Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 20

Morgunblaðið - 26.07.2018, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkiskaup auglýstu nýlega eftir leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu fyrir skrifstofu og geymslur ásamt útisvæði fyrir Vegagerðina. Um áratuga skeið hefur Vegagerð- in verið með höfuðstöðvar í Borg- artúni 5-7 í Reykjavík. Það hefur staðið til í meira en 10 ár að finna nýtt húsnæði fyrir Vegagerðina, að sögn G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa, en í kjölfar bankahrunsins voru slík áform lögð til hliðar. G. Pétur segir að Vegagerðin sé ekki búin að sprengja húsnæðið ut- an af sér. Hins vegar sé starfsemin dreifð um höfuðborgarsvæðið og húsnæðið óhentugt. Best væri að hafa alla starfsemi á einum stað. Vegagerðin hefur verið með starfsemi í Borgartúninu í tæp 80 ár. Húsið Borgartún 5 og verk- stæðisbyggingarnar risu 1942 og var þá grófstarfsemin flutt af Klapparstíg 2 (lóðin á móti Völ- undi). Árið 1964 fluttu skrifstof- urnar af Laugavegi 114 í Borg- artún 7. Í auglýsingu Ríkiskaupa, sem birtist í Morgunblaðinu, er miðað við að húsnæði fyrir Vegagerðina verði tekið á leigu til 20 ára. Hús- næðisþörfin er áætluð tæpir 6.000 fermetrar og að auki þarf útisvæði að vera 9.000 fermetrar. Gerð er krafa um staðsetningu norðan Krísuvíkurvegar, sunnan/ vestan Úlfarsár og vestan vega- móta hringvegar við Norðlingavað. Morgunblaðið/Ófeigur Borgartún 5-7 Vegagerðin flutti fyrstu starfsemina þangað árið 1942. Leita að húsnæði fyrir Vegagerðina  Hefur verið í Borgartúni í tæp 80 ár Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég myndi að minnsta kosti ekki vilja láta byggja húsið mitt á þenn- an hátt,“ segir Jóhann Björn Jó- hannsson, sem nýverið lauk meist- araprófi í byggingarverkfræði frá KTH-háskólanum í Stokkhólmi, um niðurstöður eigin meistaraverkefn- is. Jóhann Björn vann verkefnið ásamt Jóhönnu Eir Björnsdóttur, en niðurstöður rannsókna þeirra komu verulega á óvart. Þær benda til þess að hætta á myglu í íslensk- um útveggjum sé talsvert meiri en í öðrum löndum. Komi það til af því að útveggir hér á landi eru einangr- aðir að innan en ekki að utan líkt og tíðkast annars staðar. Að því er fram kemur í rannsókn Jóhanns og Jóhönnu jókst rakastig í íslenskum útveggjum í samræmi við aukin áhrif regns, en rakastig í ís- lenska útveggnum reyndist vera um og yfir 90% á innra yfirborði steyp- unnar. Það er hærra en sérfræð- ingar og stofnanir í Svíþjóð útleggja um æskilegt hámark rakastigs. Hins vegar reyndist rakastigið vera stöðugt í kringum 50% í útvegg sem er einangraður að utan. Íslenska veðrið hefur áhrif Spurður hvers vegna íslenskir út- veggir séu einangraðir að innan segir Jóhann ýmsar ástæður geta legið þar að baki. „Ætli veðrið spili ekki stóran þátt í því. Menn reyna að nýta veturinn í að einangra vegg- ina og þá er talsvert auðveldara að gera það innan frá,“ segir Jóhann og bætir við að engar ráðleggingar séu um hámarksrakastig í útveggj- um í íslensku byggingarreglugerð- inni. Þá hafi rannsóknin leitt í ljós að vatnsmagn í íslenskum útvegg með íslenskri steypu sé talsvert meira en í útvegg sem er einangr- aður að utan og úr hefðbundinni evrópskri steypu. Jóhann segir að af fyrrgreindum ástæðum séu meiri líkur á myglu í íslenskum húsum. „Það þarf tals- vert minna til þess að hér verði mygluskemmdir. Það er mitt mat eftir þessa rannsókn að einangra eigi útveggi hér á landi utan frá en ekki að innan líkt og alltaf hefur verið gert.“ Hætta á myglu meiri hér á landi en erlendis  Telur útveggi hér á landi vera einangraða á rangan hátt Morgunblaðið/Hanna Mygla Fram undan er niðurrif á húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi. Verkfræðingar Jóhann Björn ásamt Jóhönnu Eir í Svíþjóð. Nýlegir bílar, yfirfarnir og með eins árs viðbótarábyrgð frá seljanda AIL 4x4 m. - Sjálfskiptur 1.390 þ.kr.2.700 þ.kr..190 þ.kr. issan XTR 017 - Ek. 53 þ. k Subaru FORESTER 2017 - Ek. 81 þ. km. - Sjálfskiptur Renault MEGANE Station 2013 - Ek. 168 þ. km. - Sjálfskiptur Renault Clio 2017 - Ek. 71 þ. km. - Beinskiptur 1.940 þ.kr. VW POLO 2017 - Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur . . . uzuki GRAND VITARA 2 - Ek. 188 þ. km. - Beinskiptur . . 4x4 Beinskiptur ki JIMNY Ek. 57 þ. km. - . uzu 014 - . CEED Station Ek. 67 þ. km. - Sjálfskiptur . . S 201 . Kia 2017 - . VW POLO 2017 - Ek. 48 þ. km. - Beinskiptur Renault MEGANE Station 2012 - Ek. 192 þ. km. - Sjálfskiptur Kia SOUL 2017 - Ek. 32 þ. km. - Sjálfskiptur Kia SPORTAGE EX 4x4 2017 - Ek. 93 þ. km. - Sjálfskiptur 1.650 þ.kr. 890 þ.kr.2.850 þ.kr. 3.490 þ.kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.