Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 ✝ Guðjón Þor-björnsson fæddist á Siglufirði 3. mars 1932. Hann lést á Hrafnistu í Kópavogi 16. mars 2018. Foreldrar Guð- jóns voru Þorbjörn Jósefsson, f. 27.6. 1894, d. 19.3. 1958, og Oddný Baldvins- dóttir, f. 18.4. 1901, d. 4.5. 1938. Bræður Guðjóns voru Friðvin, f. 15.11. 1923, d. 22.6. 1991, Sigurður, f. 23.6. 1926, d. 5.4. 2015, og Hallgrímur Þór, f. 17.2 . 1929, d. 11.11. 1949. Við andlát móður sinnar fóru bræðurnir í fóstur og ólst Guð- jón upp hjá móðursystur sinni 1981, k.h. Fanny, f. 1984, sonur þeirra Levi Johann, f. 2015 b) Helgi Gunnar, f. 1986. b.m. Birte f. 1988, dóttir hans: Lotta Ilvy, f. 2017. 2) Þorbjörn, f. 1956, k.h. Sóley Björg Færseth, f. 1957. Börn þeirra: a) Hulda f. 1984, m.h. Fredrik, f. 1982. Dætur þeirra Íris Sigbritt, f. 2007, og Iðunn Sóley, f. 2014. b) Rakel, f. 1993, c) Guðjón, f. 1995. Samb.k. Elísabet f. 1998. Guðjón lauk námi í bifvéla- virkjun 1953 og starfaði lengst af hjá Hafna- og vitamálastofn- um og var mikið að heiman þar sem hann ferðaðist um landið við dýpkunarframkvæmdir. Síð- ar starfaði hann hjá Íslenska ál- félaginu í mörg ár og endaði starfsferil sinn hjá Brimborg. Þau hjónin bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst af í Gljúfraseli þar sem þau byggðu sér hús, en fluttu í þjónustuíbúð 2014. Útför Guðjóns fer fram frá Garðakirkju í dag, 6. apríl 2018, klukkan 15. Aðalbjörgu Bald- vinsdóttur, f. 21.8. 1908, d. 6.11. 1970, og eiginmanni hennar Franklín Hólmbergssyni, f. 30.11. 1904, d. 21.9. 1981. Fósturbróðir Guðjóns var Georg Franklínsson, f. 8.10. 1932, d. 15.10. 2009. Guðjón kvæntist 28.8. 1954 Huldu Árnadóttur, f. 13.9. 1932. Foreldrar hennar voru Árni Magnússon, f. 1897, d. 1942, og Valdís Þorvaldsdóttir, f. 1902, d. 1952. Börn Guðjóns og Huldu eru tvö. 1) Valdís, f. 1953, maki Günter Ossa, f. 1953, synir þeirra: a) Björn Guðjón, f. Minn kæri eiginmaður. Ég kveð þig með þessu fal- lega ljóði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þín Hulda. Nú á kveðjustund horfi ég yf- ir farinn veg og þann langa tíma sem við höfum notið sam- an, allt frá barnsárum mínum fram til dagsins í dag. Þetta hafa verið tímar mikilla breyt- inga. Kalda stríðið, mannaðar ferðir til tunglsins, tölvur, snjallsímar og svo margt fleira. Þú hafðir alltaf óbilandi trú á framtíðina og tækninýjungar og varst fljótur til að ná þér í nýj- ustu tæki sem komu á markað- inn. Eldhúsið var vel búið öllum rafmagnstækjum. Mér er minnisstætt hvað 2000-kerfið átti að vera langbesta vídeóið. Einnig þegar járngrind var sett undir hátalarana svo þeir höll- uðu rétt til að gefa besta hljóð- Guðjón Þorbjörnsson ið. Einnig var plötuspilari ekki bara plötuspilari, það þurfti að hugsa um nálar og ýmislegt annað. Svona mætti lengi telja þó að við vitum í dag að allt átti þetta sinn tíma. Mér er minnisstætt hversu auðvelt allt var varðandi bílana mína. Ég gat auðveldlega átt hvern skrjóðinn á fætur öðrum. Viðhald og viðgerðir voru leikur einn. Ég bara hringdi eða mætti í heimsókn og fékk leið- sögn um hvernig ég ætti að standa að málum. Verkfæri voru ekki vandamál. Nú, ef mál- in urðu of flókin þá gerðum við þetta saman í skúrnum hjá þér. Það sama var uppi á teningnum þegar við hjónin keyptum gam- alt hús sem við höfum eytt tíma okkar í að endurbyggja. Leið- beiningar og aðstoð bókstaflega flæddu frá þér hvort sem við- fangsefnið var garðurinn, heimasmíðaðar gardínustangir eða múrviðgerðir. Þegar árin færðust yfir og veikindi fóru að gera vart við sig var viljinn oft meiri en get- an og fallegt bros kom í stað ráða. Nú þegar kemur að leiðarlokum er þakklæti mér efst í huga. Þorbjörn. Það er morgunn og ég vakna við að útidyrahurðinni er