Morgunblaðið - 13.07.2018, Page 24

Morgunblaðið - 13.07.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 ✝ Bjarni BragiJónsson, fyrrv. aðstoðarbanka- stjóri Seðlabanka Íslands og hag- fræðilegur ráðu- nautur banka- stjórnar Seðla- bankans, fæddist í Reykjavík 8. júlí 1928. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Grund að morgni sunnu- dagsins 1. júlí síðastliðins. Foreldrar Bjarna Braga voru Jón Hallvarðsson, f. 16.5. 1899, d. 13.4. 1968, sýslumaður í Stykkishólmi og hrl. í Reykja- vík, og Ólöf Bjarnadóttir, f. 18.11. 1895, d. 11.7. 1988, hús- móðir í Stykkishólmi og Reykjavík og síðar iðnverka- kona í Reykjavík. Systkini Bjarna Braga voru Baldur, f. 6.9. 1926, d. 8.5. 2008, kennari; Sigríður, f. 14.5. 1931, d. 10.10. 2007, bankaritari; Svava, f. 25.4. 1932, d. 2.6. 1952, myndlistarnemi. Bjarni Bragi kvæntist 22.4. 1948 Rósu Guðmundsdóttur, f. 25.3. 1930, B.Ed. og kennara. Hún er dóttir Guðmundar Matt- híassonar, f. 22.9. 1874, d. 27.4. 1949, verkstjóra í Reykjavík, og k.h., Sigurrósar Þorsteins- dóttur, f. 16.7. 1896, d. 11.7. 1971, iðnverkakonu frá Horni við Höfn í Hornafirði. Börn Bjarna Braga og Rósu eru: 1) Jón Bragi, f. 15.8. 1948, d. 3.1. 2011, Ph.D. í efnafræði og prófessor við HÍ, var kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur kenn- ara en þau skildu. Þau eiga 3 ional Accounts Division 1959-60 í París, Frakklandi og svo í framhaldinu um sumarið 1960 í Osló í Noregi, deildarstjóri þjóðhagsreikningadeildar Efna- hagsstofnunar 1962-69, for- stjóri Efnahagsstofnunar 1969- 71, framkvæmdastjóri áætlana- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972-76. Bjarni Bragi var hagfræð- ingur Seðlabanka Íslands 1976- 83, aðstoðarbankastjóri 1983-94 og hagfræðilegur ráðunautur bankastjórnar 1994-98 er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Bjarni Bragi var NATO- gistiprófessor á vegum HÍ við Pomona College í Kaliforníu 1964. Þá var Bjarni Bragi einn- ig stundakennari í hagrann- sóknum, þjóðhagsreikningum og áætlunum við viðskipta- og hagfræðideild HÍ 1966-67 og 1974-80. Bjarni Bragi skrifaði fjöl- margt um efnahagsmál. Má hér geta greinar sem hann skrifaði árið 1975 sem ber heitið „Auð- lindaskattur, iðnþróun og efna- hagsleg framtíð Íslands“. Þar komu fyrst fram hugmyndir um auðlindagjald sem enn er tekist á um. Einnig skrifaði hann „Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi“ sem gefið var út af Seðlabanka Ís- lands árið 1998. Ber þetta rit vott um yfirgripsmikla þekk- ingu hans á þessu sviði. Í tengslum við nám hans og störf fluttu þau hjónin, Bjarni Bragi og Rósa, með öllum börn- um sínum árið 1957 til Cam- bridge í Englandi, árið 1959 til Parísar í Frakklandi og sum- arið 1960 til Osló í Noregi. Árið 1964 fluttu þau ásamt elsta syni sínum til Kaliforníu í Banda- ríkjunum einn vetur. Bjarni Bragi var virkur í félagsmálum frá unga aldri og sat í ótal nefndum og stjórnum gegnum tíðina. Má þar nefna, inspector scholae í MR 1947-8 og formaður Æskulýðsfylking- arinnar 1948. Bjarni Bragi var varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi 1962-69, var forseti Rotaryklúbbs Kópa- vogs 1991-92 og formaður Rótarýsjóðsnefndar umdæm- isins 1995-99. Þá var