Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.2018, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 3. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  146. tölublað  106. árgangur  ORGELSUM- ARIÐ BYRJAR AF KRAFTI HESTALEIGA Í LAXNESI Í HÁLFA ÖLD PÓRI RÉTT AÐ BYRJA 18BJÖRN STEINAR 39 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2:0 fyrir landsliði Nígeríu á heimsmeistaramótinu á Volgograd Arena í Rússlandi í gær. Eftir aðra umferð í riðlakeppni mótsins er eini möguleiki liðsins á að komast áfram, upp úr sínum riðli, að sigra Króatíu á þriðjudag og þar að auki þarf liðið að treysta á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu sama dag. Leikirnir fara fram sam- tímis og ljóst er að spennan verður mikil. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, var að vonum svekktur með úrslit leiksins. „Næsta skref er að rýna í hvað fór úrskeiðis að þessu sinni, læra af því og búa okkur um leið undir næstu viðureign. Það er bara áfram gakk og fram með kass- ann,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið í gær. Strax að loknum leik flaug lands- liðið aftur í æfingabúðir sínar í Kab- ardinka við Svartahaf, þar sem það æfir fyrir leikinn á þriðjudag. Á morgun verður svo haldið til Rostov við Don þar sem leikurinn gegn Kró- atíu fer fram. Líta á björtu hliðarnar Um þrjú þúsund Íslendingar voru á leiknum og voru viðmælendur Morgunblaðsins í Rússlandi í senn vonsviknir og vongóðir. „Þrátt fyrir tapið í kvöld finnst mér strákarnir hafa staðið sig vel og ég hef trú á þeim áfram,“ sagði Elís Árni Jóns- son í samtali við blaðið. Fjölmargir fylgdust einnig með leiknum á risa- skjám á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Hljómskálagarði þar sem talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi verið. Einnig var þéttsetið á Ingólfstorgi og á túninu við Vesturbæjarlaug. Morgunblaðið/Eggert Svekktur Gylfi Þór Sigurðsson brenndi af vítaspyrnu í leiknum. „Auðvitað hugsaði ég bara um að skora, það er leiðinlegt þegar þetta fer svona en maður verður bara að halda áfram,“ sagði hann. Vonbrigði í Volgograd Stemning Um þrjú þúsund Íslendingar hvöttu landsliðið til dáða í Volgograd. Stemningin dofnaði í síðari hálfleik.  Karlalandsliðið tapaði fyrir Nígeríu  Enn er von um að komast áfram  Íslendingar vonsviknir en vongóðir M »4, 6, 11, íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.