Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 ✝ Dagbjört Sóleyfæddist á Hvammstanga 11. febrúar 1932. Hún lést 13. júlí sl. Foreldrar henn- ar voru Snæbjörn Guðmundsson, f. 1901, d. 1936, járn- smiður og Elín Sig- ríður Pétursdóttir Blöndal, f. 1895, d. 1969, bóndi og listamaður. Systkini Dagbjartar voru: Ester Snæbirna 1923- 2016, Pétur Blöndal 1925-1995, Ingibjörg 1927-2011 og Snæ- björn 1936-1995. Þau voru öll börn Snæbjörns og Elínar. Edda 1940-2018, dóttir Elínar og Em- ils Jónatans Jónssonar 1906- 1967. Árið 1956 gekk Dagbjört að eiga Gísla Guðmundsson, f. 20. desember 1930, d. 29. ágúst 1977, bifreiðastjóra frá Króki í Holtum. Þau voru lengst af bú- sett í Reykjavík. Börn Dag- bjartar og Gísla eru þrjú: 1. Guðrún Snæfríður, f. 12. desember 1954, leikari. Sonur björt nemi, f. 19. október 2001. 3) Elín Sigríður, f. 18. maí 1965, hönnuður. Elín gekk 2014 að eiga Jón Gunnar Stefánsson verktaka, f. 1967. Dóttir þeirra er Katla Guðrún félagsliði, f. 30. september 1991. Börn Kötlu og Baldurs Þrándarsonar múrara, f. 1989, eru Elín Dögg, f. 2014, og Gunnar Emil, f. 2017. Synir Elínar Sigríðar og Jóns Gunnars eru Stefán Pétur leið- sögumaður, f. 2. mars 1995, og Gísli Gautur flugmaður, f. 11. maí 1999. Dagbjört Sóley lauk prófi frá Húsmæðraskólanum á Hvera- bökkum 1948 og vann ýmis störf fyrir hjónaband, var m.a. búsett í Kaupmannahöfn um hríð og lærði síðan klæðskeraiðn á Hellu. Eftir að börnin komust til manns fékkst hún við marg- vísleg störf, vann sem iðjuþjálfi á Flókadeild, Kleppsspítala og Vífilsstöðum og rak svæðanudd- stofu ásamt því að selja flug- elda. Árið 1984 lauk hún námi frá Garðyrkjuskóla Íslands í Hveragerði og rak um tíma garðyrkjustöðina Fífilbrekku. Einnig vann hún lengi hjá Ung- lingaheimili ríkisins og var síð- ast í 12 ár, til 2012, sjálfboðaliði í verslun Rauða krossins. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, fimmtu- daginn 26. júlí 2018, klukkan 13. hennar og Þorgeirs Gunnarssonar kvikmyndagerð- armanns, f. 1955, er Gísli Galdur tónlist- armaður, f. 14. des- ember 1982. Börn Gísla og Kristínar Kristjánsdóttur, starfsmanns sendi- ráðs Íslands í Kaup- mannahöfn, f. 1979, eru Bríet Eyja, f. 2009, og Kristján Galdur, f. 2013. Guðrún Snæfríður gekk 1996 að eiga Illuga Jökulsson rithöfund, f. 1960. Börn Guð- rúnar og Illuga eru Vera Sóley dagskrárgerðarmaður, f. 13. september 1989, og Ísleifur Eld- ur menntaskólanemi og upp- rennandi tónlistarmaður, f. 26. apríl 1999. 2) Pétur Blöndal, f. 23. september 1958, fram- kvæmdastjóri. Sonur hans og Guðrúnar Bjarnadóttur garð- yrkjufræðings, f. 1958, er Sölvi næringarfræðingur, f. 8. mars 1983. Dóttir Péturs og Gunn- hildar Erlingsdóttur hár- greiðslukonu, f. 1977, er Dag- Það var enn einn rigningardag- inn, í þokkabót föstudaginn þrett- ánda, sem hún mamma kvaddi og ég held að hún hafi verið búin að fá alveg nóg. Hún mamma sem var sígauni, altrúisti, Kúrdi, Tíb- etmunkur, búddisti og íslenskur glanni. Hún kenndi mér að kenna í brjósti um allt og alla en í staðinn tók hún að sér að kenna í brjósti um mig. Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Tengdamóðir mín er öll, stór sál, Dagbjört, íslensk alþýðukona með rætur í grjóti og mosa og sléttuböndum en um leið var hærra til lofts og bjartara í huga hjá henni en svo mörgum öðrum. Hún ólst upp hjá einstaklega lit- ríkri móður sinni, Elínu Péturs- dóttur Blöndal. Elín missti eigin- mann frá fimm börnum og eignaðist svo eitt til viðbótar, hún var aldrei rík af gulli né aurum, en hélt úti svolitlum búskap með kýr og fáeinar kindur, lengst af í El- liðaárdalnum, þar sem hún byggði sjálf heimili fyrir sig og börnin sín úr afgangstimbri og kallaði Eddubæ, hún var listræn og málaði myndir og elskaði kvæði og bar umhyggju fyrir öllu sem lifði, og Dagbjört lærði af móður sinni hæfilegt kæruleysi, umhyggjusemina fyrir öllu lifandi og hina listrænu taug. Í Eddubæ þurftu börnin snemma að vinna fyrir sér, bræðurnir tveir urðu dugmiklir iðnaðarmenn en dæt- urnar fjórar voru engin tök á að senda í langt bóknám, þær fóru að vinna, og aldrei taldi Dagbjört eftir sér að taka til hendinni, ekki heldur þótt hún fengi ung berkla, þá var að taka því, hún náði sér bara, það gerði hún. Dagbjört fór ung í húsmæðraskóla, hún var töfrandi og upplitsdjörf, og einn af kennurunum orti um hana þessa vísu, ekki minni maður en Jóhannes úr Kötlum: Ég dái þig Dagbjört Sóley, uns dag einn þá hníg ég nár. Æ, breiddu þá yfir mig blessuð, þitt indæla ljósa hár. Rúmlega tvítug ruglaði Dag- björt saman reytum sínum með Gísla Guðmundssyni bílstjóra, það varð öflugt hjónaband þeirra Gísla, samhent heyrist mér og engin loðmulla þar, og börnin þeirra þrjú eru öll eins og þau sjálf, sterkir karakterar, fara ekki með veggjum, lúta engum en vilja öllum vel. Gísli dó langt fyrir ald- ur fram, en Dagbjört beit á jaxl- inn, þá var hún komin aftur út á vinnumarkaðinn og fékkst við sitt af hverju: hún hugsaði um drykkjumenn allskonar og sjúk- linga, eldaði ofan í vandræðaungl- inga sem þá hétu svo, öllum var hún góð og öllum var hún vinur, því alla skildi hún svo vel. En hún var samt engin mélkisa, hún Dag- björt, hún var nagli í aðra rönd- ina, og tók upp á ýmsu, einu sinni opnaði hún svæðanuddsstofu en þá vildi hún líka endilega selja flugelda á svæðanuddsstofunni, og á miðjum aldri fór hún í garð- yrkjunám enda elskaði hún fífil- brekku gróna grund en vildi líka rækta upp framandlegar jurtir úr annarri mold úr öðrum löndum. Hún var forvitin, nösk og hlátur- mild. Dagga var hún alltaf kölluð af öllum nema mér, ég gat einhvern veginn aldrei kallað hana Döggu heldur alltaf Dagbjörtu, og ástæðan var ekki sú að það færi illa á með okkur, hún tók mér þvert á móti afar vel þegar ég birtist í föruneyti dóttur hennar, hún tók reyndar alltaf öllum vel, en ástæðan fyrir því að ég notaði aldrei gælunafnið var sem sagt ekki einhver kuldi á milli okkar, hreint ekki, mér fannst bara alltaf eins og hún væri aðeins of höfð- ingleg og aðeins of hnarreist til að vera bara hver önnur Dagga, já, hún var Dagbjört, og hún var meira en það, hún var Dagbjört Sóley. Illugi Jökulsson. Elsku amma Dagga, eða amma uppi eins og Elín litla vildi kalla hana, er nú farin. Við sem eftir sitjum erum ólýsanlega heppin að hafa átt hana að í okkar lífi. Allir hefðu þurft að eiga eina ömmu Döggu. Þær eru margar minning- arnar sem maður geymir núna um ömmu. Allar sumar- bústaðaferðirnar austur í gamla kofann hennar, þar sem hún vildi helst vera. Þar hefur amma rækt- að mikinn skóg og það var hennar helsta áhugamál fram á síðasta dag, hvað plönturnar hennar væru orðnar stórar, hvort heldur plönturnar heima í garði eða fyrir austan í landinu