Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Í nokkrum orð- um langar okkur hjónin að minnast mágs okkar og svila, Jóhanns Runólfssonar, er lést þann 18. maí sl. eftir snarpa baráttu við krabbamein. Jói kom inn í líf okkar er hann og Bergþóra systir og mágkona rugluðu saman reyt- um og gengu í hjónaband fyrir 36 árum. Jói kom vel fyrir sjónir, myndarlegur á velli, ávallt vel tilhafður og kurteis. Hann hafði sig ekki mikið í frammi í fyrstu Jóhann Runólfsson ✝ Jóhann Run-ólfsson fædd- ist 16. október 1944. Hann lést 18. maí 2018. Útför hans fór fram í kyrrþey 30. maí 2018. enda ekki auðvelt í háværri tengdafjöl- skyldu þar sem öll- um lá ávallt mikið á hjarta. Smátt og smátt kynntumst við Jóa og kom þá vel í ljós hversu vel hann var að sér um marga hluti. Hvort heldur það sem efst var á baugi í þjóðlífinu eða í marg- víslegum bókmenntum, því hann var bókhneigður mjög og víðlesinn. Jói hafði ákveðnar skoðanir og stóð fast á sínu. Við minnumst þess einu sinni þegar við hittumst í sælureit þeirra, sumarbústaðnum í Skorradal, og nefnt var hvort ekki væri gott að grisja eilítið af birkinu í kringum bústaðinn. Nei, ekkert skyldi snert af birk- inu og varð honum ekki haggað. Jói hafði gaman af börnum og átti auðvelt með að tengjast þeim. Litlu afastrákarnir, Matthías og Úlfur, nutu góðs af leiðsögn afa og ömmu sem er afar dýr- mætt veganesti út í lífið. Það var og afskaplega notalegt að sjá hversu annt honum var um börn okkar hjóna og barnabarn. Minnisstætt er þegar Jói var allur og Bragi litli fjögurra ára barnabarn okkar sagði sorg- mæddur: „Amma, veistu að langafi minn er dáinn“ og átti þar við Jóa. Margs er að minnast í gegn- um áratugina, en af mörgum samverustundum stendur upp- úr ferð okkar systkina og maka á æskuslóðir Jóa til Vestmanna- eyja fyrir nokkrum árum. Þar sýndi hann okkur hreyk- inn fæðingarbæ sinn og sagði okkur margt og mikið um eyj- arnar. Ferðin var í alla staði frábær. Bergþóru, Steina og fjöl- skyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Við minnumst Jóa með vin- semd og virðingu, blessuð sé minning góðs drengs. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þyri Emma Þorsteinsdóttir og Karl Geirsson. Góður vinur er fallinn frá. Það er alltaf sárt þegar einhver tengdur fellur frá, jafnvel þó að heilsan hafi gefið vísbendingu um að svo gæti farið. Jói hafði glímt við veikindi um talsverðan tíma en virtist alltaf hrista þau af sér, enda ekki alinn upp við að farið væri til læknis með smá hor í nös. Vestmanneyingur og sjómaður til fjölda ára, ávallt hraustur og þá var ekki farið til læknis nema eitthvað alvarlegt væri að. Hann gat verið ansi hvass- yrtur. Við frekari kynni kom í ljós þessi mjúki maður sem ávallt vildi gott gera. Hann átti til, án nokkurs til- efnis, að hringja og spyrja hvort við Sigrún værum ekki á leið í bæinn og ef svo þá hvort við værum ekki til í að koma í kjötsúpu eða læri. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á landsmálum og gat rætt þau mál af talsverðum þunga og lá þá ekki á skoð- unum sínum. Þegar þau Bergþóra komu í heimsókn i Keflavík var yfir- leitt fyrsta spurning Jóa „áttu ekki kaffi“? Þau Bergþóra áttu sumarhús í Skorradal. Þær voru ófáar stundirnar sem þau dvöldu þar og undu hag sínum vel. Mörgum stund- um var Jói við smíðar ásamt syninum Þorsteini við stækkun á húsinu og pallinum. Afastrák- arnir voru í miklu uppáhaldi og þótti Jóa mjög vænt um þá og vildi hafa þá með í flestu og sagði oft frá hvað þeir Matthías og Úlfur væru fljótir að læra á tölvur og á bókina. Jói var víðlesinn og fylgdist vel með, var mjög fróður um margt hafði áhuga á ættfræði og þjóðlegum fróðleik. Ef umræðan snerist um báta kom enginn að tómum kofanum því þar var hann á heimavelli. Jói las mikið og áttu þau hjón mikið af bókum. Þau Bergþóra höfðu mjög gaman af ferðalögum og höfðu til margra landa komið. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Jóa góð viðkynni og margar notalegar stundir. Sendum Bergþóru, Steina og fjölskyldu samúðarkveðjur okk- ar með ósk um blessun Guðs um ókomin ár. Sigrún Rut Eyjólfsdóttir Úlfar Hermannsson Fallinn er frá vinur minn og æskufélagi, Er- ling R. Guðmundsson, alltaf kallaður Lingi. Við ólumst upp á Króknum og áttum heima stutt hvor frá öðrum, hann í Blöndalshúsinu en ég á Stöð- inni. Lingi var ekki gamall er hann fór að venja komur sínar þangað en þar voru margir í heimili og mikið um að vera. Við vorum sessunautar í barna- og unglingaskóla og vorum svo við leik og störf eins og aðrir unglingar á Króknum. Er skólagöngu lauk vann Lingi margskonar vinnu í landi og á bátunum hér. Einnig var hann talsvert hjá Leikfélaginu með Jónasi Þór. Hann var 2-3 sumur á síld- veiðum og var á Hamri GK á leið norður er hann kantraði út af Mýrunum en það var mann- björg. Við Lingi vorum á vertíð í Vestmannaeyjum árin ’59 og ’60. Síðan vann hann hér heima þar til hann fór í siglingar á