Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 41

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 ICQC 2018-20 » Það var líf og fjörfyrir fullu húsi í Bíó Paradís í gær þegar Al- þjóðleg barnakvikmynda- hátíð í Reykjavík var sett og er hún sú fimmta í röðinni. Vísinda-Villi tók á móti gestum og bauð upp á ævintýralega vísindauppákomu og Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hátíð- arinnar, setti hátíðina svo formlega áður en sýning hófst á opnunar- myndinni Doktor Prokt- or og tímabaðkarinu sem byggð er á samnefndri bók norska rithöfund- arins Jo Nesbø. Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík var sett í Bíó Paradís í gær Kvikmyndaunnendur Jón Sölvi og Viktor Elí voru spenntir fyrir myndunum. Með bíópopp Erna Óðný og Guðrún Árný Eyþórsdætur. Barnabíó Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, naut skemmtiatriðanna með öðrum gestum hátíðarinnar. Hátíð sett Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís, setti barnakvikmyndahátíðina og ávarpaði gesti. Morgunblaðið/Hari Lúðrasveit verkalýðsins (LV) held- ur sína árlegu vortónleika í kvöld í Kaldalóni Hörpu kl. 20. „Við þetta tækifæri kynnir LV til sögunnar nýjan stjórnanda sveitarinnar. Kar- en Sturlaugsson tók við stjórnar- taumunum um áramót og eru tón- leikarnir núna þeir fyrstu undir hennar stjórn. Karen á að baki langt og farsælt starf við tónlist og tónlistarkennslu á Suðurnesjum og spreytir sig nú á stjórn fullorðins- lúðrasveitar. Tónlist stórsveitanna er í miklu uppáhaldi hjá Karen og því er við hæfi að fyrstu tónleikar hennar með LV séu með miklu stórsveitaívafi,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að öll músíkin sem leikin verður var umrituð fyrir lúðrasveitir. Tónlistin á efnis- skránni kemur úr ýmsum áttum, þótt flest laganna eigi að rætur að rekja til Bandaríkjanna. „Andi heimsþekktra listamanna á borð við Quincy Jones, Duke Ellington, Michael Bublé, Josef Zawinul og Glenn Miller mun svífa yfir vötn- um, en auk þess flytur sveitin verk fjölmargra annarra snillinga. Ein- söngvari með sveitinni í tveimur verkum verður Jón Marinó Sig- urðsson.“ Aðgangur er ókeypis. Kraftur Lúðrasveit verkalýðsins var stofnuð 1953 og er skipuð ríflega 40 hljóðfæraleikurum. Árlegir vortónleikar hennar fara fram í Kaldalóni. Lúðrasveit verkalýðs- ins í Hörpu í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.