Morgunblaðið - 13.07.2018, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2018
hins vegar á útskornum verkum
Matthíasar Más Einarssonar, eru í
samstarfi við List án landamæra.
Málverk og bróderí í bland
Að sögn Níelsar sýna gestir
landslagsmyndum sem eru sam-
bland af útsaumi og málverki mik-
inn áhuga. Myndirnar hanga uppi
í svokölluðu innra rými sem notað
er sem umgjörð textíl- og
hannyrðasýninga. „Við erum með
verkin í láni, en sýningin er haldin
meðal annars í samstarfi við
Hannesarholt, Byggðasafnið í
Skógum og Heimilisiðnaðarsafnið
á Blönduósi. Fyrirmyndirnar eru
íslensk póstkort. Himinninn, vötn
og lækir eru máluð en annað í
landslaginu saumað út. Myndirnar
eru frá 1916 til 1959 og hafa ekki
áður verið dregnar fram í dags-
ljósið. Þær eru einungis eftir kon-
ur á Suðurlandi, þar sem hálfgerð
tískubylgja virðist hafa gengið yf-
ir.“
Innra rýmið er í þeim hluta
safnsins sem Níels og Magnhildur
kalla verslunina. Umgjörðin er
innréttingar úr Verslun Ásgeirs G.
Gunnlaugssonar & Co, sem starf-
rækt var í Reykjavík frá 1907 til
2006 og Safnasafnið keypti og
gerði upp. Í öðru rými í versl-
uninni eru litlir skúlptúrar úr
málmteinum og vafðir í dagblöð
eftir Bryndísi Símonardóttur.
„Hún er þroskaþjálfi og fé-
lagsráðgjafi úr Eyjafjarðarsveit.
Skúlptúrarnir standa í röðum á
landakorti og eru tákn fyrir mann-
flutninga í heiminum undanfarið,“
útskýrir Níels.
Einkasýningar,
kelerí og fleira
„Sumarsýningarnar okkar eru
sambland sýninga úr safneign og
einkasýningar, sem listamennirnir
setja upp sjálfir. Þar á meðal Þór-
unn Elísabet Sveinsdóttir, sem
hefur unnið mikið í kvikmyndum
og leikhúsum. Hún sýnir vegg-
listaverk; útsaumuð hjörtu úr alls
konar efnisbútum, innrömmuð
undir gler. Áhugi hennar á ís-
lenskri alþýðumenningu, einkum
handverkshefð kvenna, leynir sér
ekki. Í grenndinni er myndskáldið
Halla Birgisdóttir með sín verk.
Hún notar samspil texta og teikn-
inga og bilið þar á milli til að búa
til brotakennt frásagnarými.“
Þriðja konan með verk á svip-
uðum slóðum er þekktari fyrir
skrif sín en teikningar. „Teikn-
ingar og vatnslitamyndir Kristínar
Ómarsdóttur, rithöfundar og ljóð-
skálds, eru skondnar og skemmti-
legar. Þær eru yfirleitt af fólki í
alls konar stellingum, keleríi og
þess háttar. Svo skrifar hún stutt-
ar setningar á myndirnar þannig
að það er eins og fólkið sé að tala
saman,“ segir Níels og víkur tal-
inu að fertugum, grafískum hönn-
uði, Vilhjálmi Inga Vilhjálmssyni
frá Akureyri.
Hátt í 1.200 perluverk
„Hið barnslega skín svolítið í
gegn í litlum myndum sem hann
perlar á ferhyrnda platta, um 8
sentimetra á kant. Vilhjálmur Ingi
notar sama efnivið og aðferð og
leikskólabörn, en raðar plöttunum
saman og býr til heildstæð vegg-
listaverk. Mér skilst að hann sé
búinn að perla um 1.200 stykki.“
Af öðrum sýningum þetta sum-
arið má nefna Litróf forvitninnar
með teikningum eftir Bjarna Þór
Þorvaldsson, sýningu Ívars Val-
garðssonar, Milli málverka, og
samsýningu nokkurra listamanna í
bakgarðinum, Handan norðan-
vindsins.
