Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Verð á mann í tveggja manna herbergi ISK159.900 Verð á mann í tveggja manna herbergi ISK189.000 Miðað við 2 saman Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Hópferð með Fúsa á Brekku 11. árið í röð Bókaðu snemma! Uppselt öll árin Farið frá Seyðisfirði 5. september og komið til baka 11. september Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna frá Hafursá. Skoðunarferðir, skemmtun, gisting í 4 nætur á Hótel Færeyjummeð hálfu fæði. Gist er í Þórshöfn og þaðan er farið í skoðunarferðir um eyjarnar. Hér getur þú upplifað Færeyjar með skemmtilegu fólki. Aðeins 6 sæti laus Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú kannt að leiða saman ólíka þætti og andstæða póla. Í því felast leiðtogahæfi- leikar þínir. Þú hefur líka hæfileika á mörgum sviðum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þeir eru margir sem vilja ná fundi þín- um til skrafs og ráðagerða. Ekki bregðast illa við, þótt samstarfsmenn þínir hafi uppi efa- semdir um verklag þitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þegar stór verkefni eru í gangi og í mörg horn að líta má alltaf búast við að eitt- hvað fari úrskeiðis. En skjót viðbrögð geta bjargað málum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst þú hafa komið þér vel fyrir og satt er það, að þú mátt vel njóta árangurs erfiðis þíns. Mundu að það er undir þér komið að gera rútínuna skemmtilega. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur lengi verið í vernduðu umhverfi og þarft að komast út úr því. En ef þú bara breytir örlítið út af þá er dagurinn orðinn betri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Lífið virðist svo sannarlega brosa við þér þessa stundina og þér er ekkert of gott að njóta velgengninnar meðan hún varir. Það er samt gott að vera við öllu búinn, því ver- aldargengið er valt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú munt eiga rólegan dag og gætir feng- ið óvænta heimsókn sem gleður þig. Þú munt rekast á gamlan félaga þar sem þú áttir síst von á honum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú bókstaflega ljómar þessa dagana og vekur eftirtekt hvar sem þú kem- ur. Það er eitthvað í fari þínu sem kallar á athugasemdir félaga þinna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Heppnin virðist vera með þér núna og þú munt áður en langt um líður upp- skera laun erfiðis þíns. Samræður við yf- irmenn og valdaaðila eru þýðingarmiklar, ekki flana að neinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sann- arlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Talaðu hreint út og já- kvæð viðbrögð hjálpa þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert í góðri aðstöðu til að taka ákvarðanir og fá fólk til fylgis við þig. Hafðu auga á smáatriðunum því þau geta vegið þungt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er allt í lagi að hampa sjálfum sér svona af og til ef það er ekki á annarra kostn- að. Verðlaunaðu þig ef það gengur vel. Víkverji er að eldast. Um helginafóru allir vinir hans austur á Seyðisfjörð á tónlistarhátíð. Hann sat eftir með tiltölulega ósárt ennið og las þykka skáldsögu. Það var kærkomin hvíld að fá að njóta sín ótruflaður heima við heila helgi. x x x En þar hlaut að koma að Víkverjifór að ímynda sér að hann væri að missa af einhverju. Það vill henda menn þegar þeir eru fjarri góðu gamni, að þeir fari að sakna vina sinna. Söknuður, hvað er það? Bandaríkjamenn segja að það sé sjúkdómur og kalla heilkennið FOMO, fear of missing out, ótti um að missa af e-u, svokallað fómó á óþvingaðri íslensku. x