skellt í lás. Ég er smástund að átta mig á því, en man svo að við er- um flutt heim til Íslands og bú- um nú í Gljúfraselinu hjá afa og ömmu. Því hlýtur hljóðið sem vakti mig að vera afi, að leggja af stað í vinnuna. Ég hleyp nið- ur í eldhús og opna ísskápinn þar sem afi skildi eftir minn helming af banananum sem við skiptum á milli okkar á hverj- um morgni. Morgunrútínan okkar, áður en við systkinin urðum fleiri. Hann afi virtist kunna allt um vörubíla. Stundum, þegar við systkinin vorum lítil og afi ennþá að vinna, fengum við að fara með pabba í heimsókn að skoða stóru trukkana, setjast inn í þá og þykjast keyra. Þetta var eitt það skemmtilegasta sem við gerðum. Þrátt fyrir að vinna með stóra trukka og vera klár bíla- kall, keyrði afi alltaf löturhægt þegar við vorum í bílnum. Hans skýring var að við værum dýr- mætasti farangurinn hans sem nauðsynlegt væri að skila í heilu lagi heim til mömmu og pabba. Afi átti líka hjólhýsi sem við fengum stundum að gista í. Þetta hjólhýsi var ekki stórt en alveg nógu stórt fyrir okkur og ömmu líka. Amma sá um allt skipulagið og sá til þess að allt væri á sínum stað, á meðan afi passaði upp á Andrésblöðin og spilin ásamt því að grilla pyls- urnar okkar. Þetta sem á sínum tíma virtist það mikilvægasta meðal okkar systkinanna. Seinna fjölgaði í barnahópn- um hans, en afi var þó alltaf sá sami. Algjörlega óháð því hvað við vorum mörg. Hann faðmaði okkur að sér þéttingsfast, glað- ur og kátur í bragði. Með hjálp frá ömmu lögðu þau svo saman fram hið ótrúlegasta magn af ýmsu góðgæti. Hann afi okkar var klár karl og lét bækur eftir Halldór Lax- ness, Gunnar Gunnarsson og allar Íslendingasögurnar eiga heiðurssess í bókahillunni. Á meðan heilsan leyfði fylgdist hann vel með þjóðmálum og ræddi þau gjarnan, enda oft með sterkar skoðanir á mál- efnum líðandi stundar. Afi var góður skákmaður og þótti gaman að tafli, því syrgj- um við það öll að hafa aldrei al- mennilega lært að tefla og ekki getað tekið betur þátt í þeim leik með honum. Afi hugsaði alltaf vel um sitt og sína. Við kveðjum hann nú og geymum okkar allra dýr- mætustu minningar um hann Gauja afa innra með okkur. Blessuð sé minning hans. Hulda, Rakel og Guðjón. Guðjón Þorbjörnsson lést 16. mars sl. eftir langvarandi og erfið veikindi. Guðjón var upp- eldisbróðir föður míns og hefur samband mitt við hann og Huldu verið mjög náið allt frá barnsaldri. Sérstaklega eru minnisstæðar þær ánægjulegu samverustundir sem við hjónin og börn okkar höfum átt með þeim hjónum og börnum þeirra á jólum og öðrum hátíðarstund- um í gegnum árin. Gestrisni þeirra hjóna hefur alltaf verið einstök og það var sérstaklega á heimili sínu sem Guðjón naut sín best við að gleðja og skemmta vinum og ættingjum. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Guðjón. Við þökkum honum fyrir öll árin sem við höfum fengið að njóta vináttu hans og sendum þér elsku Hulda, börnum og fjöl- skyldum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Franklín og Elínborg. ✝ Örn Stefánssonfæddist á Akur- eyri 2. júlí 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk 26. mars 2018. Foreldrar hans voru Stefán Árna- son, f. 19.9. 1897, d. 23.5. 1977, og Ragn- heiður Jónsdóttir, f. 24.2. 1899, d. 19.7. 1980. Börn þeirra voru 11 talsins og var Örn fimmti í röðinni. Systkin Arnar eru í aldursröð: Ólafur f. 28.10. 1925, d. 14.8. 2010, Sigríður, f. 3.12. 1926, d. 3.10. 2003, Gunnar, f. 15.6. 1929, d. 10.12. 1929, drengur, f. 21.7. 1930, d. 21.7. 1930, Stefán, f. 27.7. 1932, Anna Fríða, f. 6.10. 1934, d. 25.5. 2005, Jón, f. 7.6. 1937, d. 30.1. 2009, Brynjar Karl, María, f. 1.9. 1962. Börn hennar eru Gunnar Örn, f. 22.5. 1982, og Sigríður Tinna, f. 9.7. 1988. Guðný Rósa, f. 27.12. 