Sérstaða Safnasafnsins felst
ekki aðeins í því að hampa einför-
um í listinni til jafns við aðra lista-
menn. Þeim Níels og Magnhildi er
ekkert gefið um mikla traffík um
safnið. „Við getum alveg vel við
unað. Hér eru alltaf einhverjir að
koma og fara, en við leggjum
áherslu á að gestir fái notið sín og
hafi næði til að skoða. Þótt í boði
væri að fá hingað rútur fullar af
fólki af skemmtiferðaskipunum,
myndum við afþakka kurteislega.
Þetta væru bara klósettferðir, há-
vaði og læti. Hrikaleg tilhugsun.
Okkar hópar eru aðallega fólk úr
sveitinni ásamt gestum og lista-
og menningarfólk hvaðanæva. Auk
mannsins af götunni auðvitað, sem
staldrar við á leið sinni um land-
ið.“
Á döfinni
Í áranna rás hefur Safnasafninu
áskotnast margar listaverkagjafir.
Níels segir færast í vöxt að fólk
gefi verk úr dánarbúum. „Við met-
um hvort þau eigi erindi í safnið,
en plássið er reyndar orðið tak-
markað. Viðbygging er á teikni-
borðinu, en ekkert ákveðið í þeim
efnum ennþá. Ýmislegt er þó á
döfinni, til dæmis eru væntanlegar
í hús teikningar og vantslitamynd-
ir eftir Thor Vilhjálmsson rithöf-
und, sem synir hans ætla að
ánafna safninu. Þá erum við að
greina safneignina, búa til hug-
lægar stofur um listamenn sem
við eigum mörg verk eftir, þar á
meðal eftir Þórð Valdimarsson eða
Kíkó Korriró eins og hann var
kallaður.“
Safnasafnið tekur þátt í farand-
sýningunni Nordic Outsider Art
Tour, sem fer um Norðurlöndin og
kemur í safnið á næsta ári. „Í
sama sal verðum við áður með
sýningu á verkum Valdimars
Bjarnfreðssonar, sem er nýlátinn.
Hann var skrautlegur karakter,
klæddist oft blárri skikkju, setti
upp túrban og skreytti sig með
keðjum og fingurgullum. Valdimar
var frægur fyrir að drekka lút-
sterkt kaffi, snúa bollanum að því
búnu í hringi yfir höfðinu og lesa
út úr mynstrinu, sem hann teikn-
aði síðan og málaði eftir.“
Spurður hverjar séu mestu ger-
semarnar í safneigninni nefnir
Níels fjögur verk eftir Sölva
Helgason og útskorinn stokk
Bólu-Hjálmars.
Safnvörðurinn er níu ára
Þótt margt sé um merkilega
muni í safninu eru útskornir tré-
fuglar eftir Þorstein Díómedesson
þeim Níels og Magnhildi einna
kærastir. „Þegar við kynntumst
áttum við hvort um sig fugla eftir
Þorstein, þeir voru fyrstu lista-
verk okkar og kannski vísir að því
sem koma skyldi,“ segir Níels og
á vitaskuld við Safnasafnið.
Þar hefur bláklæddi safnvörð-
urinn staðið sína plikt í níu ár.
Eins og annað á safninu á hann
sér sögu. „Hann er samstarfsverk-
efni fólks með geðræn vandamál,
sem kom og spurði hvort okkur
vantaði safnvörð. Við héldum nátt-
úrlega að fólkið væri að falast eft-
ir starfi, sem ekki var á lausu, og
spurðum á móti hvort það vildi
ekki bara búa hann til – sem hóp-
urinn og gerði. Safnvörðurinn á
miklum vinsældum að fagna og er
myndaður í bak og fyrir alla daga
ársins, rétt eins og Hallgríms-
kirkja,“ segir Níels.
