Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Tau verð 129.000 kr. Leður verð 159.000 kr. Nýir glæsilegir stólar frá Belgíu Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt á sjó í há- deginu í gær en hann mun starfa í viku sem kokkur. „Ég fer á sjó frá Grundarfirði. Ég skil bílinn eftir í Reykjavík og fer bara með sjópok- ann með mér. Það er nú svolítið langt síðan síðast en sonur minn er á sjó og svo kom það upp að kokkurinn þurfti að fara í frí og þá var hringt og spurt hvort ég vildi ekki bara vera kokkur,“ segir Ásmundur í samtali við Morgunblaðið en hann starfaði á sjó á árum áður. Spurður hvort þetta þýddi að hann myndi missa af leik Íslands á Nígeríu segir hann að sjómenn myndu horfa á leikinn á leiðinni út. „Það verður allt vitlaust,“ sagði Ásmundur í gær. Hann segir þetta vera fína tilbreytingu frá þing- störfum. „Ég tók viku í sveit í fyrra þannig að það verður fínt að taka viku á sjó núna. Aðeins að tæma hugann. Þetta er bara mjög gott.“ Morgunblaðið/Arnþór Þingmaður og kokkur Ásmundur hélt á sjó úr Grundarfirði í hádeginu í gær. Ásmundur Friðriks heldur á sjó í viku  Fín tilbreyting frá þingstörfum Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Skortur á hjúkrunarfræðingum yfir sumartímann verður ekki leystur með því að ráða útlenska hjúkrunar- fræðinga. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður for- stjóra Landspítalans, í samtali við Morgunblaðið. Um 1.000 Íslendingar menntaðir sem hjúkrunarfræðingar starfa á öðrum vettvangi en hjúkrun. Í ljósi sumarlokana á Landspítal- anum, m.a. vegna skorts á hjúkrun- arfræðingum, hefur sú spurning komið upp hvort sá vandi verði að einhverju leyti leystur með ráðningu hjúkrunarfræðinga frá útlöndum. Það hafi þó oft komið til tals á spít- alanum, segir Anna Sigrún. Útlend- ingar eru þó reglulega ráðnir í störf hjúkrunarfræðinga og aðrar stöður á spítalanum, en litið er á þær ráðn- ingar sem langtímaráðningar. Eru ráðnir til lengri tíma „Við höfum ekki ráðið útlenska hjúkrunarfræðinga til sumarstarfa vegna þess að það er allt of stuttur tími. Aðlögun tekur tíma, það þarf að koma fólki fyrir, koma því inn í tungumálið og kostnaður er því of mikill fyrir svo stutt starfstímabil, þ.e. sumarafleysingar,“ segir Anna Sigrún. Hjúkrun og önnur heilbrigð- isstörf yfirhöfuð eru mikil samskipta- störf og því skiptir íslenskukunnátta miklu máli. Þó eru einstaka greinar innan hjúkrunar þar sem kunnátta í íslensku er ekki eins mikilvæg og hægt er að nýta krafta útlenskra hjúkrunarfræðinga þar einnig. Sami fjöldi og var fyrir hrun „Við erum akkúrat á sama stað í ár og við vorum árið 2007,“ segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, um fjölda þeirra sem eru með erlent rík- isfang og eru ráðnir í fyrsta skipti sem hjúkrunarfræðingar á Landspít- alanum. Árið 2007 voru 23 erlendir hjúkrunarfræðingar ráðnir hjá LSH, 2008 var talan 12, en milli 2009 og 2015 fækkaði þeim ráðningum um- talsvert. Mikill kippur hefur þó orðið síð- ustu ár, en árið 2015 var fjöldinn þrír, 11 árið 2016 og í fyrra var fjöldinn kominn upp í 22. Hlutfall útlenskra hjúkrunarfræðinga er þó ansi lágt þegar litið er á það að alls starfa 1.500 hjúkrunarfræðingar hjá Landspítal- anum. Stöður ekki mannað- ar með fólki að utan  Útlenskt starfsfólk á LSH er fremur ráðið til lengri tíma Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Tala útlenskra hjúkrunarfræðinga hjá Landspítalanum hefur hækkað síðustu ár. Hlutfallið er þó lágt, 22 af 1.500 hjúkrunarfræðingum. Keahótel ehf. hafa fest kaup á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Fyrirtækið hyggst áfram reka hótelið undir sama nafni og halda rekstrinum áfram með sama móti og fyrir söluna. Hótel Katla er þriggja stjarna heilsárshótel. Hótelið er með 103 herbergi og veit- ingastað sem rúmar allt að 200 gesti. Hótel Katla bætist nú við hóp níu hótela sem Kea- hótel reka fyrir, en fyrirtækið rekur sex hótel í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi. Katla verður fyrsta hótel fyrirtækisins á suðurhluta landsins. Alls eru herbergi hótelkeðjunnar fyrir kaupin 794 tals- ins. Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahót- ela ehf., segist sjá mikla möguleika til frekari upp- byggingar á svæðinu, enda sé Hótel Katla vel stað- sett í fallegu umhverfi. Náttúrufegurðin í kringum hótelið hefur laðað til sín listamenn og kvikmynda- gerðarmenn sem hafa meðal annars nýtt svæðið sem sviðsmynd í sjónvarpsþáttum eins og Game of Thrones. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. Þegar hefur verið gengið frá kaupunum en í til- kynningu Keahótela er kaupverðið sagt trúnaðar- mál. Keahótel kaupa Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Krist- jánsson, oftast kenndur við Brim, keypti 34,1% hlut í félaginu á 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Með kaupunum myndaðist yfirtöku- skylda sem um 90% hluthafa hafa sagst ætla að hafna. Engar nýjar greiningar gerðar Morgunblaðið hafði samband við allar helstu greiningardeildir landsins til þess að spyrjast fyrir um af hverju engar greiningar hefðu verið gerðar og hvort búast mætti við verðmati frá þeim á næstunni. Allir greiningarað- ilar sögðu að ekkert nýlegt verðmat á HB Granda lægi fyrir og ekki væri forgangsatriði að gefa út greiningu á fyrirtækinu. Starfsmaður hjá IFS greiningu sagði að enginn viðskipta- vinur þeirra hefði kallað eftir grein- ingu á fyrirtækinu og því hefði það ekki verið forgangsmál hjá þeim að verðmeta félagið. Arion banki hefur ekki gert grein- ingu á fyrirtækinu, því Arion var hlut- hafi þegar HB Grandi var skráður á markað. Nú er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu og sagði viðmælandi blaðsins innan greiningardeildar- innar að það væri á döfinni að verð- meta fyrirtækið. Aðili sem Morgunblaðið setti sig í samband við sagði að greiningar- deildirnar teldu það skila litlum árangri og vera tilgangslaust að greina HB Granda sökum þess að eig- endur félagsins héldu flestir á stórum hlut í félaginu og stunduðu lítil við- skipti með þá, en fjórir stærstu hlut- hafar HB Granda eiga rétt tæplega tvo þriðju félagsins. Velta með bréf félagsins á markaði hefur verið lítil og því voru flest greiningarfyrirtæki landsins sammála um að HB Grandi væri ekki í forgangi hjá þeim. Yfirtökutilboð ekki runnið út Frá því að Guðmundur Kristjáns- son keypti hlut sinn í fyrirtækinu hef- ur hann tekið við sem forstjóri þess í stað Vilhjálms Vilhjálmssonar. Loftur Bjarni Gíslason, útgerðarstjóri frysti- skipa félagsins, hefur einnig látið af störfum en heimildir Morgunblaðsins herma að brotthvarf hans frá fyrir- tækinu tengist ekki forstjóraskiptun- um. Hinn 28. maí gerði Brim hluthöfum HB Granda yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu. Verðið hljóðaði upp á 34,3 krónur fyrir hvern hlut. En í greinargerð stjórnar HB Granda, sem gefin var út í gær, kemur fram að Brim hafi gert samkomulag við hlut- hafa sem eiga 90,05%, að meðtöldum eignarhlut Brims, þar sem þeir stað- festa að ganga ekki að yfir- tökutilboðinu. Yfirtökutilboðið gildir hins vegar til 29. júní. Íslandsbanki er umsjónaraðili tilboðsins. steingrimur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon HB Grandi Félagið er eina sjávarútvegsfyrirtækið sem skráð er í kauphöll. Ekkert verðmat í kjölfar tilboðs  Engar nýjar greiningar á HB Granda til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.