Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.06.2018, Qupperneq 22
MATUR Þumalputtareglan fyrir kokkteilboð er að meðalmanneskjan borðar 5-7forréttabita á fyrstu klukkustund boðs og svo 2-4 bita á klukkustundinniþar á eftir. Það er ágæt regla að bjóða uppá blöndu af léttum réttum og
þyngri annars vegar og heitum og köldum bitum hins vegar.
Hve marga bita þarf á mann?
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.6. 2018
GettyImages/iStockphoto
Matur á
miðju
sumri
Íslendingar hafa ekki haft fyrir
sið að halda upp á Jónsmess-
una eins og nágrannar okkar á
hinum norrænu löndunum þar
sem hefðir tengdar þessari há-
tíð eru fastmótaðar. Hér á landi
er um að gera að nota tækifær-
ið, búa til sína eigin hefð og
fagna sumri með því að elda
mat og blanda drykki sem
koma með sumar í hjarta, óháð
því hvort sólin skín eða ekki.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Þessi drykkur er kjörinn
drykkur fyrir sumarveisl-
una og HM-leikina sem
framundan eru. Svava
Gunnarsdóttir var að birta
þessa frísklegu uppskrift á
matarblogginu sínu Ljúf-
meti og lekkerheit, ljuf-
meti.com.
2-3 cl gin (hún notar Tan-
queray)
2 cl sykursíróp (sjóðið vatn
og sykur í jöfnum hlutföllum
saman þar til sykurinn hefur
bráðnað – tekur enga stund!)
3 cl sítrónusafi
freyðivín (það fór 1 flaska í 4
glös)
klaki
sítróna
Hellið gini, sykursírópi og sí-
trónusafa í stórt vínglas. Fyllið
glasið með klaka og hellið síðan
freyðivíni í það. Hrærið varlega
í glasinu. Setjið sítrónusneið í
glasið og berið strax fram.
Ferskur drykkur með
freyðivíni, gini og sítrónu
Hér er best að nota ferskan
maís beint af stönglinum.
Safinn frá tómötunum gefur
súran blæ svo það þarf ekki
að nota neitt edik í þetta sal-
at. Það er hægt að borða
þetta eins og er eða bæta
við elduðum hrísgrjónum
eða baunum til að gera sal-
atið matarmeira. Þá er
komin mjög sumarleg og
fersk máltíð. Uppskriftin er
fyrir fjóra.
2-3 bollar maís, hrár eða eld-
aður (af fjórum til sex stöngl-
um)
1 stór eða 2 meðalstórir
þroskaðir tómatar
1 bolli mulinn fetaostur
3 msk. jómfrúarólífuolía
½ bolli skorin fersk myntulauf
salt og pipar eftir smekk
Blandið maísnum, tómöt-
unum og ostinum saman í
skál. Hellið ólífuolíunni sam-
an við og blandið.
Bætið við myntulaufunum
og hrærið aftur saman.
Smakkið til með salti og pipar.
Maíssalat með tómötum,
fetaosti og myntu