hennar. Við amma vorum einstaklega nánar og miklar vinkonur og allar þær gæðastundir sem við áttum saman verða vel geymdar. Þegar maður kom heim eftir skóla var amma alltaf heima, með nýgert túnfisksalat og nýbakaðar vöfflur og eldaði svo kvöldmat ef mamma og pabbi voru ekki heima. Við amma fórum í sund næstum dag- lega á meðan hún hafði heilsu til og þræddum allar helstu laugar stór höfuðborgarsvæðisins. Amma var líka svæðanuddari og þegar ég lærði að meta það varð ekki aftur snúið. Óteljandi sinn- um fór ég í nudd hjá ömmu og kúrði svo í sófanum á eftir meðan amma hlustaði á útvarp og prjón- aði og vildi helst að ég svæfi hálf- an daginn í sófanum hjá henni. Það var alltaf svo gott að koma og gera ekkert uppi hjá ömmu, bara sitja með henni, hlusta á út- varp, skoða myndir og spjalla, eða að dorma hvor í sínum sófanum. Það var ömmu mikilvægt að kenna okkur barnabörnunum að syngja, hún söng sjálf mikið fyrir okkur og fór með ljóð. Og alltaf söng hún um Dísu þegar gist var hjá henni. Nú á seinni árum var nú farið að halla svolítið undan fæti hjá henni en alltaf vildi hún gera manni eitthvað gott: Má bjóða þér eitthvað, elskan, kannski ís, eða viltu heldur kúlur? Og sjálf púaði hún sína vindla. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér, ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur, samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu, ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar, hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku amma Dagga. Hvíl í friði og takk fyrir allt. Við sjáumst svo á nýjum stað næst. Katla Guðrún. Ég kynntist Dagbjörtu í um- róti mikilla þjóðfélagsbreytinga á áttunda áratug síðustu aldar. Þá sagði ungt róttækt fólk íhalds- sömum og úreltum sjónarmiðum stríð á hendur. Voru þar komnir hinir blómum skrýddu hippar, pípureykjandi skeggprúðir an- arkistar og listafólk af ýmsum stærðum og þykktum. Fjölskyld- ur voru oft illa leiknar af þessum ósköpum og kom ég úr einni slíkri. Það kom því skemmtilega á óvart þegar ég fór að venja komur mínar í Drekavoginn hvað heim- ilisfólkið sýndi þessum frjáls- lyndu sjónarmiðum mikinn skiln- ing og var Dagbjört þar fremst í flokki. Við ræddum oft þessi mál og hafði hún jafnan samúð með þeim kúgaða og veika. Hún tók málstað þeirra sem minna máttu sín. Dagbjört var hrein og bein og allt fals var henni víðsfjarri. Hún lét ekki kreddur og venjur og reglur samfélagsins hafa of mikil áhrif á sig, vildi vera frjáls mann- eskja. Það var oft kátt á hjalla í návist Dagbjartar, margt brallað og mikið hlegið. Hún hafði ein- stakt lag á að búa til afslappað og þægilegt andrúmsloft í kringum sig. Dagbjört var listakona í eðli sínu og hefði örugglega notið þess að leggja eitthvað slíkt fyrir sig. Og kannski gerði hún það ein- mitt … með lífi sínu. Hún var sannur lífskúnstner og segja sum- ir að það sé sú listanna sem sé hvað erfiðast að höndla. Ég votta Gunnu, Pétri og Elínu og öllum aðstandendum innilega samúð mína. Ljóðin úti um allt gular sóleyjar stíga dans í blárri nótt að haustum. Sigurður Bjóla. Nú hefur Dagbjört kvatt þetta líf eftir harða en stutta baráttu. Dagga, eins hún var ávalt kölluð, var mikill og sterkur persónu- leiki, sjálfstæð, falleg og góð kona. Þegar Dagga og fjölskylda hennar bjuggu í Birkilundi í Silf- urtúni sem var hluti Garðahrepps lágu