Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 elsson, tók við hann og birtist í Morgunblaðinu 12. desember 1978, daginn sem Pálmi varð áttræður. „Nei, ég hef sjálfur aldrei leikið knattspyrnu, en ég hreifst af íþrótt- inni og hef haldið tryggð við hana síðan og mun gera það sem ég á eftir ólifað,“ bætti Pálmi við og sagði að knattspyrnan hafi verið hans mesta ánægja í lífinu. Pálmi fylgdi Valsmönnum að mál- um til að byrja með en eftir manna- skipti þar sneri hann sér annað. Gullaldarliðið hreif Pálma En hvað varð til þess að Pálmi fór að fylgja Skagamönnum að málum? „Það var með mig eins og svo marga aðra, að Gullaldarliðið hreif mig. Ég gleymi aldrei leiknum á Mela- vellinum, ég held 1951, þegar Skaga- menn sigruðu KR 4-2 í skemmti- legum leik. Þetta voru úrslit, sem engir áttu von á, því þá var KR stór- veldi í knattspyrnunni. Síðan hefi ég séð nær alla leiki Skagamanna og ég fer oft til Akraness til að sjá leiki þar. Ég kynntist mörgum leik- mönnum Skagamanna, sem voru í Gullaldarliðinu, og margir þeirra eru góðir vinir mínir. Má þar fyrst nefna Þórð Þórðarson, sem er einn besti maður sem ég hef kynnst um ævina. Einnig þekki ég þá Ríkarð, Guðjón Finnbogason, Helga Dan., Donna, Svein Teitsson, Helga Björgvins, o.fl. Ég held að Gullaldarlið Skaga- manna sé besta lið sem við höfum átt hér fyrr og síðar,“ sagði Pálmi. Þórður Þórðarson og hans fjölskylda reyndist Pálma afar vel og þar átti hann ætíð vinum að mæta. Pálmi Ólafsson var síðast til heim- ilis að Droplaugarstöðum. Hann andaðist þann 27. október 1989, 90 ára að aldri, og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 6. nóvember. Hann hvílir í Fossvogskirkjugarði. Frétt um andlát hans birtist í Morgun- blaðinu eins og jafnan þegar um þjóðþekkt fólk er að ræða. Hinn sanni stuðningsmaður ÍA  Málverk af Pálma Ólafssyni verkamanni afhjúpað á Akranesi  Pálmi var þjóðþekktur fyrir áhuga sinn á knattspyrnu  Fylgdist með Íslandsmótinu í 75 ár  Knattspyrnan alþýðumenning Ljósmynd/ Brynjólfur Þór Guðmundsson Jaðarsbakkar Kristján Sveinsson, Sævar Freyr Þráinsson, Gísli Gíslason, Örn Gunnarsson, Jón Gunnlaugsson, Har- aldur Sturlaugsson, Þröstur Stefánsson og Gunnar Sigurðsson, gefendur. Málverkið er komið upp á áberandi stað. Málverkið Pálmi fylgist með leikn- um ásamt öðrum stuðningsmönnum. KNATTSPYRNA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hópur velunnara Skagaliðsins í knattspyrnu stóð á dögunum að kaupum á málverki af þekktasta stuðningsmanni liðsins á árum áður, Pálma Ólafssyni, verkamanni í Reykjavík. Málverkið er eftir Bjarna Skúla Ketilsson, listmálara af Akranesi, og hefur því verið kom- ið fyrir á áberandi stað í sal íþrótta- miðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum þar í bæ. Einnig er þar að finna upp- lýsingar um Pálma fyrir yngri kyn- slóðir að lesa. Pálmi Ólafsson var fastagestur á knattspyrnuvöllum suðvestanlands á síðustu öld og ógleymanlegur öll- um þeim sem honum kynntust. Hann var jafnan klæddur bláum nankinsfötum með sixpensara á höfði og neytti neftóbaks svo eftir var tekið. Á stórleikjum Skaga- manna fór Pálmi svo í sparifötin. Gefendur myndarinnar eru Gísli Gíslason, Gunnar Sigurðsson, Jón Gunnlausson, Haraldur Sturlaugs- son, Magnús Guðmundsson, Sævar Freyr Þráinsson, Örn Gunnarsson Kristján Sveinsson, Þórður Þórð- arson, Þröstur Stefánsson og Ólafur Adolfsson. Mörgum eftirminnilegur Í gjafabréfinu segja þeir félag- arnir: „Myndin er af Pálma Ólafs- syni (1898-1989), sem var einlægur stuðningsmáður Skagaliðsins um áratugaskeið. Í hópi áhorfenda var Pálmi áberandi persóna og mörgum eftirminnilegur. Hann var aufúsu- gestur á leikjum liðsins og naut sam- vista og vináttu við marga leikmenn liðsins á árum áður. Sem kunnugt er þá nær stuðningur við knattspyrn- una á Akranesi langt út fyrir bæjar- mörkin og finna má víða um land velunnara og stuðningsfólk. Segja má að Pálmi sé birtingarmynd hins trygga og trausta stuðningsmanns Skagaliðsins, sem aldrei lét sig vanta á völlinn. Knattspyrnan á