Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 BAKSVIÐ Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Mikil þörf er á sérmenntuðu og hæfu starfsfólki til að annast móttöku og þjónustu við ferðamenn á Íslandi, að því er fram kemur í skýrslu starfs- hóps, sem skipaður var á síðasta ári af Leiðsögn – félagi leiðsögumanna á Ís- landi. Hópurinn telur mjög brýnt að setja skýrar reglur um menntun leið- sögumanna. Hópnum var á síðasta árið falið að semja leiðbeinandi reglur um tíma- ramma og meginefni fyrir menntun leiðsögumanna auk lýsingar á náms- markmiðum og hefur nú skilað marg- víslegum tillögum. „Meginmarkmið náms og kennslu í leiðsögn er að gera nemendur hæfa til að sinna starfi leið- sögumanns og þjálfa verklega færni sem nýtist þeim í starfi. Námið þarf að standast þær kröfur sem ferða- þjónustan og þjóðfélagið allt gerir á hverjum tíma til starfs leiðsögu- manns, ekki síst í ljósi hraðfara breyt- inga í starfsgreininni, og að fag- mennska sé þar ætíð í fyrirrúmi,“ segir í skýrslunni. Hérlendis er í gildi evrópskur staðall frá 2008 um menntun og þjálf- un leiðsögumanna en það ræðst af að- stæðum í hverju landi fyrir sig hvern- ig staðallinn er notaður, t.d. því hvort starfsheitið leiðsögumaður er lög- verndað eða ekki, en svo er ekki hér og starfsréttindi þeirra ekki skil- greind. Samræmdar mennt- unarkröfur eru heldur ekki til fyrir þær stofnanir sem bjóða upp á leið- sögunám, að öðru leyti en því sem fram kemur í námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 2004, og í ófullgerðum drögum að endurskoðaðri námskrá frá 2013, að því er segir í skýrslu starfshópsins. Annars er skipulag og inntak námsins í höndum þeirra stofnana sem það veita. „Ljóst er að sérstaða náttúrufars á Íslandi og aðstæður hér á landi kalla á vissa aðlögun staðalsins, þó svo að meginefni hans geti staðið óbreytt að mestu. Þetta á einkum við um þætti sem varða umhverfis- og nátt- úruvernd, sem er einn af hornsteinum íslenskrar ferðaþjónustu, og ýmislegt sem varðar öryggismál ferðafólks. Eins og dæmin sanna geta þær að- stæður sem mæta erlendu ferðafólki á ferð um landið gert miklar kröfur til leiðsögumanna um kunnáttu og færni á þeim sviðum.“ Í skýrslu starfshópsins segir að leiðsögn ferðamanna sé málefni sem mörg Evrópulönd leggi mikla áherslu á. „Fagleg leiðsögn snýr í senn að verndun náttúru og umgengni um menningarminjar og hún er mikilsverður þáttur í því að tryggja öryggi ferðamanna. Fagleg leiðsögn er einnig snar þáttur í land- kynningu og á sinn þátt í því að móta orðspor ferðaþjónustunnar og þróun landsins sem ferðamannalands. Því miður hefur óskýr stefna yfirvalda um stöðu og starfsundirbúning leiðsögu- manna m.a. valdið því að erlent vinnu- afl er í æ ríkara mæli ráðið til starfa sem leiðsögumenn á Íslandi. Margir þekkja illa til íslenskra aðstæðna og þess sem lýtur að landinu, sögu þess og menningu. Því er brýnt að settar verði skýrar reglur um menntun leiðsögu- manna og að notkun starfsheitisins ein- skorðist við þá sem lokið hafa formlegri mennt- un eða fengið staðfestingu á hæfni og þekk- ingu í samræmi við áðurnefnd- an staðal.