Fjölbreytni Útsaumuð hjörtu eftir Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur í for-
grunni, og samspil texta og teikninga eftir Höllu Birgisdóttur í bakgrunni.
Perluverk Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson perlar á ferhyrnda platta sem hann
raðar saman og býr til heildstæð vegglistaverk.
Myndarlegur Safnvörðurinn vísar
gestum veginn inn í Safnasafnið.
Fuglasýning Sumir fuglarnir á sýn-
ingunni eru nýflognir í hús.
Hundrað ára fullveldisafmælis Ís-
lands verður minnst á morgun á
Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í
Hörpu með hátíðartónleikum í
Eldborg. Verður þar m.a. flutt
verk Jórunnar Viðar, Eldur, en
Jórunn var fyrst íslenskra kvenna
til að ljúka formlegu tónsmíða-
námi.
Hún samdi Eld við fyrsta ís-
lenska ballettinn sem fluttur var í
Þjóðleikhúsinu árið 1950, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Fædd á fullveldisári
Jórunn Viðar fæddist fullveldis-
árið 1918 og þykir skipuleggj-
endum tónleikanna því vel við hæfi
að fagna fullveldisafmælinu með
því að flytja verk eftir hana.
Stjórnandi hátíðarhljómsveitar-
innar verður Bjarni Frímann
Bjarnason, nýráðinn tónlistarstjóri
Íslensku óperunnar og aðstoðar-
hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands.
Ungir einleikarar, þau Ziyu He
og Ásta Dóra Finnsdóttir, munu
leika með hljómsveitinni í verkum
eftir Saint-Saëns og Mendelssohn.
Ásta Dóra er aðeins 11 ára göm-
ul og stundar framhaldsnám á pí-
anó í Allegro Suzuki-tónlistarskól-
anum en hún vann til verðlauna í
alþjóðlegri píanókeppni, sem
kennd er við Chopin, í Póllandi
þegar hún var aðeins 10 ára.
Hlaut gull í
Menuhin-keppninni
Á hádegistónleikum sem haldnir
verða í dag leikur 19 ára gamall
fiðluleikari, Ziyu He, sem hefur
hlotið mikla athygli fyrir glæstan
árangur í keppnum en hann hlaut
gullverðlaun í alþjóðlegu Menuhin-
fiðlukeppninni, Eurovision Young
Musicians-keppninni og einnig
Leopold Mozart-keppninni.
Hann hefur leikið einleik með
ýmsum hljómsveitum í Evrópu,
Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi
og kemur reglulega fram sem ein-
leikari á tónlistarhátíðum víða um
heim, eins og segir í tilkynningu.
Ziyu stundar nám við Mozarteum-
tónlistarháskólann í Salzburg.
Vladimir Stoupel leikur einnig
en hann er sagður einstaklega fjöl-
hæfur píanóleikari sem hefur
hljóðritað marga geisladiska og
leikið einleik með hljómsveitum á
borð við Berlínarfílharmóníuna,
þjóðarhljómsveit Rússlands og út-
varpshljómsveitina í München.
Hann starfar einnig sem hljóm-
sveitarstjóri og stjórnar reglulega
hljómsveitum í Evrópu.
Á Íslandi hefur hann stjórnað
Kammersveit Reykjavíkur. Ziyu
He og Vladimir Stoupel leika sam-
an fjölbreytta efnisskrá með verk-
um eftir Schubert, Dvorák, Pag-
anini og Li Zili.
Fleiri tónleikar eru á dagskrá
akademíunnar í dag og á morgun
og má finna yfirlit um þá á vef
Hörpu, harpa.is.
Eldur í Eldborg á hátíðartónleikum
Alþjóðlegu tónlistarakademíunni
lýkur með glæsibrag í Hörpu
Morgunblaðið/Hari
Einbeiting Ljósmyndari Morgunblaðsins kom við á æfingu fyrir hátíðartónleikana í Silfurbergi í Hörpu í gær.