Morgunblaðið - 13.07.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.2018, Blaðsíða 20
SVIÐSLJÓS Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Þetta eru mannleg mistök enauðvitað get ég tekið undirþað að dómstólar megisýna meiri varkárni við birtingu dóma,“ segir Ólöf Finns- dóttir, framkvæmdastjóri dóm- stólasýslunnar, um fjölda dóma ný- verið þar sem birtar hafa verið upplýsingar sem ekki samræmast persónuverndarlögum. Á síðustu vikum hefur Persónu- vernd birt nokkurn fjölda úrskurða þar sem fram kemur að dómstólar hafi birt dóma á vef sínum sem inni- halda upplýsingar sem ekki sam- ræmast lögum um meðferð persónu- upplýsinga og persónuvernd. Nýjasta dæmið er birting heim- ilisfangs brotaþola í dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur, en Persónuvernd fór fram á að upplýsingarnar yrðu af- máðar í útgáfu dómsins sem birt var á heimasíðu dómstólsins. Þess utan eru fjölmörg dæmi um birtingu upp- lýsinga í dómum dómstóla sem ekki samrýmast lögum um persónuvernd. Spurð um hvers vegna ekki sé betur staðið að birtingu dóma segir Ólöf að erfitt sé að svara því. Ýmislegt þurfi þó að laga og nefnir í því samhengi samræmingu reglna á öllum dóms- stigum. Skipaður verði dómstólaritsjóri „Það eru mismunandi reglur eftir dómstigum. Til dæmis eru víðtækari takmarkanir varðandi birtingu dóma og úrskurða á héraðsdómstigi. Það er hins vegar unnið að því að setja samræmdar reglur fyrir öll dómstig til samræmis við samþykkta stefnu dómstólasýslunnar,“ segir Ólöf. Að- spurð segir hún að þrengri reglur á héraðsdómstigi eigi að minnka lík- urnar á því að persónuupplýsingar séu birtar í dómum héraðsdómstóla á netinu. Fjöldi úrskurða vegna birtingar dóma héraðsdómstóla vekur athygli þegar síðustu úrskurðir Persónu- verndar, um birtingu upplýsinga sem ekki samræmast persónuverndar- lögum, eru skoðaðir. „Við viljum auð- vitað koma í veg fyrir svona hluti og það má alveg segja að dómstólar gætu sýnt meiri aðgát,“ segir Ólöf sem leggur til að skipaður verði svo- kallaður dómstólaritstjóri. „Við erum að skoða hvort það geti verið ráð að skipa dómstólaritstjóra auk ritnefnd- ar sem myndi fara yfir hvaða upplýs- ingar megi birta áður en dómar eru settir á netið,“ segir Ólöf. Við stofnun dómstólasýslunnar var skipaður starfshópur sem unnið hef- ur að því að finna leiðir til að sam- ræma og endurskoða reglur dóm- stólasýslunnar m.a. með tilliti til nafnleyndar og birtingar viðkvæmra persónuupplýsinga. Meira birt hér en annars staðar Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá dómstólasýslunni, hefur leitt vinnu starfshópsins. Hún segir að ráðgert sé að vinnu hópsins ljúki í kringum áramótin og þá verði næstu skref skoðuð. „Það eru líkur á því að koma þurfi til lagabreytinga þegar vinnunni lýkur, en það verður skoðað þegar nær dregur,“ segir Guðbjörg og bætir við að hópurinn sé að kynna sér mál Norðurlandanna þar sem birtar eru talsvert minni upplýsingar. „Við erum að birta meiri upplýsingar í dómum hérlendis en nágrannalönd okkar hafa verið að gera. Það er erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir því en þeir birta oft á tíðum einungis útdrætti úr dómum. Við erum að horfa til þess hvernig þeir gera hlutina og vinna við að skoða það auk annarra atriða er í fullum gangi núna,“ segir Guðbjörg. Sýna má meiri aðgát við birtingu dóma Morgunblaðið/Þorkell Héraðsdómur Vanda þarf betur birtingu dóma á netinu með tilliti til per- sónuupplýsinga að sögn framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ DonaldTrumpBanda- ríkjaforseti kom til leiðtogafundar Atlantshafs- bandalagsins, sem haldinn var í gær og fyrradag, með prik á lofti. Hann hafði í aðdraganda fundarins