Morgunblaðið - 13.07.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
FÆREYJAR
2 fullorðnir með fólksbíl.
verð á mann frá
ISK14.700
DANMÖRK
2 fullorðnir með fólksbíl.
verð á mann frá
ISK27.400
Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur.
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn með
til Færeyja eða
Danmerkur
Bæklingurinn
okkar fyrir 2018 er
kominn út. Í honum
finnur þú fullt af
tilboðum og
verðdæmum. Hægt
er að nálgast hann á
www.smyrilline.is
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Mikill tilfinningahiti getur orðið þess
valdandi að samræður fari úr böndunum í
dag. Reyndu að finna lausn sem sættir öll
sjónarmið.
20. apríl - 20. maí
Naut Áður en þú setur afrek einhvers ann-
ars á stall, skaltu hugleiða þín eigin. Mundu
að ekki er allt sem sýnist og málsbætur
liggja ekki alltaf í augum uppi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Heimsmálin eru þér ofarlega í
huga og þú finnur til vanmáttar gegn órétt-
lætinu. Ef þú vinnur í þínum efasemdum
munu þær að lokum hverfa.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú eins og aðrir verður að beygja
þig fyrir staðreyndum hvort sem þér er það
nú ljúft eða leitt. Mundu að allir hafa eitt-
hvað til síns ágætis.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Spennan sem þú finnur fyrir vegna
nýrra kynna við einhvern er gagnkvæm.
Sinntu þínum áhugamálum og njóttu þess
að vera einn með sjálfum þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Óvænt tækifæri berst þér upp í
hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér
það til hins ýtrasta. Einhverra hluta vegna
eru aðrir einkar vinveittir þér í dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú heldur að peningar eigi eftir að
leysa vandamál þitt skaltu hugsa þig um
tvisvar. Mundu að engin manneskja er ann-
ars eign.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er engin ástæða til þess
að hætta við verkefni, þótt þú sjáir ekki
sjálfur hvernig framhaldið verður. Sýndu
staðfestu og tíminn mun leiða málstað þinn
í ljós.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að gefa öllum skila-
boðum gaum og gefa þér tíma til þess að
svara þeim sem til þín leita. Vertu þol-
inmóður og hlustaðu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ekki efast um gáfur þínar eða
hæfni þína til að taka eigin ákvarðanir. Um-
hverfið klappar þér lof í lófa og þú mátt
njóta vinsældanna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú vilt tala hreint út við ákveðna
aðila og þá skiptir öllu máli hvernig þú berð
þig að því. Vertu vakandi yfir hverju því
smáatriði sem betur má fara.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt þér gangi eitthvað í móti er
ástæðulaust að þú takir út vonbrigði þín á
þeim sem næst þér standa. Vertu umfram
allt þolinmóður.
Ólafur Stefánsson skrifar í Leir-inn: „Það hefur orðið einskonar
hefð á vorin undanfarið að færa
Hjördísi Geirsdóttur söngkonu lítinn
brag á afmæli hennar í apríl, þegar
við höfum verið í hópnum hennar
glaða á suðurslóðum. Bragirnir hafa
verið ýmist lesnir eða sungnir yfir og
með afmælisbarninu, en nú þótti ekki
annað hæfa en að nota lagið hans
Weyse við „Hvað er svo glatt“, sem
allir kunna. Svo er þekkt að annað
lag er til sem smellpassar við Vísur
Íslendinga, og má leiða líkur að því
að Jónas hafi ort ljóðið við það lag, en
það er upprunalega úr frönskum
söngleik, en fór svo eftir krókaleið-
um gegnum Berlín til Kaup-
mannahafnar í öðrum söngleik sem
fjallaði um frelsisstríð Pólverja og
allir könnuðust við í Köben á þessum
árum, ekki síst frelsisþyrstir íslenskir
námsmenn sem höfðu alla samúð
með þeim sem voru að brjótast úr
þjóðaránauð. Þess vegna stóð á söng-
blaðinu í Hjartakershúsunum, þegar
Vísur Íslendinga voru frumfluttar
1835, ,að lagið væri eins og „Finis Po-
lonie“ (það er úti um Pólland). Þetta
lag þekktu allir viðstaddir og gátu
sungið fullum hálsi um kvöldið. Þetta
franska lag heyrist orðið sjaldan,
nema ég veit að Hreppamenn nota
það, enda smekkmenn og svo er ljóð
HKL „Í Hallormsstaðaskógi“ (Blá-
fjólu má í birkiskógnum líta) alltaf
sungið undir þessu franska lagi.
En hér er Hjördísarminni:
Það er svo hlýtt með Hjördísi á Tene,
sem heldur upp á burðardaginn sinn.
Með gullna veig í glasi – nota bene,
þá gleði’ og birtu í huga mínum finn.
