Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 59
Enginn mátti missa af því að sjá þessi tvö málmíkon, Axl og Slash, saman á sviði á ný. Og nið- urstaðan liggur fyrir: Fjórða stærsta tónleikaferð sögunnar í tekjum talið. Hér skipta samlegðaráhrifin öllu. Slash skaut upp hattinum í Laugardalshöllinni fyrir fjórum árum og einhver fimm þúsund fóru sátt heim. Fleiri ómökuðu sig ekki. Og Slashlaus hefði Axl aldrei átt erindi á sjálfan þjóðarleikvang- inn. Valbjarnarvöllur hefði dugað; eða jafnvel eitt af betri boltagerð- um borgarinnar. Og þetta er sannarlega við- burður; tvö af stærstu egóum rokksögunnar saman á sviði eftir tveggja áratuga hlé. Yfir því er óræður sjarmi; að sjá eitthvað sem aldrei átti að sjást aftur. Og aldrei að heyrast. Að vonum voru allra augu á þeim tveimur á þriðjudagskvöldið. Og inn á milli þriðja Appetite- liðanum sem á aðild að þessum endurfundum, bassaleikaranum Duff McKagan. Slash stal senunni Til að gera langa sögu stutta stal Slash senunni. Þvílíkur virtú- ós af gamla skólanum. Gítarinn lifnar við í höndunum á honum; vex úr grasi, brýst til mennta, eignast konu og börn, fær sér vinnu og deyr loks drottni sínum eftir langan og gagnlegan dag. Þetta er eins og með Baldur og Konna; maður ávarpar gítarinn ósjálfrátt sérstaklega þegar þeir félagar verða á vegi manns. Til þess gafst að vísu ekki tækifæri nú en þeir „Gönnerar“ vörðust ágangi fjölmiðla af fagmannlegri fimi. Slash bar einnig af úr fjarska, ef marka má símaskilaboð sem mér bárust frá vini mínum að tón- leikum loknum. „Héðan af Lauga- teignum virtist Slash eiga dalinn með húð og hári.“ Þess utan er Slash töffari af Guðs náð; óhemjumyndrænn mað- ur á velli og stílhreinn með af- brigðum. Svo stílhreinn raunar að pípuhatturinn haggaðist ekki þeg- ar kappinn fór óvænt í handstöðu þegar hann kvaddi gesti að leik loknum. Makalaus andskoti. Er hatturinn saumaður í höfuðleðrið? Af framgöngu Slash þurfti í raun ekki að hafa áhyggjur fyr- irfram enda stutt síðan hann heiðraði okkur síðast með nær- veru sinni. Sömu sögu er ekki að segja af Axl en vísbendingar voru um að hann mætti muna sinn fífil fegri; voðalegar fréttir bárust til að mynda frá málmvísum manni í Noregi fyrir helgina. Útganga og allur pakkinn. Nær væri að spila Lúdó. Sko. Axl Rose 2018 er ekki Axl Rose 1988. Það sjá allir menn – og það sem meira máli skiptir, heyra. Höfum það strax á hreinu. Og hann byrjaði ekkert sérstaklega vel á þriðjudagskvöldið. Er hann alveg búinn að missa það? spurði maður sig á norsku. En hvað var a’tarna? Síðan vann sá gamli sig hægt og bítandi inn í giggið og varð smám saman hann sjálfur. Komst alla vega eins nálægt því og hann er fær um á þessum síð- ustu og verstu tímum. Þessi geggjaða rödd, ein sú kraftmesta og blæbrigðaríkasta sem sögur fara af í rokkinu, er ekki lengur í heilu lagi en þegar best lét hjó Axl bara býsna nálægt markinu. Inn á milli voru leiftur, þar sem maður hugsaði með sér: Hey, þetta er í raun og sann gamli góði Axl Rose! Alla vega var þetta ekki Mick Hucknall úr Simply Red, eins og ágætur æringi hér á ritstjórninni hélt fram í gær. En þeir eru vissulega líkir. Það verð- ur þó að segjast eins og er að Axl er mun betri á neðra registerinu en því efra. Það vantar kraftinn til að fylla út í lögin. En er það ekki bara eðlilegt, miðað við aldur og fyrri störf? Alltént var þetta betra en maður bjóst við – og er það ekki sigur út af fyrir sig? Það var Axl að vísu ekki í hag að Myles Kennedy skyldi hafa komið hér við með Slash um árið og neglt gömlu GNR-slagarana. Alltaf vont þegar eggið kemur á undan hænunni. Ekki er heldur annað hægt