Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 27

Morgunblaðið - 13.07.2018, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018 ✝ Filippus Hróð-mar Birgisson fæddist á Siglufirði 29. ágúst 1950. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 5. júlí 2018. Foreldrar Fil- ippusar voru Birg- ir Runólfsson, vöruflutninga- bifreiðastjóri frá Siglufirði, f. 2.1. 1917, d. 5.5. 1970, og Margrét Hjördís Páls- dóttir húsmóðir, f. 5.3. 1917, d. 9.7. 1998. Systkini Filippusar eru: Alma sjúkraliði, f. 26.5. 1939, búsett á Siglufirði. Elín- gunnur húsmóðir, f. 26.12. 1944, d. 16.05. 2014. Runólfur, fyrrverandi framkvæmdastjóri á Siglufirði, f. 4.3. 1948, maki Hólmfríður Alexandersdóttir, þau eru búsett á Siglufirði. Páll vöruflutningabifreiðastjóri, f. 4.3. 1948, d. 12.9. 1969, maki Kristrún Gunnlaugsdóttir, bú- Bylgju Árnadóttur f. 22.09. 1971 sem Filippus ól upp í um 10 ár. 2) Guðbrandur Máni f. 25.02. 1999, verkamaður búsett- ur í Reykjavík. Barnsmóðir Linda Guðrún Lilja Guðbrands- dóttir f. 14.09. 1959, d. 18.01. 2013. Filippus byrjaði ungur til sjós, aðeins 15 ára gamall, og fljótlega fannst honum sjó- mennskan eiga vel við sig og tók hann því ákvörðun um að gera sjómennsku að framtíð- arstarfi sínu. Mest var hann á togurum og skuttogurum frá Siglufirðri og stöku sinnum annars staðar. Eftir 1983 fór Filippus í Fiskvinnsluskólann og útskrifaðist sem fiskmats- maður og dró sig þá að mestu í land og vann sem verkstjóri og matsmaður víða um land, svo sem á Stöðvarfirði, Siglufirði, Ísafirði og Drangsnesi. Upp úr árinu 1995 flutti hann til Reykjavíkur við málningar- vinnu, sjómennsku og síðan við störf hjá Orkuveitu Reykjavík- ur þar sem hann starfaði til æviloka, seinast í innkaupum í vöruþjónustu OR. Útför Filippusar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 13. júlí 2018, klukkan 15. sett í Reykjavík. Björn, rennismiður og vélstjóri, f. 12.8. 1949, d. 08.02. 2016 maki Álfhildur Þormóðsdóttir, bú- sett í Mosfellsbæ. Þorsteinn rekstr- artæknifræðingur, f. 8.8. 1951, maki Ragnheiður Stein- björnsdóttir, þau eru búsett í Mos- fellsbæ. Þormóður stýrimaður f. 8.8. 1951, d. 22.07.2005 maki Eyrún Pétursdóttir búsett á Siglufirði. Filippus átti einn bróður sem hét Brynsteinn Guðnason f. 26.07. 1946, d. 27.03. 2013 en hann var ætt- leiddur, var búsettur í Svíþjóð. Börn Filippusar eru: 1) Að- albjörn Sigurður f. 17.02. 1976 sjómaður búsettur á Akureyri, barnsmóðir Guðbjörg Aðal- björnsdóttir f. 09.08. 1954 bú- sett á Siglufirði (þau voru gift). Fyrir átti Guðbjörg dóttur, Uppvaxtarárin á Siglufirði voru yndisleg, margt fólk, mikil vinna og leikfélagar á hverjum fermetra. Okkar fjölskylda var stór, yndisleg móðir og kraft- mikill og duglegur faðir. Það þurfti svona fólk til að stýra okkur átta börnum með miklum kærleika og aga og undirbúa okkur til að takast á við framtíð- ina. Við vorum tíu til heimils, pabbi, mamma og átta börn fædd á rúmum tólf árum, tvær stúlkur, f. 1939 og 1944, og síðan við bræðurnir sex fæddir á þremur árum og fimm mánuð- um. Mamma var aðeins 32 ára og fimm mánaða þegar hún var búin að eignast níu börn, þvílík kona, yndisleg. Það var alltaf mikill kraftur og fjör á heimilinu og oft því erfitt að halda utan um hópinn sem var að mestu hjá mömmu þar sem pabbi vann sem vöruflutningabílstjóri stærsta hluta ævi sinnar utan Siglufjarðar. En þau stjórnuðu stóru flutningafyrirtæki sem við bræðurnir hver og einn unnum við eftir leiðsögn