Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á sérbýli á höfuðborgarsvæð- inu hefur hækkað hraðar en verð á fjölbýli að undanförnu. Fyrir vikið eru vísitölur rauníbúðaverðs í sér- býli og fjölbýli að ná saman. Flest bendir til að tímabili um- talsverðra verð- hækkana á höfuð- borgarsvæðinu sé lokið. Til dæmis gætu vaxtahækk- anir jafnvel leitt til verðlækkana. Þetta kemur fram í greiningu Magnúsar Árna Skúlasonar, framkvæmdastjóra og hagfræðings hjá Reykjavík Econo- mics. Launin hækkað hraðar Hann bendir á að síðustu 12 mán- uði hafi verð á íbúðarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu hækkað um 2,5%. Verð á sérbýli hafi hækkað mun meira eða um 9%, sem sé 7% raun- hækkun á 12 mánuðum. Þá hafi kaupmáttur aukist um 4,2% á 12 mánuðum. Launin hafi því hækkað hraðar en íbúðarhúsnæði. Magnús Árni rifjar upp að sérbýli á höfuðborgarsvæðinu var dýrara en fjölbýli fyrir hrun, samkvæmt raun- vísitölunni. Þetta hafi snúist við á tímabilinu 2015-18. Nú séu vísitöl- urnar að ná jafnvægi. Hann segir aðspurður að hærra íbúðaverð hafi aukið veðrými margra lántaka. Það hafi þeir m.a. getað nýtt sér til kaupa á sérbýli. Fasteignaverð sé nú í hámarki. Spurður hvort nú sé rétti tíminn til að selja fasteign segir Magnús Árni væntingar markaðarins þær að verðið muni haldast stöðugt. Meðal annars sé horft til kjaradeilu ljós- mæðra. Sú deila bendi til að ríkið sé ekki tilbúið að semja um miklar launahækkanir í haust. Hærri vextir hefðu áhrif Hann segir margt hafa lagst á eitt um að þrýsta upp fasteignaverði. Eftirspurn hafi verið meiri en fram- boð, kaupmáttur náð sögulegum hæðum, lífeyrissjóðir farið að bjóða íbúðalán og vaxtalækkanir keyrt upp húsnæðisverð. Fari svo að vext- ir hækki með lækkandi gengi og verðbólgu muni það vega á móti verðhækkunum. Á móti komi að áframhaldandi vöxtur ferðaþjónustu og aðflutningur erlendra ríkisborg- ara muni auka enn frekar eftirspurn eftir húsnæði. Flest bendi til að hæg stígandi verði í íbúðaverði á höfuð- borgarsvæðinu. Magnús Árni bendir á graf sem Reykjavík Economics útbjó um þróun raunverðs íbúða á höfuðborg- arsvæðinu. Á því má sjá hvernig fasteignaverðið tók að stíga í kjölfar þess að bankarnir fóru að bjóða ný lánskjör haustið 2004. Samkvæmt grafinu er raunverð fjölbýlis nú hærra en það var fyrir hrun. Sérbýlið hefur hins vegar ekki náð sömu hæðum. Vísitala raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu 1994 til 2018 250 200 150 100 50 1994 1998 2002 2006 2010 2014 2018 Heimild: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá & Reykjavík Economics Vísitala raunverðs, 1994=100 Fjölbýli Sérbýli Breytingar á íbúðalánamark- aði, ágúst 2004 Vísitala sérbýlis að nálgast fjölbýli  Útlit er fyrir minni verðhækkanir Magnús Árni Skúlason Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Íbúðaverð hækkaði mikið í fyrra. Nú er að hægja á hækkunum. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Fyrsti fundur Loftslagsráðs fór fram á dögunum en því ráði er ætlað að veita stjórnvöldum aðhald með markvissri ráð- gjöf um hvers kyns ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Skipað er í ráðið til tveggja ára. Halldór Þor- geirsson, sem skipaður var for- maður Loftslags- ráðsins af Guð- mundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auð- lindaráðherra, í apríl, segir fundinn hafa gengið vel. Viðfangsefni allrar þjóðarinnar „Markmiðið með þessum fyrsta fundi var að koma starfinu í gang, fara yfir viðfangsefnið og ákveða hvernig við myndum nálgast það,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið. „Þessu ráði er ætlað að rýna í það sem stjórnvöld eru að gera, en líka að hjálpa til við að byggja brú milli stjórnvalda og alþýðunnar. Styrkur ráðsins felst í því að þar inni eru fulltrúar frá þeim hópum sem verða að takast á við loftslagsmálin samhliða stjórnvöldum: Sveitar- félögum, atvinnulífinu, neytendum, bændasamtökum og héraðssamtök- um. Við vonumst til að þetta geti sett meiri kraft í þetta sem er í rauninni viðfangsefni allrar þjóðarinnar. Það er mikill vilji til þess að takast á við loftslagsvandann og nýta þau tæki- færi sem felast í því að vera með framsækna stefnu í þessum málum. Mjög mikið af því sem er gert til að takast á við loftslagsmál felur í sér nýja kosti. Við þekkjum það vel með þeim orkuskiptum sem við Íslend- ingar stóðum að hér áður. Við mynd- um ekki vilja fara til baka.“ Aðspurður hvort hann telji lausn á loftslagsvandanum heldur felast í nýsköpun eða aðhaldi á gamalli tækni, segir Halldór að tæknin sem til þurfi sé að miklu leyti þegar til- tæk. „Það hafa orðið feikilegar fram- farir í rafbílum. Þeir eru að verða mjög raunhæfur kostur; ekki bara sem einkabílar heldur líka fyrir al- menningssamgöngur, til dæmis flutninga á farþegum til og frá Kefla- vík. Það er þó engin spurning um að ný tækni skiptir líka máli. Þetta er líka spurning um bætt skipulag.“ Á brattann að sækja „Lítil ríki geta oft rutt brautina,“ sagði Halldór, aðspurður hvort lítið ríki eins og Ísland gæti haft áhrif í loftslagsmálum. „Við getum gert hluti hraðar hér. Við höfum líka mik- ið af hreinni orku og getum þess vegna raforkuvætt samgöngur á til- tölulega stuttum tíma, og slík skref geta verið öðrum ríkjum hvatning. Við eigum ekki að líta bara á að við séum lítil og þar af leiðandi skiptum engu máli. Við getum skipt mjög miklu máli með því bæði að ganga á undan og með því að setja okkur raunhæf markmið og ná þeim.“ Aðspurður hvort hann telji að bar- áttan gegn loftslagsbreytingum sé þegar töpuð í ljósi tímaþröngar og áhugaleysis sem stórveldi á borð við Bandaríkin sýna málinu, svaraði Halldór neitandi. „Það er vissulega á brattann að sækja. En það eru mörg teikn á lofti um að það séu að verða grundvallarbreytingar í rétta átt. Þar vil ég til dæmis nefna áherslur Indverja í því að virkja sólarorku sína, og lyfta þjóð sinni upp úr fá- tækt með hreinni orku. Kínverjar hafa líka sýnt mikla ábyrgð á þessu sviði. Það má ekki bara horfa á yf- irlýsingar ríkisstjórna heldur þarf líka að horfa til þess hvar skynsamir fjárfestar eru að setja sitt fjármagn og hvernig sveitarfélög og borgir eru að taka á þessu. Mikið af því sem maður sér í fréttum um þessi mál er neikvætt, og ég fagna því auðvitað alls ekki. En það er margt annað sem vegur á móti sem er mjög já- kvætt og bendir til þess að það eigi eftir að nást mikill árangur á næstu árum.“ AFP Hlýnun Sprungur í hafís í Pine Island-flóa á Suðurskautslandinu. Um þrjár trilljónir tonna af ís hafa horfið af Suðurskautslandinu frá árinu 1992. „Lítil ríki geta oft rutt brautina“  Fyrsti fundur íslenska Loftslagsráðsins haldinn Halldór Þorgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.