Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 27
MESSUR 27á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2018 (Lúk 6.) ORÐ DAGSINS: Verið miskunnsamir AKUREYRARKIRKJA | Jónsmessa kl. 11. Fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Prestur er Guðmundur Guðmundsson. Alexander Edel- stein leikur á píanó. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar og flytur hugleiðingu. Org- anisti er Kristín J. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða söng. Kaffi og meðlæti á eftir. ÁSKIRKJA | Áskirkja verður lokuð til júlíloka vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks kirkjunnar. Ekkert helgihald verður í kirkjunni fyrr en eftir verslunarmannahelgi. ÁSTJARNARKIRKJA | Hjólreiðamessa kl. 10. Þjóðkirkjusöfnuðirnir í Hafnarfirði, á Álftanesi og í Garðabæ bjóða til sameiginlegrar hjólreiða- messu. Guðsþjónustan hefst í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 10. Þaðan verður hjólað til Hafnarfjarðarkirkju og síðan til Víðistaðakirkju og að lokum til Garða- kirkju. Einn liður messunnar fer fram í hverri kirkju. Prestar safnaðanna annast messuna. Boðið verður upp á léttar veitingar. BESSASTAÐASÓKN | Hjólreiðamessa á Jóns- messu; sjá nánar í Garðakirkju. BREIÐHOLTSKIRKJA | Göngumessa þjóð- kirkjusafnaðanna í Breiðholti. Gengið verður frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju kl. 10. Þar hefst messa kl. 11. Kaffisopi eftir messu og akstur að Breiðholtskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA | Morgunmessa kl. 11. Kantor Jónas Þórir og Kór Bústaðakirkju. Messuþjónar og sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti er Guðný Ein- arsdóttir. Veitingar í safnaðarsal að messu lok- inni. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og mán. mið og fös. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar. Félagar úr Dóm- kórnum syngja og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi. EIRÍKSSTAÐAKIRKJA | Sumarmessa 24. júní kl. 14. Prestur er Þorgeir Arason. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Almennur söngur. Hringjari Gréta Þórðardóttir. FELLA- og Hólakirkja | Göngumessur Breið- holtssafnaðanna í júní. Sunnudaginn 24. júní er síðasta göngumessan. Gengið verður frá Breið- holtskirkju kl. 10 til Seljakirkju þar sem messa hefst kl. 11. Boðið verður upp á kirkjukaffi í lok hverrar messu og einnig ökuferð til baka að upphafs- stað göngunnar. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa sunnudag kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Söng- hópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. GARÐAKIRKJA | Hjólreiðamessa á Jóns- messu í Garðabæ og Hafnarfirði. Í Garðabæ hefst messan í Vídalínskirkju kl. 10 og síðan er hjólað á milli kirkna og messan heldur áfram á hverjum stað. Stefnt er að því að vera í Garðakirkju kl. 11.50 og haldið heim að lokinni altarisgöngu kl. 12.20. Hressing verður í boði á leiðinni. GLERÁRKIRKJA | Mannakornsmessa kl. 20 sunnudag. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Krossbandið sér um tónlistina. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar. Org- anisti er Hákon Leifsson og forsöngvari leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Org- anisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr Kirkju- kór Grensáskirkju leiða söng. Heitt á könnunni. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Grund- arkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 20. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi- sopi eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl 11. Ferming. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti er Douglas A. Brotchie. Kaffisopi. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Stein- ar Sólbergsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Alþjóðlegt orgels- umar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson organisti Hall- grímskirkju leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Steinar Logi Helgason. