Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 30.08.2018, Síða 24
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Keahótelin hafa tekið nýtt hótel, Exeter Hótel, í notkun í Tryggvagötu í Reykjavík. Þar eru 106 herbergi. Hótelið verður formlega opnað í dag en tekið var á móti fyrstu gestum 30. júlí. Hótelið er í nokkrum nýbyggingum á reit sem afmarkast af Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu. Milli þeirra er opinn bakgarður. Hótelið er nefnt eftir samnefndri verslun sem var á Tryggvagötu 12. Hefur versl- unarhúsið verið endurbyggt í upprunalegri mynd. Exeter-húsið var hækkað um eina hæð og er veitingarekstur á jarðhæð. Verslunin var nefnd eftir hafnarborginni Exeter í Bret- landi. Hún var ein helsta verslun Reykjavíkur. Í Tryggvagötu 10 stóð nýklassískt, steinsteypt hús, Fiskhöllin, sem var líka endurbyggt. Bæði hús voru byggð í byrjun 20. aldar. Fisk- höllin var um árabil ein vinsælasta fiskbúð borgarinnar. Við endurbygginguna var turninn á vesturhluta hússins endurvakinn. Með því fær Norðurstígur nýjan svip. Skírskotað til sögunnar Á sínum tíma voru tíðar siglingar milli breskra og íslenskra hafna. Fiskhöllin og Exeter-húsið voru áberandi byggingar við höfnina, sem hefur verið færð til norðurs með landfyllingum. Ex- eter-hótelið er því reist á reit með mikla sögu. Notkun á Fiskhall- arhúsinu hefur ekki verið ákveðin. Kostnaður við uppbygginguna er á þriðja milljarð. Verktakafyrirtækið Mannverk byggði hótelið fyrir fasteigna- þróunarfélagið Festi sem leigir Keahótelum bygginguna. Exeter- hótelið er ellefta hótelið í rekstri Keahótela. Exeter-hótelið er fjögurra stjörnu hótel, svonefnt „konsept“- hótel. Mikið er lagt upp úr hönnun og upplifun gesta. Á hótelinu eru stór sameiginleg rými fyrir fólk til að hittast. Opið rými er frá inngangi við Tryggvagötu og inn að bakgarði. Segir á vef hótels- ins að með því flæði veitingastaður, bar, setustofa og gestamót- taka í eitt. Arkitektarnir Richard Blurton og Sigurður Halldórsson teikn- uðu hótelið. Þeir sóttu innblástur í höfnina og iðnaðinn í kringum Slippinn. Herbergin eru teiknuð í nútímalegum iðnaðarstíl. Birt- ist það meðal annars í ómáluðum veggjum og notkun dökkra lita og járns. Þessar áherslur eru áberandi á stigagöngum. Með hót- elinu er leitast við að blása nýju lífi í þetta miðbæjarsvæði og færa það til fyrri vegs og virðingar. Veggi þess prýða ljósmyndir og teikningar eftir Hrafnkel Sig- urðsson listamann. Þau listaverk sækja líka innblástur í sjóinn og Slippinn. Húsgögn koma frá Epal, Pennanum og Lumex. Meðal annars voru rúmgaflar sérhannaðir af Glámu Kím. Á jarðhæð hótelsins, Tryggvagötumegin, er boðið upp á veit- ingar. Þar er veitingahúsið Le Kock sem býður breytilegan mat- seðil með skyndibita og götumat. Þar er líka bakaríið Deig sem býður meðal annars súrdeigsbrauð, beyglur og kleinuhringi. Það skírskotar til sögunnar. Á reitnum var lengi Cafe Tjörnin, vestan við Exeter-húsið. Nýr bar, Tail, er við hlið veitingastaðarins. Þar eru meðal annars fyrstu bjórdælur landsins sem dæla bjórnum upp í móti. Slíkar dælur eru nú að ryðja sér til rúms á bjórmark- aðnum. Tónleikar munu fara fram á útisvæðinu Gylfi Freyr Guðmundsson er hótelstjóri á Exeter-hótelinu. Hann segir mikið lagt upp úr upplifun gesta. Móttakan sé inn- arlega á jarðhæð á bak við veitingarýmin. Þannig muni öðrum gestum en hótelgestum ekki líða eins og þeir séu á dæmigerðu hóteli. Gylfi segir að boðið verði upp á lifandi tónlist í veitinga- rýminu. Þá verði útisvæðið milli hótelbygginganna nýtt fyrir við- burði og tónleikahald. „Við leggjum mikið upp úr því að skapa skemmtilegt andrúmsloft. Markhóparnir eru af yngri kynslóðinni. Þetta er fólk sem notar mikið samskiptamiðla til að afla sér upp- lýsinga og eins til að deila reynslu sinni,“ segir Gylfi. Hótelið verði markaðssett á öllum mörkuðum. Á hótelinu er spa með gufubaði og líkamsræktarsalur. Þessi þjónusta er hluti af háu þjónustustigi. „Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu. Viðmót starfsfólks og hversu mikið við náum að aðstoða gestinn á okkar hátt gera hótelið að því sem það er. Viðmótið er órjúfanlegar hluti af þjónustu okkar gagnvart gestum. Við sóttum innblástur til ann- arra hótela í Evrópu sem hafa verið mjög vinsæl. Þá meðal annars í Þýskalandi. Við skoðuðum hvaða markhópar myndu sækja í svona hótel og hvernig best væri að ná til þeirra. Hér á andrúms- loftið að vera léttara og afslappaðra en á mörgum hefðbundnari gæðahótelum, en jafnframt fagmannlegt og góð þjónusta við gest- inn í fyrirrúmi,“ segir Gylfi. Nýbygging Á hótelinu er m.a. boðið upp á líkamsrækt og spa. Við höfnina Horft til sjávar af svölum einnar svítunnar. Le Kock Nýtt veitingahús hefur verið opnað á jarðhæðinni. Nýtt glæsihótel við höfnina  Keahótel opna Exeter-hótel formlega á morgun  Hótel með 106 herbergjum og veitingarýmum  Hótelstjórinn segir mikið lagt upp úr góðri þjónustu  Boðið verður upp á tónleika á hótelinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Svíta Setustofa fylgir þessari svítu á efstu hæð hótelsins, Tryggvagötumegin. Inngarður Milli húsanna. Nýjung Bjórnum er dælt upp í glös sem eru með segul. Hönnun Lágmarks- lýsing er á göngum. Gylfi Freyr Guðmundsson 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Ert þú í söluhugleiðingum? Við erum til þjónustu reiðubúin -örugg fasteignaviðskipti Heiðrún Björk Gísladóttir Löggiltur fasteignasali og HDL. Björn Þorri Viktorsson Löggiltur fasteignasali og HRL. Elín Viðarsdóttir Löggiltur fasteignasali Jóhann Örn B. Benediktsson Skrifstofu- og fjármálastjóri MBA Miðborg fasteignasala | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | Sími 533 4800 | www.midborg.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.