Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 13.07.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir að vitanlega sé það mjög alvarleg staða þegar báðar samn- inganefndir í kjaradeilu segi að þær séu komnar að þolmörkum og sjái ekki fram úr vandanum, líkt og formenn samninganefnda ríkisins og ljós- mæðra sögðu hér í Morgunblaðinu í gær, en samn- inganefnd ríkis- ins hafnaði nýjustu kröfum ljós- mæðra á sáttafundi í fyrradag. Ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nýjustu kröfur ljósmæðra um 18,4% launa- hækkun fyrir samning sem hafi að- eins átt að gilda í níu mánuði, væri uppskrift að óstöðugleika, hærri vöxtum og verðbólgu. Það hefði reynsla kynslóðanna kennt okkur. „Það er ástæða til þess að hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin. Annars vegar í tengslum við þá stöðu sem er í heil- brigðiskerfinu vegna ljósmæðra. Þá er ég að vísa til uppsagna ljós- mæðra og yfirvinnubanns þeirra. Hins vegar er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því almennt hver staðan er í kjaramálum á Íslandi í dag, eftir að við höfum náð fram á undanförnum árum algjörlega for- dæmalausri kaupmáttaraukningu,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að sé sér- staklega horft til ljósmæðra, og sé kröfum þeirra upp á 18,4% launa- hækkun (sjá töflur) bætt við þær launahækkanir sem orðið hafa hjá þeim á undanförnum fimm árum, frá árinu 2013, þá hefðu laun þeirra hækkað um 45% á tímabilinu. Bjarni segir að krafan um 18,4% hækkun sé sett fram, jafnvel þótt ljósmæður vilji einungis semja til níu mánaða. „Eftir níu mánuði vilja þær væntanlega setjast niður með samninganefnd okkar og semja um enn frekari launahækkanir,“ sagði Bjarni. Hefur miklar áhyggjur af stöðunni  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika, hærri vöxtum og verðbólgu  Ljósmæður hafi krafist 18,4% hækkunar í 9 mánaða samningi Launaþróun m.v. kröfur ljósmæðra (18,4%)* Þróun dagvinnulauna ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og BHM 150 140 130 120 110 100 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Ljósmæðrafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga BHM 145 136 *Miðað við kröfur ljósmæðra 5. júlí 2018 Launaþróun m.v. tilboð ríkisins (12,4%)* Þróun dagvinnulauna ljósmæðra, hjúkrunarfræðinga og BHM 150 140 130 120 110 100 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Ljósmæðrafélag Íslands Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga BHM 138 136 *Miðað við tilboð samninganefndar ríkisins 11. júlí 2018 Bjarni Benediktsson Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Það er svo sem svo margt sem hefur breyst,“ sagði Ari Trausti Guð- mundsson, formaður Þingvallanefnd- ar, um nýja stefnumörkun sem kynnt var í skýrslu sem nefndin gaf út í mánuðinum. „Fyrst og fremst álag á landsvæðið og menningarminjarnar vegna aukinnar gestakomu. Þetta er komið langt yfir milljón gesti á ári. Það er orðið nauðsynlegt að breyta viðbrögðum og reyna að búa þannig í haginn að það sé raunverulega hægt að taka á móti þessum fjölda.“ Breyttar aðstæður Stefnumótunin hefur verið upp- færð frá fyrri stefnuáætlun með gild- istímann 2004 til 2024 vegna breyttra aðstæðna. Í samtali við Morg- unblaðið sagði Ari Trausti helstu áætluðu breytinguna þá að færa helstu þjónustuþætti upp fyrir Al- mannagjá í hraunið fyrir ofan hana. Einnig verði byggingum fjölgað og þær hafðar norðar en nú er. „Það er líka verið að stækka móttökubygg- inguna á Hakinu. Hún verður vænt- anlega vígð í haust. Þar er komin stærri og tæknilegri sýning en var og fyrirlestra- og bíósalur. Aðstaðan fyrir gesti er mun betri en var.“ Í skýrslunni kemur fram að gróður sem er ekki upprunninn á Þingvöll- um verði fjarlægður úr þinghelginni. Þar er einkum átt við barrtré sem gróðursett voru frá aldamótunum 1900. Slíkum gróðursetningum hefur síðan verið hætt. „Þetta er almenn stefna, sem þýðir að slíku verður ekki plantað áfram og menn mega ekki koma þarna inn með eingarða- plöntur eða lúpínur eða annað slíkt,“ sagði Ari. „Þetta er verið að ítreka og til dæmis opna á að barrtré verði fjarlægð, að minnsta kosti sums stað- ar.“ Í stefnumótuninni er lögð áhersla á að komið verði í veg fyrir jarðrof með aðgerðum sem falla að tegunda- samsetningu svæðisins. Ný stefna í Þing- vallaþjóðgarði  Stefna uppfærð vegna breyttra tíma Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stefna Ferðamenn njóta útsýnisins af útsýnispöllum á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.