Akranesi er alþýðumenning og sam- nefnari, sem nær til allra í samfélag- inu óháð starfi og stöðu. Þau verð- mæti er mikilvægt að varðveita og stuðla að því að áfram verði knatt- spyrnan á Akranesi blómleg sam- eign bæjarbúa og hornsteinn æsku- lýðsstarfs,“ segir í bréfinu. „Knattspyrnan hefur verið mitt áhugamál í 65 ár eða allar götur frá því ég kom til Reykjavíkur og sá fyrsta knattspyrnuleikinn 1914, sem var á milli Fram og Vals,“ sagði Pálmi Ólafsson í viðtali sem hinn fjölhæfi markvörður ÍA, Helgi Daní- Pálmi Ólafsson átti erfiða ævi þegar hann var að vaxa úr grasi á fyrri hluta síðustu aldar. „Ég er lausaleikskrakki,“ sagði Pálmi þegar Helgi Daníelsson spurði hann um ætt hans og uppruna. Hann fæddist á Hólmi rétt fyrir ofan Reykjavík 12. desember 1898. Móðir Pálma var Auðbjörg Guðnadóttir, fædd á Langholti í Flóa í Árnessýslu 23. janúar 1871. „Hún fór vestur um haf árið 1911 og ég veit ekki betur en að hún sé enn á lífi 107 ára gömul og býr í Los Angeles,“ sagði Pálmi í viðtalinu. En þetta reyndist ekki vera rétt. Pálmi hafði ekki fengið af því fréttir að móðir hans hafði dáið á hjúkrunarheimili í Glenford í Kalíforníu hinn 8. október 1972, 101 árs að aldri. Jónas Ragnarsson, helsti sér- fræðingur okkar um langlífi Íslendinga, hefur aflað upplýsinga um Auðbjörgu. Hún var alin upp í Árnes- sýslu en var vinnukona bæði þar og í Vopnafirði og Reykjavík áður en hún flutti til Bandaríkjanna árið 1911, 40 ára að aldri. Hún mun fyrst hafa verið hjá Kristni bróður sínum í Oakland í Kaliforníu, en þar rak hann stóra kjólaverksmiðju, en síðan var hún í Glen- dora í Kaliforníu. Auðbjörg var tvígift, síðari maður hennar bar eftirnafnið Stevenson, sem hún tók upp. Pálmi var eina barn hennar, en þau sáust aldrei eftir að Auðbjörg fór vestur. Ólafur Áki Vigfússon, faðir Pálma, var vinnumaður í Skagafirði og síðar verkamaður í Reykja- vík, fæddur 29. janúar 1877 í Reykjavík, dá- inn 7. maí 1961, 84 ára. Hann var þekktur hagyrðingur. Ólafur átti eitt barn (Lauf- eyju) með Guðbjörgu Ragnheiði Jónsdóttur og þrjú (Ásgerði, Stefni og Bjarna) með Jakobínu Bjarnadóttur. Þessar upplýsingar eru einnig frá Jónasi komnar. Fyrstu fimm ár ævi sinnar dvaldi Pálmi hjá hjónunum Sólveigu og Sigurði í Helga- dal í Mosfellssveit. „Ég man eftir mér þar og ég átti að ég held ágæta daga þar, a.m.k. eins og hægt var að búast við fyrir tökukrakka. Næstu árin eftir þetta er ég á flækingi með móður minni, ýmist hér í Reykjavík eða í Bolungarvík og á fleiri stöðum,“ sagði Pálmi. Þegar Pálmi er 9 ára er honum komið fyrir austur í Flóa og þar dvaldi hann allt þar til hann kom til Reykjavíkur vorið 1913, þá nýfermdur. „Í Flóanum var ég aðallega á Stóru-Reykjum, auk þess var ég í Arnarstaðakoti, sem nú er komið í eyði. Það var hundalíf þarna á þessum árum og get ég sagt þér frá því, að eitt sinn meðan ég var í Arnarstaðakoti var svo lítið til að borða, að ég þurfti að éta töðuna úr heygarðinum. Nei, það var sko ekkert sældarlíf á þess- um árum í þessum helvítis kotum fyrir austan.“ Engin var skólagangan, „enda voru hreppsómagar eins og ég ekki hátt skrifaðir.“ Pálmi lærði aldrei að skrifa né reikna en lærði lestur af kverinu. „Ég þurfti að éta töðuna úr heygarðinum“ FYRSTU ÁRIN Í UPPVEXTINUM VORU ERFIÐ FYRIR „LAUSALEIKSKRAKKA“ Pálmi Myndin birtist með viðtalinu við Helga Dan. Pálmi gat verið hnyttinn í til- svörum. Því til sannindamerkis er tilgreind stutt saga sem birtist í dagblaðinu Tímanum árið 1971. „Pálmi Ólafsson heitir mað- ur. Hann var um skeið kyndari (kolamokari) á togara hjá Þór- arni Olgeirssyni, sem þá var skipstjóri. Einu sinni var það, að Pálmi kom upp úr kyndi- rúminu. Hann hafði svitnað mikið og sá ekki í hann fyrir kolaryki og salla. Þegar skip- stjóri kom auga á hann, varð honum að orði: „Ósköp eru að sjá þig, maður! Þú ert eins og svertingi í framan. Af hverju ertu svona?“ „Það er af því að kolin eru ekki hvít,“ svaraði Pálmi þá. „Kolin eru ekki hvít“ HNYTTINN Í TILSVÖRUM Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.