lóðir okkar saman. Þar kynntist ég þessari yndislegu fjöl- skyldu. Á þessum tíma var Garða- hreppur sveit og í kringum okkur voru sveitabæir með kindum, hestum, kúm og hænsnum og við börnin lékum okkur með dýrun- um. Með mér og Guðrúnu dóttur Döggu og Gísla varð góð vinátta sem varir enn. Gísli og Dagga bjuggu í nokkur ár í Birkilundi, en svo kom að því að þau fluttu og það var mikil sorg hjá mér að missa þetta yndislega fólk alla leið til Reykjavíkur, Dagga leysti úr þessum harmi með því að ræða við móður mína þannig að ég fékk að fara til þeirra einu sinni í mánuði með strætó og gekk það vel. Á heimili þeirra var fallegt pí- anó og mér fundust tónar þess undurfagrir. Dagga kom til mín þar sem ég stóð og horfði dolfallin á hljóðfærið og spurði hvort hún ætti ekki að kenna mér „Gamla Nóa“ og það gerði hún svo með krafti sínum og hlátri. Ég hitti Döggu fyrir þónokkr- um árum, þegar ég var í Garð- yrkjuskólanum og átti að greina plöntur. Ég leitaði þá til hennar og tók hún mér opnum örmum, en ekki man ég gjörla hvort við greindum þessar plöntur því tím- inn fór aðallega í að spjalla um lið- in ár og fjölskyldurnar. Elsku Dagga mín, takk fyrir að hafa verið mér svona góð, þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Elsku börn, tengdabörn og fjölskyldur ykkar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kveðja, Birna Sigmundsdóttir. Elsku Dagga mín, kæra vin- kona. Þú fórst í garðyrkjuskólann með mér, það hafði verið þinn draumur. Sölvi fæðist meðan við erum í skólanum og við ölum hann upp saman enda fæddur á alþjóðlega kvennadaginn. Við byggjum hús og rekum garðyrkjustöð saman það var gaman hjá okkur. Snæbjörn bróðir þinn (pípar- inn)aðstoðaði okkur og öll fjöl- skylda þín lagði hönd á plóginn við að reisa gróðurhúsin. Eitt sinn erum við að siða drenginn til og heyrist þá: „Þið foreldrarnir eruð alltaf svo vondir við mig.“ Seinna tengdist hann pabba sínum sterkum og góðum böndum en þú varst okkur drifkraftur, vís- dómur og gleði. Með miklu þakk- læti fyrir samferð okkar á þessari plánetu, Guðrún Bjarnadóttir og annað foreldri Sölva. Elsku elsku yndislega Dagga mín, það er svo leiðinlegt þegar fólk eins og þú er búið að klára líf- ið og þarf að kveðja. Mig langar bara aðeins að fá að minnast þín því ég á svo góðar minningar um þig og þú hefur alltaf verið uppá- haldsfrænka mín. Mér fannst þú alltaf svo stórkostleg, svo skemmtileg, svo blíð og fyndin og mér fannst ég vera umvafin gleði og hlýju nálægt þér. Mér leið svo vel í návist þinni, elskulegu orðin þín og röddin þín hljóma alltaf svo skýrt í huga mér og munu aldrei gleymast. Hjá þér í Drekavogi var ævintýraveröld, allskonar dót úti um allt, mér fannst það hlytu að vera mikil forréttindi að fá að búa hjá þér og vera alltaf með þér. Ég man eftir Destemónu og þeg- ar hún eignaðist kettlinga í þvottahúsinu, mér fannst það svo fallega gert af þér að leyfa dýr á heimilinu. Mér fannst alltaf sér- stök tengsl á milli okkar og ég var svo stolt af því að heita sama nafni og þú. Ég var reyndar og er enn þá alveg rígmontin af því. Þegar við fjölskyldan vorum í heimsókn, langaði mig ekki heim, við Elín eyddum dýrmætum tímanum í að finna ráð til þess að fá fullorðna fólkið til að leyfa mér að gista, en því miður fékkst það allt og sjald- an í gegn og ef það hófst þá vildi ég gista aftur. Hjá þér