pabba, þar lærðum við að vinna undir aga og góðum leiðbeiningum. Filli, eins og bróðir var kall- aður, var nr. sex í röðinni, hann var strax á unglingsárunum far- inn að sýna hörku í vinnu sem og annars staðar, ósérhlífinn og duglegur til allra verka. Hann var ungur þegar hann valdi að gera sjómennsku að sínu starfi, það fór honum vel, gaf aldrei eftir, sýndi fljótt að hann var vel til fallinn að verkstýra og leið- beina þeim sem yngri voru. Hann var meira og minna tengdur sjómennsku í tæp 30 ár. Árin 1983-1984 fór hann og lærði að gerast fiskmatsmaður og vann sem slíkur í um 15 ár sem verkstjóri og matsmaður víða um landið. Þar sýndi hann ábyrgð og góða verkstjórn ásamt að skila sem bestum gæð- um. Filli sýndi einnig styrkleika sem góður iðnaðarmaður, vann um tíma sem málari og þar var hann á heimavelli. Filli var oft harður við sjálfan sig gleymdi að rækta líkamann og fór oft ógæti- lega með sína heilsu, hann var svo mikill jaxl. Oft var blessaður drengurinn einmana. Sl. 15 ár stillti hann sitt líf vel og vann sér inn virðingu hjá starfsfélög- um og vinum. Hann var prin- sippmaður, stundvís, yndislegur og kurteis. Tengsl mín sem bróðir og vinur voru sterk. Ég mun sárlega sakna hans, okkar samband hefur verið sérstaklega náið og ljúf síðastliðin ár og sér- staklega eftir að áfallið kom 1. nóvember 2017 þegar honum var tilkynnt um sín alvarlegu veikindi. Ég stóð við hlið hans þar til yfir lauk, sat við hlið hans þegar kallið kom. Kvöldið eftir að hann lést sagði ég þessi orð fyrst í hljóði til Filla. Hann var blíður. Hann var hrjúfur. Hann var góður. Hann var ljúfur. Hann var minn. Hann var þinn. Elsku bróðir minn. Ég elska þig kallinn minn og ég mun sannarlega sakna þín. Ég mun minnast hans og virða hann fyrir það sem hann var og það sem hann verður eins og hann var og eins og hann er. Votta öllum ættingjum og vin- um samúð. Þorsteinn Birgisson. Elsku hjartans vinur minn og frændi. Þá kom að því að þú fórst til forfeðra okkar. Ég á eftir að sakna þín enda- laust svo mikið enda vorum við tveir eins og óaðskiljanlegir tví- burar. Er búinn að þekkja þig og fylgja frá því ég man eftir mér nánast. Ég sótti mikið til ömmu Möggu sem lítill gutti þegar hún flutti til Reykjavíkur því ég saknaði Siglufjarðar. Árin liðu og þegar ég var 17 ára þá bað mamma þig um að taka mig með á sjóinn þar sem ég var frekar áttavilltur ungur maður. Að sjálfsögðu gerðir þú það fyrir frænda þinn og þá fóru hjólin að snúast. Þú varst alltaf naglinn af ykkur bræðrum og það kom sér vel fyrir mig. Hef alltaf sagt að það varst þú sem þú gerðir mig að manni með því að leiða mig áfram inn í framtíð- ina. Þú varst bátsmaður á Stapavíkinni og ég var rífandi stoltur að fylgjast með frænda stjórna allri áhöfninni með vinstri hendinni. Svo kom að því að ég flutti til Danmerkur eftir að ég slasaðist og missti því sambandið við þig í nokkur ár. En eftir því sem árin liðu í Danaveldi fann ég meiri og meiri söknuð til fjölskyldunnar og vina heima á Íslandi. Þegar ég heimsótti Ísland þá byrjaði ég alltaf á því að keyra beint heim til þín eða í vinnuna hjá Orkuveitunni og faðma gamla vin og frænda yfir nokkr- um kaffibollum og spjalli. Þegar svo ég vann á Íslandi meira og minna frá 2006 til 2008 og fjöl- skyldan mín var í Danmörku náðum við toppnum saman. Ég bjó hjá þér í Hverafoldinni í rúmlega eitt ár og þá áttum við endalausan tíma saman og hann nýttum við til hins ýtrasta. Við fórum allt saman. Síldin