Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 --- ALLT A EINUM STAD � HÓT E L R E K S T U R Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun að Hátúni 6a Hágæða rúmföt, handklæði og fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið Eigum úrval af sængurvera settum Percale ofin – Micro bómul l, egypskri og indverskri bó mull Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Team Sleipnir, lið Háskólans í Reykjavík, tók þátt á dögunum í Formúla Student-keppninni á Silver- stone-Formúlu 1 kappakstursbraut- inni í Bretlandi. Yfir 80 háskólar taka þátt árlega í Formula Student en þar þurfa nemendur að smíða kappakst- ursbíl frá grunni sem síðan þarf að standast prófanir og akstursþrautir. Nemendur Háskólans í Reykjavík unnu mánuðum saman að því að smíða kappakstursbíl sinn og er allt frá tannhjólum, vélarhlutum og burð- argrind smíðað á verkstæði háskól- ans. Áður en keppnisbíll hvers liðs fær að taka þátt í aksturshluta keppn- innar þarf hann að standast ítarlegar prófanir, s.s. hemlunarpróf, hávaða- próf og öryggispróf. Keppnisbíll Sleipnis var sendur út með skipi Sam- skipa tveimur vikum fyrir brottför liðsins en bíllinn kom degi of seint á keppnisstað vegna vandræða sem upp komu í flutningsbíl í Bretlandi. Þegar liðsmenn mættu á kappakst- ursbrautina í byrjun keppnisvikunnar var strax hafist handa við að gera allt klárt fyrir fyrstu prófanir sem fóru fram á fimmtudeginum, þegar keppn- in hófst. Fyrsti skoðunardagurinn gekk vel að sögn Grétars Braga Bragasonar, vélaverkfræðings og liðsmanns í Team Sleipni allt frá stofnun liðsins fyrir þremur árum. Nemendur unnu hins vegar hörðum höndum til að verða við ábendingum dómara á fimmtudeginum og var unn- ið til miðnættis þann dag, þegar bíla- verkstæðinu er lokað og liðin send heim. Liðsmenn voru hins vegar allir á því að bílinn væri klár í prófanir morgundagsins og fóru liðsmenn sveittir en sáttir úr bílskúrnum um kvöldið. Í kapphlaupi við tímann Á föstudeginum var látið reyna á kappaksturbíl Sleipnis. Flaug bíllinn í gegnum veltiprófið og öryggispróf- unina fyrir hádegi áður en liðið fór síðan með bílinn í hávaðaprófun. Þar kom í ljós að bíllinn var of hávær og þurftu nemendur að bregðast við. Fóru nemendur með bílinn afsíðis á brautinni þar sem púströrið var skrúfað í sundur í steikjandi hita og steinull bætt í til að deyfa hávaðann. Á þessum tímapunkti fór tíminn að vera tiltökumál þar sem kynning á hönnun bílsins átti að fara fram fyrir dómurum innan tveggja klukku- stunda. Eftir aðra misheppnaða til- raun í hávaðaprófun myndaðist löng röð keppenda og var ljóst að þriðja til- raun liðsins yrði sú síðasta þann dag- inn. Sigurður Jóhann Jóhannsson, nemi í vélaverkfræði við Háskólann í Reykjavík, sá um að þenja vélina frammi fyrir dómurum og stóðu liðs- menn á öndinni á meðan. Arnór Eiðs- son, liðstjóri í Team Sleipni, gaf síðan merki með þumlinum um að bíllinn hefði staðist skoðun við mikinn fögn- uð liðsmanna. Við nánari skoðun kom í ljós að hávaði bílsins hafi mælst 109 desibel en hámarkið í keppninni er 110 desibel. Það mátti því ekki miklu muna. Nemendur voru hins vegar í kapphlaupi við tímann og fóru rak- leiðis með bílinn í hemlunarpróf sem tókst í annarri tilraun áður en ekið var í bílskúrinn fyrir hönnunarkynn- inguna. Liðið lét hasar dagsins ekki á sig fá og var bílnum stillt upp í bíl- skúrnum frammi fyrir dómurunum sem spurðu liðsmenn spjörunum úr. Team Sleipnir hlaut 100 stig fyrir hönnun bílsins sem var vel yfir með- allagi í keppninni almennt. Vélarvandræði í akstrinum Það var mikill léttir fyrir liðsmenn að ljúka öllum prófunum á föstudeg- inum og geta þar af leiðandi tekið þátt í aksturshluta keppninnar strax á laugardeginum. Það er alls ekki sjálf- Sleipnir þandi vélina á Silverstone  Team Sleipnir tók þátt í Formula