Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 SVIÐSLJÓS Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Einn þekktasti hringur landsins, Gullni hringurinn, er sívinsæl ferða- mannaleið og ekki er lát á vinsæld- um hans ef marka má nýjar tölur frá Vegagerðinni. Hefðbundin skilgreining á hinum gullna hring er að fara til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Hringurinn er 200-300 kílómetrar eftir því hvaða útgáfa af hringnum verður fyrir val- inu. Má gera ráð fyrir því að all- flestir ferðamenn sem sækja landið heim aki umræddan hring, hvort sem er á bílaleigubílum eða með því að nýta sér fjölmargar áætl- unarferðirnar en nánast allar ferða- skrifstofur bjóða upp á sína útgáfu af hringnum, hvort sem það er með rútu eða í jeppa. Skýrsla um talningar á vegum Ferðamálastofu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sýndi að fjöldi gesta á Geysi var 2,5 milljónir árið 2017, samanborið við rúmlega eina milljón árið 2014. Í skýrslunni segir jafnframt að 70% erlendra ferðamanna sem sóttu landið heim skoðuðu Gullna hringinn á árunum 2014-2015. Uppbygging á Geysi og Gullfossi hefur verið stígandi á undanförnum árum samhliða aukningu á fjölda ferðamanna. Í fyrra var t.a.m. vígð- ur nýr og rúmgóður stigi sem auð- veldar göngu niður að Gullfossi og gerir gestum kleift að hvíla sig inn á milli. „Þessi hvíldarþrep eru mjög vel þegin,“ sagði hin ítalska Elenora þegar hún gekk niður stigann í átt að fossinum. Allir bíða eftir myndinni Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru hringinn í vik- unni og ræddu við ferðamenn á staðnum. Þau Peace og Judy frá Ta- iwan urðu á vegi blaðamanns á Geysissvæðinu en þau voru ein af þeim sem stóðu sem dáleidd við Strokk og biðu með puttann á takk- anum á símanum eða myndavélinni; tilbúin í að taka mynd af gosinu þeg- ar það loks kæmi. Meðan ásamtalinu stóð gaus Strokkur en það var að- eins lítið gos og þau sáu ekki ástæðu til þess að taka mynd af því. Gat samtalið því haldið áfram ótruflað. „Þetta er einstakt svæði og fallegt. Við erum þakklát fyrir að vera kom- in hingað,“ sögðu vinirnir frá Tai- wan. Þau eru í sautján manna hópi sem fer saman Gullna hringinn. Að þeirra sögn líkaði þeim hvað hóp- urinn er „pínulítill“, en komandi frá Asíu má það sennilega teljast mjög hófleg hópastærð. Skammt frá stóðu þau Peter og Amanda frá Ástralíu sem voru einn- ig í hópferð. „Við komum hingað frá Englandi og þar var allt þurrt en hér er allt svo grænt, virkilega fallegt. Í raun einstakt.“ Þau eru hluti af 11 manna hópi. „Við viljum ekki sjá stóru rúturnar, þær eru mjög óaðlaðandi.“ Að þeirra mati er hegðun ferðamanna við Strokk heldur skrýtin. „Hér koma allir saman bara fyrir myndina og láta sig svo hverfa þegar búið er að gjósa. Mjög sérstakt,“ sögðu ferða- félagarnir frá Ástralíu. Það má leiða líkur að því að stór hluti ferðamanna við Geysi og Gull- foss sé hluti af slíkum hópaferðum, ef marka má fjölda hópbifreiða og rútna á bílastæðunum sem telja tugi. Aukin fjölbreytni gesta Á Geysissvæðinu er iðandi mann- líf. Í stærri þjónustukjarnanum er mötuneyti og veitingasala, ásamt verslunarrými. Hinum megin við götuna er nýrisið 77 herbergja lúx- ushótel, Hótel Geysir, en í húsinu má einnig finna glænýja verslun og veitingastað. Mábil Másdóttir, einn eigenda hótelsins, segir að húsið sé byggt á grunni elsta íþróttaskóla landsins sem frumkvöðullinn Sig- urður Greipsson byggði og stýrði. Burðarveggir til beggja hliða eru upprunalegir veggir frá 1945. „Hótel Geysir stendur því á sama stað og snýr í sömu átt og skólinn stóð 1927.“ Uppbygging á hótelinu hefur farið fram undanfarna mánuði en áætlað er að það fari í notkun á næsta ári. Mábil segir að þörf hafi myndast fyrir betri aðstöðu gesta á svæðinu. „Við ákváðum að hlusta á ferða- manninn en síðustu árin hefur hann viljað meiri gæði og meiri þægindi og að umhverfið sé fallegt og snyrti- legt. Svo við erum ekki að breyta og stækka heldur gera betur.“ Þá hafa ferðamenn verið að staldra lengur við á staðnum og er það breyting frá því sem áður var. „Með nýja hótelinu erum við að þjónusta fjölbreyttari hóp en áður. Sú breyting hefur orðið að í stað þessa að gista í eina nótt er meira um að fólk vilji gista í 2-3 næt- ur,“ segir Mábil. Hin gullna leið Suðurlandsins  Aukin aðsókn á Gullfoss og Geysi  Á Geysi á sér stað mikil uppbygging, meðal annars með tilkomu nýs lúxushótels á næsta ári  Hótelstjóri segir gesti vilja gista lengur á svæðinu en áður Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndasmiðir Strokkur er alltaf vinsæll meðal ferðamanna sem bíða óþreyjufullir eftir mynd af gosi. Í júní var metfjöldi bíla á ferð um Gullna hringinn. Mannfjöldi Fjöldi manns við Gullfoss en fólkið dreifðist þó vel yfir svæðið. Endurnýjun Aðkoman inn í nýja hótelið og veitingastaðinn á Geysi. Hótelið er byggt á grunni gamla íþróttaskólans en veggirnir eru frá 1945. Þrjú þúsund bílar fóru að meðaltali á sólarhring um Biskupstungna- braut milli Gullfoss og Geysis í júní, samkvæmt talningum Vegagerð- arinnar. Er það metfjöldi ef miðað er við meðaltal undanfarinna ára. Vegagerðin áætlar áframhaldandi metfjölda bíla á þessum slóðum næstu mánuði. Morgunblaðið ræddi við nokkra ferðamenn á bílastæðunum við Gullfoss og Geysi. Almennt voru bílstjórar jákvæðir og sögðu að ekki væri hægt að kvarta yfir vegum Gullna hringsins. Bogi Agnarsson, sem starfað hefur sem rútubílstjóri í nokkur ár, telur að slysahætta felist í auknum fjölda hjólreiðafólks á hringnum „Það er svo mikið af hjólum núna og á íslenska vegi vantar betri axlir. Þarna er að skapast hættuástand. vanti sums staðar hafi ferðin verið þægileg í dagsbirtunni. „Þó væri ég ekki til í að keyra þennan veg í rökkri þar sem ég sé að oft vantar bæði stikur og merkingar á veg- ina,“ sagði Jorn frá Dallas. Það þarf að finna lausnir fyrir þenn- an hóp fljótt þó að það megi sjálf- sagt saka bæði bílstjóra og hjól- reiðafólk um tillitsleysi.“ Fjölskyldufaðir frá Bandaríkj- unum sagði að þótt vegmerkingar Metfjöldi bíla við Gullfoss og Geysi í ár HJÓLREIÐAFÓLK OG SKORTUR Á VEGAMERKINGUM HELSTU ÁHÆTTUVALDAR Fjölskyldan frá Dallas í Texas. Bogi Agnarsson bílstjóri. Kókosjógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.