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. HVALSNESKIRKJA | Sunnudagskvöld í kirkj- unni kl. 20. Umsjón hefur sr. Elínborg Gísladótt- ir. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnudaginn kl. 20. Samkoma með lofgjörð og fyrirbænum. Ólafur H. Knútsson prédikar. Heilög kvöld- máltíð. Eftir stundina verður boðið upp á gott samfélag og kaffi. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðþjónusta og tónlist undir stjórn Ósk- ars Einarssonar kl. 20. Einsöng flytur Katrín Val- dís Hjartardóttir. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjónusta og skírn 24. júní kl. 18. Athugið breyttan messutíma! Sr. Pétur prédikar og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra Jóns- dóttir. Saxófónleikarinn Joakim Berghall leikur í messunni. Organisti er Árni Heiðar Karlsson, fé- lagar úr Fjárlaganefnd leiða söng og svör undir hans stjórn. Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum. Á eftir er gúllassúpa, kr. 1000, og má svo fá sér eins oft og magamál leyfir eða með- an eitthvað er til í pottunum. Ekki posi á staðn- um. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjón- usta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti stjórnar almennum safnaðarsöng. Prestur er Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SELJAKIRKJA | Gönguguðsþjónusta Breið- holtssafnaða. Safnast verður saman við Breið- holtskirkju kl. 10 og gengið til Seljakirkju, þar sem guðsþjónusta hefst kl. 11. Sr. Ólafur Jó- hann Borgþórsson prédikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Að lokinni guðsþjón- ustu verður boðið upp á kaffihlaðborð og svo akstur til Breiðholtskirkju. Guðsþjónusta í Skóg- arbæ kl. 15.30. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Tómas Guðni Eggertsson leikur á flyg- ilinn. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund í Lyfjafræðisafninu við Nesstofu kl. 11. Jóns- messunni fagnað. Sóknarprestur þjónar og org- anisti kirkjunnar mætir með harmónikkuna. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Hjólreiðamessa á Jóns- messu í Garðabæ og Hafnarfirði. Í Garðabæ hefst messan í Vídalínskirkju kl. 10 og síðan er hjólað á milli kirkna og messan heldur áfram á hverjum stað. Stefnt er að því að vera í Garða- kirkju kl. 11.50 og haldið heim að lokinni alt- arisgöngu kl. 12.20. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hjólreiða- messa í Hafnarfirði og Garðabæ. Komið við í Víðistaðakirju kl. 11. Stund í kirkjunni og hress- ing í safnaðarsal. Sjá nánar á vidistadakirkja.is ÞINGVALLAKIRKJA | Messa sunnudag kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, ann- ast prestsþjónustuna. Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson. Morgunblaðið/RAX Kirkjur Úthlíðarkirkja Það að arabalönd- unum mistókst að ná aftur þeim land- svæðum sem glatast höfðu í Sex daga stríð- inu varð til þess að landnám Ísr- aelsmanna jókst á hernumdu svæðunum, bæði á Vesturbakk- anum og í Austur- Jerúsalem. Á meðan Verkamannaflokk- urinn fór með völd takmörkuðust landnemabyggðirnar við svæði þar sem ekki var nein búseta fyrir. En þegar hægrivængurinn vann kosn- ingasigur og Menachem Begin varð forsætisráðherra árið 1977, var haf- ist handa við að reisa landnema- byggðir á eins mörgum stöðum á hernumdu svæðunum og hægt var til að tryggja eignarhald Ísr- aelsmanna á hinu hernumda landi. Í dag má telja landnema Ísr- aelsmanna í hundruðum þúsunda á hernumdum svæðum Palestínu. Menachem Begin, forsætiráðherra Ísraels og Saddat Egyptalands- forseti sömdu frið milli landanna árið 1979 – hið svokallða Camp David-samkomulag. Skiluðu Ísr- aelsmenn þá Sínaískaganum til Egypta. Þrátt fyrir byltingar og blóðug stjórnarskipti í Egyptalandi síðan stendur friðarsamkomulagið enn. Eftir margra ára átök og mis- lukkaðar samningaumleitanir ákváðu