Student fyrir Háskólann í Reykjavík  Kappakstursbíll liðsins stóðst allar prófanir þriðja árið í röð  Vandræði í aksturshluta keppninnar settu strik í reikninginn Ljósmynd/Ástrós Steingrímsdóttir Á brautinni Kappakstursbíll Team Sleipnis ók á hluta af hinni frægu Silverstone-Formúla 1 kappakstursbraut. Ljósmynd/Magnús Team Sleipnir Liðsmenn stilltu sér upp ásamt kennurum á Silverstone. gefið og fara fjölmörg lið ekki í gegn- um allar skoðanir. Það gafst þó ekki mikill tími til að fagna því þegar bílinn fór í hröðunarmælingu fyrir hádegi á laugardeginum var ljóst að ekki var allt með felldu. Ástrós Steingríms- dóttir, nemi í vélaverkfræði í HR og ein af fáum kvenkyns keppendunum í Formula Student, ók bílnum fyrir hönd liðsins. Bíllinn tók spyrnuna á rúmum 7 sekúndum sem var ekki í samræmi við fyrri prófanir og virtist vélin ekki hafa sama kraft og áður. Því var farið með bílinn á æf- ingasvæðið og látið reyna á vélina. Allir þeir sem hafa keppt í hóp- íþróttum vita að það er tvennt ólíkt að vera í liði þegar vel gengur eða þegar illa gengur. Það var því aðdáunarvert að fylgjast með liðinu takast á við vél- arvandræði laugardagsins. Enginn keppandi benti á annan fingrum held- ur unnu nemendur að því í samein- ingu að finna hvað væri að valda þess- um vandræðum og hver lausnin væri. Var farið með bílinn aftur í bílskúr liðsins og leyst úr vandræðunum. Það breytti ekki þeirri staðreynd að ekki var heimilt að aka bílnum að nýju gegnum þrautirnar og þurfti því liðið að bíta í það súra epli að hafa hlotið fá stig fyrir tvær akstursþrautir á laug- ardeginum. Team Sleipnir endaði að lokum í 43. sæti af 81 keppnisliði. Fór liðið í gegnum allar skoðanir og akstursþrautir keppninnar. Team Sleipnir hefur þar með náð í gegnum allar skoðanir og akstursþrautir keppninnar öll árin sem það hefur tekið þátt. Blaðamaður, sem fylgdi liðinu eftir, býst sterklega við því, miðað við elju og dugnað liðsmanna, að þeir hafi sett markmið sín hærra en liðið endaði ár- ið áður í 15. sæti. Miðað við drifkraft allra þeirra sem standa að keppninni fyrir hönd Háskólans í Reykjavík er óhætt að ætla að Team Sleipnir muni koma tvíeflt að ári og stefna á betri árangur. Formula Student fagnaði 20 ára afmæli sínu í ár og hafa margir háskólar tekið þátt frá upphafi. Reynsla fyrri ára getur því skipt miklu og verður því forvitnilegt að fylgjast með liðinu að ári liðnu. Tækniháskólinn í München og Mo- nash-háskólinn í Melbourne í Ástralíu sópuðu að sér verðlaunum á Formula Student í ár. Ástralska liðið reyndist sigurvegari keppninnar á sunnudegin- um með 863.6 heildarstig í flokki 1, sem er um 100 stigum meira en næsti háskóli sem var Oxford Brookes-háskólinn í Bretlandi. Alls tóku 129 lið þátt í keppninni í ár, úr meira en 80 háskólum frá yfir 30 lönd- um. Bíll Monash-háskólans skaraði fram úr í þolgæðishluta keppninnar með 300 stig en flestir skólar skriðu rétt yfir 100 stigin í þeim flokki. Tækniskólinn í München vann hins vegar hröðunarhlutann og spyrnuna. Fengu Þjóðverjarnir einnig verðlaun fyrir skilvirkasta bíl keppninnar ásamt því að taka heim hönnunarverð- laun keppninnar. Háskólinn í Augs- burg í Þýskalandi fékk síðan verðlaun fyrir besta sjálfkeyrandi stýrikerfið en þýsku háskólarnir í keppninni njóta mikils stuðnings frá þýskum bílafram- leiðendum. Tækniskólinn í München er til að mynda með styrktarauglýs- ingar á sínum bíl frá bílaframleiðand- anum Audi en höfuðstöðvar Audi eru í Ingolstadt í Bæjaralandi, sem og München. mhj@mbl.is Ljósmynd/Formula Student Á ráslínu Bíll Monash-háskólans í Melbourne sigraði í sínum flokki á For- mula Student 2018. Háskólinn sendi tvo bíla frá sér og endaði seinni í 3. sæti. Þjóðverjar og Ástralar reyndust sigursælastir  Háskóli í Melbourne sigurvegari í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.