Morgunblaðið - 13.07.2018, Page 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
Í skýrslu starfshóps
um „Framtíð íslenskr-
ar peningastefnu“, sem
kynnt var í síðasta
mánuði, er ramma-
grein (nr. 8) sem ber
yfirskriftina „Hvað
lærði hagfræðin af
hruninu?“ Þar er vikið
að bók sem ég ritstýrði
ásamt Paul Durren-
berger, Gambling
Debt. Skýrsluhöfundar
– Ásgeir Jónsson, Ásdís Kristjáns-
dóttir og Illugi Gunnarsson – segja að
miðað við þann fjölda íslenskra fræði-
manna sem komu að bókinni komist
hún „næst því að geta kallast svar eða
greining íslenska fræðasamfélagsins
á orsökum og afleiðingum hrunsins“,
en um leið gefa þau villandi hugmynd
um inngang bókarinnar („The bana-
lity of financial evil“) sem nauðsyn-
legt er að leiðrétta.
Frjálshyggjan og helförin
Í inngangi að Gambling Debt er
vísað til hugmyndarinnar um „fárán-
leika illskunnar“ sem kynnt var til
sögunnar í bók þýska heimspekings-
ins Hannah Arendt um söguleg rétt-
arhöld yfir Adolf Eichmann. Skýrslu-
höfundar segja:
„Þeir Gísli töldu að sú stefna [...]
sem á íslensku hefur verið kölluð
„frjálshyggja“, væri ígildi nasismans
að mannvonsku – og þar af leiddi að
það fólk sem sinnti fjármálaviðskipt-
um fyrir heimskapítalismann var í
sama hlutverki og böðlar nasista. [...]
Innan hagfræðinnar er [...] ekki litið
svo á að alþjóðavæðing síðustu ára-
tuga stafi af sigri einhverrar hug-
myndafræði eða dogma, heldur hafi
skynsemin aftur náð yfirhöndinni
með endurnýjuðu frelsi í utanríkis-
viðskiptum [...] Verður það líklega
seint samþykkt meðal hagfræðinga
að boðskapur Adams Smith um frelsi
í viðskiptum kallist á við ræður Hit-
lers – jafnvel þó kerfisbundið banka-
hrun hafi átt sér stað á Íslandi.“
Hér skal tekið fram að með því að
vísa til „fáránleika illskunnar“ er ekki
verið að gefa í skyn að glæpir hruns-
ins hafi verið „ígildi nas-
ismans að mann-
vonsku“, sama eðlis og
af sömu stærðargráðu
og glæpir Eichmanns og
félaga. Fáránleikinn var
hins vegar hinn sami, í
skilningi Arendts, jafn-
banal. Eftir á sögðu þau
sem réðu ferðinni að þau
hefðu einfaldlega gengið
til sinna verka eins og
aðrir þegnar. „Skip-
stjórarnir í brúnni“, eins
og stundum var sagt,
vísuðu hver á annan, rétt eins og
Eichmann forðum í réttarsalnum í
Jerúsalem, saklaus í framan eins og
fermingardrengur; allir hlýddu ein-
hverjum skipunum og enginn baðst
afsökunar þegar ósköpin voru um
garð gengin. Skipið sigldi stjórnlaust
í strand. Þýskir sagnfræðingar hafa
raunar leitt í ljós að Arendt, sem var
viðstödd réttarhöldin yfir Eichmann,
lét blekkjast; sjá bók Bettina Stangn-
eth „Eichmann Before Jerusalem“.
Afstaða Eichmanns var ekki jafnfá-
ránleg og menn héldu, honum var
fullljóst hvað hann gerði og var sann-
færður um ágæti þess.
Hrunið, þið munið
Hvað sem líður yfirsjón Arendts
hefur hugmynd hennar um „fárán-
leika illskunnar“ víða ratað (leitarvél
Google sýnir hátt í milljón tilvísanir).
Hún hefur ekki aðeins verið notuð um
helförina; hana hefur t.d. borið á
góma í umræðu um þrælasölu
átjándu og nítjándu aldar. Líklega er
þröng nálgun áðurnefndrar ramma-
greinar ekki valin af handahófi.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
sagði í Morgunblaðinu 30. janúar
2015 („Reiðilestur í stað rann-
sóknar“): Gísli „byrjar beinlínis árás
sína á frjálshyggju með því að líkja
henni við nasisma“. Þessi setning var
svo endurtekin í frásögn Viðskipta-
blaðsins sama dag. Kannski eru slík-
ar staðhæfingar orðnar að klisju. Ég
hef enga ástæðu til að ætla annað en
að það ágæta fólk sem skrifaði um-
rædda skýrslu hafi unnið verk sitt af
fagmennsku og alúð, en hér hafa höf-
undar villst yfir strikið og eignað mér
skoðanir – og erfitt að sjá að það eigi
erindi í opinbera álitsgerð um framtíð
íslenskrar peningastefnu.
