Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Síðustu vikur var birtur fjöldi„frétta“ um hvar kínverska
geimstöðin gæti komið niður og
hverjir gætu fundið fyrir því.
Jafnan fylgdi að
sérfræðingar
segðu að líkurnar
á því að geimstöðin
lenti „á þér“ væru
þær sömu og að þú
yrðir fyrir eldingu
tvo daga í röð.
Ólíklegt er þó að
„þú“ yrðir tiltækur fyrir seinni
eldinguna. Páll Vilhjálmsson
skrifar:
Fréttir um framtíðina eru spá-sagnir um óorðna hluti. Eng-
inn veit með nokkurri vissu hvað
framtíðin ber í skauti sér.
Eftirspurnin er þó fyrir hendiog gæti-fréttir reyna að
anna henni. Fjölmiðlar vilja vera
hluti af daglegu lífi fólks.
Til skamms tíma þótti nóg aðþeir flyttu nýlegar fréttir,
svo fóru þeir að flytja raun-
tímafréttir í beinni útsendingu.
En núna er það ekki nóg. Gæti-
fréttir segja okkur hvað gerist í
framtíðinni. Við gætum dregist
inn í tollastríð Kína og Banda-
ríkjanna; Grænlandsjökull gæti
bráðnað; plast gæti ógnað lífríki
sjávar; Norður-Kórea gæti hrund-
ið af stað kjarnorkustyrjöld og
svo framvegis.
Flestar gæti-fréttir boða hörm-ungar í einni eða annarri
mynd. Löngu fyrir daga fjölmiðla
sáu prestar um fréttir af framtíð-
inni.
Trúarmiðstöðvar eins og Delfí íForn-Grikklandi voru upp-
spretta gætu-frétta. Opin spurn-
ing er hvort það sé framför að
heimildarmenn gætu-frétta sam-
tímans séu af holdi og blóði.“
Páll Vilhjálmsson
Gæti verið rétt
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 5.4., kl. 18.00
Reykjavík 4 heiðskírt
Bolungarvík 0 léttskýjað
Akureyri 0 skúrir
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 4 skúrir
Ósló 4 þoka
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Stokkhólmur 4 þoka
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 7 léttskýjað
Brussel 8 léttskýjað
Dublin 7 skýjað
Glasgow 9 skýjað
London 11 léttskýjað
París 10 alskýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 5 rigning
Berlín 10 skýjað
Vín 14 skúrir
Moskva 6 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 16 heiðskírt
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 16 þrumuveður
Aþena 20 heiðskírt
Winnipeg -6 léttskýjað
Montreal -7 léttskýjað
New York 4 léttskýjað
Chicago 0 skýjað
Orlando 21 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:28 20:34
ÍSAFJÖRÐUR 6:27 20:45
SIGLUFJÖRÐUR 6:09 20:28
DJÚPIVOGUR 5:56 20:05
Rannsókn á Þingeyraklaustri undir
stjórn Steinunnar J. Kristjáns-
dóttur fékk hæsta styrkinn úr forn-
minjasjóði í ár, fimm milljónir
króna. Úthlutað var úr sjóðnum nú
um páskana. Alls bárust 77 um-
sóknir en veittir voru styrkir til 20
verkefna. Heildarupphæð þessara
77 umsókna nam 213.000.000 kr., en
heildarupphæð úhlutunar er
45.670.000 kr.
Næsthæsta styrkinn fékk Forn-
leifastofnunin til rannsókna á forn-
um rústum í Ólafsdal, fjórar millj-
ónir króna. Tíu umsækjendur fengu
þriggja milljóna króna styrk; Forn-
leifafræðistofan til rannsókna á
Stöð í Stöðvarfirði og mið-
aldabænum Arfabót á Mýrdals-
sandi, Náttúrustofa Vestfjarða til
að rannsaka miðaldabýli á Auðkúlu
og Fornleifastofnunin til rannsókna
á hernáminu frá sjónarhóli forn-
leifafræði og til rannsókna á byggð
í Skaftártungu.
gudmundur@mbl.is.
Fimm
milljónir í
Þingeyrar
Afgreiðslutími sundlauganna í Árbæ
og Grafarvogi í Reykjavík verður
lengdur frá og með komandi helgi,
þannig að þar verður opið alla daga
vikunnar fram til klukkan 22. Er það
til samræmis við það sem gerist í
öðrum sundlaugum í Reykjavík. Á
fyrri stigum höfðu komið fram und-
irskriftalistar þar sem óskað var eft-
ir þessari þjónustubót og tillaga um
þetta kom fram í borgarstjórn, sem
var samþykkt fyrir nokkru.
Með breytingu þessari verða allar
sundlaugarnar í Reykjavík, utan
Klébergslaugar á Kjalarnesi, opn-
aðar kl. 6:30 á morgnana virka daga
og kl. 9 um helgar, en Laugardals-
laug og Sundhöllin við Barónsstíg þá
klukkustund fyrr. Í hinn endann
verður afgreiðslutími samræmdur,
þ.e. allir fara upp úr kl. 22. Kostn-
aður við lengri afgreiðslutíma í Ár-
bæjar- og Grafarvogslaug, sem til
þessa hafa verið lokaðar á kvöldin
frá föstudegi til og með sunnudegi,
er áætlaður 12 milljónir króna sam-
tals, skv. upplýsingum frá Steinþóri
Einarssyni, skrifstofustjóra hjá
ÍTR. Hann segir lengri afgreiðslu-
tíma í laugunum fram á kvöld um
helgar hafa mælst vel fyrir, til dæm-
is í laugum næst miðborginni sem
ferðamenn sæki mikið. Vestur-
bæjarlaug og Sundhöllin sem nýlega
var opnuð eftir endurbætur komi
þar sterkar inn. sbs@mbl.is
Lengur opið í sundlaugum úthverfa
Til kl. 22 um helgar í Árbæ og Grafarvogi Kostar borgina 12 milljónir kr.
Morgunblaðið/Golli
Sund Undir bununni í Árbæjarlaug.
Í texta undir mynd frá útför Ingi-
mundar Sigfússonar í blaðinu í gær
féll niður nafn einsöngvara. Hann
heitir Ágúst Ólafsson og söng
Ständchen eftir Franz Schubert.
Nafn féll niður