Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.07.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rúmlega fimmtungur seldra fast- eigna á höfuðborgarsvæðinu frá mars 2017 til febrúar 2018 kostaði yfir 60 milljónir. Til samanburðar var hlutfall seldra eigna í þessum flokki 13,6% svip- að tímabil árið áð- ur. Þetta má lesa úr greiningu Magnúsar Árna Skúlasonar, hag- fræðings og framkvæmda- stjóra Reykjavík Economics. Bendir hún til að senn muni um fjórðungur seldra fasteigna kosta yfir 60 milljónir. Aðeins 2% undir 25 milljónum Til samanburðar var hlutfall seldra fasteigna sem kostuðu allt að 35 milljónir samtals rúmlega þriðj- ungur á tímabilinu frá mars 2017 til febrúar 2018. Þar af var hlutfall seldra eigna sem kostaði undir 25 milljónum aðeins 2% á sama tíma- bili. Eignir í þeim verðflokki eru því nú hverfandi hluti af markaðnum. Magnús Árni segir þessar tölur vitna um að meðalverð seldra fast- eigna fari hækkandi. Unnið er út frá gögnum sem Þjóðskrá Íslands notar til að vinna fasteignamat. „Markaðurinn hefur færst yfir í dýrari eignir eftir því sem efnahag- urinn hefur vænkast. Fasteignaverð hefur hækkað og fólk hefur meira eigið fé. Engu að síður kostuðu um 82,5% seldra eigna undir 65 millj- ónum. Um leið og farið er hærra þynnist kaupendahópurinn hratt. Fasteignasalar segja mér að þeg- ar verð á sérbýli er komið yfir 120 milljónir birtist allt annar kaupenda- hópur. Þótt prósentutalan sé ekki há kostuðu um 2% seldra eigna yfir 100 milljónir á tímabilinu frá mars 2017 til febrúar 2018. Þetta hlutfall var 1% árið á undan. Það er tvöföldun í eftirspurn á dýrasta hluta mark- aðarins. Markaðurinn fyrir eignir sem kosta yfir 75 milljónir hefur líka sótt í sig veðrið,“ segir Magnús Árni og bendir á að eftirstríðsára- kynslóðin sé nú að selja sérbýli og flytja í fjölbýli. Hún njóti þess að verð á sérbýli hafi hækkað að undan- förnu. Magnús Árni segir afar takmark- að framboð ódýrari eigna hafa í för með sér að yngra fólk leitar á jað- arinn. Til dæmis sé markaður fyrir eignir sem kosta 20-25 milljónir mjög takmarkaður á höfuð- borgarsvæðinu. Framboðið sé nú lítið sem ekkert. Kjarnamarkaður- inn sé nú með íbúðir sem seljast á undir 55-60 milljónir króna. Færist úr miðbæ Reykjavíkur „Meginhluti eftirspurnarinnar er eftir íbúðum sem kosta 30-50 millj- ónir, eða sem nemur um 3/5 hlutum markaðarins á ofangreindu tímabili. Vegna aldursdreifingar þjóðarinnar eru margir fyrstu kaupendur að koma á markaðinn. Þá er mikill að- flutningur erlendra ríkisborgara. Hvort tveggja ýtir undir eftirspurn eftir ódýrari íbúðum. Það birtist í því að eftirspurnin er að færast úr miðbæ Reykjavíkur yfir á svæði eins og Kópavog og Helgafellslandið í Mosfellsbæ. Þá er mikil eftirspurn í Reykjanesbæ. Þar fá verktakar ódýrari lóðir,“ segir Magnús Árni sem telur umhugsunarefni hvers vegna ekki sé byggt meira af hús- næði á hagstæðu verði. Til dæmis hafi margir innflytjendur ekki ráð á dýru húsnæði. Framboð af hag- stæðu leiguhúsnæði kunni þó að aukast með íbúðum á vegum leigu- félaga sem njóta stofnframlags. Til upprifjunar kom fram í Morg- unblaðinu í gær að frá ársbyrjun 2012 hafa um 22.400 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því. Til samanburðar fluttu hingað 16.200 fleiri erlendir ríkisborgarar en fluttu héðan þensluárin 2005-8. Á við íbúafjölda Kópavogs Aðflutningurinn á þátt í hraðri fólksfjölgun. Á Íslandi bjuggu um 320 þúsund einstaklingar í árs- byrjun 2012 og er útlit fyrir að þeir verði yfir 355 þúsund í lok þessa árs. Þessi íbúafjölgun, um 35 þúsund manns, er á við íbúafjölda Kópavogs. Magnús Árni telur aðspurður sennilegt að raunverð seldra fast- eigna hafi aldrei verið