en að dást að eljunni í kappanum; hann hélt dampi í þrjá og hálfan tíma og var enn að taka spretti í uppklappslögunum. Þá er ég ekki að tala um tunguna, heldur tvo jafnfljóta. Eða jafnljóta, eins og ágætur vinur minn orðar það gjarnan, og á við mig. Axl gaf sig ekki sérlega mikið að okkur, alþýðu manna á vell- inum, en skaut þó lúmsku skoti að sunnlenska „sumrinu“. „Þetta er hlýtt og gott júlíkvöld,“ sagði hann kankvís. Gott að húmorinn hefur ekki látið á sjá. Það var líka krúttlegt þegar Axl bað Dalinn um að aðstoða sig við að syngja afmælissönginn fyrir Slash. Öðru- vísi mér áður brá. Þriðja hjólið undir gamla vagn- inum, Duff, sló ekki feilnótu. Hafði hófstillta en sterka nærveru á bassanum og í bakröddum og fékk meira að segja að syngja eitt pönklag, eins og Tommi Tomm forðum daga. Misfits-slagarann, Attitude. Þar fílaði Duff sig í tætl- ur, hrjúfi bróðirinn sem Bowie átti aldrei. Hinir fjórir meðlimir bandsins eru í aukahlutverki á þessum túr. Richard Fortus er augljóslega lip- ur gítaristi, Frank Ferrer er ágætlega þéttur á trommunum, Dizzy Reid skilar sínu áreynslu- laust á hljómborðinu og starfs- systir hans, Melissa Reese, slær á hrútalyktina í bandinu, auk þess að láta til sín taka í bakröddunum. Fólk á öllum aldri Fyrirsjánalegt var að gömlu Appetite-slagararnir hleyptu mestu blóði í kinnar gesta; Wel- come to the Jungle, Sweet Child o’ Mine og lokalagið, Paradise City. Axl fór líka vel með ball- öðurnar Don’t Cry og November Rain, svo dæmi sé tekið. Níu ábreiður er fullmikið fyrir minn smekk á svona tónleikum en fyrst þær voru þarna má nefna smekk- legan instrúmental flutning á Wish You Were Here eftir Pink Floyd og þá fór Axl ljómandi vel með Black Hole Sun í minningu Chris Cornell. Fróðlegt var að líta í kringum sig á vellinum; fólk á öllum aldri enda þótt talsvert fleiri hafi verið hérna megin við fertugt. Og fleiri konur hef ég ekki í annan tíma séð á þungarokkstónleikum sem staðfestir þann grun að Guns N’ Roses fari ekki í kyngreinarálit, eins og margt málmbandið. Þann- ig rakst ég á konu um helgina sem kvaðst ekki hafa hlustað eins mik- ið á neitt band gegnum tíðina og Guns N’ Roses. Síðan var þarna margt fólk sem alla jafna leggur ekki leið sína á málmmessur. Einn slíkan tók ég tali. „Ég er enginn aðdáandi,“ trúði hann mér fyrir, „en hér er verið að skrifa Íslands- söguna og af því vil ég ekki missa“. Að umfangi og eflaust sjónrænt voru þetta stærstu tónleikar Ís- landssögunnar en þetta voru ekki þeir bestu. Þetta voru ekki einu sinni bestu tónleikarnir sem haldnir hafa verið í Laugardalnum í sumar. Slayer voru búnir að geirnegla það. En þetta voru samt ljómandi góðir og eftirminnilegir tónleikar. Ekki síst fyrir þær sak- ir að Guns N’ Roses gáfu engan afslátt. Enginn hefði móðgast þótt þeir hefðu bara spilað í tvo og hálfan en ekki þrjá og hálfan tíma. En þeir eru fagmenn og skildu allt eftir á Laugardalsvellinum. Eins og góðir drengir gera. Stuð Líf var í tuskunum á Laugardalsvellinum, ekki síst þegar nær dró sviðinu. Sameinaðir Gömlu félagarnir Duff McKagan, Slash og W. Axl Rose saman á sviði á nýjan leik. Húh Konur voru áberandi í mannfjöldanum enda höfðar bandið augljóslega jafnt til karla og kvenna. »Ég er enginn aðdá-andi, trúði hann mér fyrir, en hér er verið að skrifa Íslandssöguna og af því vil ég ekki missa. Bræður í málmi Eftir tveggja áratuga erjur og leiðindi ákváðu Axl og Slash að snúa saman bökum á ný. Svo því sé til haga haldið var hljómburðurinn alveg hreint prýðilegur en höfundur þessa pistils færði sig reglulega milli staða. MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.