á Sigló var alltaf okkar stefna um versl- unarmannahelgina. Þú sagðir alltaf að ég hefði kennt þér að heilsa öllum með faðmlagi og það hefði veitt þér ómetanlegan styrk þar sem þú varst ekkert allt of hrifinn að gefa svoleiðis frá þér. Þú hafðir meira að segja skrifað það á blað þar sem þú sýndir mér svart á hvítu að í því stóð að Palli frændi hefði komið og gefið þér svo mikið af hlýju og um- hyggju. Auðvitað var ég rífandi stoltur enda hvað gerir maður ekki fyrir vini sína og fjölskyldu og þú varst mér svo mikilvægur í lífi mínu. Hafði, jú, misst föður minn 1969 og þegar árin liðu þá leitaði ég mikið til bræðra föður míns og þar komst þú sterkur inn. Margir segja að ég og þú hafi verið líkastir af þeim bræðr- um og það fann ég líka. Lífið hefur ekki verið dans á rósum hjá þér og þínum og það hef ég fundið sterkt í gegnum okkar samleið. Það er svo margt sem er svipað hjá okkur og það ræddum við oft þegar við vorum einir saman. Mér þykir óend- anlega vænt um börnin þín, Alla, Bylgju og Guðbrand, og mun ég gera allt í mínu valdi til að styrkja samband okkar saman. Var á Íslandi í tíu daga í nóv- ember og dagarnir nýttir í að sitja þér við hlið ásamt honum elskulegum, góðum og prúðföst- um vini þínum til margra ára, Höskuldi, og nánasta skyldfólki þínu. Kom aftur í lok júní og náði dýrmætum tíma með þér til og sat þér við hlið með Steina bróður þínum og héldumst í hendur þegar kallið kom. Þú verður alltaf hjá mér, elsku vin- ur minn, því þú ert bestur. Páll Birgis Pálsson. Filippus Hróðmar Birgisson ✝ Hilmar Jónssonfæddist í Reykjavík 25. febr- úar árið 1975. Hann lést mánudaginn 2. júlí sl. Foreldrar hans eru Jón Eiríksson, trésmiður, f. 30.4. 1937, d. 15.2. 2005 og Inger Marie Arn- holtz, sjúkraliði, f. 10.5. 1944. Bræður Hilmars eru Gísli S. Jónsson, samfeðra, f. 9.7. 1958 og Axel Jónsson, f. 10.2. 1969, eigin- kona hans er Inga Dóra Hrólfs- dóttir, f. 28.5. 1968. Dætur þeirra eru Arna Guðlaug Axelsdóttir, f. 9.2. 2002 og Agnes Inger Axels- dóttir, f. 17.8. 2003. Dætur hans af fyrra sambandi eru Elín Ösp Axelsdóttir, f. 31.5. 1992 og Guð- björg Inga Axelsdóttir, f. 17.10. 1997. Sambýlismaður Elínar er Carlos Friðrik Sanchez, f. 4.6. 1988, sonur þeirra er Axel Hrafn Sanchez, f. 13.2. 2017. Árið 1999 hóf Hilmar sambúð með Maríu Helgu Hró- arsdóttur, f. 26.6. 1981. Foreldrar hennar eru Hróar Pálsson, f. 4.10. 1949 og Kristín Guðmundsdóttir, f. 24.9. 1956. Hilmar ólst upp og bjó alla tíð í Kópavogi. Hann vann lengst af sem starfsmaður í framleiðslu hjá sælgætisgerðinni Freyju og síðar Nóa Síríusi. Síðustu ár starfaði hann sem bensín- afgreiðslumaður hjá Olís. Útför Hilmars fer fram frá Digraneskirkju í dag, föstudag- inn 13. júlí 2018, klukkan 13. Elsku Hilmar minn. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Takk fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Hvíldu í friði. Þín María. Það er komið að kveðjustund hjá Hilmari, bróður og mági. Hilmar var sérstakur per- sónuleiki. Hann hafði sterkar skoðanir á mörgum málum og varð honum ekki haggað ef ein- hver hafði hug á að breyta skoð- unum hans. Hann var ákveðinn, flestir myndu segja þrjóskur, en það gat samt verið eiginleiki sem kom honum til góða í hans bar- áttu við heilsuna, sem varð hans hlutskipti í lífinu. Á sínum yngri árum var hann afreksmaður í sundi hjá íþrótta- félaginu Öspinni. Hann keppti þá á fjölda móta og ferðaðist erlend- is með liðinu og ber fjöldi verð- launapeninga þess