M/S Jökulfelli og var þar á annað ár. Það kom snemma í ljós að Lingi var mjög sam- viskusamur. Hann vildi öllum vel og var óspar á að gera fólki greiða ef hann hafði tök á því. Hann gat verið stífur á mein- ingu sinni ef því var að skipta og hafði ekki á móti því að rök- ræða um málefnið þótt gustaði stundum. Við Lingi unnum í símavinnu tvö sumur og sagði hann oft hvað það hefði verið góð sum- arvinna. Minntumst við þess er Bjössi frá Sveinsstöðum gekk með okkur eitt skipti þar sem hann og Lingi þvörguðu um pólitík að karlinn áttaði sig ekki á að hann væri kominn of langt fyrr en við beygðum með heimtaug- inni heim að Hóli, næsta bæ framar. Eftir að Lingi stofnaði heim- ili með Ríkeyju Eiríksdóttur var ég ávallt velkominn ef ég kom til Reykjavíkur. Lingi var mörg ár á M/S Selfossi, á dekk- inu og trúnaðarmaður undir- manna en gekk hann hart eftir því að undirmenn fengju sína yfirtíð. Erling R. Guðmundsson ✝ Erling R. Guð-mundsson fæddist 20. janúar 1942 í Reykjavík. Hann lést 8. júní 2018 á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Erlings fór fram frá Garða- kirkju á Álftanesi 14. júní 2018. Vorum við sam- skipa þar í tæp tvö ár en þá fór ég í Stýrimannaskól- ann. Það er margs að minnast frá mann- lífinu á Króknum þegar við Lingi vorum að alast upp, öll sveitaböllin á sumrin og stund- um var farið á sunnudögum í sveitina. Það voru velheppnaðar ferðir, vínið glóði í glösum og sungið var af rausn. Þetta var einvalalið og yfirleitt keyrði Binni Júlla okk- ur. Hafði Lingi ánægju af að rifja upp þessa gömlu góðu daga er við hittumst í seinni tíð. Er Lingi kom í land vann hann á Eyrinni um tíma en fór svo að starfa í Straumsvík. Hann hætti þar eftir 26 ár, þá kominn á aldur. Það átti vel við Linga að vera í félagsmálum og hafði hann snemma afskipti af þeim. Hann starfaði fyrir Sjó- mannafélag Íslands, sat þar í stjórn og samninganefnd. Hann sat einnig í stjórn Lífeyris- sjóðsins og átti þetta hug hans allan. Þó hann væri ekki fastur starfsmaður var hann öllum stundum á skrifstofunni en þar var hann óspar á að tala við þá sem áttu þar leið. Fyrir nokkr- um árum fór að bera á heilsu- leysi hjá honum sem smá ágerðist þar til hann var lagður inn á Hrafnistu og heimsótti ég hann ef ég var staddur í Reykjavík. Hann vildi alltaf fá fréttir af Króknum en síðast hringdi hann í mig á afmælisdeginum mínum í apríl og spurðist frétta að norðan því þar var hugurinn alltaf meira og minna. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð í sorg þeirra. Ragnar Sighvats. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN B. BJÖRNSDÓTTIR, Kríulandi 6, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 5. júní. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 26. júní klukkan 13. Jón Guðmundur Bergsson Björn Jónsson Sigríður Jóna Berndsen Sigrún Jónsdóttir Jóhannes Snorrason Páll Jónsson Katrín Júlía Júlíusdóttir Þorvarður Björnsson Margareta Johansson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar JÓHÖNNU JÓHANNSDÓTTUR, Smárahlíð 5e, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýju og frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Börn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖLLU GUÐNÝJAR ERLENDSDÓTTUR, Laufásvegi 50, Reykjavík. Sérstakar þakkir til séra Irmu Sjafnar Óskarsdóttur og Davíðs Ósvaldssonar. Anna Erla Guðbrandsdóttir Egill Sveinbjörnsson Margrét Traustadóttir Ámundi Halldórsson Hjördís Steina Traustadóttir Kristinn Jónsson Erlendur Traustason Björg Sigrún Ólafsdóttir Þórður Ólafur Traustason Ágústa Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra KRISTINS HÓLMFREÐS HALLGRÍMSSONAR, Hulduhlíð, Eskifirði, áður til heimilis að Múla, Eskifirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hulduhlíðar fyrir frábæra umönnun síðastliðin 20 ár. Bjarni Kristinsson Sigríður Sigurvinsdóttir Steinunn Kristinsdóttir Hallgrímur Kristinsson Ingibjörg Kr. Ingimarsdóttir Guðni Kristinsson Guðrún M.Ó. Steinunnardóttir Ingvar Kristinsson Gunnhildur Grétarsdóttir afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi SIGURGEIR JÓHANNSSON bryti, áður til heimilis að Boðaslóð 19, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu, Fannborg 8, mánudaginn 11. júní. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristín Sigurgeirsdóttir Unnsteinn Jónsson Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir Steinar Ó. Stephensen Ásdís Jóhannsdóttir Fríða Dóra Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Við sendum hjartans þakkir öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS S. SVEINBJÖRNSSONAR prentara, Boðaþingi 24. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Karitas og starfsfólki 11B, 11G og líknardeildar Landspítalans. Símonía K. Helgadóttir Jóhanna S. Guðjónsdóttir Vilhjálmur J. Guðbjartsson Sveinbjörn Guðjónsson Kristín Viktorsdóttir Ingibjörg H. Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.