hann for- maður Stofnunar Sigurðar Nordals 1993-99. Bjarni Bragi var ástríðu- fullur unnandi klassískrar tón- listar, bæði í hlustun og flutn- ingi og voru Bach og Schubert hans eftirlætistónskáld, sér- staklega voru sönglög Schu- berts honum hjartkær. Hann söng með Pólýfónkórnum í mörg ár sem og öðrum kórum. Ættfræðigrúsk var honum einkar hugleikið og þá sér- staklega þegar rýmri tími gafst við eftirlaunaaldur. Uppáhaldsstaður og unaðs- reitur þeirra hjóna, Braga og Rósu, var að Seljum á Mýrum í Borgarfirði, nærri ættarslóðum Jóns föður hans. Um tíma hélt hann þar nokkra hesta sem voru þeim hjónum til mikils yndis. Þau hjón voru bæði vin- mörg og félagslynd og stund- uðu vini sína og fjölskyldu af alúð og tryggð. Útför Bjarna Braga fer fram frá Neskirkju í dag, föstudag- inn 13. júlí 2018, og hefst at- höfnin kl. 13. börn: Sigurrós, Sigríði Dröfn og Bjarna Braga. Seinni eiginkona Jóns Braga var Ágústa Guðmunds- dóttir prófessor. 2. Ólöf Erla, f. 20.5. 1954, ker- amikhönnuður og kennari við Mynd- listaskólann í Reykjavík, gift Sig- urði Axel Benediktssyni, um- sjónarmanni hjá BSRB, og eiga þau tvö börn; Benedikt Braga og Kristínu Erlu. 3. Guðmundur Jens, f. 4.9. 1955, lyfjafræðingur hjá Actav- is, kvæntur Ástu Hrönn Stef- ánsdóttur framleiðanda. Börn hans og Guðrúnar Steinars- dóttur fulltrúa eru Steinar Bragi og Rósa, en þau skildu. Guðmundur var í sambúð með Vigdísi Sigurbjörnsdóttur er lést 2012. Barnabarnabörn Bjarna Braga og Rósu eru 12 talsins. Bjarni Bragi fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1947, viðskipta- fræðiprófi frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám við Háskólann í Cambridge í Englandi 1957-59 og hefur farið í náms- og kynn- isferðir til ýmissa erlendra og alþjóðlegra hagstofnana. Bjarni Bragi var skrifstofu- maður hjá Olíuverslun Íslands 1947-50, fulltrúi í útflutnings- deild SÍS 1950-55, fulltrúi í hag- deild Framkvæmdabanka Ís- lands 1955-57 og 1960-62, rit- stjóri tímarits bankans, Úr þjóðarbúskapnum, 1962-66, ráðgjafi í OEEC (OECD) Nat- Í dag, 8. júlí, þegar þetta er ritað, hefði faðir minn orðið ní- ræður. Hann hafði lifað langa og góða ævi og gat litið ánægður til baka á ævihlaup sitt, á afkom- endur sína sem hann var yfir- máta stoltur af, sem og framlagi sínu til fræðigreinar sinnar. Faðir minn var ástríkur og ástríðufullur maður, hrókur alls fagnaðar í veislum og samkom- um. Hann skemmti sér og öðrum iðulega af lífi og sál. Ræðumaður var hann mikill og ekki var hald- in sú veisla í fjölskyldunni eða meðal vina að Bjarni Bragi Jóns- son héldi þar ekki ræðu. Um- hyggjusemi og ábyrgðartilfinn- ing (ásamt smá skammti af athyglissýki) réði þar mestu. Sama gilti um minningargreinar, en þær skipta örugglega mörg- um tugum í gegnum tíðina. Áhugamál hans voru af marg- víslegum toga og ótrúlegt minnið hélst allt til æviloka. Hann var skarpgreindur og víðlesinn. Mjög fróður og vel að sér á mörgum sviðum, nánast sama hvar borið var niður. Sérstaklega varðandi kvæði og ljóð. Heilu ljóðabálkarnir, t.d. Gunnars- hólmi Jónasar, voru fagurlega fluttir eftir minni. Stöku ljóð orti hann sjálfur og þá einkum til Rósu sinnar. Tónlistin var hon- um líka hugleikin, hann naut