“ Skýrar reglur þarf um leiðsögunám Bent er á, í skýrslu starfshóps félags leiðsögumanna, hvernig málum er háttað í Ósló, höf- uðborg Noregs. Þess er krafist, að þeir sem vilja öðlast réttindi sem leiðsögumenn í borginni, stundi nám í tvær annir og gang- ist undir próf að því loknu. „Kröfulýsingin skiptist annars vegar í almenna þekkingu m.a. um sögu og samfélag í Noregi og hins vegar sérþekkingu sem snertir svæðis- leiðsögn um Ósló. Þá er gerð krafa um að nemendur séu færir um að tala lýtalaust á því tungumáli sem þeir leiðsegja á og að þeir skilji og geti tjáð sig á norsku,“ segir í skýrslunni. Skilji og geti tjáð sig á norsku MISMIKLAR KRÖFUR Morgunblaðið/Ómar Fjöldi Iðulega er margt um manninn víða, til dæmis við hverinn Strokk. Á undanförnum misserum hefur nokkuð borið á þeim sem slá um sig vopnaðir kaldhæðni í ræðu og riti. Vopnin eru upphrópanir um að fólk sé ýmist gáfað eða gott og skal með þessu slegið á alla efnislega rökræðu í umræðu dagsins. „Góða fólkið“ er orðið að ein- hverjum mestu skammaryrðum sem hægt er að stimpla nokkra manneskju með og það að segja annað fólk „gáfað“ er kross sem enginn vill bera frá þessum meisturum kaldhæðninnar. Þannig verður það mesta snilldin að rök- styðja aldrei mál sitt með tilvitnunum, niður- stöðum rannsókna eða sögulegum stað- reyndum heldur draga sundur og saman í háði þá sem rökstyðja mál sitt með vísan í heimssög- una eða fræðibækur. Það að horfa út fyrir box- ið, út fyrir hreppinn eða landsteinana í leit að fordæmum og ákjósanlegum lifnaðarháttum sem læra má af jaðrar við glæpsamlegt athæfi, en þó allt með kald- hæðnina að vopni því þá er jú ekki hægt að rökræða snilld- ina. Sá sem það reynir „fattar bara ekki brandarann“ og er því bara húmorslaus. Já, snilldin er víða og við berum ábyrgð á að hún fái að ágerast. Með því að hampa snillingnum sem drepa vill nið- ur alla umræðu fáum við vissulega skjól fyrir því að rækta gagnrýna hugsun en líka skjól fyrir gagnrýni þeirra sem klæðast kaldhæðninni í sinni umræðu. Viltu spila með eða viltu verða skotspónn? Þetta er þekkt staða í sögunni og okkar er að taka afstöðu. Það að skrifa þennan pistil setur höfundinn vissulega í sérlega hættulega stöðu varðandi dylgjur um gæsku eða gáfur en það verður að hafa það. Við lifum þannig tíma að nauðsynlegt er að taka afstöðu í meiriháttar málum. Eitt af þeim málum er hvernig við komum fram hvert við annað og sér í lagi við þá sem á einhvern hátt þarfnast verndar. Því miður höfum við ljóslif- andi dæmi fyrir framan okkur, hvort tveggja úr sögunni en einnig í nútímanum, þar sem þjóðfélagshópum er egnt hverjum gegn öðr- um. Trú, litarháttur, kynhneigð og pólitísk af- staða hefur leitt til slíks mannhaturs að mann- dráp og pyndingar hafa þótt réttlæta það. Þeir sem stóðu hjá og sögðu ekkert báru líka ábyrgð en margir hverjir gerðu það af ótta við að verða sjálfir fyrir barðinu á hatrinu. Það eru viðsjárverðir tímar í heiminum í dag, ekki svo fjarri okkur, heldur bara vestur í Bandaríkjunum og austur í Evrópu, t.d. hjá frændfólki okkar á Norðurlöndum hvar skemmst er að minnast hryllilegra fjöldamorða í Útey þar sem hryðjuverkamað- urinn mótmælti alþjóðahyggju sem og hryllilegra morða í París sem réttlætt voru í nafni ímyndaðs Guðs. Þetta er að gerast núna, á okkar vakt, og við verðum að gefa hverju tákni þessarar stefnu gaum. Við þurfum að benda á og bregðast við í hvert sinn sem hatrinu er beitt gegn öðru fólki því með því beitum við ekki skoðanakúgun heldur verndum fjölbreytt líf. Helga Vala Helgadóttir Pistill Góða