Ísraelsmenn og PLO, Frels- issamtök Palestínu, að semja frið árið 1993. Samningurinn kallast Oslóarsamkomulagið, enda samið um það í Osló. Palestínumenn fengu samkvæmt því rétt til að stjórna eigin málum á Vesturbakkanum og í Gasa á móti því að viðurkenna til- verurétt Ísraels. Enn hefur ekki verið hægt að ganga frá samningum sem skilgreina þetta svæði nánar. Og smátt og smátt hafa samningar fjarað út. Palestínumenn eru auk þess klofnir í andstöðu sinni. Fatah sem er pólitísk hlið PLO stýrir Vesturbakkanum en Hamas- samtökin Gasa. Hamas viðurkennir ekki tilvist Ísraels og hefur háð margar styrjaldir við Ísraelsmenn, skotið rakettum á landsvæði þeirra og gert sjálfsmorðssprengjuárásir. Ísraelsmenn hafa svarað af fullri hörku með loftárásum og hernaði á landi. Nú hafa Hamas og Fatah samið frið sín á milli. PLO var stofnað 2. júní 1964 í Kaíró. Yasser Arafat var leiðtogi PLO frá 1969 til dauðadags árið 2004. Hann stofnaði Fatah- hreyfinguna. Al Aqsa-hreyfingin var hernaðararmur þeirra og háði hreyfingin lengi skærustríð við Ísr- ael. PLO var staðsett fyrst í Jórd- aníu en síðan Líbanon. Þeir tóku þátt í borgarastríðinu þar. Þegar Ísrael réðst inn í Líbanon 1982 flúði stjórn PLO til Túnis. Hamas- hreyfingin var stofnuð 14. desem- ber 1987 á Gaza. Nafn hreyfingarinnar er stytting á arabíska heitinu „Íslamska and- spyrnuhreyfingin“. Hamas varð til í fyrstu Intifadauppreisn Pal- estínumanna. Intifada merkir uppreisn eða það að hrista af sér – í þessu tilfelli ok kúgara. Fyrsta sjálfsvígs- árásin sem Hamas stóð að var gerð árið 1994. Síðan skipta þær hundruðum. Hreyfingin var kosin til valda á Gaza árið 2006. Auk þeirra styrjalda sem hér hafa verið nefndar hafa Ísralsmenn og arabar háð marga aðra hildina í 70 ára sögu Ísraels. Þar má nefna að Ísr- aelsmenn hafa gert margar innrásir í Gaza og í Líbanon. Og á sjöunda áratugnum stóðu PLO samtökin fyrir mörgum hryðjuverkaárásum og flugránum víða um heim. Árið 1982 sóttu hersveitir Ísraela allt að Beirut í Líbanon með stuðningi líb- anskra skæruliða. Markmiðið var að hrekja PLO þaðan, en þá voru höfuðstöðvar þeirra þar. Innrásin var gagnrýnd gríðarlega á al- þjóðavettvangi, sérstaklega fyrir fjöldamorð sem voru framin í flótta- mannabúðum Palestínuaraba í Sabra og Shatila. Árið 2002 byrjuðu Ísraelsmenn að reisa múr kringum Vesturbakk- ann eftir Intifada – uppreisn Pal- estínumanna. Markmiðið var að hindra sjálfsmorðssprenguárásir. Hann er um 800 km að lengd og minnir víða á Berlínarmúrinn. Al- þjóðadómstóllinn í Haag lýsti því yfir árið 2004 að múrinn bryti gegn alþjóðalögum. Sjálfsvígsárásum hefur fækkað en múrinn hefur gert líf Palestínumanna illþolanlegt. Það er því miður erfitt að benda á lausnir á þessum átökum öllum. Al- þjóðasamfélagið hefur stutt tveggja ríkja hugmyndina svokölluðu, um tvö sjálfstæð ríki Ísraels og Palest- ínu. En margir halda því fram að ekki sé lengur mögulegt að koma þessari hugmynd í verk vegna land- náms Ísraela. Aðrir hafa lagt til sambandsríki Vesturbakkans og Jórdaníu. En þá verður Gaza út- undan. Eitt sameinað ríki virðist líka fjarri, því gyðingum fjölgar hægt en aröbum þess hraðar og yrðu gyðingar fljótt í minnihluta í slíku ríki. Ekki má gleyma að ¼ borgara Ísraels eru ekki gyðingar. Ekki hefur nýjasta aðgerð Donalds Trump Bandaríkjaforseta lægt öld- urnar, að flytja sendiráð USA til Jerúsalem og viðurkenna hana sem höfuðborg Ísraels. Ísrael 70 ára – Landnám og Intifada Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson » Það er því miður erfitt að benda á lausnir á þessum átökum öllum. Höfundur er prestur. Aðskilnaðarmúrinn sem Ísraelsmenn settu upp milli Ísraels og Palestínu stendur enn. Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Vanni umgjörð kr. 27.900,- Vanni umgjarðir eru hágæða ítölsk hönnun. Handsmíði fagmanna með áratuga kunnáttu og þekkingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.