hennar bæði sem hlustandi og flytjandi, en hann söng lengi með Pólýfónkórnum. Pabbi var gæddur ríkri kímni- gáfu af svalara taginu. Ósjaldan var verið að ögra viðteknum hug- myndum og skoðunum, sem hann var alls ófeiminn við. Það sem átti hug hans allan síðustu árin var hins vegar ættfræðigrúsk. Hann tók það alla leið eins og stundum er sagt. Eitt sinn hafði hann verið að reyna að ná sambandi við mig. Það var mjög áríðandi, ég átti að hringja strax. Erindið reyndist vera að tjá mér skyldleika við einhvern fjarskyldan nú löngu gleymdan forföður! Jón Bragi bróðir minn sagði mér einnig að pabbi hefði einu sinni sem oftar verið að rekja skyldleika langt langt aftur í ættir. Gastu áttað þig á tengingunni? spurði ég. Bróðir minn svaraði: „Nei, ég missti meðvitund löngu áður en hann var kominn að Jóni klaust- urhaldara!“ Hann dundaði líka við það seinustu árin að skrifa æviminningar sínar og bók um afa sinn Bjarna Jensson. Andlát föður míns var alls ekki óvænt. Heilsu hans hafði hrakað mjög hratt síðustu ár og einkum þó síðustu misseri. Það var engin leið til baka og svo margt hafði glatast af því sem við köllum lífsgæði. Söknuður og sorg er vissulega létti blandin yf- ir því að hans raunum er nú lok- ið. Sagt er að tíminn lækni öll sár og sjálfsagt er það rétt. Hins vegar er það svo að minningar og missir minna stöðugt á sig gagn- vart ástvinum sem næst standa en auðvitað með tímanum breyt- ist sárasti söknuðurinn í þakk- læti. Ég veit að þú skrifaðir aldrei minningargreinar til fólks í ann- arri persónu en ég ætla að leyfa mér það. Kæri pabbi, ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og mínum á þinni löngu gjöfulu ævi. Allt sem þú kynntir fyrir mér, kenndir mér, leiðbeindir, bæði beint og óbeint með því góða for- dæmi sem þú settir á svo mörg- um sviðum. Þinn sonur, Guðmundur Jens. „Veistu það, Ásta! að ástar þig elur nú sólin?“ Þetta var fyrsta kveðja tengdaföður míns til und- irritaðrar er ég kom til þeirra heiðurshjóna til kvöldverðar og kynningar fyrir nokkrum árum eftir að ég og yngsti sonur þeirra, Guðmundur Jens, rugluð- um saman reytum. Vitnaði hann þar í ljóðlínur úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ásta, sem átti vel við. Og þetta var alls ekki í fyrsta og eina sinn sem hann fór með ljóð eða heilu ljóðabálkana fyrir mig. Hvílíkt minni! Og ég hreifst svo sannarlega með. Ekki það að ég kynni öll bestu ljóð þjóðarinnar afturábak og áfram eins og þessi öðlingsmaður. Heldur hreifst ég af gáfum hans og þeirri góðmennsku sem hann svo sannarlega sýndi mér frá okkar fyrstu kynnum. Hann var óspar á að slá mér gullhamra eins og sönnum séntilmanni hæfði og það þótti mér ofurvænt um. Hjá þeim góðu hjónum átti ég margar góðar og ljúfar stundir hvort sem var við eldshúsborðið á Þorragötunni, í matarboðum eða í sveitasælunni á Seljum á Mýrum. Þau tóku mér svo inni- lega vel að á stundum fannst mér þau koma mér nánast í foreldra stað, en ég hafði misst mína um aldur fram. Þó okkar kynni hafi ekki spannað marga áratugina fannst mér alltaf eins og ég hefði þekkt þau alla ævi. Það var og er notaleg tilfinning. Bjarni Bragi var fræðimaður og fagurkeri. Hann var náttúru- barn, söngmaður góður, hnytt- inn, orðheppinn