1963, maki Guðlaugur, f. 14.6. 1957. Börn þeirra eru Edda Eir, f. 12.9. 1994, og Jón Gunnar, f. 8.12. 1995. Fyrir átti Guðný Rósa tvær dætur; Jónu Björgu, f. 9.5. 1983, og Örnu Rut, f. 12.9. 1987. Helga Sigríður, f. 16.5. 1967, maki Ró- bert, f. 3.6. 1963. Börn þeirre eru Thelma Dögg, f. 4.1. 1986, Íris Björk, f. 22.6. 1988, og Bertha Marín, f. 4.12. 2003. Langafa- börn Arnar eru tíu talsins. Örn hóf snemma sjómennsku og stundaði hana til ársins 1970 þegar hann hóf störf sem verk- stjóri hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík. Árið 1978 hóf hann störf hjá Íslenskum sjávaraf- urðum sem fiskmatsmaður og starfaði við það út sinn starfs- feril. Útför Arnar fer fram frá Guð- ríðarkirkju í dag, 6. apríl 2018, klukkan 15. f. 2.8. 1937, Sig- urður Árni, f. 16.9. 1941, og Auður, f. 9.12. 1945. Örn kvæntist Jónu Björgu Jóns- dóttur, f. 10.12. 1938, d. 17.2. 1994. Eignuðust þau einn son, Gunnar Örn, f. 21.7. 1969, maki hans er Ásta Gunnardóttir, f. 14.12. 1969, og eiga þau fjögur börn: Ruth, f. 22.11. 1990, Jón Örn, f. 5.8. 1996, Sigurð Róbert, f. 14.5. 2001, og Kolfinnu f. 8.8. 2003. Fyrir átti Jóna Björg fjög- ur börn sem Örn gekk í föð- urstað en þau eru Guðjón, f. 21.6. 1959, maki Kolbrún, f. 5.11. 1957, og eiga þau þrjú börn, Rósa, f. 13.3. 1981, Kópur, f. 10.8. 1987, og Birna, f. 26.11. 1990. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn, svo ástúðlegur eins og þú. Ó pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín. Þín dóttir María Magnúsdóttir. Nú hefur elsku pabbi minn kvatt í hinsta sinn. Missirinn er sár en eftir lifa góðar minningar um góðan pabba og skemmtilegar stundir sem við áttum saman. Þú varst alltaf til staðar þegar á reyndi. Þér vil ég þakka fyrir að taka mig að þér frá fæðingu minni eins og ég væri af þínu blóði. Takk fyrir allt, besti pabbi í heimi. Þín elskandi dóttir Helga Sigríður. Elsku pabbi. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki fengið þig inn í líf mitt og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir það. Þú varst mér alltaf svo góður og traustur og ég væri ekki á þessum stað í lífinu ef ég hefði ekki fengið þig til að leiða mig í gegnum það. Allar minning- arnar mun ég geyma í hjarta mínu og þín verður sárt saknað en nú veit ég að þú ert kominn á betri stað. Í dag er komið að kveðju- stund, elsku pabbi, ég veit að mamma og allir hinir hafa tekið vel á móti þér. Ég mun ávallt hugsa til þín og góður guð er með þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín dóttir, Guðný Rósa. Elsku afi Össi. Nú ertu kominn til ömmu Jónu þar sem þið lítið yf- ir okkur hin, brosið út í annað og passið upp á okkur saman. Þín verður svo sárt saknað. Það var alltaf dásamlegt að hitta þig, hvort sem það var í Stigahlíðinni, Skúla- götunni eða Mörkinni. Skemmti- legast fannst þér þó þegar Valdi Nonni kom með mér í heimsókn, þá hafðirðu ekki lengur áhuga á að spjalla við mig og vildir bara fá að tala við litla langafastrákinn þinn. Hann lærði að segja afi Össi í síð- ustu heimsókninni okkar til þín aðeins nokkrum dögum áður en þú fórst, ég er svo þakklát fyrir það. Ég hlakka til að segja honum sögur af þér og ömmu þegar hann stækkar. Elsku afi minn, drauma- nóttin er komin með fangið fullt af frið og ró. Góða nótt. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðar strönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðar- lönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Tinna, Þorvaldur og Þorvaldur Jón. Elsku Örn. Þá er komið að kveðjustund. Eins og alltaf þegar við þurfum að kveðja einhvern okkur nákominn fallast okkur hendur. Það er margs að minnast í gegnum árin en þær minningar geymum við í hjarta okkar. Örn var þriðji í röð- inni af okkur níu systkinunum sem komust upp en alls vorum við ellefu. