Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Keahótelin hafa tekið nýtt hótel, Exeter Hótel, í notkun í Tryggvagötu í Reykjavík. Þar eru 106 herbergi. Hótelið verður formlega opnað í dag en tekið var á móti fyrstu gestum 30. júlí. Hótelið er í nokkrum nýbyggingum á reit sem afmarkast af Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu. Milli þeirra er opinn bakgarður. Hótelið er nefnt eftir samnefndri verslun sem var á Tryggvagötu 12. Hefur versl- unarhúsið verið endurbyggt í upprunalegri mynd. Exeter-húsið var hækkað um eina hæð og er veitingarekstur á jarðhæð. Verslunin var nefnd eftir hafnarborginni Exeter í Bret- landi. Hún var ein helsta verslun Reykjavíkur. Í Tryggvagötu 10 stóð nýklassískt, steinsteypt hús, Fiskhöllin, sem var líka endurbyggt. Bæði hús voru byggð í byrjun 20. aldar. Fisk- höllin var um árabil ein vinsælasta fiskbúð borgarinnar. Við endurbygginguna var turninn á vesturhluta hússins endurvakinn. Með því fær Norðurstígur nýjan svip. Skírskotað til sögunnar Á sínum tíma voru tíðar siglingar milli breskra og íslenskra hafna. Fiskhöllin og Exeter-húsið voru áberandi byggingar við höfnina, sem hefur verið færð til norðurs með landfyllingum. Ex- eter-hótelið er því reist á reit með mikla sögu. Notkun á Fiskhall- arhúsinu hefur ekki verið ákveðin. Kostnaður við uppbygginguna er á þriðja milljarð. Verktakafyrirtækið Mannverk byggði hótelið fyrir fasteigna- þróunarfélagið Festi sem leigir Keahótelum bygginguna. Exeter- hótelið er ellefta hótelið í rekstri Keahótela. Exeter-hótelið er fjögurra stjörnu hótel, svonefnt „konsept“- hótel. Mikið er lagt upp úr hönnun og upplifun gesta. Á hótelinu eru stór sameiginleg rými fyrir fólk til að hittast. Opið rými er frá inngangi við Tryggvagötu og inn að bakgarði. Segir á vef hótels- ins að með því flæði veitingastaður, bar, setustofa og gestamót- taka í eitt. Arkitektarnir Richard Blurton og Sigurður Halldórsson teikn- uðu hótelið. Þeir sóttu innblástur í höfnina og iðnaðinn í kringum Slippinn. Herbergin eru teiknuð í nútímalegum iðnaðarstíl. Birt- ist það meðal annars í ómáluðum veggjum og notkun dökkra lita og járns. Þessar áherslur eru áberandi á stigagöngum. Með hót- elinu er leitast við að blása nýju lífi í þetta miðbæjarsvæði og færa það til fyrri vegs og virðingar. Veggi þess prýða ljósmyndir og teikningar eftir Hrafnkel Sig- urðsson listamann. Þau listaverk sækja líka innblástur í sjóinn og Slippinn. Húsgögn koma frá Epal, Pennanum og Lumex. Meðal annars voru rúmgaflar sérhannaðir af Glámu Kím. Á jarðhæð hótelsins, Tryggvagötumegin, er boðið upp á veit- ingar. Þar er veitingahúsið Le Kock sem býður breytilegan mat- seðil með skyndibita og götumat. Þar er líka bakaríið Deig sem býður meðal annars súrdeigsbrauð, beyglur og kleinuhringi. Það skírskotar til sögunnar. Á reitnum var lengi Cafe Tjörnin, vestan við Exeter-húsið. Nýr bar, Tail, er við hlið veitingastaðarins. Þar eru meðal annars fyrstu bjórdælur landsins sem dæla bjórnum upp í móti. Slíkar dælur eru nú að ryðja sér til rúms á bjórmark- aðnum. Tónleikar munu fara fram á útisvæðinu Gylfi Freyr Guðmundsson er hótelstjóri á Exeter-hótelinu. Hann segir mikið lagt upp úr upplifun gesta. Móttakan sé inn- arlega á jarðhæð á bak við veitingarýmin. Þannig muni öðrum gestum en hótelgestum ekki líða eins og þeir séu á dæmigerðu hóteli. Gylfi segir að boðið verði upp á lifandi tónlist í veitinga- rýminu. Þá verði útisvæðið milli hótelbygginganna nýtt fyrir við- burði og tónleikahald. „Við leggjum mikið upp úr því að skapa skemmtilegt andrúmsloft. Markhóparnir eru af yngri kynslóðinni. Þetta er fólk sem notar mikið samskiptamiðla til að afla sér upp- lýsinga og eins til að deila reynslu sinni,“ segir Gylfi. Hótelið verði markaðssett á öllum mörkuðum. Á hótelinu er spa með gufubaði og líkamsræktarsalur. Þessi þjónusta er hluti af háu þjónustustigi. „Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu. Viðmót starfsfólks og hversu mikið við náum að aðstoða gestinn á okkar hátt gera hótelið að því sem það er. Viðmótið er órjúfanlegar hluti af þjónustu okkar gagnvart gestum. Við sóttum innblástur til ann- arra hótela í Evrópu sem hafa verið mjög vinsæl. Þá meðal annars í Þýskalandi. Við skoðuðum hvaða markhópar myndu sækja í svona hótel og hvernig best væri að ná til þeirra. Hér á andrúms- loftið að vera léttara og afslappaðra en á mörgum hefðbundnari gæðahótelum, en jafnframt fagmannlegt og góð þjónusta við gest- inn í fyrirrúmi,“ segir Gylfi. Nýbygging Á hótelinu er m.a. boðið upp á líkamsrækt og spa. Við höfnina Horft til sjávar af svölum einnar svítunnar. Le Kock Nýtt veitingahús hefur verið opnað á jarðhæðinni. Nýtt glæsihótel við höfnina  Keahótel opna Exeter-hótel formlega á morgun  Hótel með 106 herbergjum og veitingarýmum  Hótelstjórinn segir mikið lagt upp úr góðri þjónustu  Boðið verður upp á tónleika á hótelinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svíta Setustofa fylgir þessari svítu á efstu hæð hótelsins, Tryggvagötumegin. Inngarður Milli húsanna. Nýjung Bjórnum er dælt upp í glös sem eru með segul. Hönnun Lágmarks- lýsing er á göngum. Gylfi Freyr Guðmundsson 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Ert þú í söluhugleiðingum? Við erum til þjónustu reiðubúin -örugg fasteignaviðskipti Heiðrún Björk Gísladóttir Löggiltur fasteignasali og HDL. Björn Þorri Viktorsson Löggiltur fasteignasali og HRL. Elín Viðarsdóttir Löggiltur fasteignasali Jóhann Örn B. Benediktsson Skrifstofu- og fjármálastjóri MBA Miðborg fasteignasala | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | Sími 533 4800 | www.midborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.