Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Flugvélaframleiðandinn Airbus og BMW-bílaverksmiðjan vöruðu bæði í gær við áhrifum þess ef Bretland yfir- gæfi Evrópusambandið án þess að samkomulag um viðskiptasamband Breta og ESB lægi fyrir. Sagði Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus í Bretlandi, að slík niðurstaða myndi setja framtíð fyrirtækisins innan Bretlands í voða, en tæplega 15.000 manns starfa við verksmiðjur þess þar. Ian Robertson, fulltrúi þýska bíl- smiðsins BMW í Bretlandi, tók í sama streng og sagði að óvissan um framtíð Bretlands væri þegar farin að hafa neikvæð áhrif á fjárfestingar í bresk- um bílaiðnaði. Írsku landamærin höfuðverkur Þykja yfirlýsingar fyrirtækjanna setja Theresu May forsætisráðherra Breta í þrönga stöðu, en hún hefur ekki viljað útiloka það að slíkt sam- komulag myndi ekki nást, í þeirri von að það myndi gera samningamenn Evrópusambandsins líklegri til þess að semja. May hefur hins vegar sagt að hún eigi von á því að samkomulag muni liggja fyrir áður en Bretar ganga úr Evrópusambandinu í mars á næsta ári. Viðræðurnar hafa hins vegar strandað að undanförnu á írsku landamærunum, en ekki liggur enn fyrir hvernig landamæravörslu og tollinnheimtu verður háttað á landa- mærum Írlands og Norður-Írlands. Þá hafa fulltrúar Evrópusambands- ins í viðræðunum gagnrýnt Breta og sagt óljóst hver samningsmarkmið þeirra séu. „Hræðsluáróður“ Stuðningsmenn útgöngu Breta sök- uðu hins vegar Airbus-fyrirtækið um að ýkja neikvæð áhrif Brexit, og voru forsvarsmenn þess jafnvel sakaðir um að hafa reynt að endurvekja hið svo- nefnda „Project Fear“, en það var við- urnefnið sem linnulítill hræðsluáróður aðildarsinna í aðdraganda Brexit-at- kvæðagreiðslunnar fékk. Keir Starmer, talsmaður Verka- mannaflokksins í málefnum Brexit, sagði hins vegar að yfirlýsingar fyrir- tækjanna sýndu það að May og Íhaldsflokkurinn væru að tefla fram- tíð bresks efnahags í hættu með því að neita að útiloka þann möguleika að Bretar drægju sig út úr viðræðunum við Evrópusambandið án þess að samningur lægi fyrir. Vara við áhrifum Brexit  Airbus og BMW segja hættu á að þau þurfi að loka stöðvum sínum í Bretlandi AFP Brexit Airbus rekur meðal annars þessa verksmiðju í Wales, sem setur sam- an vængi flugvéla. Alls starfa um 15.000 manns fyrir Airbus í Bretlandi. Rússar minntust þess í gær að 77 ár voru liðin frá því að Þjóðverjar hrintu í framkvæmd „Rauðskeggs-áætlun“ sinni eða Barbarossa. Vladimír Pútín Rússlandsforseti var á meðal þeirra sem tóku þátt í minningarathöfninni, en meðal annars var risastór blómsveigur lagður á minnismerki um síðari heimsstyrjöld í Moskvu, auk þess sem efnt var til hersýningar í tilefni af þessum tímamótum. AFP Innrásar Þjóðverja í Sovétríkin minnst í Moskvu 77 ár liðin frá Rauðskeggs-áætluninni Mannréttinda- stjóri Samein- uðu þjóðanna, Zeid Ra’ad Al Hussein, kallaði í gær eftir al- þjóðlegri rann- sókn á voða- verkum í Venesúela, en í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna um ástandið í Venesúela segir að öryggissveitir landsins séu á bakvið hundruð handahófs- kenndra morða á almennum borg- urum. Mannréttindaráð SÞ segist hafa öruggar heimildir fyrir því að öryggissveitir í Venesúela geri áhlaup á fátæk hverfi og felli unga menn, oft á þeirra heimilum. Framfylgd á lögum í Venesúela er svo að segja engin, sagði Zeid Ra’ad Al Hussein. Yfirvöld í Vene- súela hafa hingað til hafnað öllum ásökunum um mannréttindabrot í átökum sem geisa í landinu milli mótmælenda og yfirvalda, en djúp stjórnmála- og efnahagskreppa ríkir í Venesúela, og er mat- arskortur mikill. Hafa fjölmargir mótmælendur látist í átökum sem hafa brotist út í mótmælum gegn yfirvöldum síðasta árið. Óska eftir rannsókn á grimmdarverkum Zeid Ra’ad Al Hussein VENESÚELA Bjartari tímar eru framundan í efnahags- og fjármálum Grikkja eftir að Evrópulöndin nítján sem mynda Evru- myntbandalagið komust að sam- komulagi í gær, sem kemur Grikklandi út úr áralangri fjár- hagslegri björgunaraðstoð og ger- ir skuldir landsins þeim mun við- ráðanlegri. „Grikkland er statt á kaflaskilum, skuldastaða landsins er nú raunhæf. Ég held að gríska þjóðin geti brosað, þau geta andað á ný,“ sagði Dimitris Tzanakopou- los, talsmaður grísku ríkisstjórnar- innar, í frétt AFP. Í samningnum felst m.a. 10 ára frestun á endurgreiðslu milljarða- lána, sem gefur landinu öndunar- rými þar sem harðari gjalddagar gætu hafa þrengt enn frekar að efnahag landsins. Grikkland lenti í verulegum vandræðum í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008. Síðustu átta árin hefur landið þeg- ið 275 milljarða evra í fjárhags- aðstoð frá alþjóðlegum lán- ardrottnum. Kaflaskil í skulda- vanda Grikklands Dimitris Tzanakopoulos GRIKKLAND Voltaren Gel er bæði verkjastilland og bólgueyðandi Vöðva eða liðverkir? Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. i va dlega upplýsingar á umbúðum . 15% afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.