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í okkar hóp og eftir sitjum við fjögur systkinin og kveðjum. Örn var traustur og góð- ur bróðir og ekki síður góður pabbi, afi og vinur vina sinna og viljum við systkinin þakka honum samfylgdina í gegnum árin. Elsku Gunnar Örn, Ásta, Helga, Róbert, Guðný, Guðlaug- ur, María, Guðjón og Kolbrún. Hafið öll þökk fyrir alla þá ást og umhyggju sem þið sýnduð honum bróður okkar. Elsku afa- og lang- afabörnin, þökk fyrir alla ykkar ást. Elsku Örn, hafðu þökk fyrir allt, minning þín lifir með okkur um ókomin ár. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðn að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Fyrir hönd okkar systkina og maka, þín systir Auður. Mánudaginn 27. mars lést móðurbróðir minn Örn Stefáns- son á Mörkinni í Reykjavík. Örn var fæddur 2. júlí 1931. Örn var einn af ellefu systkinum móður minnar sem komust á legg. Starfs- ævi Arnar var að mestu tengd sjó- mennsku og starfaði hann lengi sem vélstjóri á síðutogaranum Narfa sem Guðmundur Jörunds- son gerði út. Örn vann einnig hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík. Það háttaði þannig til að mestöll fjölskylda frænda fluttist frá Akureyri til Vestmannaeyja. Örn og Ólafur bróðir hans fluttust ekki búferlum til Eyja en heimili Arnar var lengst af í Reykjavík. Örn átti það sameiginlegt með öllum systkinum sínum að vera dugleg- ur og þar af leiðandi eftirsóttur til starfa. Það var líka annað sem ein- kenndi systkinin og það var snyrtimennska og heiðarleiki. Þegar ég fór að umgangast Örn á barnsaldri hafði hann kynnst konu sinni Jónu Jónsdóttur. Milli okkar Jónu myndaðist mikill vinskapur og hélst hann allan þann tíma meðan Jóna lifði en hún lést árið 1994, var það öllum sem hana þekktu harmdauði. Örn og Jóna byggðu sér heimili að Stigahlíð 2 í Reykjavík og þar bjó stórfjöl- skyldan. Jóna átti fjögur börn þegar þau Örn kynntust en saman eignuðust Örn og Jóna einn son. Örn reyndist börnum Jónu alltaf vel og þau hjón lögðu allan sinn metnað í að búa þeim gott heimili. Ég og fleiri skyldmenni mín úr Eyjum vorum oft gestrisni þeirra aðnjótandi, en foreldrar Arnar áttu þar gott skjól þegar þau þurftu að fara frá Eyjum til Reykjavíkur og leita sér lækn- inga. Örn og Jóna voru eins og áð- ur sagði alltaf í góðu sambandi við fjölskyldu sína í Eyjum, það átti sérstaklega við þegar eldgosið hófst í Heimaey 1973. Eftir eld- gosið tvístraðist fjölskylda Arnar og nokkur þeirra komu ekki aftur og leituðu þá aftur á sínar gömlu heimaslóðir Akureyri, þar á meðal foreldrar hans. Samheldni syst- kina Arnar var til fyrirmyndar og hittust þau oft ásamt stórfjöl- skyldu sinni víðs vegar um land, þó aðallega á heimaslóðum norðan heiða. Nú þegar frændi minn og nafni er genginn vil ég þakka þeim hjónum og börnum þeirra alla væntumþykjuna í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég mun aftur sem áður hugsa hlýlega til ykkar þegar ég keyri framhjá Stigahlíð 2. Farðu í friði, kæri frændi. Stefán Örn Jónsson. Örn Stefánsson Ástkær sambýlismaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURBJÖRN H. ÓLAFSSON, fv. stýrimaður, Ásbraut 13, Kópavogi, lést í faðmi ástvina á Landakoti 4. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Sigurlaug Sigurðardóttir Ómar Sigurbjörnsson Kenný Aðalheiður Heiðar Sigurbjörnsson Rósa Björk Högnadóttir Oddur F. Sigurbjörnsson Unnur Runólfsdóttir Sigurður Þorsteinsson Sigurborg Sigurðardóttir Guðlaug Unnur Þorsteinsd. Ragnheiður Elfa Þorsteinsd. Pétur Már Ólafsson Ólafur Þór Þorsteinsson barnabörn, langafabörn og langalangafabarn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.