með eindæmum og fróðleiksmaður í fyllstu merk- ingu þess orðs. Hann var fylginn sér, maður orða sinna og sagði sínar skoðanir á mönnum og málefnum hispurslaust. Það átti vel við mig. Ættfræði átti hug hans allan eftir að hann lét af störfum sem farsæll hagfræðingur og aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans fyr- ir aldurs sakir. Hann rakti ættir mínar á fyrsta hálftíma okkar kynna og þegar hann sá að við tengdumst merkum höfðingjum þessa lands var ég þar með tekin í sátt. Það var gaman að fylgjast með honum grúska í ættum, vinna að endurminningunum sínum sem sannarlega var mér mikill og góður fróðleikur um líf hans allt og fjölskyldu. Ófáar sögurnar voru sagðar um horfna tíma og þreyttist maður sjaldan að heyra þær, þó svo þær væru gjarnan margendurteknar. Hann hafði gaman af að hafa sig í frammi og þó svo sumum þætti oft á tíðum nóg um, þá elskaði ég þessa eiginleika hans. Mér fannst hann skemmtilegur kar- akter og enn og aftur hreifst ég með. Sjaldan minnist maður á Bjarna Braga án þess að nefna rósina hans, hana Rósu, í sömu andrá, hana sem var hans hald- reipi fram á síðasta dag. Sam- band þeirra var fallegt og ein- lægt og ég gleymi aldrei meðan ég lifi þeirra síðustu kveðju- stund. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa getað aðstoðað tengdamóður mína Rósu síðustu mánuði er veikindi Bjarna tóku þá stefnu að hann gat ekki leng- ur notið sín heima við. Hann eyddi síðustu tveimur mánuðum á hjúkrunarheimilinu Grund og verður seint þakkað það hlýja viðmót og umhyggja sem starfs- fólkið þar sýndi honum og okkur, oft við erfiðar aðstæður. Bjarni Bragi var fyrst og síð- ast góður drengur og er það svo um suma menn sem maður kynn- ist á lífsleiðinni að þeir eru öðr- um fremri og gleymast seint, þannig er það með ástkæran tengdaföður minn, Bjarna Braga Jónsson, sem ég kveð í dag með miklum söknuði og þakklæti í hvívetna. Takk fyrir mig og veistu, Bjarni Bragi, að sannarlega ást- ar mig elur nú sólin. Og þú átt nú stóran þátt í því! Ég sé glettið bros þitt fyrir mér núna og þannig minnist ég þín ævinlega. Þín tengdadóttir, Ásta Hrönn. Ég á nokkrar minningar um afa frá því ég er barn; líklega stóð mér ógn af honum, enda bar hann þykk gleraugu og klæddist gjarnan jakkafötum, brúnum, með sveru búrgúndílituðu bindi, enda áttundi áratugurinn; ef- laust var hann nýkominn af fundi í Seðlabankanum og búinn að ræða vaxtastig megnið af deg- inum. Ég man líka að það var eitthvað óútreiknanlegt við manninn, hann var fullorðnari en aðrir, gat verið geipilega alvar- legur í fasi og stjórnaði augljós- lega heiminum, en kúventist si svona í hláturskast og stríðni sem var barnalegri en hjá hinum börnunum sem ég þekkti. Þegar ég var tíu ára kleip hann mig í kinnina og sagði að ég hefði fitnað, sem var sjálfsagt rétt hjá honum. Seinna, þegar hann var í kringum sjötugt, gerði ég það sama við hann í matarboði og hann tók því vel. Hann gat hlegið að sjálfum sér, svo lengi sem maður var ekki á annarri skoðun en hann í hagfræði, póli- tík, ættfræði og guðfræði, enda voru skoðanir hans svo ræki- legar á þeim sviðum að það var ekki fyrirhafnarinnar virði að setja sig upp á móti þeim. Hann gat verið