jafnhátt. Kaupmáttur hafi aldrei verið meiri og raunvextir aldrei lægri. Vaxandi kynslóðaauður Hann tekur aðspurður undir þá greiningu Ásgeirs Jónssonar, dós- ents í hagfræði við Háskóla Íslands, að eldra fólk á Íslandi sé að verða efnaðra. Eldra fólk erfi nú meira frá foreldrum sínum en foreldrar þess erfðu frá kynslóðinni sem fæddist í byrjun 20. aldar, sem var almennt efnalítil. Næsta kynslóð muni svo erfa tvær kynslóðir. Magnús Árni telur aðspurður að þessi þróun í átt til kynslóðaauðs á Íslandi kunni að styðja við fast- eignaverð á eftirsóttum svæðum. Kaupendum með mikið eigið fé muni fjölga. Fleiri dýrari eignir seljast en áður  Greining Reykjavík Economics bendir til verðhækkana á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu  Rúmlega fimmtungur seldra eigna frá mars 2017 til febrúar 2018 kostaði yfir 60 milljónir króna Hlutfall seldra eigna 2017* eftir verðbili H ei m ild : Þ jó ðs kr á Ís la nd s og Re yk ja vi k Ec on om ic s eh f. Verðbil: milljónir 20% 15% 10% 5% 0% 100% 75% 50% 25% 0% 0-15 15- 20 20- 25 25- 30 30- 35 35- 40 40- 45 45- 50 50- 55 55- 60 60- 65 65- 70 70- 75 75- 80 80- 85 85- 90 90- 95 95- 100 100+ Samkvæmt gagnagrunni vegna fasteignamats 2018 Hlutfall kaupsamninga Uppsafnaðir kaupsamningar 0,1% 1,4% 16,2% 5,2% 1,4% 0,2% 16,2% 8,0% 3,0% 0,7% 5,9% 10,1% 4,3% 0,8% 1,0% 17,8% 5,4% 1,9% 0,3% *Apríl 2016 til mars 2017 Hlutfall eigna undir 60 m.kr. 86,4% Hlutfall seldra eigna 2018* eftir verðbili Hlutfall eigna undir 60 m.kr. Verðbil: milljónir 20% 15% 10% 5% 0% 100% 75% 50% 25% 0% 0-15 15- 20 20- 25 25- 30 30- 35 35- 40 40- 45 45- 50 50- 55 55- 60 60- 65 65- 70 70- 75 75- 80 80- 85 85- 90 90- 95 95- 100 100+ Samkvæmt gagnagrunni vegna fasteignamats 2019 Hlutfall kaupsamninga Uppsafnaðir kaupsamningar 0,0% 0,3% 18,3% 5,4% 3,1% 0,5% 6,9% 9,8% 4,7% 1,7%1,7% 14,3% 4,9% 1,6% 1,9% 14,7% 6,3% 3,1% 0,9% H ei m ild : Þ jó ðs kr á Ís la nd s og Re yk ja vi k Ec on om ic s eh f. *Mars 2017 til febrúar 2018 77,7% Magnús Árni Skúlason Samkvæmt athugun Magnúsar Árna Skúlasonar hagfræðings á gögnum Þjóðskrár Íslands um fasteignamat ársins 2019 seldust 229 eignir á höfuðborgarsvæðinu á undir 15 milljónum á tímabilinu frá apríl 2014 til mars 2015. Þá seldust 689 eignir á því tímabili á 15-20 milljónir og 1.022 eignir á 20-25 milljónir. Alls 1.940 eignir. Til samanburðar seldist 1 eign á undir 15 milljónum á tímabilinu frá mars 2017 til febrúar 2018. Þá seldust 15 eignir á 15-20 milljónir og 97 eignir á 20-25 milljónir. Alls 113 eignir. Forvitnilegt er að bera þessa þróun saman við sölu á dýrari eignum. Á tímabilinu frá apríl 2014 til mars 2015 seldust 8 eignir sem kostuðu 90-95 milljónir, 5 eignir sem kostuðu 95-100 milljónir og 18 eignir sem kostuðu yfir 100 milljónir. Samtals 31 eign. Til samanburðar seldust 54 eignir á 90-95 milljónir á tímabilinu frá mars 2017 til febrúar 2018, 32 eignir á 95-100 millj. og 108 eignir á yfir 100 millj. Alls 194 eignir. Sam- kvæmt þessu hefur fjöldi seldra eigna sem kosta yfir 90 millj. ríflega sex- faldast milli þessara tímabila en sala eigna sem kosta undir 25 milljónir dregist saman um nær 75%. Skal tekið fram að hér er miðað við fjölda eigna og nafnverð. Fasteignaverð og verðlag hefur hækkað á tímabilinu. Endaskipti á markaðnum NÚ SELJAST FLEIRI DÝRARI EIGNIR EN ÓDÝRAR Dýrustu og ódýrustu eignirnar 2014-2018 Heimild: Þjóðskrá Íslands og Reykjavík Economics ehf. 2.000 1.500 1.000 500 0 Apríl 2014 til mars 2015 Apríl 2017 til febrúar 2018 31 113 194 Fjöldi kaupsamninga skv. gagnagrunni vegna fasteignamats 2019 1.940 Eignir á verðbilinu 25 m.kr og minna Eignir á verðbilinu 90 m.kr. og yfir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.