voru und- arlegustu hlutir gerðir eins og að sitja fyrir framan heitan ljósa- lampa, ég vissi eiginlega ekkert af hverju en það skipti engu máli því mér leið svo vel á eftir. Það var eiginlega sama hvað það var, hjá þér var allt svo spes, eins og þeg- ar þú poppaðir þá settir þú poppið á rauðan bakka, ekki í skál, því- líkur snillingur. Það var bara leið- inlegt fólk sem setti popp í skál. Ég held að þetta hafi bara verið það, að mér leið svo vel nálægt þér, enda man ég aðallega eftir eldhúsinu. Þú sagðir svo oft „elsku stelpan“ og það var svo yndislegt að heyra. Þegar ég var unglingur og alveg fram á fullorð- insár, sagði ég þér stundum frá ýmsum vandamálum og vildi vita hvernig þú hefðir leyst úr þeim. Oft tengdust málin pabba og mér fannst gott að biðja þig um að tala við hann fyrir mig. Það var svo margt dýrmætt sem þú gafst mér, þú sagðir mér margar gamlar sögur af ykkur systkinunum. Þegar pabbi dó þá voru allar sög- urnar ómetanlegar. Ég veit að það tók á og var áfall fyrir þig þegar pabbi, sem þú kallaðir elsku litla bróður þinn, dó en þú varst búin að upplifa mikinn missi áður og varst sterk fyrir okkur öll, allavega á yfirborðinu svo þú gætir hjálpað okkur hinum. Þú gafst mér líka mikið með því að segja mér frá ömmu. Þegar ég frétti af andláti þínu varð ég reið yfir því að hafa látið svona langt líða á milli heimsókna. Á samkomum stórfjölskyldunnar hlakkaði ég alltaf mest til að hitta þig og í jarðaför Esterar föðmuð- umst við svo hlýtt og innilega, ég hefði helst viljað hafa þig út af fyr- ir mig. Það verður erfitt að fylla upp í það skarð sem myndast við fráfall þitt, en ég efast ekki um að þín einstaka fjölskylda finni upp á allskonar skemmtilegum leiðum til að halda minningu þinni á lofti. Þegar ég hitti þig síðast á spít- alanum fann ég að þú varst alveg að fara og við myndum sennilega aldrei hittast aftur. Nú sé ég ykk- ur systkinin fyrir mér öll saman, þar væri gaman að vera fluga á vegg. Nú eruð þið öll fjölskyldan sameinuð á góðum stað og það verður yndislegt að koma ein- hvern tímann til ykkar, bið inni- lega að heilsa pabba, elsku, elsku nafna mín. Dagbjört S. Snæbjörnsdóttir. Dagbjört Sóley Snæbjörnsdóttir Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Innilegar þakkir til starfsfólks Landspítala og Sjúkrahúss Akraness fyrir hlýhug og góða umönnun. Magnús E. Theódórsson Katrín Jóna Theódórsdóttir Hrönn Theódórsdóttir Matthías Harðarson Guðjón Theódórsson Ellen Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HREINS MÝRDALS BJÖRNSSONAR. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kærar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir hlýju og góða umönnun. Margret Anna Pálmadóttir Íris Björk Hreinsdóttir Gunnar Smári Tryggvason Pálmi Aðalbjörn Hreinsson Úna Jóhannsdóttir Tryggvi Hreinn Gunnarsson Egill Pálmi Gunnarsson Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON, lést á blóðlækningadeild LSH, 11G, miðvikudaginn 18. júlí. Útförin fer fram þriðjudaginn 31. júlí klukkan 13 frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Selma Guðmundsdóttir Guðjón Guðmundsson Ríkey Andrésdóttir Bára Kolbrún Guðmundsd. Þorsteinn Hermannsson Berglind Guðmundsdóttir Reynir Óskarsson Bryndís Björk Guðjónsdóttir Iða Mary Guðmundsdóttir Ludvig Carl Hilmarsson og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.