Skírnir - 01.09.2016, Side 33
269varðmaður gamla íslands
hjá Evrópusambandinu að ljúka á næstu árum viðræðum við
okkur“. (Ólafur Ragnar Grímsson 2013)
Íslendingar ættu sem sagt að snúa baki við helstu stefnumálum fyrri
ríkisstjórnar en horfa með mikilli bjartsýni fram á veg:
Nýlegar breytingar á Norðurskautsráðinu hafa og leitt til þess að tíu af
stærstu hagkerfum heimsins — Bandaríkin, Rússland, Kína, Indland, Japan,
Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Bretland og Kanada — munu framvegis ásamt
okkur, öðrum norrænum þjóðum og fleiri ríkjum, koma saman til að móta
farsæla, ábyrga og sjálfbæra framtíð Norðurslóða.
Þessar breytingar færa Íslandi fjölda nýrra tækifæra. Við eigum efnis-
rík erindi við allar helstu áhrifaþjóðir heims og þær leita ákaft eftir nánara
samstarfi við okkur.
Við erum í reynd að verða vitni að sögulegum þáttaskilum. Ísland er
komið í alfaraleið nýs áhrifasvæðis þar sem glíman um loftslagsbreytingar
og aukna hagsæld verður einkum háð. Norðrið, heimaslóðir okkar, nú veg-
vísir um örlög allra jarðarbúa. (Ólafur Ragnar Grímsson 2013)
Aðspurður kvað forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, ekki við hæfi að forseti Íslands tjáði sig um einstök mál, hvort
sem væri innlend málefni eða um utanríkisstefnu landsins. Hins
vegar kvaðst hann telja mjög eðlilegt að forseti Íslands lýsti opin-
berlega yfir afstöðu sinni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Það væri fullveldismál og „heyrir í raun undir forsetann, eins og
þingið“ („Engin stefnubreyting …“ 2013). Þar með lagði forsætis-
ráðherra blessun sína yfir opinber afskipti forseta Íslands af utan-
ríkisstefnu landsins.
Á sumarþinginu 2013 tóku nýr þingmeirihluti og ríkisstjórn til
við að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Eitt þeirra voru
lög um breytingar á veiðigjaldi. Frumvarpið vakti víða hörð við -
brögð og fullyrt var að gjöldin myndu lækka umtalsvert. Ríkis-
stjórnin sagði hins vegar að fyrst og fremst yrði gjaldheimta flutt á
milli greina og fyrirtækja í sjávarútvegi. Grundvallarbreyting væri
engin. Safnað var undirskriftum þar sem skorað var á forseta Íslands
að synja lögunum staðfestingar. Nær 35.000 manns, eða um 15%
kjósenda, skrifuðu undir. Það var sami fjöldi og hafði árið 2004
skorað á forseta að synja staðfestingu laga um fjölmiðla sem Alþingi
skírnir