Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkiskaup auglýstu nýlega eftir leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu fyrir skrifstofu og geymslur ásamt útisvæði fyrir Vegagerðina. Um áratuga skeið hefur Vegagerð- in verið með höfuðstöðvar í Borg- artúni 5-7 í Reykjavík. Það hefur staðið til í meira en 10 ár að finna nýtt húsnæði fyrir Vegagerðina, að sögn G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa, en í kjölfar bankahrunsins voru slík áform lögð til hliðar. G. Pétur segir að Vegagerðin sé ekki búin að sprengja húsnæðið ut- an af sér. Hins vegar sé starfsemin dreifð um höfuðborgarsvæðið og húsnæðið óhentugt. Best væri að hafa alla starfsemi á einum stað. Vegagerðin hefur verið með starfsemi í Borgartúninu í tæp 80 ár. Húsið Borgartún 5 og verk- stæðisbyggingarnar risu 1942 og var þá grófstarfsemin flutt af Klapparstíg 2 (lóðin á móti Völ- undi). Árið 1964 fluttu skrifstof- urnar af Laugavegi 114 í Borg- artún 7. Í auglýsingu Ríkiskaupa, sem birtist í Morgunblaðinu, er miðað við að húsnæði fyrir Vegagerðina verði tekið á leigu til 20 ára. Hús- næðisþörfin er áætluð tæpir 6.000 fermetrar og að auki þarf útisvæði að vera 9.000 fermetrar. Gerð er krafa um staðsetningu norðan Krísuvíkurvegar, sunnan/ vestan Úlfarsár og vestan vega- móta hringvegar við Norðlingavað. Morgunblaðið/Ófeigur Borgartún 5-7 Vegagerðin flutti fyrstu starfsemina þangað árið 1942. Leita að húsnæði fyrir Vegagerðina  Hefur verið í Borgartúni í tæp 80 ár Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég myndi að minnsta kosti ekki vilja láta byggja húsið mitt á þenn- an hátt,“ segir Jóhann Björn Jó- hannsson, sem nýverið lauk meist- araprófi í byggingarverkfræði frá KTH-háskólanum í Stokkhólmi, um niðurstöður eigin meistaraverkefn- is. Jóhann Björn vann verkefnið ásamt Jóhönnu Eir Björnsdóttur, en niðurstöður rannsókna þeirra komu verulega á óvart. Þær benda til þess að hætta á myglu í íslensk- um útveggjum sé talsvert meiri en í öðrum löndum. Komi það til af því að útveggir hér á landi eru einangr- aðir að innan en ekki að utan líkt og tíðkast annars staðar. Að því er fram kemur í rannsókn Jóhanns og Jóhönnu jókst rakastig í íslenskum útveggjum í samræmi við aukin áhrif regns, en rakastig í ís- lenska útveggnum reyndist vera um og yfir 90% á innra yfirborði steyp- unnar. Það er hærra en sérfræð- ingar og stofnanir í Svíþjóð útleggja um æskilegt hámark rakastigs. Hins vegar reyndist rakastigið vera stöðugt í kringum 50% í útvegg sem er einangraður að utan. Íslenska veðrið hefur áhrif Spurður hvers vegna íslenskir út- veggir séu einangraðir að innan segir Jóhann ýmsar ástæður geta legið þar að baki. „Ætli veðrið spili ekki stóran þátt í því. Menn reyna að nýta veturinn í að einangra vegg- ina og þá er talsvert auðveldara að gera það innan frá,“ segir Jóhann og bætir við að engar ráðleggingar séu um hámarksrakastig í útveggj- um í íslensku byggingarreglugerð- inni. Þá hafi rannsóknin leitt í ljós að vatnsmagn í íslenskum útvegg með íslenskri steypu sé talsvert meira en í útvegg sem er einangr- aður að utan og úr hefðbundinni evrópskri steypu. Jóhann segir að af fyrrgreindum ástæðum séu meiri líkur á myglu í íslenskum húsum. „Það þarf tals- vert minna til þess að hér verði mygluskemmdir. Það er mitt mat eftir þessa rannsókn að einangra eigi útveggi hér á landi utan frá en ekki að innan líkt og alltaf hefur verið gert.“ Hætta á myglu meiri hér á landi en erlendis  Telur útveggi hér á landi vera einangraða á rangan hátt Morgunblaðið/Hanna Mygla Fram undan er niðurrif á húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi. Verkfræðingar Jóhann Björn ásamt Jóhönnu Eir í Svíþjóð. Nýlegir bílar, yfirfarnir og með eins árs viðbótarábyrgð frá seljanda AIL 4x4 m. - Sjálfskiptur 1.390 þ.kr.2.700 þ.kr..190 þ.kr. issan XTR 017 - Ek. 53 þ. k Subaru FORESTER 2017 - Ek. 81 þ. km. - Sjálfskiptur Renault MEGANE Station 2013 - Ek. 168 þ. km. - Sjálfskiptur Renault Clio 2017 - Ek. 71 þ. km. - Beinskiptur 1.940 þ.kr. VW POLO 2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur . . . uzuki GRAND VITARA 2 - Ek. 188 þ. km. - Beinskiptur . . 4x4 Beinskiptur ki JIMNY Ek. 57 þ. km. - . uzu 014 - . CEED Station Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur . . S 201 . Kia 2017 - . VW POLO 2017 - Ek. 48 þ. km. - Beinskiptur Renault MEGANE Station 2012 - Ek. 192 þ. km. - Sjálfskiptur Kia SOUL 2017 - Ek. 32 þ. km. - Sjálfskiptur Kia SPORTAGE EX 4x4 2017 - Ek. 93 þ. km. - Sjálfskiptur 1.650 þ.kr. 890 þ.kr.2.850 þ.kr. 3.490 þ.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.