Skírnir - 01.09.2016, Page 35
271varðmaður gamla íslands
og Sjálfstæðisflokks á árunum 2014–2016 („18,4 milljarðar …“2016).
Á fiskveiðiárinu 2012–2013 voru veiðigjöldin 12,8 milljarðar en á
fiskveiðiárinu 2016–2017 er áætlað að þau verði 4,8 milljarðar. Á
árunum 2008–2014 var hagnaður sjávarútvegsfyrirtækjanna um 242
milljarðar og arðgreiðslur til eigendanna tæplega 50 milljarðar (sbr.
„Veiðigjöld lækka um milljarða …“ 2016). Enn og aftur virtist
ákvörðun forsetans um beitingu 26. gr. stjórnarskrárinnar byggjast
á geðþóttaákvörðunum fremur en skýrum málefnalegum sjón-
armiðum (Svanur Kristjánsson 2015b: 351–354).
Sambúð forseta og ríkisstjórnar
Í nýársávarpi 2014 ítrekaði forseti Íslands ákall um að landsmenn
segðu skilið við erfitt tímabil átaka og sundrungar en hæfu á ný veg-
ferð þjóðarsamstöðu og eindrægni. Þannig hefðu allir helstu sigrar
Íslendinga unnist — stjórnarskráin 1874, heimastjórn 1904, fullveldi
1918 og lýðveldisstofnun 1944. Forsetinn fagnaði sérstaklega að
Alþingi samþykkti einhuga „stefnu Íslands í málefnum Norður -
slóða, skapa traustar undirstöður að nýju burðarvirki í alþjóða -
tengslum Íslendinga“.
Stór hluti ræðu forsetans var helgaður málefnum norðurslóða:
Norðurslóðir sem áður voru taldar endimörk hins byggilega heims eru í
vaxandi mæli hringiða nýrrar heimsmyndar, breyting sem Norður-
skautsráðið staðfesti í maí með sögulegri samþykkt […] Þessi þáttaskil
skapa Íslendingum fjölda nýrra tækifæra — í vísindum, viðskiptum, at-
vinnulífi og menningu. Eyjan í útnorðri er nú komin í þjóðbraut þvera,
lykilstöðu á svæði sem ráða mun miklu um þróun hinnar nýju aldar;
áfangastaður þegar æ stærri hluti auðlindanýtingar og vöruflutninga verður
um Norðrið; að ógleymdum milljónum ferðamanna frá öllum álfum sem
vilja upplifa ævintýrin sem búa í náttúrunni, dást að miðnætursól og
norðurljósum. (Ólafur Ragnar Grímsson 2014a)
Forsetinn sagði að aldalangri einangrun Íslands væri hér með lokið
og landið orðið eftirsóttur bandamaður þjóða um allan heim við
þróun samstarfs um nýja norðrið. Líkt og á blómatíma útrásarinnar
taldi Ólafur Ragnar að við Íslendingum blasti ný veröld, björt og
fögur:
skírnir