merki. Hann rifjaði oft upp afrek sín frá þess- um tíma og var ákaflega stoltur af þeim. Hann var mikill fótbolta- áhugamaður og sterkur stuðn- ingsmaður Tottenham. Að sjálf- sögðu fylgdist hann líka með landsliðinu og stóð alltaf upp, setti hönd á hjarta og söng þjóð- sönginn þegar hann var spilaður í byrjun leiks. Þetta gerði hann þó hann væri bara heima í sóf- anum að horfa á leik í sjónvarp- inu. Tunga í Tungudal í Fljótum var hans dýrðarstaður en þar byggðu foreldrar hans sumarbú- stað árið 1978. Þar var oft glatt á hjalla með fjölskyldu og vinum og lét hann sig aldrei vanta í gleðskap. Hann hafði mikinn áhuga á söng og kunni alla ís- lenska texta en sönghæfileikar hans voru ekki eins miklir og varð uppi fótur og fit þegar hann byrjaði að syngja. Hann hafði mikinn áhuga á veiði sem hann gat m.a. stundað við Tungu. Stelpurnar okkar biðu oft spenntar eftir að Hilmar kæmi með veiðigræjurnar sínar því þær nutu góðs af gerviormum sem hann laumaði alltaf að þeim, þær sluppu þá við að grafa eftir ormum til að setja á sína öngla. María unnusta hans til fjölda ára var hans stoð og stytta í líf- inu. Hún small inní fjölskylduna og með henni fylgir gleði og væntumþykja hvar sem hún fer. Elsku María og Inger. Hugur okkar er sérstaklega hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Axel og Inga Dóra. Heimsmeistaramótið í fótbolta stendur sem hæst þegar tengda- sonur okkar Hilmar deyr fyrir- varalaust. Það var uppáhaldið hans að horfa á beinar útsend- ingar frá leikjum, sérstaklega þegar landsliðið okkar var að keppa. Þegar íslenski þjóðsöngurinn var sunginn stóð Hilmar alltaf upp setti hönd á brjóstið á sér, á því var engin undantekning þeg- ar hann mætti til okkar 26. júní síðastliðinn, en þar var fjölskyld- an samankomin til að fagna af- mæli Maju dóttur okkar. Búið var að breyta stofunni hjá okkur í HM-stofu, Ísland að keppa við Króatíu. Hilmar í bolnum með húfuna á höfðinu. Heitir brauðréttir og túnfisksalat í boði, þá líkaði hon- um lífið. Enski boltinn um helgar og Tottenham var hans lið. Hilmar og Maja voru búin að vera saman í nítján ár. Þau voru samrýmd og miklir vinir. Þau ferðuðust mikið saman innan- lands, fyrst í tjaldi, en síðar eign- uðust þau fellihýsið, voru þau oft á ferðalagi vikum saman ef svo bar undir. Atlavík og Ásbyrgi voru hans staðir, en mest af öllu hélt hann upp á Fljótin, griðastað fjöl- skyldunnar Tungu sem honum fannst mikið til koma. Hilmari fannst gaman að veiða og var enginn fiskur eins góður og í Stífluvatninu fyrir norðan, um það hafði hann mörg orð. Hilmar og Maja eignuðust hundinn Skottu fyrir 6 árum, hugsuðu þau endalaust vel um hana. Maja sá um daglega hreyf- ingu hjá henni en Hilmar fór með hana út á Geirsnef til að leyfa henni að hlaupa um. Það var líka hans hlutverk að fara með Skottu til dýralæknis og á hundasnyrt- istofu. Hilmar greindist með sykur- sýki fyrir fáeinum árum og tók það ekki alltof alvarlega, hafði sinn háttinn á. Hilmar gat verið þrasgjarn og sagði sjálfur að hann væri af Þrasastaðaættinni og var stoltur af því. Að leiðarlokum þökkum við allar samverustundirnar. Guð geymi þig og góða ferð í sum- arlandið. Við munum hugsa vel um Maju okkar og Skottu sem voru þér svo kærar. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þínir tengdaforeldrar, Kristín og Hróar. Elsku frændi minn. Hilmar var hlýr, góður og skemmtilegur frændi með stórt hjarta. Þegar ég minnist hans kemur fyrst og fremst upp í huga minn stolt hans. Hann var alltaf svo stoltur af öllu og öllum í kringum sig. Hann var virkilega stoltur frændi, enda mundi hann eftir mörgum mikilvægum atburðum frá því að ég var ungbarn. Hann mundi eftir fyrsta skiptinu sem hann hélt á mér, fyrstu skrefun- um mínum og meira að segja fyrsta skiptinu sem ég fékk flensu. Þetta rifjaði hann reglu- lega upp. Hann var líka mjög stoltur af sundferli sínum og veiðimennsku og þótti gaman að segja sögur. Hilmari leið alltaf vel í sveit- inni okkar í Fljótunum og þá sér- staklega við árbakkann að veiða. Eitt af því fyrsta sem hann sagði þegar hann hitti son minn Axel Hrafn var að hann vildi fá að kenna honum að veiða. Ég mun reyna að sjá til þess að hann verði jafn mikill veiðimaður og Hilmar frændi hans og í leiðinni segja honum sögur af honum. Elsku frændi, ég kveð þig með sorg og söknuð í hjarta. Ég veit að afi Jonni tekur á móti þér með hlýjan faðminn og nú sitjið þið ábyggilega saman og rennið fyrir silung. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Elín Ösp Axelsdóttir. Erfitt er að trúa því að ungur maður í blóma lífsins skuli vera látinn, aðeins 43 ára gamall. Maður sem hafði dugnað, kær- leika, hlýju og var áreiðanlegur. Þessir eiginleikar eru hafðir eftir manni engum öðrum en Hilmari Jónssyni. Við Hilmar kynntumst haustið 1991 í Þinghólsskóla og kynnt- umst vel því bekkurinn sem við vorum í var fámennur, einungis tíu nemendur, fimm strákar og fimm stelpur. Í svona bekk verða krakkar frekar óöruggir, feimnir eða öllu heldur ringlaðir, og ekki hægt að segja annað en að það geti verið mikið álag að vera í fá- mennum bekk þar sem ekki er hægt að fela sig bak við einn eða neinn. Hilmar var mjög sérstak- ur strákur og hafði hann þurft að glíma við veikindi þegar hann var á táningsaldri. En þegar maður kynntist Hilmari betur þá fann maður líka hversu einlægur og trúr hann gat verið og einnig góður við þá sem minna máttu sín. Var vinur litla mannsins og einstaklega kærleiksríkur og viljugur til að hjálpa. Honum gat orðið á í samskiptum en hann gat líka fundið það á sjálfum sér að það sem hann gerði var vel meint. Og hann hlúði vel að þeim sem honum þótti vænt um, þar hlúði hann vel að fólki, og var vel- viljaður til að gera gott fyrir þá. Leiðir okkar skildi og vorum við eins og ókunnugir menn, var eins og við hefðum aldrei kynnst. Það breyttist og eftir 20 ára fjar- veru, þegar ég fann hann á Facebook, þá fórum við að hittast öðru hvoru og við fórum út að skemmta okkur. Við spjölluðum saman, hlustuðum á góða tónlist og ræddum um margt, m.a. um hvernig lífið hefur þróast milli ára. Hilmar var eigi að síður samur við sig og ég gat fundið hversu góðviljaður hann var og gestrisinn, svo sem að bjóða manni í afmæli og bauð upp á góðar veitingar sem maður missti því miður af. Elsku Hilmar, þú hefur þurft að berjast fyrir þínu og unnið myrkranna á milli, verið ágæt- lega stæður og einstaklega dug- legur að spara peninga og unnið eins mikið og þú gast. Ég er ánægður að hafa fengið að kynn- ast þér og þínum innri manni. Það verður skrýtið að fá ekki Facebook-skilaboð frá þér, skrýtið að hitta þig ekki aftur en ég hef minningar um þig og mun ég geyma þær og varðveita í mínu hjarta. Elsku Mæja og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góður Guð blessa ykkur og styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. (Úr Hávamálum) Guðmundur. Hilmar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.