hvass í samskiptum – líklega myndi heiðarleiki vera of fallegt orð yfir það, fyrir mér væri það hömluleysi – sem hafði sína jákvæðu birtingarmynd í því hvað hugur hans var virkur og leitandi fram á síðasta dag, og hve einlægur hann var í að deila með sér hugmyndum sem vöktu áhuga. Líklega var það morgun- ljóst í öllum okkar samskiptum að hann var af annarri kynslóð – eins og títt er um afa – og mér sýnist að þessi gerð menntafólks, sem líka voru uppfræðarar (það mátti gúgla í þeim) og sérlunduð öll sem eitt, sé að hverfa. Mér skilst að afi hafi átt erfiða æsku og þau systkinin öll. Hann var skarpur náungi en lagði á sig mikla vinnu til að uppfylla mögu- leika sína, og sú hlið hans sem hafði ekki tíma fyrir neitt kjaft- æði sprettur máske þaðan. Ann- ars er það eflaust villandi að gera of mikið úr gáfunum, mig grunar að hann hafi verið mikil og jafn rækileg tilfinningavera en hleypt fáum þangað inn, ég þekki þá hlið bara af afspurn. Og vísbend- ingar um hana má finna í ræðum sem hann hélt um mig og okkur öll í fjölskyldunni þegar við skírðumst, fermdumst, giftumst, buðum í kaffi þar sem voru nógu margir til að slá mætti í glas. Ef eitthvað gerðist í fjölskyldunni var afi mættur með ræðuhöld og ljóð, og virtist þar hafa fylgst betur með persónulegu lífi manns heldur en nokkurn grun- aði; hann spurði sjaldan hvað væri að frétta, enda reyndist hann kunna góð skil á því í ræð- unum og maður frétti þar margt nýtt af sjálfum sér, og í fjöl- skylduannálum sem hann sendi frá sér í lok hvers árs. Við vorum öll fjandi vel heppnuð og fræg, að minnsta kosti innan fjölskyld- unnar, í meðförum afa. Lífið verður litlausara og eilítið vit- lausara án hans. Góða ferð. Steinar Bragi Guðmundsson. Sterkustu minningar mínar úr æsku um afa snúast um skák. Ég lærði mannganginn og fljótlega eftir það gat ég unnið foreldra mína. Afi var hins vegar sterkur skákmaður og til að byrja með lagði hann hönd sína þvert á borðið og sópaði helmingi af sínu liði út af við upphaf skákar. Vann mig samt. Kallaði á ömmu í hvert sinn sem hann vann og útlistaði með nákvæmum hætti hvernig það hefði átt sér stað. Þegar árin liðu gaf afi alltaf færri og færri menn við upphaf skákar, þurfti að lokum að byrja með fullskipað lið, passaði sig á því að vinna mig alltaf. Ég þurfti að leggja mig fram og bæta mig stöðugt, afi kenndi mér það. Fyrstu þrír, jafnvel fjórir leikir okkar beggja voru líkt og greyptir í stein, svo- kallað fjögurra riddara tafl, ekk- ert annað kom til greina. Afi kenndi mér reglu. Afi var mjög hreinskiptinn, laus við meðvirkni af öllu tagi, sagði það sem honum bjó í brjósti umbúðalaust. Hann var einstaklega greindur, mjög vel að sér í ýmsum tungumálum, stjórnmálum, sögu, bókmenntum og ættfræði svo fátt eitt sé nefnt. Afi var alltaf tilbúinn til að deila með öðrum þessari þekkingu – sem unglingi þótti manni stund- um nóg um – en hann kenndi mér líka aga, mannasiði, ákveðni, viljastyrk og vinnusemi. Þetta voru kostir sem afi bjó yfir. Afi var einstaklega góður við börnin mín, barnabarnabörnin sín. Þau fundu hlýju frá honum og sýndu honum hlýju á móti. Afi elskaði börn, líkt og hann elskaði tónlist, söng, listir, náttúru, mannamót, sveitina sína. Afa