Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 54
54 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. Helga Guðrún Eysteinsdóttir á 80 ára afmæli í dag. Hún erfædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti til Reykjavíkur 16ára þegar hún hóf nám í VÍ og hefur síðan búið í Reykjavík. Hún var gjaldkeri í tæp 30 ár hjá Útflutningsráði Íslands og sá líka um bókhald, m.a. fyrir kvikmyndaleikstjórana Friðrik Þór Frið- riksson og Kristínu Jóhannesdóttur og Ljósið – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk með krabbamein. Hún er formaður Blindravinafélagsins. Eftir að Helga hætti að vinna skellti hún sér í Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-námi í íslensku fyrir tveimur árum: „Þetta er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig.“ Lokaritgerð Helgu var um ljóð og þýðingar Bjarna Jónssonar frá Vogi, en hann var afi Helgu. Nefn- ist ritgerðin „Því skal helguð ást vor öll ættarjörð og feðratungu.“ Þess má geta að sonur Bjarna og föðurbróðir Helgu, Þórsteinn Bjarnason, stofnaði Blindravinafélagið og það var í gegnum hann sem Helga fór að taka þátt í starfi félagsins. Áhugamál Helgu eru fjölskyldan, íslenskt mál og félagsmál: „Síð- astliðinn vetur byrjaði ég að hjálpa yngstu börnunum við lesturinn í Landakotsskóla.“ Eiginmaður Helgu er Sigurður Einarsson, börn þeirra eru Ey- steinn, Hera, Kristín og Einar, auk 11 barnabarna og tveggja barna- barnabarna. Helga heldur upp á afmælið í dag með fjölskyldu og vin- um á heimili sínu. Morgunblaðið/Golli Ömmudagar Helga hefur tekið á móti fólkinu sínu á miðvikudögum síðustu 30 árin og hliðraði til í vinnu svo hún gæti viðhaldið þeim sið. Hjálpar til við að vernda íslenskuna Helga Eysteinsdóttir er áttræð í dag S váfnir Sveinbjarnarson fæddist á Breiðabólstað í Fljótshlíð 26.7. 1928 og ólst þar upp. Hann lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1952 og stundaði framhaldsnám í Þýskalandi 1965-66. Sváfnir vígðist aðstoðarprestur til föður síns að Breiðabólstað 1952, var sóknarprestur í Kálfafells- staðarprestakalli 1952-63 og pró- fastur í Austur-Skaftafellsprófasts- dæmi 1954-63, var sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli 1963-98 og prófastur í Rangárvallaprófasts- dæmi 1973-98. Sváfnir sat í stjórn Prófastafélags Íslands 1982-98, sat um árabil í stjórn kirkjubyggingasjóðs og kirkjugarðasjóðs, var varaþingmað- ur um skeið og sat á Alþingi 1979, sat í sveitarstjórn Fljótshlíðar- hrepps 1966-86, hefur verið félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga frá 1976 og var umdæmisstjóri Rótarýhreyf- ingarinnar á Íslandi 1998-99, auk þess sem hann hefur gegnt fjölda annarra félags- og trúnaðarstarfa um lengri eða skemmri tíma. Fjölskylda Sváfnir kvæntist 10.9. 1950 fyrri konu sinni, Önnu Elínu Gísladóttur, f. 29.4. 1930, d. 20.2. 1974. Hún var dóttir Gísla Sigurjónssonar, út- vegsb. og oddvita í Bakkagerði í Reyðarfirði, og k.h., Guðnýjar Rak- elar Huldu Jónsdóttur húsfreyju. Sváfnir kvæntist 18.3. 1983 seinni konu sinni, Ingibjörgu Þórunni Halldórsdóttur, f. 26.1. 1936, d. 4.4. 2012. Hún var dóttir Halldórs Jóns- sonar, bifreiðarstjóra frá Ey, síðar birgðavarðar á Hótel Sögu, og k.h., Guðríðar Jónsdóttur frá Eyr- arbakka. Börn Sváfnis og Önnu El- ínar eru 1) Þórhildur, f. 25.9. 1949, var gift John Björkskov og er dóttir þeirra Kristina, f. 1969, dætur Krist- inu með fyrri eiginmanni, Viktor Feldman, eru Laura og Nina, seinni maður hennar er Sten Dalby; 2) Gísli, f. 21.12. 1952, kvæntur Guð- rúnu Björgu Guðmundsdóttur og eru börn þeirra Sváfnir, f. 1978, kvæntur Evu Ómarsdóttur og þeirra börn Gísli Marinó, Ómar Ingi og Salka, og Emilía Benedikta, f. 1985 en maður hennar er Hörður Sigurjón Bjarnason og sonur þeirra Sváfnir Sveinbjarnarson, fv. prófastur á Breiðabólstað – 90 ára Með börnunum T.fr.v: Sváfnir, Sigurlinn, Sigurjón, Vigdís, Sveinbjörn, Elínborg, Hulda, Gísli og Þórhildur. Á nú 42 afkomendur Afmælisbarnið Sváfnir Sveinbjarn- arson, fv. prófastur á Breiðabólstað. Ásta Kristín Hlynsdóttir, Arna Ísold Stefánsdóttir, Karitas Eva Rögnvaldsdóttir og Gerður Gígja Óttarsdóttir héldu tombólu í Grímsbæ í Reykjavík til styrktar Rauða krossinum á Íslandi. Þær söfnuðu 5.872 kr. Á myndina vantar Karitas. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.