Skírnir - 01.09.2016, Page 36
Það er gæfa lítillar þjóðar, sem nú er á tímamótum eftir glímuna við banka-
hrunið, að eiga kost á slíkri vegferð og geta nýtt hana í þágu allra […] Við
Íslendingar eigum líka lærdóma og leiðarljós, reynslu úr hirslum sögunnar,
sem nýst geta okkur á nýrri braut, frá átakaskeiði liðinna ára til varanlegrar
samheldni og samstöðu.
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna virtust ekki taka mikið mark
á boðskap forsetans um að auka þyrfti samstöðu íslenskrar þjóðar.
Þvert á móti. Snemma árs 2014 lögðu þeir fram á Alþingi ályktun um
að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Í kosningabaráttunni höfðu báðir flokkar hins vegar lofað að efna
til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Um 55.000 manns — 22%
fólks á kjörskrá í landinu — undirrituðu áskorun til Alþingis um að
fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um að ljúka ætti aðildarviðræðum
eða slíta. Í skoðanakönnunum kom fram að tæp 70% svarenda vildi
halda viðræðunum opnum („Tæp 70% vilja halda aðildarviðræðum
…“ 2014). Fjölmennir mótmælafundir voru haldnir á Austurvelli
fyrir framan Alþingishúsið. Að lokum var tillagan um slit viðræðna
dregin til baka. Athyglisvert er að forseti Íslands hvatti ekki til
þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þó að vart yrði hægt að ná sam -
stöðu um aðrar leiðir til lausnar djúpstæðum ágreiningi stuðnings-
fólks og andstæðinga aðildarumsóknar.
Engin merki voru um að traust fólksins til ráðamanna færi vax-
andi. Forseti Íslands naut að vísu mests trausts, en samt einungis
tæps helmings (46,5 %) svarenda. Sem fyrr var mikill munur á
afstöðu fólks til forsetans eftir stjórnmálaflokkum. Stuðningsfólk
stjórnarflokkanna treysti forsetanum vel en stuðningsmenn stjórn-
arand stöðunnar miklu síður. Víglínan sem dregin var í forsetakosn -
ingunum 2012 hélt enn. Merkilegt verður einnig að teljast að báðir
formenn stjórnarflokkanna nutu miklu minna trausts en tveir for-
ystumanna annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var á
sömu slóðum og forsetinn (46,1%). Jón Gnarr borgarstjóri úr Besta
flokknum rétt þar á eftir (39,4%). Langt á eftir komu Bjarni Ben-
ediktsson fjármálaráðherra (25,9%) og Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra (23,2%) („Traust til forystufólks …“
2014). Fleiri vísbendingar voru um að Ólafur Ragnar Grímsson hefði
ekki náð sömu stöðu í huga þjóðarinnar og fyrir hrunið. Í skoðana-
272 svanur kristjánsson skírnir