Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Los Angeles. AFP. | Ashley Loring hefur verið saknað í heilt ár, segir á síðu á félagsvefnum Facebook, sem henni er helguð. Loring er af þjóð- flokknum Blackfeet í Montana. Hún er námsmaður með fínlega drætti og alvarlegt andlit. Ieesha Nightpipe tilheyrir þjóð- flokknum Rosebud Sioux frá Arizona og hefur verið saknað í eitt og hálft ár. Hún var eiturlyfjasjúklingur og lenti í slæmum félagsskap. Toni, systir hennar, óttast það versta. Carolyn DeFord hefur leitað móð- ur sinnar, Leonu Kinsey, í 18 ár. „Móðir mín fór út í matvörubúð og sneri aldrei aftur,“ segir DeFord. Þessar þrjár konur eru úr hópi þúsunda kvenna úr röðum indíána, sem hverfa árlega í Bandaríkjunum. Í fyrra skráðu bandarísk yfirvöld 5.700 slík mál og á þessu ári eru þau orðin 2.750. Vandinn er orðinn svo alvarlegur að öldungadeild Bandaríkjaþings til- einkaði 5. maí málefninu til að vekja Bandaríkjamenn til vitundar um vandann. Var dagurinn valinn í minningu Hönnu Harris úr cheyenne-þjóðflokknum, sem hvarf 2013. Hún fannst síðar látin og hafði verið nauðgað. Harmleikur annarrar konu, Sav- annah Lafontaine, úr Spirit Lake- þjóðflokknum, var kveikjan að frum- varpi, sem ætlað er að bæta öflun gagna og rannsókn þessara mála. Lafontaine hvarf 21 árs gömul í Norður-Dakóta og fannst síðar mjög illa útleikin. Hún var komin átta mánuði á leið. Í fyrra kom út kvikmyndin Wind River þar sem fjöldi listamanna vek- ur athygli á ofbeldi gegn konum í samfélögum frumbyggja. „Þær finnast mjög sjaldan lifandi og sumar finnast aldrei. Þetta eru mest morð, en einnig mansal,“ segir Annita Lucchesi, sem stundar menn- ingarrannsóknir í Kaliforníu og hef- ur hafist handa við að skrá morð og hvörf kvennanna. Lucchesi er frumbyggi og varð fyrir kynferðislegri árás. Hún sagð- ist hafa gert sér grein fyrir því þegar hún vann að doktorsverkefni sínu að umfang vandans var ekki ljóst. Baráttusamtök segja að fyrirliggj- andi tölur sýni ekki hvað staðan sé alvarleg vegna þess að mun færri til- felli séu tilkynnt til lögreglu en eigi sér stað, einkum vegna tortryggni í garð yfirvalda. DeFord rekur upphafið til laga frá 1830 sem leyfðu stjórnvöldum að semja við frumbyggja um að flytja þá til landsvæða vestan árinnar Mississippi í staðinn fyrir lönd þeirra. Þeir voru þvingaðir til að fara fótgangandi og létu þúsundir manna lífið á leiðinni. Síðar voru frumbyggj- ar lokaðir inni og börn sett í heima- vistarskóla og bannað að tala tungu sína. Með áfallið í erfðaefninu „Við erum með þetta áfall í erfða- efninu,“ segir DeFord. „Heimilisof- beldi er algengara hjá okkur og sama á við um heimilisleysi og mis- notkun vímuefna. Fjórar af hverjum fimm konum úr röðum frumbyggja, rúmar 1,5 millj- ónir, eru fórnamlömb ofbeldis sam- kvæmt könnun rannsóknarstofnun- ar dómsmálaráðuneytisins frá 2010. Einni af hverjum þremur konum hefur verið nauðgað og er það meira en tvöföld sú tíðni, sem er meðal hvítra kvenna. Í sumum frum- byggjabyggðum er tíðni morða á konum tífalt hærri en landsmeðal- talið. Í flestum tilfellum er mökum kvennanna um að kenna og oftast eru þeir hvítir, samkvæmt niðurstöð- um stofnunarinnar. Lögreglu í frum- byggjabyggðum skortir þjálfun og bolmagn til löggæslu á víðfemum og oft afskekktum svæðum. Kimberley Loring, syster Ashley, segir að í byggð Blackfeet-þjóð- flokksins gæti 18 lögreglumenn 6.000 km2 svæðis. John Anderson, saksóknari í Nýju-Mexíkó, segir að oft taki of langan tíma fyrir laganna verði að skerast í leikinn. Annar vandi sé að lögregla á landi frumbyggja hafi að- eins heimildir til að taka á frum- byggjum, jafnvel þótt verknaður hafi verið framinn í þeirra lögsögu. Hverfa þúsundum saman  Svo rammt kveður að ofbeldi á hendur konum úr röðum frumbyggja í Bandaríkjunum að þingið hefur látið málið til sín taka  Tilkynnt um hvarf 5.700 kvenna í fyrra  Finnast oftast látnar AFP Hvarf og var myrt Savannah Lafon- taine var komin átta mánuði á leið þegar hún hvarf. Hún fannst látin ári síðar og hafði verið limlest. eldu á milli fimm girnilegra tegunda f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru ægilegir, ljúffengir og fljótlegir. ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS V a þ SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Yfir 150 eru sagðir hafa fallið í sjálfs- vígs- og skotárásum vígamanna Rík- is íslams í suðurhluta Sýrlands í gær. Greinir fréttaveita AFP frá því að vígamenn hafi meðal annars notast við sjálfsvígssprengjuvesti. Breskir starfsmenn mannrétt- indasamtaka sem starfandi eru í landinu segja fjóra sjálfsvígs- sprengjumenn hafa sprengt sig í loft upp í borginni Sweida. Á sama tíma kváðu aðrar sprengingar við í nálæg- um þorpum. „Vígamenn Ríkis íslams ruddust því næst inn í þorp í norð- austurhluta héraðsins og myrtu þar fólk inni á heimilum sínum,“ sagði Rami Abdel Rahman, starfsmaður mannréttindasamtaka, við AFP. Eru 156 almennir borgarar sagðir hafa týnt lífi í ódæðinu og 62 særst, sumir þeirra lífshættulega. „Þetta er mesta mannfall í hér- aðinu Sweida frá upphafi átaka,“ bætti Rahman við. Í árásunum féllu einnig 30 liðsmenn Ríkis íslams, þeirra á meðal sprengjumennirnir. AFP Árás Vopnaðir öryggisverðir á vettvangi sjálfsvígssprengjuárásarinnar. Mannskæðar sjálfs- vígsárásir í Sweida  Yfir 150 almennir borgarar týndu lífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.