Og gamla hópinn sé ég hér í salnum,
að syngja Dísu-lögin snjallt og hátt.
Úr Hafnarfirði, Flóa’ og Mosfellsdalnum,
er fjöldi mættur enn í góðri sátt.
Við látum tímann líða sem í draumi,
þótt ljósin dofni’ og halla taki’ í nótt.
Og berjumst ekki báru mót né straumi,
á barinn sækjum kraft og nýjan þrótt.
Og þegar hinstu hjáraddirnar deyja,
við höfum gert á veisluföngum skil.
Að skilnaði við skulum aftur segja,
skál, - og biðja Dísu’ um eitt lag til.
Aftur kominn heim yrkir Ólafur:
Í sumar naumast sólar naut,
en suddi, þoka og regn,
og hagmælskan ’ún hvarf á braut,
– henni var þetta’ um megn.
Jón á Þingeyrum orti:
Mesta gull í myrkri og ám
mjúkt á lullar grundum,
einatt sullast eg á Glám
en hálffullur stundum.
Ármann Þorgrímsson yrkir um
„Ríkissjónvarpið“:
Menningu er mikla að fá
misjafnt hennar njótum,
skortur virðist enginn á
andans fæðubótum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hjördísarminni
Í klípu
„HANN MUN HITTA ÞIG BRÁÐUM. KEYRÐU
BARA AFTUR FYRIR BANKANN OG BÍDDU
MEÐ VÉLINA Í GANGI.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„AFI, ÉG MAN EKKI HVORN ÞEIRRA ÞÚ
ÁTT.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... einhver sem hugsar
um þig dag og nótt.
KETTIR ERU
FLJÓTIR
FLJÓTARI EN ÞAÐ
SEM AUGAÐ NEMUR
HRÓLFUR! HVERS VEGNA LOSARÐU OKKUR
EKKI VIÐ ÞESSA ROTTU? ERTU HRÆDDUR
VIÐ HANA?
AUÐVITAÐ
EKKI!
EN ÞAÐ ER
KÓNGULÓ
VIÐ HLIÐINA
Á HENNI!
Það eru gömul sannindi og ný aðýmsum gæðum sem hafa veruleg
áhrif á líf fólks er gróflega misskipt.
Skiptir þá engu hvort um er að ræða
peninga og önnur verðmæti, góð
störf eða ýmsar vegtyllur sem fólki
geta hlotnast – öllu þessu og mörgu
öðru virðist, frá sjónarhóli Víkverja,
á köflum vera útdeilt handahófs-
kennt til fólks og án allrar sanngirni.
Þeir sem eiga það besta og mesta
skilið fá stundum minnst, alveg sama
hvað þeir bera sig eftir því.
x x x
Lítið stoðar víst að velta sér upp úrþví hvernig á þessu stendur. Lík-
lega er besta leiðin til að eiga farsælt
líf að gleðjast yfir því sem manni er
gefið og reyna að spila sem allra best
úr því.
x x x
En stundum fallast fólki þó henduryfir þessari misskiptingu. Eitt
slíkt „handafall“ er akkúrat að eiga
sér stað í þessum skrifuðum orðum
meðal íbúa á suðvesturhorni landsins
sem hafa fengið þær fregnir að á yf-
irstandandi sumri hafi 104 ára gam-
alt sólarleysismet verið slegið.
Mbl.is skrifaði frétt um þetta í gær
og vitnaði þar í veðurfræðinginn
gamalreynda, Trausta Jónsson, sem
þeir sem komnir eru á fullorðnisár
muna ugglaust vel eftir úr veður-
fréttum sjónvarps fyrir 30 árum eða
svo.
x x x
Fáir eru fróðari um veður og söguveðurfars en Trausti og á blogg-
síðu sinni segir hann að það sem sé
óvenjulegast við þær 12 vikur sem
liðnar séu af sumarmisseri sé sólar-
leysið á Suðvesturlandi.
Þar skrifar Trausti líka að austur á
Dalatanga sé þetta hlýjasta sumar-
byrjun í a.m.k. 70 ár. Á Dalatanga!
Nú hefur Víkverji ekkert persónu-
lega á móti Dalatanga, en eftir því
sem næst verður komist eru þeir sem
þar búa og njóta allrar þessarar ein-
muna veðurblíðu í mesta lagi teljandi
á fingrum annarrar handar. Á meðan
íbúar höfuðborgarsvæðisins, sem eru
um 225 þúsund, vaða vatnselginn í
sólarleysinu hvern einasta dag.
Betra dæmi um misskiptingu fyr-
irfinnst ekki. vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að laun syndarinnar er dauði en
náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú,
Drottni vorum.
(Rómverjabréfið 6.23)