í Gamla bíó var selt í sæti með inniföldum veitingum, drykkjum og poka með óvæntum glaðningi. Að sögn Guðvarðs Gíslasonar hjá Gamla bíó seldust sætin upp á örskots- stundu. „Þetta var geggjað. Við vor- um með 300 manns í svoleiðis og síð- an hleyptum við inn 200 til viðbótar. Það var sneisafullt hjá okkur,“ segir hann og nefnir að fyrir leikinn gegn Króatíu verði einnig selt í sæti. „Nú er að duga eða drepast, við þurfum að leggja allt í sölurnar.“ 200 manns horfðu í Vesturbæ Á sundlaugartúninu við Vestur- bæjarlaug stóðu Kaffihús Vestur- bæjar, Brauð & Co., Melabúðin og Hagavagninn fyrir viðburði og fylgdust yfir 200 manns með á risa- skjá þar. „Á þriðjudag keyrum við aftur sömu dagskrá,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, einn eigenda Kaffihúss Vesturbæjar, en hann seg- ir að klappað hafi verið fyrir „hetju- legri framgöngu“ landsliðsins að leik loknum. „Nú leggjumst við öll á ár- arnar til að vinna Króatana. Vest- urbæingar munu safnast saman og búa til orku til að senda til Rúss- lands,“ segir hann. Hið sama á við um aðra þá staði sem nefndir eru hér, stemningin heldur áfram á þriðjudag. Báru höfuðið hátt þrátt fyrir skellinn  „Nú leggjumst við öll á árarnar til að vinna Króatana“ Ljósmynd/Gísli Marteinn Vesturbær Fjölskyldustemning var á túninu við Vesturbæjarlaug í gær og höfðu margir með sér tjaldstóla og teppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.