Morgunblaðið - 13.07.2018, Page 16
BAKSVIÐ
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Ég gæti vel trúað því að fram undan
sé húsnæðisskortur og sölutregða
samtímis, að nýju,“ segir Ari Skúla-
son, hagfræðingur hjá Landsbanka
Íslands, í samtali við Morgunblaðið,
sem ræddi við hann um nýjustu út-
gáfu Hagsjár Landsbanka Íslands,
unninni upp úr tölum Hagstofu Ís-
lands.
Dauf viðskipti með nýjar íbúðir
Hann segir að komið hafi á óvart
hvað það séu lítil viðskipti með nýjar
eignir á höfuðborgarsvæðinu.
„Það er sagt að það sé húsnæð-
isskortur, en á sama tíma er verið að
byggja svakalega mikið og ég hef á
tilfinningunni að það sé verið að
byggja húsnæði sem fólk vill ekki
endilega kaupa. Það hefur ekki kom-
ið framboð af þessum minni, ódýrari
íbúðum, enda er það lögmál að eftir
því sem íbúðir minnka, eftir því verð-
ur fermetraverðið hærra.“
Í Hagsjánni kemur m.a. fram að
fasteignamarkaðurinn sé mun líf-
legri og hafi tekið miklu betur við sér
í smærri bæjum úti á landi og
smærri bæjunum Mosfells- og
Garðabæ á höfuðborgarsvæðinu en í
stóru bæjunum þremur á höfuðborg-
arsvæðinu, Reykjavík, Kópavogi og
Hafnarfirði, frá fyrsta ársfjórðungi
ársins 2013.
Fasteignaviðskiptin á öðrum árs-
fjórðungi í ár séu alls staðar a.m.k.
tvöfalt fleiri en var í upphafi ársins
2013. Mesta fjölgunin hafi orðið í Ár-
borg þar sem fjöldi viðskipta hafi
meira en fjórfaldast og á Akranesi
hafi þau næstum fjórfaldast og svo í
Reykjanesbæ. Af sveitarfélögunum
sex á höfuðborgarsvæðinu hafi fjöldi
viðskiptanna aukist mest í Mos-
fellsbæ og Garðabæ á þessu tímabili
og minnst í Reykjavík og á Seltjarn-
arnesi.
Líflegur fasteignamarkaður sé yf-
irleitt talinn merki um að hagkerfið
gangi vel, en samspil fjöldamargra
þátta stjórni því hver eðlilegur fjöldi
fasteignaviðskipta sé.
„Bæir eins og t.d. Árborg og
Reykjanesbær fóru niður eftir hrun-
ið, og kannski meira en aðrir. Þeir
hafa e.t.v. verið seinni en aðrir að
taka við sér. Það er líklegt að aukn-
ingin hafi farið fyrr af stað í stærstu
bæjunum á höfuðborgarsvæðinu, en
þó er athyglisvert að sjá hvað eru
miklu líflegri fasteignaviðskipti í
smærri bæjunum,“ segir Ari.
Ódýrari og þægilegri lóðir
Aðspurður hvort draga megi ein-
hverjar fleiri ályktanir af þessum
niðurstöðum segir Ari, með fyrir-
vara um tímabilið (eldri tölur vantaði
sums staðar), og að hann hyggist
rýna tölurnar enn betur:
„Það sem gildir t.d. um Árborg er
að þar er hægt að fá lóðir á lægra
verði og heyrst hefur frá bygging-
arfélögum að það sé ódýrara, þægi-
legra og einfaldara, það sé ekki verið
að þétta byggð, það er hægt að fá
eins og eitthvert tún til að byggja á
án þess að það sé eitthvað fyrir
o.s.frv. þannig að það eru margir
svona þættir sem koma saman sem
ákvarða þetta. Líka þessi tilfinning
að það sé orðið mjög dýrt á höfuð-
borgarsvæðinu, sérstaklega í mið-
borg Reykjavíkur, þess vegna íhugi
margir að fara annað og jafnvel langt
út fyrir höfuðborgina.“
Skortur samhliða framboði
Morgunblaðið/Hari
Stækkun Selfoss er nú vinsæll til að byggja og kaupa eignir.
Kaupendur færa sig
» Árborg, Akranes og Reykja-
nesbær ásamt Mosfells- og
Garðabæ slá í gegn hjá kaup-
endum og byggjendum.