er sárt saknað. Benedikt Bragi Sigurðsson. Ég má til að koma fáeinum snöggsoðnum minningarorðum að við fráfall stórfrænda vors, Bjarna Braga. Ég má ekki eiga von á því framvegis að vera vakinn snemma á sunnudagsmorgnum við upphringingu frá Bjarna blessuðum, uppveðruðum af ein- hverju hugðarefni sem hafði gripið hann, oftast eitthvað varð- andi áana. Kynni okkar Bjarna hafa stað- ið lengi og að því leyti sem þau snerust ekki um ættina þá um sameiginlegt hugðarefni okkar, sem er verðtryggingin. Of langt mál er að rekja það, en upphafið var blaðarimma sem þeir faðir minn og hann, náfrændurnir, áttu um þau mál 1971 – og urðu þó á eitt sáttir. Bjarni var jafnan manna gal- vaskastur þegar eins konar ætt- armót voru á döfinni, að ógleymdum Jóhannesi Nordal, og mér er hann minnisstæður þar sem hann stendur veifandi eyrnaskefli Björns Gunnlaugs- sonar landmælingaforföður vors við heimaslóðir Björns í Veltu- sundi fyrir þrjátíu árum. Við bárum bækur okkar sam- an þegar hann tók saman bækl- ing um afa sinn, Bjarna Jensson lækni, og að síðustu átti Bjarni frumkvæði að því að grafreitur Reykjavíkurskólafjölskyldunnar í Hólavallakirkjugarði var gerð- ur í stand þegar tvö hundruð ár voru liðin frá fæðingu ættföður- ins, Jens Sigurðssonar rektors, 2013. Þar hitti ég hann síðast. Verði ekki aðrir til þess, flyt ég hér kveðju okkar niðjanna af þessari umgetnu fjölskyldu og frá mér persónulega til Rósu, með ævarandi þökkum. Hjalti Þórisson. Bjarni Bragi var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar í for- ystusveit við mótun hagstjórnar hér á landi. Lengstan feril og all- an síðari hluta starfsævinnar átti Bjarni Bragi í Seðlabanka Ís- lands, fyrst sem aðalhagfræðing- ur en síðar aðstoðarbankastjóri og hagfræðilegur ráðunautur bankastjórnar. Framlag Bjarna Braga á starfsferlinum var verulegt. Eft- ir hann liggur fjöldi ritgerða um efnahagsmál og hann tók þátt í margvíslegum efnahagsaðgerð- um. Tvennt stendur þó upp úr þegar horft er til mikilvægis og langtímaáhrifa. Hið fyrra er framlag hans varðandi stjórnun fiskveiða og auðlindagjald en um það skrifaði hann nokkrar mik- ilvægar greinar um miðjan átt- unda áratug síðustu aldar. Hið seinna er um verðtryggingu fjár- skuldbindinga og markaðsákv- arðaða vexti á árunum um og eft- ir 1980. Hann átti ásamt fleirum í Seðlabankanum stóran þátt í að leggja fræðilegan grunn að þess- um aðgerðum, útskýra og afla þeim stuðnings. Þær stöðvuðu bruna fjársparnaðar landsmanna og voru mikilvægur aðdragandi minni verðbólgu snemma á tí- unda áratugnum. Þessi mál voru þá og ætíð síðan Bjarna Braga hugleikin og hann var óþreytandi í að útskýra muninn á raunvöxt- um og nafnvöxtum og það gagn sem verðtrygging fjárskuldbind- inga getur gert við ákveðnar að- stæður. Ég kynntist Bjarna Braga fyrst þegar hann réð okkur Yngva Örn Kristinsson sem sum- arstarfsmenn árið 1978. Haustið 1980 var ég síðan ráðinn í fullt starf við hagfræðideild bankans og starfaði með Bjarna Braga með hléum í nærri einn og hálfan áratug, lengst af sem undirmað- ur hans. Samstarf okkar var að mínu mati bæði farsælt og gott. Hann hafði blómstrað á áttunda Bjarni Bragi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.