Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Kr. 5.990.- Str. S-XXL Fleiri litir Blússur Opið kl. 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið LAXDAL.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 20% AFSLÁTTUR Fisléttir dúnjakkar nú 15.900 kr. SUMAR YFIRHAFNIR Fyrsta sending af 500 pörum af íþróttaskóm sem söfnuðust í góð- gerðar- og fjölskylduhlaupinu „Skór til Afríku“ var afhent börn- um og ungmennum í SOS Barna- þorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í fyrradag. Það voru alsæl börn og ungmenni sem tóku við skónum en afhend- ingin fór fram daginn fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM í knatt- spyrnu. „Skór til Afríku“ var haldið af SOS Barnaþorpunum á Íslandi í samstarfi við miðla Árvakurs í byrjun mánaðarins. Fjögur SOS Barnaþorp eru í Nígeríu og þar munu skórnir koma að góðum notum. Gríðarleg fátækt er í Nígeríu þar sem 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Eins og þessar myndir bera vott um er mikil ánægja með skóna enda eru börnin í Nígeríu með sömu drauma um íþróttaiðkun og önnur börn. 130 Íslendingar styrkja verk- efni barnahjálparsamtakanna í Nígeríu með mánaðarlegum fram- lögum. 320 börn og ungmenni eru í 46 SOS fjölskyldum í þessum þorpum en miklu fleiri njóta að- stoðar samtakanna í gegnum sér- staka SOS fjölskyldueflingu. Styrktarforeldrar hjá SOS Barna- þorpunum tryggja umkomulaus- um börnum fjölskyldu, menntun, ást og umhyggju. Skórnir komnir til Nígeríu Gleði Börn og ungmenni í Abuja í Nígeríu voru hæstánægð með skósend- inguna frá Íslandi. Alls söfnuðust 500 pör hér á landi fyrir skemmstu.  Gleði meðal barna og ungmenna í Abuja í fyrradag „Verktakinn hefur um langt skeið óskað eftir viðræðum um tilhögun verkloka án mikilla undirtekta. Það eru því í hæsta máta kaldar kveðj- ur að þegar verktaki leggur fram drög til um- ræðu skuli for- svarsmaður verkkaupa telja eðlileg viðbrögð að lýsa því yfir í fjölmiðlum að ekkert sérstakt hafi komið upp og engar skýr- ingar séu á til- lögu verktakans að verkloka- dagsetningu. Tíminn væri að mati verktaka miklu betur nýttur í að ræða um þær aðgerðir sem hægt er að grípa til með samvinnu til að hraða þessu verki.“ Þetta segir Sigurður R. Ragn- arsson, stjórnarformaður Ósafls og forstjóri ÍAV, í tilefni ummæla Val- geirs Bergmann, framkvæmda- stjóra Vaðlaheiðarganga hf., á mbl.is sl. miðvikudag og í Morg- unblaðinu sl. fimmtudag þess efnis að Ósafl hafi ekki komið með skýr- ingar á töfum við gerð ganganna. Ósafl hafi komið með drög að nýrri verkáætlun sem reiknaði með verk- lokum í janúar á næsta ári. Fordæmalausar aðstæður Sigurður segir það óvenjulegt að sjá ábyrgðarmenn verka tjá sig um drög að áætlunum sem enn séu til umræðu á verkfundum. „Það er líka alkunna að við fram- kvæmdina hafa aðstæður verið al- gjörlega fordæmalausar eins og lesa má í úttektarskýrslu Friðriks Friðrikssonar, fyrrverandi for- manns stjórnar Vaðlaheiðarganga, sem unnin var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið árið 2017. Skýrslan staðfestir að gangamenn í Vaðlaheiðargöngum hafi lent í flest- um þeim óvæntu aðstæðum sem upp geta komið við gangagröft. Verktakinn hefur þurft að hafa mannskap og tæki að störfum einu og hálfu ári lengur en til stóð. Nú sér þó fyrir endann á verkinu, en allar fyrri áætlanir eru að sjálf- sögðu haldlausar við þessar að- stæður,“ segir Sigurður ennfremur. Kaldar kveðjur verkkaupa  Ósafl gagnrýnir Vaðlaheiðargöng hf. Sigurður R. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.