fólkið Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Níkaragvavar ítísku þegar amma var ung. Róttækt gáfufólk gekk í bolum með brjóstmyndum af þeim Daniel Ortega og Che Guevara. Þann síð- arnefnda ræddi það um sín á milli sem Che, rétt eins og hann væri einn af fjöl- skyldunni, með róm- antískan byltingarglampa í augum. Che hefur ekki far- ið vel út úr veltingi í þvottavélum og þurrkurum sögunnar, þótt sumir vilji ekki gefast upp bar- áttulaust þó að þeir séu komnir í öftustu vörn fyrir hetjuna. Í íslensku sum- arregni þegar grillmeist- urum er varla út sigandi raula þeir enn „we shall overcome, one day“ við sálmalagið notalega. En síðustu daga hefur Daniel Ortega gengið aftur í Níkaragva, þar sem hann er nú forseti. Það styrkir stöðu Ortega sem forseta að varaforseti landsins, Rosario Murillo, stendur þétt við bak forsetans. Andstæðingar hans telja að ein skýringin á þeirri samheldni kunni að vera sú að Ortega leitaði ekki langt yfir skammt eftir varamanninum því hann gerði eiginkonuna að vara- forseta sínum í suðuramer- ískum evítu-stíl. En þrátt fyrir ástir þess- ara samlyndu hjóna og átta barna afrakstur þeirra er ekki allt eins og það á að vera. Nú berast fréttir að alþýðan fjöl- menni dag eftir dag í mót- mælum gegn þessum bylt- ingarhjónum blómabarna Vesturlanda. Margt er haft gegn þeim, meðal annars léleg fjárhagsleg afkoma fjölskyldna í landinu, víð- tæk spilling og loks að Or- tega hafi svikið marggefin loforð um að hverfa frá völdum við tiltekin tíma- mörk. Ástandið í landinu er nú orðið mjög brothætt, ekki síst eftir að vopnaðar sér- sveitir skutu á mótmæl- endur, en al- menningur segir að þær sveitir fái laun sín og fyrirmæli beint frá forsetanum sjálfum. Kaþólska kirkjan fullyrðir að forset- inn hafi að undanförnu hert ofsóknir sínar gegn henni, leiðtogum hennar og söfnuðum. Mótmæl- endur hafa eftir skotárás- irnar breytt um myndir og áletranir á skiltum sínum. Þar eru nú myndir af Or- tega og yfirskriftin er: Hinn nýi Somoza. Það hlýtur forsetinn að telja að höggvi nærri sér. Somoza var hinn gamli einræðisherra landsins og var við völd í ein 16 ár þótt ekki væri það formlega samfellt. Somoza í Ník- aragva var sams konar andlit illskunnar í augum barna byltingarinnar og Batista einræðisherra var á Kúbu. Og það er engum blöðum um það að fletta að sið- spilltir voru þeir og vel það og rökuðu saman fé fyrir sig og sína. Her, lögreglu og öllu ríkisvaldi þessara landa var handstýrt í þágu valdhafanna. Það var því ekki að undra þótt sanntrúuðum þætti ljóst að byltingin gæti ekki gert verra en það að bæta veru- lega úr vondri stöðu. Og jafnvel þeir, sem höfðu ekki séð að sósíalisminn hefði nokkru sinni fært fólki þá paradísarsælu sem hann lofaði, gátu ekki var- ið hið staðnaða kerfi og þá skúrka sem sátu á toppi þess. En nú er langur tími lið- inn og margt sem bendir til að önnur leið út úr ein- ræði og spillingu en sú sem farin var hefði verið mun árangursríkari. Kúba stendur enn fyrir einræði og spillingu, þótt undir öðrum formerkjum sé en forðum. Þar eru raunlaun almennings nú talin svara til 2.000 króna íslenskra á mánuði, eftir rúmlega hálfrar aldar stjórn „al- þýðunnar“ sjálfrar. Nú er andlit Daníels Ortega á mótmæla- spjöldunum upp- nefnt sem Somoza endurborinn} Draugatrú í vörn en vofur mæta til leiks Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.