gagnrýnt banda- menn sína harðlega fyrir að vera langt undir mörkum í framlögum sínum í trausti þess að Bandaríkjamenn drægju vagninn. Var Trump ómyrkur í máli þegar hann sagði að þar þyrfti að verða breyting á. Þessi gagnrýni er ekki ný af nálinni, en Trump setur hana fram með öllu harkalegri hætti en forverar hans. Á blaðamannafundi eftir fundinn sagði Trump að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO án þess að fá samþykki þingsins, en hann teldi að þess myndi ekki gerast þörf. Á fé- lagsmiðlinum Twitter sagði hann síðan að Þjóðverjar væru algerlega á valdi Rússa og spurði: „Hvaða gagn er að NATO ef Þjóðverjar borga Rússum milljarða dollara fyrir gas og orku?“ Skömmu síðar mátti þó heyra nýjan tón. Náðst hefði heilmikill árangur og NATO væri vel smurð vél. Mátti skilja á Trump að hann teldi hin að- ildarríki bandalagsins hafa samþykkt að fram- lög þeirra til varn- armála færu í 2% af vergri þjóðarfram- leiðslu og yrðu síð- an tvöfölduð. Það mátti þó heyra á Macron Frakklandsforseta og Conte, forsætisráðherra Ítalíu, að það eina sem fengist hefði staðfest á fundinum væri að stefnt yrði áfram að því markmiði sem áð- ur var samþykkt árið 2014 um að aðildarríkin myndu auka framlög sín til varnarmála þannig að þau næmu að minnsta kosti 2% af landsfram- leiðslu árið 2024. Fyrir um fjörutíu árum, þeg- ar kalda stríðið var í hámarki, sáu Bandaríkin um helming þess kostnaðar sem fylgdi bandalaginu. Nú er sú tala nær þremur fjórðu. Umræðan um að Banda- ríkjamenn bæru hitann og þungann af vörnum Evrópu er síður en svo ný. Hafa gagnrýn- endur jafnvel haldið því fram að Evrópa hafi án ábyrgðar bú- ið við friðsæld og velmegun í skjóli Bandaríkjanna, sem hafi mátt kljást við heim glundroða og óvissu. Stóra spurningin er hins vegar hvort harka Trumps sé líklegri en mýkri aðferðir forvera hans til að koma meira jafnvægi á framlag aðildarríkj- anna til Atlantshafsbandalags- ins. Trump ýtir á Evr- ópuríkin að borga sinn skerf í NATO} Uppnám á leiðtogafundi Skrifræðið lýturiðulega eigin lögmálum og gildir þá einu þótt niður- stöður þess stang- ist á við veru- leikann. Að þessu komst Rúmeninn Constantin Reliu með óþyrmilegum hætti þegar hann sneri aftur til Rúmeníu í janúar eftir að hafa dvalið og starfað í Tyrklandi um árabil. Komst hann þá að því að fjöl- skylda hans hafði árið 2016 kríað út vottorð um að hann væri látinn. Það getur flækt tilveruna að vera talinn látinn. Reliu hefur hvorki getað feng- ið vinnu vegna skorts á gögn- um um tilvist sína, né getað sótt um bætur. Ákvað hann því að reyna að fá dánarvottorðið afturkallað. Það reyndist þrautin þyngri. Í mars hafnaði dómstóll einn umleitan hans þótt hann stæði sjálfur í rétt- arsalnum. Ekki fylgdi rök- stuðningur, en rúmenskir fjöl- miðlar bentu á að fresturinn til að bera brigður á dánarvottorð hefði verið liðinn. Fyrr í þess- um mánuði tókst honum hins vegar loks að finna dómstól, sem reyndist hon- um hliðhollur og féllst á að hann væri á lífi. Það hlýtur að vera létt- ir fyrir Reliu, en enn er þó hægt að áfrýja niður- stöðunni. Hérlendis er kerfið heldur ekki heldur laust við kenjar. Til marks um það er frétt sem birtist í vikunni um deilu bíl- eiganda nokkurs við yfir- skattanefnd. Hann á bíl sem var skráður á götuna í upphafi árs 1993 og ætti því að vera undanþeginn bifreiðagjöldum þar sem hann er 25 ára. Sam- kvæmt ökutækjaskrá er bíllinn hins vegar skráður árgerð 1994, þótt einnig komi fram að fyrsti skráningardagur hans hafi verið 1. janúar 1993. Ákvað yfirskattanefnd að láta hina skráðu árgerð ráða hvað sem liði gögnum um að hún segði ekki alla söguna. Þó var tekið fram að kæra mætti úr- skurðinn til fjármálaráðherra, sem