Nú er aðeins áratugur liðinn frá
hruni. Samt er eins og margt hafi
gleymst, þrátt fyrir ítarlegar rann-
sóknaskýrslur og almenna umræðu.
Nauðsynlegt er að rifja upp aðdrag-
anda og eftirmála hrunsins af og til,
horfast í augu við söguna kinnroða-
laust og reyna að læra af henni.
Hrunið hafði sannarlega hörmuleg
áhrif á líf margra Íslendinga – og ein-
hverjir hljóta að bera ábyrgð. Sér-
staklega ættu hagfræðingar og þeir
sem fóru með stjórn landsins og pen-
ingamál að líta í eigin barm og spyrja:
hvað má læra af hruninu? Í lokamáls-
grein rammagreinar númer 8 segir
að nú sé „viðurkennt að hagfræði-
stéttin hafi gert mistök á árunum
fram til ársins 2007 [...]“. Vissulega er
slík játning skref í rétta átt.
Samanburðurinn á fáránleika ný-
frjálshyggjunnar og nasimans kann
að orka tvímælis. Á hinn bóginn reyn-
ir hann á þanþol tungumálsins og
vekur til umhugsunar. Gagnrýnin
umræða er nauðsynleg hverri fræði-
grein og því miður verður ekki alltaf
fullyrt í vísindum að „skynsemin hafi
aftur náð yfirhöndinni“, svo notað sé
orðalag höfunda skýrslunnar um pen-
ingastefnuna. Sagnfræðingar fram-
tíðarinnar munu vafalaust leiða betur
í ljós hvernig það gat gerst að lands-
menn misstu tökin á bönkum og hag-
kerfi með jafndramatískum hætti og
raun bar vitni. Ekki er ósennilegt að
þar muni fáránleikinn koma til tals –
og hver veit nema það gæti þrátt fyrir
allt gagnast peningastefnu lýðveld-
isins?
Eftir Gísla Pálsson
Gísli Pálsson
» Í skýrslu starfshóps
um „Framtíð ís-
lenskrar peningastefnu“
eru villandi ummæli um
bókina „Gambling
Debt“ sem nauðsynlegt
er að leiðrétta.
Höfundur er mannfræðingur.
gpals@hi.is
Framtíð peningastefnunnar
og fáranleiki illskunnar
fasteignir
Í byrjun júní sl. átti
ég mér nokkurt erindi,
að mér fannst ekki al-
veg lítilfjörlegt, við
einn sérfræðing Land-
spítalans, raunar varð-
andi sjúkling, sem sá
sérfræðingur hefir til
eftirlits og meðferðar,
en ég hafði þá nokkrar
áhyggjur af. Ekki er
upp á sérfræðinginn
að klaga, en óvenjuleg
og sérstök fannst mér
símaþjónusta spítalans
og ólík því sem ég átti
að venjast þau ár, sem
ég var þar innanhúss
og þénandi, og er í dag
með þessu móti:
Ég hringdi, kynnti
mig og óskaði eftir
sambandi við téðan sérfræðing.
Símstúlka: Ert þú læknir?
Ég: Já, ég er læknir (ég hafði raun-
ar getið þess í upphafi símtalsins).
Símstúlka: Hvernig læknir ert þú?
Ég: Ég er skurðlæknir.
Símstúlka: Hvar ert þú læknir?
Ég: Ég er gamall maður og á mér
ekki lengur fastan vinnustað.
Símstúlka: Hver er kennitalan
þín?
Ég upplýsi hana
greiðlega um þetta at-
riði.
Símstúlka (hugsar
málið smástund og segir
svo): Nei, hann er ekki
við (engin frekari skýr-
ing gefin á því).
Ég: Nú, viltu þá taka
til hans þau skilaboð að
hann hafi samband við
mig?
Símstúlka: Já, ég skal
koma því til hans.
Ég: Takk. Símtali lýk-
ur.
Síðan hefi ég ekki
heyrt hósta eða stunu
frá „spítala allra lands-
manna“ þó að ég hafi
endurtekið þetta erindi
fáum dögum síðar með
sama árangri.
Hvað er eiginlega að
gerast? Eru læknar spít-
alans virkilega svo yfirhlaðnir vinnu,
að þeir ráði ekki við allt það erfiði,
sem þeir hafa takið að sér? Og hafa
þó margir læknar verið önnum kafnir
fyrr. Sjálfur hefi ég unnið á ýmsum
spítölum bæði hérlendis og erlendis,
en aldrei kynnst svona símaþjónustu,
eða erfiðleikum við að ná sambandi
við kollega. Hverju er um að kenna?
Eftir Guðmund
Bjarnason
Guðmundur Bjarnason
»Eru læknar
Landspítalans
orðnir ósnertan-
legir og heilagir
eins og kýrnar á
Indlandi?
Höfundur er læknir.
Erfitt að ná í lækna
Landspítalans?
Helga Mogensen
Kristin Sigfríður Garðarsdóttir
Vagg og velta
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
æli- & frystiklefar
í öllum stærðum
K