Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudagur 24. júní kl. 11-12: Búktalsnámskeið fyrir krakka Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Elina Brotherus – Leikreglur. Sunnudaginn 24. júní kl. 14. ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018 ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019 BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu 22.5 - 31.12 2018 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 15.5. - 15.9.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Maður hefur orðið var við nafnið Íbbagoggur reglubundið undanfarin ár þegar kemur að íslenskri neðan- jarðartónlist, plötum og tónverkum er lætt út án þess að blása í lúðra, ekki er mikið um fréttatilkynn- ingahavarí og sá sem á bakvið lista- mannsnafnið stendur (Héðinn Finns- son) er lítt að trana sér fram, sem er bara ansi hressandi í þessari allt- umlykjandi „ég, ég, ég“ tíð. Tónlistin talar sínu máli. Á Bandcamp-setri Íbbagoggs má finna nokkrar af útgáfum hans, streyma þeim þaðan og kaupa. Verk hans hafa komið út á ýms- um formum; sjötommum, geisladiskum eða bara sem streymi. Tónlistin er til- raunatónlist á „ytri mörk- um“ ef svo má segja; ós- ungin raftónlist, óhljóðalist og bardúnstónlist. Fyrsta plata Íbbagoggs var Kvartett/Onívatni/Orgel (2015) og var hún gefin út af Úsland Records, en það merki stóð að glæsi- legri spunatónlistarútgáfuröð á ár- unum 2012 til 2014. Héðinn sá þar um umslagshönnun en Úslandsliðar eru þeir Albert Finnbogason og Tumi Árnason og komu margir mektarspil- arar að röðinni (plöturnar má nálgast á Bandcamp). Tengingar eru fleiri, Héðinn er m.a. potturinn og pannan í Smit Records, annað tilraunamerki íslenskt sem hefur nú gefið út plötur eftir Ingibjörgu Turchi, Tuma Árna- son, Sóleyju, Sigrúnu og Íbbagogg. Eins og sjá má er líf og virkni í íslenskri neðanjarð- artónlist og er það vel. Héðinn er annars fjölhæfur mjög, menntaður myndlistarmaður og fæst við tónlist, teikningar og bókaútgáfu, m.a. í gegnum forlagið Rasspotín sem hefur verið nokk umsvifamikið. Hann hefur þá haldið einkasýningar með teikningum sínum og stuttmyndum. En að tónlistinni. Áðurnefnd Kvartett/Onívatni/Orgel innihélt þrjú tuttugu mínútna verk sem sveifluðust Bardúnslist af dýrari gerðinni Listamaðurinn dularfulli Íbbagoggur gaf út nýtt tónlist- arverk fyrir stuttu sem kallast hinu mikilúðlega nafni Le quatuor diabolique inexistant: trois pièces sinistres. og 108 Reykjavík og afmarkast af fjórum stórum götum: Kringlumýr- arbraut, Bústaðavegi, Réttarholts- vegi og Suðurlandsbraut. Þetta er nánast í miðju borgarlandsins.“ Samlífi við umhverfið „Skúlptúrarnir eru settir upp við marga af hjólastígunum sem hafa ný- lega orðið til í borginni. Önnur verk eru inni í hverfunum á smærri stígum og á gönguslóðum, en allt í nálægð við gangandi og hjólandi vegfarendur. Ég sem sýningarstjóri valdi þessi verk úr innsendum tillögum eftir átta listamenn og bauð svo erlendum lista- mönnum að vera með, öðrum frá Belgíu og hinum frá Danmörku.“ Spurður um titil sýningarinnar og hvernig hún tengist þema sýning- arverkanna svarar Heiðar: „Það sem ég myndi segja að tengi þessi verk saman er að þau eru unnin í miklu samhengi við svæðið sem þau eru sett upp á. Annað atriði sem er mikilvægt og tengist titlinum beinlínis er að þau fást við margar spurningar sem eru Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Eina myndlistarsýninguna sem opn- uð var á Listahátíð í Reykjavík má sjá meðfram göngu- og hjólreiða- stígum í miðju borgarinnar og nefnist hún Hjólið – Fallvelti heims- ins. Áætlað er að sýningin verði sú fyrsta af fimm sýningum sem haldnar verða ár- lega fram að 50 ára afmæli Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík sem haldið verður árið 2022. „Þetta er hugsað sem sýningaröð sem fer fram í opinberu rými borg- arinnar, þar sem listaverk fé- lagsmanna myndhöggvarafélagsins og alþjóðlegra listamanna verða sett upp og þræða sig eftir hjóla- og göngustígum borgarinnar,“ segir Heiðar Kári Rannversson, sýning- arstjóri Hjólsins. „Þaðan kemur nafn sýningarinnar. Maður getur skoðað sýninguna hjólandi eða fótgangandi. Þessi fyrsti hluti Hjólsins sem nefnist Fallvelti heimsins, er staðsettur í 103 efst á baugi núna í alþjóðlegri um- ræðu. Þar má í grófum dráttum nefna samlífi mannsins við umhverfi sitt og náttúruna; þessa miklu náttúruvá sem stafar af því hvernig efnahags-, fjármála- og framleiðslukerfið okkar er farið að ganga mjög nærri lífrík- inu, sjónum og jörðinni sem slíkri. Við sjáum þetta í loftslagsbreytingum, súrnun hafsins, plastúrgangi og svo framvegis.“ Persónuleg sýn Heiðar segist hafa auglýst eftir verkum fyrir sýninguna út frá þess- um hugmyndum og valið þau út frá þeim. „Það má segja að þessi sýning sé persónuleg sýn mín á bæði borgina og þetta svæði sem ég vel til að setja upp verkin,“ segir hann. „Valið lá í formrænni, fagurfræði- og hug- myndalegri útfærslu. Þetta voru sterkar tillögur og góð listaverk að því leytinu sem ég taldi munu hafa áhrif á áhorfendur. Valið byggðist einnig á því hvernig þau tengdust þessum stað sem ég var búinn að leggja til.“ Heiðar segir að nýr sýningarstjóri muni taka við Hjólinu á hverju ári fram til ársins 2022 og segist spennt- ur að sjá útfærslu annarra á sýning- unni. Spurður hvort hann óttist hnjask eða skemmdarverk á skúlp- túrunum sem allir eru sýndir utan- dyra svarar Heiðar neitandi en bætir við: „Ég er mátulega bjartsýnn á að borgarbúar taki þessum verkum vel en maður veit aldrei hvað gerist í hinu opinbera rými. Mörg verkin eru ekki unnin eins og hefðbundin úti- listaverk. Verkin eru ekki endilega úr steypu, járni eða bronsi eins og mað- ur þekkir hjá Ásmundi Sveinssyni eða Sigurjóni Ólafssyni. Sum verkin eru úr lífrænum efnum, plasti eða úr tré og eru mörg frekar brothætt. Maður bara vonar það besta, en við erum bjartsýn á að almenningur sýni skilning. Nú er sýningin að sigla inn í aðra viku og allt hefur gengið að ósk- um.“ Listaverk Hjólsins munu standa meðfram hjólastígum Reykjavíkur fram að 18. ágúst. Hjólað hjá höggmyndalist  Myndlistasýningin Hjól – Fallvelti mannsins sett upp meðfram hjólastígum Reykjavíkur Ljósmynd/Gulli Már Fjölbreytileg Eitt verkanna á sýningunni Hjólið er Exiting … eftir Evu Ísleifs. Fjölbreytileg myndverkin er að finna víða við hjólastíga í borginni. Heiðar Kári Rannversson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.