» Mögulega eru þessir bæir
að taka við sér eftir lægðina
eftir hrun á eftir stóru bæj-
unum á höfuðborgarsvæðinu.
» Fleiri þættir spila inn í eins
og lóðaverð, lóðaframboð og
hvort verið sé að þétta byggð.
» Hátt verð í miðborginni á
höfuðborgarsvæðinu og fram-
boð passar ekki við eft-
irspurn.
Líflegur fasteignamarkaður í smærri bæjum á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi Ódýrara og ein-
faldara að byggja þar sem ekki er verið að þétta byggð Minni, ódýrari íbúðir hafa ekki komið fram
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
– fyrir dýrin þín
Ást og umhyggja fyrir dýrin þín
Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn
Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
15 kg
8.990 kr.
Renew
Nánari upplýsingar á www.geosilica.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is
Heilbrigð húð
Unnið úr 100% náttúrulegum
jarðhitakísil og kopar og sink
í hreinu íslensku vatni.
Getur meðal annars
stuðlað að:
• Örvun kollagen myndunar
• heilbrigði húðar og hárs
• lagfæringu skemmda
húðar af völdum sólarljóss
13. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 107.13 107.65 107.39
Sterlingspund 141.6 142.28 141.94
Kanadadalur 81.17 81.65 81.41
Dönsk króna 16.773 16.871 16.822
Norsk króna 13.212 13.29 13.251
Sænsk króna 12.095 12.165 12.13
Svissn. franki 107.31 107.91 107.61
Japanskt jen 0.9512 0.9568 0.954
SDR 150.54 151.44 150.99
Evra 125.05 125.75 125.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.0557
Hrávöruverð
Gull 1250.0 ($/únsa)
Ál 2140.0 ($/tonn) LME
Hráolía 78.78 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Alþjóðlega fjár-
málatímaritið Eu-
romoney hefur val-
ið Íslandsbanka
besta bankann á
Íslandi árið 2018.
Þetta er í fimmta
sinn sem bankinn
hlýtur viðurkenn-
inguna.
Í tilkynningu frá
bankanum segir að
við útnefninguna hafi m.a. verið horft til
fjárfestinga bankans í grunnstoðum
sínum, s.s. innleiðingu á nýju skipulagi,
flutningi í nýjar höfuðstöðvar og vinnu
við uppfærslu á grunnkerfum sem sé
stærsta upplýsingatækniverkefni sem
bankinn hafi ráðist í. Jafnframt hafi átt
sér stað miklar breytingar í stafrænni
þróun. Þá sé efnahagur bankans traust-
ur og rekstur stöðugur, bankinn hafi á
árinu verið með tímamótaútgáfur á er-
lendum skuldabréfum auk þess að vera
leiðandi í útgáfu á sértryggðum bréfum
á innlendum markaði. Viðskiptavinir
hafi á sama tíma verið þeir ánægðustu
og starfsánægja starfsmanna mikil.
Íslandsbanki valinn
bestur af Euromoney
Banki Valinn best-
ur fimm sinnum.
STUTT
Hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinn-
ar lækkuðu um 3,77% í 80 milljóna
króna viðskiptum í Kauphöll Íslands
í gær. Fall á gengi bréfanna má
rekja til afkomuviðvörunar sem fé-
lagið sendi frá sér í gær, en þar kem-
ur fram að við vinnslu árshlutaupp-
gjörs annars ársfjórðungs hafi
komið í ljós að afkoma á fjórðungn-
um yrði umtalsvert verri en spá fé-
lagsins gerði ráð fyrir. Þróun á verð-
bréfamörkuðum hafi verið óhagstæð
undanfarið, ásamt því að meiri tjóna-
kostnaður hafi einnig spilað inn í.
Félagið gerir nú ráð fyrir að tap
fyrir skatta verði um 200 milljónir
króna, en í rekstrarspá félagsins var
gert ráð fyrir 500 milljóna króna
hagnaði.
Fjárfestingatekjur félagsins
lækka um rétt rúmlega 300 milljónir
króna og verða um 315 milljónir.
Samsett hlutfall félagsins verður um
109% í stað 100%, eins og spá gerði
ráð fyrir. steingrimur@mbl.is
Morgunblaðið/Arnþór
Tryggingamiðstöðin Afkoma TM
var 700 milljónum króna undir spá.
Lækkaði um 4%
Tryggingamiðstöðin gerir ráð fyrir
200 milljóna króna tapi á fjórðungnum