Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Verð 10.490 kr. Verð 7.990 kr. Verð 9.990 kr. Verð 10.990 kr. Verð 10.990 kr. Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Glæsileg ný sending Undirskriftasöfn- un er hafin á net- inu í Lundúnum þar sem þess er krafist að rann- sókn á því þegar innbrotsþjófur var stunginn til bana verði hætt. Lögregla hand- tók á miðvikudag 78 ára gamlan ellilífeyrisþega, Richard Osborn- Brooks, og ákærði hann fyrir mann- dráp. Tveir menn brutust inn í hús hans fyrr um daginn og ógnuðu hon- um með skrúfjárni. Osborn-Brooks lenti í átökum við annan þjófinn, sem fékk stungusár og lést á sjúkrahúsi. Osborn-Brooks hefur nú verið lát- inn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir dóm í maí. Málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og hefur m.a. verið stofnaður þráður undir yfirskriftinni #FreeRich- ardOsbornBrooks. Mótmæla ákæru Richard Osborn- Brooks Armando Obdola, yfirmaður mann- réttindasamtakanna Kape Kape, sagði í gær að um það bil 70 börn hefðu látist frá því í janúar vegna mislingafaraldurs í austurhluta Venesúela. Sagði Obdola að mik- ilvægt væri að boða til neyðar- ástands vegna faraldursins. Börnin tilheyrðu öll Warao- ættbálknum, sem lifir í afskekktum frumskógarhluta Venesúela. „Það eru engin lyf og læknarnir og hjúkr- unarfræðingarnir geta ekkert gert,“ sagði Obdola. Suður-Ameríka var sögð vera laus við mislinga árið 2016, en heilbrigð- issamtök Ameríkuríkja, PAHO, sögðu í síðasta mánuði að sjúkdóm- urinn hefði komið aftur upp í Vene- súela. Um 159 tilfelli hafa verið skráð þar frá áramótum, og er það hið mesta í Suður-Ameríku. Það land sem hafði næstflest tilfelli var Brasilía með 14 tilfelli, og reyndist í öllum tilfellum um venesúelska rík- isborgara að ræða, sem ekki höfðu verið bólusettir. Skortur á mat og lyfjum Efnahagsástandið í Venesúela hefur farið hríðversnandi á síðustu misserum og leitt til þess að matvæli og lyf skortir reglulega. Þá bætir ekki úr skák að erfitt er að komast að sumum svæðum landsins með slíkar nauðsynjar og því erfitt að bregðast við þegar faraldrar koma upp. Eldsneytisskortur hefur einnig sett stórt strik í reikninginn. Luis Loez, heilbrigðisráðherra Venesúela, sagði á samskiptamiðl- inum Twitter á þriðjudaginn að í bí- gerð væri bólusetningarátak, þar sem bólusett yrði gegn mislingum, gulu og barnaveiki. 70 börn dáin úr mislingafaraldri AFP Bólusetningar Mislingafaraldur geisar nú í Venesúela.  Ástandið í Venesúela sagt skelfilegt Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Júlía Skrípal, dóttir rússneska njósnarans Sergei Skrípal, sem varð fyrir taugaeitursárás í upphafi mars síðastliðins, sendi í gær frá sér til- kynningu til fjölmiðla þar sem fram kom að hún væri á batavegi. „Ég vaknaði fyrir viku og er fegin að máttur minn vex með degi hverjum,“ sagði í tilkynningunni. Árásin á Skrípal-feðginin hefur vakið harða milliríkjadeilu milli Bretlands og Rússlands, en Efna- vopnastofnunin hafnaði í fyrrakvöld beiðni Rússa um að þeir fengju að taka þátt í rannsókn stofnunarinnar á árásinni og því eiturefni sem beitt var. Var niðurstaða stofnunarinnar ekki fyrr komin en Rússar kröfðust þess að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna myndi funda um málið þegar í stað. Sagði Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, að Bretar þyrftu að svara þeim mörgu alvar- legu spurningum sem komið hefðu upp um málið á vettvangi öryggis- ráðsins. Símtal Júlíu spilað í fjölmiðlum Rússneska ríkissjónvarpið spilaði í gær upptöku sem sögð var vera af símtali á milli Júlíu Skrípal og frænku hennar sem býr í Moskvu. Sagði Júlía þar meðal annars að faðir sinn væri í lagi. Ekki var vitað hvort upptakan væri raunveruleg eða föls- un, en sjúkrahúsið þar sem Sergei Skrípal er nú staddur sagði nýlega að hann væri enn í lífshættu. Breska stórblaðið The Times greindi síðan frá því í gær að breska leyniþjónustan teldi sig hafa komist að því hvar í Rússlandi taugaeitrið, sem notað var í árásinni, var fram- leitt, en nokkur vafi hefur leikið á því hvaðan það var upprunnið. Júlía Skrípal sögð á batavegi  Öryggisráðið fundaði að beiðni Rússa  Rússneskir fjölmiðlar spila upptöku af meintu símtali Júlíu við frænku sína  Bretar telja sig loks vita hvar Novichok-eitrið var framleitt í Rússlandi AFP Deilt um Skrípal Vasilí Nebenzia, sendiherra Rússlands, sagði á fundi ör- yggisráðs SÞ í gær að Bretar væru að „leika sér að eldinum“ í máli Skrípals. Salisbury-árásin » 4. mars síðastliðinn urðu feðginin Sergei og Júlía fyrir taugaeitursárás í bænum Sal- isbury í suðurhluta Englands. » Bretar segja það fullvíst að Rússar hafi staðið fyrir árásinni, en Rússar neita allri sök.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.