Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 14

Morgunblaðið - 06.04.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur hefur sam- þykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Mógilsár við Kollafjörð. Breytingin felur meðal annars í sér aukið byggingarmagn. Samhliða þessu eru kynntar hugmyndir um nýjan veitingastað og hótel við Esju- stofu. Með því hækkar þjónustustigið við fjallið sem laðar að sér stöðugt fleiri gesti ár hvert. Pjetur Árnason, einn eigenda Esjustofu, segir fyrirtækið að baki þessum áformum. Verkefnið hafi ver- ið í vinnslu í nokkur ár og sé í sam- starfi við fjárfesta. Hann tekur fram að verkefnið sé á hugmyndastigi og að framkvæmdir hafi ekki verið tíma- settar. Hins vegar sé ætlunin að hefja þær á næstu árum. „Hverjar eru óskir viðskiptavina? Það er að hafa opið allt árið. Það er að hafa salerni og möguleika á gistingu. Það er að hafa sturtu og heita potta. Þess vegna fórum við í þessa vegferð og deiliskipulagsvinnu alla. Þetta er búið að taka fjögur ár,“ segir hann. Þurfa varanlegt húsnæði Pjetur segir rekstur Esjustofu hafa staðið yfir í um tíu ár. Nú sé ætl- unin að reksturinn og fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði opin allt árið. „Til þess þarf að reisa varanlega byggingu. Núverandi húsnæði var flutt á staðinn,“ segir Pjetur en veit- ingaleyfið var gefið út 2008. Hann segir verkefnið nú verða unnið frekar. Það eigi eftir að fara í gegnum lengra skipulagsferli. Pjetur segir aðspurður enga ákvörðun hafa verið tekna um bíla- stæði sunnan við A-reitinn. Það sama gildi um hugsanlega uppbyggingu á B-reitnum. Vesturlandsvegur færður til Skipulagssvæðið heitir Þ1 – Þjón- ustumiðstöð við Mógilsá. Vegna nýs deiliskipulags Vesturlandsvegar fær- ast mörk þeirrar lóðar norðar á 150 metra kafla. Framkvæmdir við veg- inn eru áformaðar. „Heimilt byggingarmagn á bygg- ingarreit A er aukið og skilmálum um leyfilega þjónustu breytt. Leyfilegt byggingarmagn á reit A verður við breytingu þessa 2.400 fermetrar, auk kjallara undir hluta,“ segir í grein- argerð um verkefnið. Við það bætast svonefnd B-rými með svalagöngum og inngörðum. Með B-rýmum fer byggingarmagnið í um 3.000 fer- metra. Þau eru sögð „hafa lítil sýnileg áhrif á ásýnd eða umfang mannvirkis en auka mjög á gæði hótelhlutans“. Heimilt í jaðri græna trefilsins Bætt er við ákvæði um að leyfa gististarfsemi á svæðinu. Vísað er til græna trefilsins, skógræktar- og úti- vistarsvæðis við ytri mörk sveitar- félaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu. „Í jaðri græna trefilsins er heimilt að byggja upp þjónustu við ferðafólk, s.s. veitinga- og gistiþjónustu, enda verði staðið að hönnun og frágangi mannvirkja þannig að þau falli vel að umhverfinu og valdi ekki neikvæðum umhverfisáhrifum.“ Sé opin almenningi Þá segir í greinargerðinni að þjón- ustan skuli vera opin og aðgengileg almenningi og þjóna öllum gestum á svæðinu, ekki eingöngu hótelgestum. Byggingar skuli rúma þjónustu fyrir göngufólk sem fer á Esjuna. Jafn- framt skuli reiknað með upplýsinga- miðstöð um skógrækt í samvinnu við Rannsóknarstöð skógræktar á Mó- gilsá. Jafnframt segir í greinargerð- inni að húshlutar skuli markvisst brotnir upp til að tryggja að bygg- ingin falli sem best að landinu. Bygg- ingar skulu vera 1-2 hæðir og heimilt er að hafa kjallara undir hluta þeirra. Esjan er eitt vinsælasta útivistar- svæði höfuðborgarsvæðisins. Þangað leggur töluverður hóp leið sína flesta daga ársins. Umferðin hefur aukist mikið um veturinn. Til dæmis var sagt frá því í Morgunblaðinu í janúar að illa búnir erlendir ferðamenn hefðu lent í vandræðum í hlíðum Esj- unnar. Meðal annars voru japanskir ferðamenn á leið upp fjallið á striga- skóm. Mikill ís var á stígum. Áforma hótel við Esjurætur  Borgarráð Reykjavíkur samþykkir breytt deiliskipulag Mógilsár við Kollafjörð  Heimilt verður að reisa um 3.000 fermetra byggingu fyrir hótel og veitingasölu Teikning/Teiknistofa arkitekta - Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Grænar áherslur Fram kemur í greinargerð að að lágmarki 60% útveggja skuli klædd viðarborðum. Teikning/Teiknistofa arkitekta - Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Undir fjallshlíðum Hótelbyggingin mun setja svip á umhverfið. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og Samningatækni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er meðal þess sem verður í sviðsljósinu í fyrir- lestramaraþoni Háskólans í Reykjavík í há- deginu í dag. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér fjöl- breyttar rann- sóknir fræði- manna skólans í örstuttum fyrir- lestrum sem verða þrjátíu talsins. Meðal annars efnis á boð- stólum er kynjamunur í kennslu- könnunum, nýting varma frá álver- um, duldar auglýsingar, gervi- greind, launamunur íþróttamanna. Þá verður fjallað um muninn á full- veldi og sjálfstæði Íslands. Kristján Vigfússon aðjunkt, sem kennir stefnumótun og samninga- tækni við HR, segir að Trump hafi gefið út fjórar víðlesnar bækur um samningatækni í viðskiptum áður en hann settist á forsetastól og telji sig því á heimavelli þegar hann beitir henni í stjórnmálum. Fleyg eru ummæli hans á Twitter fyrir nokkrum árum: „Samningar eru mín listgrein.“ En Kristján gefur Trump ekki háa einkunn. Hann segir að margt af því sem hann ástundi þyki ekki góð latína í hefðbundnum samn- ingafræðum. Trump beitir m.a. hót- unum og blekkingum, lofar ýmsu sem hann getur ekki staðið við, reynir að ráðskast með fólk, höfðar til hégóma og fer rangt með stað- reyndir. Hann er að auki óþolin- móður og hvatvís. Dæmi um þetta allt eru tekin í fyrirlestrinum. Fyrirlestarnir í hádeginu í dag eru á fimm meginsviðum. lögfræði, tæknifræði og verkfræði, tölvunar- fræði, íþróttafræði og sálfræði, við- skiptafræði og hagfræði. Endur- spegla þeir þá breidd sem er í kennslu og rannsóknum í HR. Í dag verða ennfremur HR-verð- launin afhent en þar fá þeir starfs- menn sem þykja hafa skarað fram úr á sviði þjónustu, rannsókna og kennslu afhenta viðurkenningu. Nemendur og starfsmenn HR sjá um að tilnefna kandidata og síðan er það í höndum dómnefnda skip- uðum nemendum og starfsfólki að velja hver eru fremst meðal jafn- ingja. Er Trump snjall samningamaður?  Opið fyrirlestramaraþon í HR í dag Kristján Vigfússon Félag stjórnenda leikskóla lýsir áhyggjum af viðvarandi skorti á leikskólakennurum og ekki síst í ljósi hugmynda um að fjölga leik- skólarýmum um mörg hundruð með stofnun ungbarnadeilda í Reykjavík. „Félagið lýsir um leið yfir áhyggjum sínum og bendir á við- varandi starfsmannavanda og skort á leikskólakennurum sem er nú þegar fyrir hendi. Allt bendir til þess að ekki muni draga úr þessum vanda á komandi hausti miðað við óbreytt ástand. Á sama tíma stend- ur til að opna ungbarnadeildir og fjölga leikskólarýmum um 700-800 í Reykjavík en það kallar á fleira starfsfólk og mun auka enn á þann vanda sem fyrir er,“ segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Morgunblaðið/Ómar Framtíðin Mikill vandi hefur verið í leik- skólamálum í Reykjavík undanfarin ár. Fleiri leikskólarými munu skapa meiri vanda í Reykjavík Erlendur ferða- maður lét lífið í umferðarslysi skammt austan við Vík í Mýrdal í fyrrakvöld. Þrír voru í bifreiðinni sem, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, fór nokkrar veltur. Hinir tveir sem í bílnum voru slösuðust lítillega, en voru fluttir á sjúkrahús til skoð- unar og aðhlynningar. Hinn látni, sem fæddur var árið 1994, var ökumaður bílsins og var hann fluttur á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ferðamaður lét lífið í bílslysi við Vík Slys Maðurinn var fluttur með þyrlu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.