Morgunblaðið - 26.07.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 26.07.2018, Síða 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Los Angeles. AFP. | Ashley Loring hefur verið saknað í heilt ár, segir á síðu á félagsvefnum Facebook, sem henni er helguð. Loring er af þjóð- flokknum Blackfeet í Montana. Hún er námsmaður með fínlega drætti og alvarlegt andlit. Ieesha Nightpipe tilheyrir þjóð- flokknum Rosebud Sioux frá Arizona og hefur verið saknað í eitt og hálft ár. Hún var eiturlyfjasjúklingur og lenti í slæmum félagsskap. Toni, systir hennar, óttast það versta. Carolyn DeFord hefur leitað móð- ur sinnar, Leonu Kinsey, í 18 ár. „Móðir mín fór út í matvörubúð og sneri aldrei aftur,“ segir DeFord. Þessar þrjár konur eru úr hópi þúsunda kvenna úr röðum indíána, sem hverfa árlega í Bandaríkjunum. Í fyrra skráðu bandarísk yfirvöld 5.700 slík mál og á þessu ári eru þau orðin 2.750. Vandinn er orðinn svo alvarlegur að öldungadeild Bandaríkjaþings til- einkaði 5. maí málefninu til að vekja Bandaríkjamenn til vitundar um vandann. Var dagurinn valinn í minningu Hönnu Harris úr cheyenne-þjóðflokknum, sem hvarf 2013. Hún fannst síðar látin og hafði verið nauðgað. Harmleikur annarrar konu, Sav- annah Lafontaine, úr Spirit Lake- þjóðflokknum, var kveikjan að frum- varpi, sem ætlað er að bæta öflun gagna og rannsókn þessara mála. Lafontaine hvarf 21 árs gömul í Norður-Dakóta og fannst síðar mjög illa útleikin. Hún var komin átta mánuði á leið. Í fyrra kom út kvikmyndin Wind River þar sem fjöldi listamanna vek- ur athygli á ofbeldi gegn konum í samfélögum frumbyggja. „Þær finnast mjög sjaldan lifandi og sumar finnast aldrei. Þetta eru mest morð, en einnig mansal,“ segir Annita Lucchesi, sem stundar menn- ingarrannsóknir í Kaliforníu og hef- ur hafist handa við að skrá morð og hvörf kvennanna. Lucchesi er frumbyggi og varð fyrir kynferðislegri árás. Hún sagð- ist hafa gert sér grein fyrir því þegar hún vann að doktorsverkefni sínu að umfang vandans var ekki ljóst. Baráttusamtök segja að fyrirliggj- andi tölur sýni ekki hvað staðan sé alvarleg vegna þess að mun færri til- felli séu tilkynnt til lögreglu en eigi sér stað, einkum vegna tortryggni í garð yfirvalda. DeFord rekur upphafið til laga frá 1830 sem leyfðu stjórnvöldum að semja við frumbyggja um að flytja þá til landsvæða vestan árinnar Mississippi í staðinn fyrir lönd þeirra. Þeir voru þvingaðir til að fara fótgangandi og létu þúsundir manna lífið á leiðinni. Síðar voru frumbyggj- ar lokaðir inni og börn sett í heima- vistarskóla og bannað að tala tungu sína. Með áfallið í erfðaefninu „Við erum með þetta áfall í erfða- efninu,“ segir DeFord. „Heimilisof- beldi er algengara hjá okkur og sama á við um heimilisleysi og mis- notkun vímuefna. Fjórar af hverjum fimm konum úr röðum frumbyggja, rúmar 1,5 millj- ónir, eru fórnamlömb ofbeldis sam- kvæmt könnun rannsóknarstofnun- ar dómsmálaráðuneytisins frá 2010. Einni af hverjum þremur konum hefur verið nauðgað og er það meira en tvöföld sú tíðni, sem er meðal hvítra kvenna. Í sumum frum- byggjabyggðum er tíðni morða á konum tífalt hærri en landsmeðal- talið. Í flestum tilfellum er mökum kvennanna um að kenna og oftast eru þeir hvítir, samkvæmt niðurstöð- um stofnunarinnar. Lögreglu í frum- byggjabyggðum skortir þjálfun og bolmagn til löggæslu á víðfemum og oft afskekktum svæðum. Kimberley Loring, syster Ashley, segir að í byggð Blackfeet-þjóð- flokksins gæti 18 lögreglumenn 6.000 km2 svæðis. John Anderson, saksóknari í Nýju-Mexíkó, segir að oft taki of langan tíma fyrir laganna verði að skerast í leikinn. Annar vandi sé að lögregla á landi frumbyggja hafi að- eins heimildir til að taka á frum- byggjum, jafnvel þótt verknaður hafi verið framinn í þeirra lögsögu. Hverfa þúsundum saman  Svo rammt kveður að ofbeldi á hendur konum úr röðum frumbyggja í Bandaríkjunum að þingið hefur látið málið til sín taka  Tilkynnt um hvarf 5.700 kvenna í fyrra  Finnast oftast látnar AFP Hvarf og var myrt Savannah Lafon- taine var komin átta mánuði á leið þegar hún hvarf. Hún fannst látin ári síðar og hafði verið limlest. eldu á milli fimm girnilegra tegunda f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru ægilegir, ljúffengir og fljótlegir. ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS V a þ SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Yfir 150 eru sagðir hafa fallið í sjálfs- vígs- og skotárásum vígamanna Rík- is íslams í suðurhluta Sýrlands í gær. Greinir fréttaveita AFP frá því að vígamenn hafi meðal annars notast við sjálfsvígssprengjuvesti. Breskir starfsmenn mannrétt- indasamtaka sem starfandi eru í landinu segja fjóra sjálfsvígs- sprengjumenn hafa sprengt sig í loft upp í borginni Sweida. Á sama tíma kváðu aðrar sprengingar við í nálæg- um þorpum. „Vígamenn Ríkis íslams ruddust því næst inn í þorp í norð- austurhluta héraðsins og myrtu þar fólk inni á heimilum sínum,“ sagði Rami Abdel Rahman, starfsmaður mannréttindasamtaka, við AFP. Eru 156 almennir borgarar sagðir hafa týnt lífi í ódæðinu og 62 særst, sumir þeirra lífshættulega. „Þetta er mesta mannfall í hér- aðinu Sweida frá upphafi átaka,“ bætti Rahman við. Í árásunum féllu einnig 30 liðsmenn Ríkis íslams, þeirra á meðal sprengjumennirnir. AFP Árás Vopnaðir öryggisverðir á vettvangi sjálfsvígssprengjuárásarinnar. Mannskæðar sjálfs- vígsárásir í Sweida  Yfir 150 almennir borgarar týndu lífi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.