x x Talandi um sjúkdóma. Víkverjiþjáist af hálfgerðu langdegis- þunglyndi. Honum er nóg boðið af birtu. Borgin skartar að mati Vík- verja sínu allra fegursta á dimmum síðvetrarkvöldum. Þegar götuljós varpa glampa á regnvot, auð strætin og borgarbúar hafa rænu á að halda sig að mestu inni. Þeir sofa þá vel, í annríki fábreyttra daga. Nú má fara að rökkva. x x x Um listahátíð ofangreinda er þaðannars að segja, að þar eru menn líka farnir að eldast. Nýjar kynslóðir hipstera eru farnar að húkka sér far austur í júlímánuði ár hvert og þær sem fyrir eru safna ár- hringjum. Í ofanálag eru líka al- mennir borgarar farnir að hætta sér þangað, inn á yfirráðasvæði djúpt listrænt þenkjandi snillinga. Þurfa snillingarnir þá ekki nýtt athvarf? Það er torvelt að tolla í tískunni, þegar skógur vex af grasrót fylgir illgresi með. x x x Raunar missti Víkverji sennilegaaf litlu um helgina. Hann hefur ekki sérstakan áhuga á að klæðast gardínum og taka ofskynjunarlyf. Í bili hefur hann bara áhuga á slaka á í legubekknum heima. Árstíðirnar fara í árhringi og Víkverji sýnir bið- lund. Eitt er víst, að í vetur fær hann eins slæmt fómó. vikverji@mbl.is Víkverji Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum sem leita hælis hjá honum. (Sálm: 18.31) ÍVísnahorni á mánudag voru birt-ir fjórði og fimmti kafli mat- reiðslubókar kattarins Jósefínu Meulengracht Dietrich sem hún síð- an setti á fésbókarsíðu sína og á Boðnarmjöð ásamt þessari vísu: Nú er rófan öll á iði orðum sóar Jósefín. Sýpur nóg af Sónar miði sælust móins beðjalín. Ekki stóð á viðbrögðunum. Gísli Ásgeirsson hóf leikinn: Ein er læðan uppi á Skaga elskar gæðamat í kvið. Fullan træði feitan maga ef fengi næði átið við. Helgi Ingólfsson henti boltann á lofti: Mjálmar, gramsar matardisk, malar, kjamsar, vill sinn fisk. Býsna framsett, breið á kvið, ef bætt er hamsafloti við. Nú gat Jósefína Meulengracht Dietrich ekki orða bundist: „Gísli, …, Helgi“: Ljóðin kveð ég litla smáin og leik mér rétt sem alþjóð veit létt á fæti lipurtáin og langt frá því að ég sé feit. „Ha? Ekki feit?“ spurði Helgi Ingólfsson: Gleypti bæði karl og kellu, kotið, síðan bíl og höll, jörðu … Kanntu að beita brellu? Biti þinn er veröld öll. Þessu svarar Jósefína Meuleng- racht Dietrich: Átta karla á einni duggu át ég síðan, björn og ref og bústna firna belju sem hét Kreppilhyrna. Bjarni Stefán Konráðsson: „Snill- ingar eruð þið!“ Unnur Guttormsdóttir: „Þið eruð yndi.“ Helgi Ingólfsson aftur: Berst frá þínum réttum reykur, refahakk og nautasteikur. En hross að éta’ er háskaleikur: Hvar er vakri Fagri-Bleikur? Ekki stóð á svarinu; –Jósefína Meulengracht Dietrich: Læt í hvelli grilla glás glöð og skelli í steikur hátt þó gelli hnegg í krás. Hné að velli Bleikur. Mér finnst fara vel á því að ljúka þessu með því að rifja upp vísu Hall- gríms Péturssonar. – Drengur gekk hann um á palli þar sem konur voru að tóvinnu, en köttur sat á kláf und- ir pallinum og var rifa á milli fjal- anna, sem rófa kattarins kom upp um. Hallgrími varð bylt við og orti: Í huganum var ég hikandi af hræðslu nærri fallinn; kattarrófan kvikandi kom hér upp á pallinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Refahakk og nautasteikur „HVAÐ MEÐ ÁHUGAMÁL? LEGGURÐU STUND Á EITTHVAÐ ANNAÐ EN AÐ VINNA EKKI?“ „KOLUR!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að búa til góðan dúett. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG HNERRAÐI Í DAG VÁ HVAR FINNURÐU TÍMANN TIL ÞESS?! ÞETTA ER AUGLÝSING FRÁ SPÍTALANUM! ÞEIR VILJA AÐ ÞÚ KÍKIR Á NÝJU BRÁÐAMÓTTÖKUNA ÞEIRRA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.