ef til vill var vísbending um að málstaður bíleigandans nyti einhverrar samúðar hjá yfirskattanefndinni. Til eru staðreyndir og svo eru aðrar staðreyndir} Lögmál skrifræðisins K osningalögin okkar eru dálítið drasl verður að segjast. Hvernig voga ég mér að segja það? Jú, í stjórnarskránni stendur skýrum stöfum: „Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmála- samtaka þannig að hver samtök fái þing- mannatölu í sem fyllstu samræmi við heildar- atkvæðatölu sína“. Ég segi að kosningalögin séu drasl af því að í undanförnum þrennum al- þingiskosningum hefur munað mjög miklu á að stjórnmálasamtök fái þingmannatölu í fyllsta samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Ein helsta ástæðan fyrir því er hin svokallaða 5% regla sem var bætt við í stjórnarskrána árið 1999, þeim flokkum sem það samþykktu til ævarandi skammar. Hún hljóðar svo: „Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfn- unarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gild- um atkvæðum á landinu öllu“. Munurinn á þingmannatölu eftir núverandi kosninga- kerfi og einföldu hlutfallskerfi var árið 2013 átta þingsæti. Það eru átta þingsæti sem aðrir flokkar en komust inn á þing misstu af og flokkar sem komust inn á þing græddu. Þar hallaði tilfinnanlega á stærri flokkana en ríkisstjórn- arflokkarnir þá fengu sex af þeim þingsætum. Árið 2016 var munurinn fimm þingsæti þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn fékk þrjú sæti aukalega og árið 2017 munaði þó ekki nema einu þingsæti sem Framsóknarflokkurinn fékk á kostnað Bjartrar framtíðar. Að það sé möguleiki á svona mikilli skekkju í kosningakerfinu gerir það að verkum að ég tel mig geta kallað það drasl. Hvað er þá hægt að gera? Þarf að breyta stjórnarskránni? Já, en ekki af þessari ástæðu. Það er hægt að laga þennan galla bara með því að breyta kosningalögum. Með því að takmarka fjölda þingmanna sem hver flokkur getur fengið við atkvæðahlutfall á landsvísu og heildarfjölda þingsæta getur ekk- ert framboð fengið fleiri þingsæti en eitt um- fram heildarþingmannatölu á landsvísu. Er heildarþingmannatala einhvers framboðs 4,6? Þá getur það framboð mest fengið 5 þingmenn ef, og bara ef, ekkert annað framboð er með hærri hlutaþingmann (0,6) þegar kemur að út- hlutun síðustu þingsætanna. Þetta myndi þýða að framboð myndi örugg- lega fá þingsæti ef það fengi 1,587% af at- kvæðafjölda á landsvísu. Í kosningunum 2017 hefði þurft 3.115 atkvæði. Björt framtíð fékk 2.394 atkvæði eða 1,22%. Það þýðir hlutaþingsæti upp á 0,77 sem var þriðji stærsti hlutaþingmaðurinn af sex sem væri útdeilt á þann hátt. Ýmsir hafa sagt að það sé svo flókið að vera með marga flokka á þingi. Það getur vel verið en lausnin á því má ekki vera sú lýðræðisþynning sem undanfarnar kosningar hafa skilað okkur. Að ríkisstjórn með 51,13% fylgi fái 60,32% þingsæta ætti að særa lýðræðiskennd okkar allra. Við get- um gert betur og eigum þá að gera betur. Björn Leví Gunnarsson Pistill Betri kosningalög Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Í úrskurði Persónuverndar í síð- ustu viku kom fram að Héraðs- dómur Reykjavíkur hefði með birtingu heimilisfangs í dómi sínum ekki farið að lögum um persónuvernd. Um var að ræða refsidóm vegna innbrots. Í dómnum var heimilsfang brotaþola birt en í úrskurði Per- sónuverndar kemur fram að með birtingunni hafi saklausir heimilismenn verið tengdir við sakarefnið. Farið hefur verið fram á að upplýsingarnar verði afmáðar úr dómnum, sem birtur var á netinu. Heimilisfang birt í dómi UPPLÝSINGAR AFMÁÐAR Morgunblaðið/Ernir Persónuvernd Afmá þurfti upplýsingar í dómi á netinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.